Þjóðviljinn - 19.06.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.06.1976, Blaðsíða 8
H SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júnl 1976 CANADA GRÆNLAND: „3tme 4 # Thuló '♦ Dundas $ m. ■ s/* Upernavík M&h ' V/'/h ‘ ■ '' '' * ,>’Víí GREENLAND (Denmark) % Metten Vlg ,* • SStóa ’^jjpR Seoreeiyeeml Godhevn # Egedeemlnd/SL 4^*'' Gunnbjorns Fjeld 3.700 ib & w » Sendre Stromljord Mounl Forel 3,300 m é H«e ' • (10.821 ft SoWt^oppen^^ P°LAR CIRCLE 4 SAS # Ángmageeelfk ICELA f L* . '> ‘4(0,,* I ' : "" *l|íi||lp 1721 1953 'Afstaða dönsku nýlendustjórnarinnar til þegna sinna á Grænlandi. 1972 19?? Grœnlendingar aldrei spurðir álits — ^4 nú að ganga endanlega frá menningu þeirra og lífsháttum? Olíuœvintýrið að hefjast Snemma i þessum mánuði hófust boranir eftir oliu á landgrunni Grænlands. Þá stefndi eitt full- komnasta oliuborskip heims, Pelican, frá Suður- Evrópu norður á bóginn og tók sér stöðu uþb. 120 km fyrir utan vesturströnd Grænlands, úti fyrir mynni Syðri-Straumsfjarðar. Þar mun skipið senda bor sinn niður 120 metra af sjó og tæplega fjórum kiló- metrum betur niður i landgrunnið. Ef heppnin, veðrið, hafisinn og græjurnar verða leitarmönnum hliðhollar og hlýðnar gæti fyrsta oli- an litið dagsins ljós eftir 2—3 mánuði. Grænlenska oliuævintýrið orðið að veruleika. Danska stjórnin hefur leyft sex samsteypum oliufyrirtækja aö leita aö oliu á tveim svæöum úti fyrir vesturströnd Grænlands. Aöeins ein samsteypa hefur þó hafiö boranir, dansk-kanad- Isk-franska samsteypan TGA-Grepco og er franska fyrir- tækiö Total ábyrgt fyrir borunun- um. Hinar samsteypurnar byrja ekki fyrr en á næsta ári eöa þar- næsta. Grænlendingar eru þegar farnir aö finna smjörþefinn af þvi sem koma skal. 1 Syöri-Straums firöi er veriö að reisa hótel fyrir aökomna starfsmenn viö oliuleit- ina. Þeir eru þegar farnir aö koma til landsins. Blaöamaöur Informatlon hitti fyrir nokkra ævintýramenn af óræðu þjóöerni sem þvælsthafa um allan heim i oliuleit, starfsmenn alþjóölegra oliuhringa eöa jaröfræðistofnana sem tekiö hafa þátt i olíuleit i Indónesiu, Nigeriu, Suöur-Ame- riku, Alaska... Þeir áttu fyrir höndum aö setjast aö hver á sínu útskerinu i nágrenni Syöri-Straumsfjaröar og aöstoða áhöfnPelican viö aö gera hárná- kvæmar staöarákvarðanir svo hún geti sett niður borinn þar sem jaröfræðingarnir segja fyrir um og meö sem mestri nákvæmni. Grœnlendingar aldrei spurðir En ollumennirnir setjast ekki eingöngu aö úti á sjó og i út- skerjum. Þeir eru þegar farnir aö setja svip á bæjarlif græn- lendinga og sá svipur á eftir aö veröa sterkari. Totalhefur komið sér fyrir I Godthab, og I Fær- eyingahöfn veröur komiö upp birgðastöö fyrir oliuleitina. Þegar danska stjðrnin leyföi oliuhringunum aö leita að oliu hafði hún ekki fyrir þvi að spyrja grænlendinga álits. Grænland er hvort eö er fámennasta sýslan i danska konungsrikinu og fá at- kvæöiíhúfi. Fiskimenn voru ekki spurðir hvort oliuleitin hefði ein- hver áhrif á lifibrauö þeirra og það olli dönskum ráðamönnum ekki miklum höfuðverk að helstu rækjumiö grænlendinga eru á sömu slóðum og leitarsvæðin. 