Þjóðviljinn - 19.06.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. júní 1976
V-þ j óð verj ar
unnu júgó-
slava 4:2 í
framlengdum
leik
V-þjóöverjar sigruðu júgóslava
4:2 i undanúrslitum Evrópu-
keppni landsiiða eftir að jafnt
hafði verið 2:2 að venjuiegum
leiktima loknum. Þá var fram-
lengt og skoruðu þjóðverjarnir þá
2 mörk en júgóslavar ekkert.
Þetta tap sviður júgósiövum
mjög, vegna þess aö I leikhléi
höfðu þeir forystu 2:0. og þar að
auki fór leikurinn fram i Júgó-
slaviu. Með þessum sigri tryggðu
þjóöverjarnir sér sæti I úrsiitum
keppninnar og mæta þar tékkum,
sem mjög óvænt sigruöu
holiendinga sl. miðvikudagskvöld
3:l.einnig eftir framlengdan leik;
staðan eftir venjulegan leiktima
var 1:1.
A 19. min. tóku júgóslavar for-
ystu með marki Danilo Popivoda
og á 31. min. skoraöi Dragan
Dzajic 2. markið. Og þannig var
staðan i leikhléi. Júgóslavarnir
áttu mun meira i fyrri hálfleik og
flestir bjuggust við auðveldum
sigri þeirra.
En i siðari hálfleik snerist
dæmið viö. Þjóðverjarnir tóku öll
völd og það var engu likara en
júgoslavarnir væru úti á þekju.
og leika því til
úrslita við tékka
í Evrópukeppni
landsliða
Þýski leikmaðurinn Flohe, sem
kom inná i siðari hálfleik skoraði
fyrsta mark þjóðverja á 65. min.
með þrumuskoti utarlega úr vita-
teignum. Og 11 minútum fyrir
leikslok jafnaði hetja þýska
liðsins Dieter Miiller. Það virðist
þvi sem einhver gæfa fylgi
Möllers - nafninu i þýskri knatt-
spyrnu; allir þekkja Gerd Miiller,
sem er hættur að leika með þýska
landsliðinu.
Það var nefnilega þessi Dieter
Múller sem skoraöi bæði mörk
þýska liðsins i framlengingunni,
þann. að hann var með þrennu i
þessum fyrsta landsleik sinum og
það ekki i þýðingarminni leik en
þessum.
Hollendingar og júgóslavar
leika um 3. sæti keppninnar i dag,
en úrslitaleikurinn milli tékka og
þjóðverja fer fram á morgun.
— S. dór
Sigurður
efstur í
stiga-
keppni
GSÍ
Hinn ungi og efnilegi golf-
maður, Sigurður
Thorarensen, er nú efstur I
Stigakeppni GSI, en sam-
kvæmt þessari stigagjöf eru
menn valdir I landsliðið I golfi
hverju sinni,eöa þannig á það
að vera samkvæmt reglum
GSl.
Þegar hafa farið fram tvö
golfmót sem gefa stig og er
Þorbjörn Kjærbo efstur að
þeim loknum, en Sigurður I
öðru sæti, en samkvæmt regl-
um GSI á að bæta viö 20%
stiga úr þremur bestu mótum
hvers keppanda frá 1. okt. árið
áður, og eftir að það hefur nú
verið gert Htur röð efstu
manna i stigakeppninni I ár
þannig út:
1. Sig., Thorarensen
GK 64.59
2. Þorbjörn KjærboGS 64.52
3. Ragnar ólafsson GR 60.01
4. Björgvin Þorsteinsson
GA 47.20
5. Geir Svansson GR 33.83
6. Einar Guðnason GR 33.54
7. óttar Yngvason GR 31.29
Sigurður Thorarensen
8. Hallur Þórmundsson
GS 26.35
9. Jóhann R. KjærboGS 20.15
10. Þórhallur Hólmgeirsson
GS 18.26
Næsta stigamót GSt er
Pierre Robert keppnin á Nes-
velli nk. sunnud. 20. júni.
Fyrsta verkefni landsliðs GSl
1976 er landskeppni við Lux-
embourg dagana 3.-4. júlf n.k.