1 sumum tilvikum nutu þeir liö- styrks grænlenskra sveitar- stjórna þegar þeir þröngvuðu oliuævintýrinu upp á landsmenn. Þannig var til dæmis i bænum sem danir kalla Holsteinsborg en grænlendingar Sisimiut. Þar fóru stjórnvöld fram á að reist yröi birgðastöð fyrir oliuleitina „til bráðabirgða” I þrjú ár — og sveitarstjómin samþykkti eftir nokkurt þóf. Upp ris alþýðuhreyfing I Sisimiut gerðist það hins veg- ar aö upp reis hreyfing almennra borgara sem hafa miklar áhyggjur af áhrifum oliuævin- týrisins á atvinnuhætti og mannlif staðarins. Þessi hreyfing berst fyrir þvi aö sveitarstjórnin taki samþykki sitt aftur og að engin birgöastöö veröi reist á staönum. Sveitarstjórnin hefur þver- skallast viö og neitar mas. aö ræða máliö opinberlega. Aöferöin við aö þröngva birgöa- stööinni upp á Sisimiut er dæmi- gerö um þaö þegar embættis- menn hyggjast koma sinum hags- munamálum i verk án þess aö ráögast við þá sem veröa að taka afleiöingunum. Dönsk stjómvöld höföu ekki minnst á þetta mál fyrr en 11. febrúar i ár aö Græn- landsmálaráöuneytiö i Kaup- mannahöfn sendi sveitarstjórn- inni í Sisimiut skeyti (þaö lá svo mikið á aö bréf nægöi ekki) þar sem fariö var fram á fund um birgöastöö I bænum eins fljótt og auöió var. Sveitarstjórnin ræddi máiiö á tveim lokuöum fundum og fundargeröir þeirra hafa ekki fengist birtar opinberlega. Dag ana4.-7.marskomumenn fráráöu- neytinu i Kaupmannahöfn til Sisi- miut til skrafs og ráöageröa og aö þeim fundum loknum tók sveitar- stjórnin ákvöröun um aö veröa viö ósk ráöuneytisins. Þaö haföi tekiö innan við mánuö að afgreiða máliö og á þeim töna var al- menningur i bænum aldrei spuröur álits né látinn vita hvað var að gerast. Bœttir ekki úr ástandinu Helsta krafa áðurnefndrar hreyfingar gegn oiiunni er sú að sveitarstjórnin geri grein fyrir þeim forsendum sem hún byggði ákvörðun sína á og ræði þær viö ibúana. Sveitarstjórnin hefur staöfastlegahundsaöþessa kröfu. Það sem hreyfingin hefur mest- ar áhyggjur af er hvaöa áhrif það hefur þegar starfsmenn oliufyrir- tækjanna fara aö streyma til bæjarins. Eins og aðrir græn- lenskir bæir hefur Sisimiut við ýmis vandamál aö striða, vanda- mál sem skapast hafa við ger- byltingu i atvinnuháttum lands- manna undanfarna áratugi. Bæjarbúar hafa sagt skiliö viö heföbundna atvinnuhætti og tinst inn i frystihúsin og um borö i togara og báta. Sjávarút- vegur er óstööug atvinnugrein á Grænlandiþar sem fiskimiöin eru hulin hafls stóran hluta ársins. Enda rikir viövarandi atvinnu- leysi í Sisimiut marga mánuöi á vetri hverjum meö öllum þeim ömurlegu afleiöingum sem það hefur fyrir lifskjör og lifshætti al- þýöunnar. Þaö liggur fyrir aö oliuleitin mun lítiö sem ekkert bæta úr at- vinnuástandinu. Eins og fisk- veiöarnar eru hún eingöngu rekin aö sumarlagi þegar atvinna er mest i bænum. En hvaða áhrif hefur þaö á félagshætti smábæjar þegar yfir hann dengist nýr, plássfrekur og framandi iðnaður? Sveitarstjórn- in hefur svaraö þessari spurningu jneö þvi aö vitna til könnunar- ferðar sem farin var til Stafangurs I Noregi til aö kanna afleiöingar olluævintýrisins á llfshætti bæjarins. Niðurstöður hennar voru þær aö afleiöingarn- ar væru sáralitlar, félagsleg vandamál heföu ekki aukist meir en I sambærilegum norskum bæj- um sem sloppið hafa frá oliunni. Þessu hefur Kvenfélag Sisimiut svaraö I skeleggu bréfi á þennan hátt: „...maður getur ekki boriö saman aðstæöur i Sisimiut og Stafangri, því Stafangur er há- þróaður iönaðarbær og ibúatala hans er helmingi hærri en á öllu Grænlandi auk þess sem bæjar- búar i Stafangri hafa lifað með oliunni i 10 ár. Okkar þjóðfélag er lltt þróað og viö erum ekki I stakk búin að berjast gegn afleiðingum olluvinnslunnar.” Oþekktar stœrðir I viðtali við Informatfon viður- kennir sveitarstjórnin aö margar stærðir i' dæminu séu óljósar. Til dæmis er ekkert vitaö um fjöida þeirra fyrirtækja sem hyggjast koma sér fyrir I Sisimiut né hve margir starfsmenn þeirra veröa i bænum. t ákvöröun sveitarstjórnarinn- ar er klásúla þess efnis að samningurinn gildi I þrjú ár og taki eingöngu til olluleitar, ekki oliuvinnslu ef einhver olia finnst. Þetta ákvæöi er þó ekki skýrara en svo aö bæjarstjóranum vaföist tunga um tönn er hann var spuröur um hvaö hægt væri að semja eftir þrjú ár. Samkvæmt ákvöröun dönsku stjórnarinnar mega fyrirtækin leita aö ollu i 10—16 ár. Er búiö aö semja um birgöastöð I Sisimiut fyrir allan þann tima? Við þvi eru engin af- Laugardagur 19. júní 1976 ÞJÓOVILJINN — SÍÐA 9 Dökku reitirnir eru þau svæði sem úthlutað hefur verið til olíu- leitar. Eins og sjá má liggur Sisimiut vel við þeim. gerandi svör. Þaö er hægt aö túlka samninginn þannig að búið sé að samþykkja þaö og þaö eina sem um sé að semja séu hugsan- legir flutningar athafnasvæöisins innan bæjarins, ekki út fyrir hann. Þaö er heldur ekki auövelt aö rifa það upp sem einu sinni hefur veriö sett niöur, naglfast og steypt. Þaö er einmitt þetta atriði sem veldur andstæðingum birgöa- stöðvarinnar ugg. Þeir óttast að innrás olíuhringanna geti haft I för meö sér mun stórkostlegri breytingar á atvinnuháttum og lifskjörum Ibúanna en sú þróun frá selveiöum á kajak yfir I nú- tima fiskveiðar á vélbátum og skuttogurum sem hófst árið 1953. Þeir kvarta yfir þvi aö ekkert hafi veriö gert tÚ aö kanna hvaöa af- leiðingar slik gjörbylting getur haft. Af hverju var td. ekki leitaö eftir upplýsingum um svipaða þróun sem átt hefur sér staö i Alaska og Kanada þar sem allar aðstæður eru miklu llkari Græn- landi en I norsku iönaöarborginni Stafangri? Frœðsla og undirskriftir Þaö sem hreyfingin gegn oli- unni hyggst gera, fyrst ekki er hægt að fá sveitarstjórnina til að ræða málin frammi fyrir almenn- ingi, er að hefja fræðsluherferö um skaðsemioliunnar. Þegar hún hefur fariö fram.á að safna undir- skriftum almennings undir þá kröfu aö samningnum um birgöa- stöö verði rift að þriggja ára timanum liönum. En hvert á að flytja hana? Er andstæöingum oliunnar alveg sama um þaö, bara ef Sisimiut sleppur? Nei, þeir segja sem svo að fyrst menn hafa ákveðið að leita að oliu geti þeir gert út frá óbyggöum stað, þaö gerir herinn. Bestheföi veriö aö biöa með oliu- leitina I svo sem tiu ár til þess að unnt hefði verið að búa græn- lenskt samfélag betur undir oliu- ævintýrið. Nota þann tima til að aðlaga þjóöfélagið aö breyttum aöstæðum og mennta væntanlegt vinnuafl. Einnig hefði ekki verið úr vegi að athuga betur um- hverfis- og mengunaráhrif oliu- vinnslunnar og -leitarinnar. Leit- inni fylgja miklar sprengingar sem fiskimenn óttast aö hafi ófyrirsjáanleg áhrif á fiskistofna. Annaö er aö viö oliuieit eru iðu- lega boraöar holur sem ekki telst hagkvæmt aö nytja. Þessum hol- um er ekki lokað og úr þeim vell- ur olian kannski um langa fram- tiö. Hvert berst þessi oUa og hvaöa áhrif hefur hún á lifriki sjávarins? Hvað þá? En það eru fyrst og fremst áhrif oliunnar á grænlenskt mannlif sem andstæðingar oliunnar hafa áhyggjur af. Þessar áhyggjur eru mjög skiljanlegar ef litið er á grænlenska þjóðfélagsþróun undanfarinna áratuga. Sú þróun hefur ekki miðast við þarfir eöa sögulega arfleifö grænlensku þjóðarinnar, heldur hefur hún I krafti danskra auðvaldshags- muna veriö rifin út úr eldfornu lifsmynstri sem dugöi henni vel og hrúgaö inn I framandlegt bæjarlif — danskt — þar sem aðeins er atvinna nokkra mánuði á ári. Það er frægt dæmi um viðhorf danskra stjórnvalda til græn- lendinga þegar kanadiskt fyrir- tæki ákvaö aö loka námu sem þaö rak og flytja starfsemi slna til annars