Friðrik Þór stekkur 7,09 m. I langstökki. (Ljósm. S.dór)
Rok og kuldi eyði-
lagði 17.-júnímótið
í frjálsum íþróttum
Friðrik Þór Óskarsson var tvímælalaust maður mótsins,
stökk yfir 15m. í þrístökki og 7m. í langstökki
Gárungar hafa sagt, að ekki
megi auglýsa frjálsiþróttamót
fyrirfram hér á landi, heldur eigi
að reyna að koma veðurguðunum
á óvart með frjálsiþróttamót
vegna þess að hvenær sem slik
mót eru haldin sé vont veöur. Þeir
sem hafa fylgst með frjáls-
iþróttamótum I vor og sumar geta
sjálfsagt tekið undir þetta. Og það
varð engin breyting á 17. júni,
meðan þjóðhátiðarmótið I frjáls-
um fór fram. En svo einkennilegt
sem það er, þá snarlygndi og
hlýnaði eins og tjald væri dregið
fyrir um leið og siðustu grein
mótsins lauk I fyrradag. Hjátrú-
arfullir fengu þarna byr undir
báöa vængi. Rokið og sá nistings-
kuldi sem var meðan mótið fór
fram, kom algerlega I veg fyrir
góðan árangur.
Það er ekki á neinn hallaö þótt
Friörik Þór Óskarsson sé kallaö-
ur maður mótsins. Hann stökk
15,21 m. i þrístökki og 7,09 m. i
langstökki. Friðrik sýndi mikiö
öryggi,og við bestu aðstæður og á
góðum velli (þetta mót fór fram á
Melavellinum) má búast viö at-
hyglisverðum árangrihjá honum.
Við birtum úrslit fyrri hluta
mótsins, sem fór fram 16. júni i
17. júní-blaðinu en nú skulum við
líta á það sem gerðist i slðari
hluta mótsins.
Valbjörn Þorláksson sigraði að
vanda 1110 m. grindahlaupi á 15,7
sek. I 100 m. hlaupi sigraði Sig-
urður Sigurösson Ármanni með
yfirburðum, hljóp á 11, 3 sek. en
Magnús Jónasson Arm. hljóp á
11,5 sek. Það er enginn maður i
augsýn sem storkar veldi Sigurð-
ar i 100 og 200 m. hlaupi. Krisb’n
Jónsdóttir UBK sigraði I 100 m.
hlaupi kvenna á 13,3 sek. en
María Guðjohnsen varð i 2. sæti á
13,4 sek. Hún sat algerlega eftir
i startinu og varð þvi af sigrinum.
Bjarni Stefánsson KR sigraði i
400 m. hlaupi á 50,0 sek. sem er
góður árangur miðað við aðstæð-
ur og einnig þegar þess er gætt að
Bjarni hljóp alveg keppnislaust. I
800 m. hlaupi sigraöi Hafsteinn
Óskarsson 1R á 2:02,2 min. en
Þorgeir Óskarsson ÍR, varb 2. á
2:02,5 sek.
Þórdis Gisladóttir sigraði i há-
stökki kvenna, stökk 1,66 m. en
þær Iris Jónsdóttir UBK og
Hrafnhildur Valbjörnsdóttir Ar-
manni stukku 1,60 m. I spjótkasti
kvenna sigraði Björk Eiriksdóttir
IR, kastaði 30,16 m. Friörik Þór
sigraði I langstökkinu, stökk eins
og áður segir 7,09 m.
Hreinn Halldórsson sigraöi i
kúluvarpi, kastaði 18,83 m. en
Guðni Halldórsson varð 2. með
17,40 m. I 4x100 m. boöhlaupi
kvenna sigraði sveit UBK á 52,3
sek. sveit Armanns varð 2. á 53,5
sek. 1 4x100 m. boðhlaupi karla
sigraði sveit Ármanns á 45,8 sek.
en sveit IR hljóp á 46,6 sek.
—S.dór
Rey k j avíkurleikarnir
í frj álsum
hefjast á þriðjudag
Hinir árlegu Reykjavikurleikar
i frjálsum iþróttum fara fram nk.
þriðjudag og miðvikudag og er
ekki vitað hvort þeir fara fram á
Melavellinum eða Laugardals-
vellinum, en á hvorum staðnum
sem það nú verður, þá hefst
keppnin kl. 20.00. Keppnisgreinar
og timaseðill verður sem hér
segir á þriðjudag:
Kl. 20.00 100 m grindahl. kvenna,
kúluvarp karla, hástökk karla
Kl. 20.10 200 m hl. kvenna.lang-
stökk karla
Kl. 20.20 200 m hl. karla
Kl. 20.30 800 m hl. kvenna.spjót-
kast karla
Kl. 20.40 800 m hl. karla.hástökk
kvenna
Kl. 20.50 5000 m hl. karla
Kl. 21.05 kúluvarp kvenna
Kl. 21.20 4x100 m bóöhl. karla