staðar. Þá var 1.400 manna þorp, sem myndast haföi umhverfis námuna og liföi á rekstri hennar einfaldlega flutt suður i stærri bæina á vestur- ströndinni sunnanveröri. Þegar ibúarnir mótmæltu svöruðu yfir- völd með þvi aö loka skólum, verslunum og öðrum þjónustu- stofnunum sem ibúarnir höföu vanist að nota. Þeir voru neyddir til að flytjast inn I fjölbýlishús og hefja störf i atvinnugreinum sem þeir þekktu ekki og voru þar aö auki mjög stopular. Og hvað gerist I Sisimiut eftir að fiskveiðar dragast saman og oliuvinnslan tekur við? Kannski hættir hún einn daginn aö vera nógu aröbær aö mati oliufursta einhvers staöar úti i heimi. Hvaö þá? -ÞH Leitarskip franska olluhringsins Total ____Pelican. SUMflRFERD ALÞÝÐUBANDA^ LAGSINS 27.JÚNÍ Leiðarlýsing iír Landsveit Landvegur hefst við Vegamót skammt austan Þjórsárbrúar og liggur til landnorðurs upp eftir miðjum Holtum og siöan upp á Land. Meðal bæja fyrir vestan veg eru Lýtingsstaðir.Sú sögn er um Lýt- ing sem bærinn er kenndur viö aö hann hafi viljað velja sér legstað, er hann var orðinn gamall og blindur. Tók hann sér boga i hönd, lét leiða sig út á klett litinn, sem er þar i túninu, lagði ör á streng, skaut til landsuöurs og mælti svo fyrir, að hann viidi þar liggja, sem broddur biti gras. örin leit- aði sér staðar i hól, sem heitir siö- an Lýtingur, og er sagt að gamli maðurinn sé heygður þar. Hóllinn er gegnt bænum, og er þar nú fjárhús. Liggur vegurinn rétt fyr- ir vestan. Hefur Lýtingur eftir þessu verið bogsterkur vel, þvi aö vart er minna en hálfur annar kilómetri frá bæ til hóls. Manngerðir hellar eru bæöi i Þjóðólfshaga og á Lýtingsstöö- um. Ymis sérkennileg bæjarnöfn verða á vegi okkar svo sem Bjáimholt og Lunansholt, bæði irsk að uppruna. Þá eru þar bæ- irnir Pula og Bjalli og i eina tið Látalæti. Arið 1912 urðu ábúanda- skipti á bænum Látalæti og lét nýi ábúandinn breyta nafninu og lagði sekt við ef einhver nefndi gamla bæjarnafnið. Skyldi sá greiða mórautt lamb ellegar viskiflösku. 1 ofanveröri Landsveit hefur orðið mikið sandfok og hafa margir bæir verið færöir og enn fleiri farið i eyöi. Meðal þeirra bæja sem færðir hafa verið eru kirkjustaöirnir Skarð og Fells- múli og einnig Stóri-Klofi. Skarð er fornfrægur staður. Hann áttu oddaverjar á Sturl- ungaöld. Þar bjó Páll Jónsson, sonur Jóns Loftssonar, þar til hann varð biskup i Skálholti. Eins og kunnugt er hvilir Páll i stein- kistunni miklu i Skálholtsdóm- kirkju. Enn er Skarð höfuöból og óviðar er rekinn meiri búskapur en þar. útsýni þar er hrifandi fagurt eins og viðast hvar á Landi. Einkum eru austurfjöllin fögur og ber Hekla þó af, þar sem hún ris i háaustri sem fagur ógn- valdur byggðarinnar. Eitt af þvi, sem öðru fremur vekur athygli ferðamanns i Skarði, er kirkjugarðurinn. Hann er allur hlaðinn úr hraungrýti um 3 feta þykkur og 4 feta hár. Er á honum snilldarhandbragö, enda hafa landmenn löngum veriö frægir vegghleösiumenn. Var garöurinn hlaðinn árið 1923. En siðar var kirkjugarðurinn of litill og var hann stækkaður árið 1962. Var ákveðið aö byggja nýja garð- inn i sama stil. Tókst það svo vel að viðbótin er jafnvel enn betur hlaðin. A Galtalæk.þar sem áö verður i sumarferö Alþýöubandalagsins, er endastöö á Landi og þar er tal- iö að hefjist Fjallabaksvegur nyrðri eða Landmannaleið. (Að mestu byggt á Arbók Ferðafélags Islands 1966 eftir dr. Harald Matthiasson) — GFr Skarðskirkja I Landsveit (MyndirtGFr). Traðir á Skaröi. Hinn iistavel hlaðni kirkjugarður til vinstri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.