Þjóðviljinn - 19.06.1976, Blaðsíða 1
Laugardagur 19. júni 1976—41. árg. —131. tbl.
Á burðarverksmiðjan:
Dagsbrúnarmenn
felldu sanminga
en verkalýðsfélögin á Akranesi og
við Mývatn samþykktu
Fyrir nokkru náðust samningar
milli þeirra verkalúðsféiaga sem
aðild eiga að rikisverksmiðj-
unum, Aburðarverksmiðju rikis-
ins, Sementsverksmiðju rfkisins
og Kisiliðjunni við Mývatn. Þegar
svo þessir samningar voru bornir
undir atkvæði voru þeir feildir
með 2ja atkvæða mun hjá verka-
mönnum I Aburðarverksmiðj-
unni, en f Sementsverksmiðjunni
og i Kisiliðjunni voru þeir sam-
þykktir. Hinsvegar á eftir að bera
samningana undir atkvæði hjá
iðnaðarmönnum i Aburðar-
verksmiðjunni.
Halldór Björnsson ritari
Dagsbrúnar sagði að taka yrði
samninga upp aftur, en hann taldi
það ekki hægt fyrr en samning-
arnir hefðu verið bornir undir at-
kvæði hjá iðnaðarmönnum og
útséð væri meö hvort þeir sam-
þykktu þá eöa felldu.
Það sem verkamenn við
Aburðarverksmiðjuna eru
óánægðastir með i þessum
Framhald á bls. 14.
Fléiri verðhækk-
anir eftir helgi
— stöðugt gengisfall helsta orsökin
Nú orðið nota menn orðið
„gengissig” i staðinn fyrir
gengisfelling og jafnt og þétt
sigur gengið og það orsakar vöru-
hækkanir I stórum stfl. t siðustu
viku hækkaði verð á kaffi um
24%, úr 720 kr. I 896 kr. kg og verð
á smjörlfki hækkaði úr 258 kr f 312
kr. kg og ávaxtasafinn „Tropi-
cana” hækkaði um 13%, 0,95 1.
ferna fer úr 173 kr. f 196 kr og
farmgjöld með skipum milli
ianda hækka um 18%.
Og við þetta munu svo bætast
fleiri verðhækkanir eftir helgina,
hækkanir sem verðlagsnefnd er
búin að samþykkja og senda til
rikisstjórnarinnar, en hún mun
siðar afgreiða þær á fundi sinum
eftir helgina, en umfjöllun hennar
er aðeins formsatriði, hún hvorki
dregur úr né fækkar verðhækk-
unum.
Verðbólgan heldur þvl áfram
með leifturhraða sem ekkert er
gert til að draga úr af hálfu
stjórnvalda.
Við spurðum Georg ölafsson
verðlagsstjóra, hvaða verðhækk-
anir það væru sem verðlagsnefnd
hefði þegar samþykkt og sent til
rikisstjórnarinnar, en hann
sagðist ekki geta greint frá þvi af
ótta við hamstur ef til þeirra vitn-
aðist með fyrirvara.
Þess má geta, að kaffihækkunin
spurðist út fyrirfram frá ein-
hverjum aðilum og margir kaup-
menn birgöu sig upp með kaffi á
gamla verðinu, sem siðan veröur
selt á þvi nýja nú eftir hækkunina.
—S.dór
"W' \\\ \\\ w \ /
K* ' \ ' ■ ■ V: }
J-
m ^ t * 1
ir M \ |» f 4 1 t V'k " l f | ■■ ■ , J
Im rtn/i: /S -
Ægileg skemmdarfýsn viröist ráða lögum og
lofum i umgengni við útilistaverk, simaklefa og
annað sem hafterá almannafæri til gagns eða
skemmtunar og fróðleiks. Þessi ónáttúra hefur
komið niður á listaverkum sem komið var fyrir
á Lækjartorgi: átta listaverk hafa verið
skemmd eða eyðilögð alveg. Þess vegna gripu
myndlistarmenn til þess bragðs að fjarlægja
myndirnar. Frá þvf er sagt á baksfðu blaðsins f
dag. Þar er einnig viðtal viö garðyrkjustjórann i
Reykjavik um skemmdarverk annars staðar. —
Mynd eik.
Þau sáðu í sárin
á Grundartanga
Siðdegis á Þjóðhátiðardaginn
söfnuðust milli 50 og 60 borg-
firðingar saman á athafnasvæði
Járnblendifélagsins og Union
Carbide á Grundartanga. A
Þjóðhátið fannst þeim vel við
hæfi að sá i þau sár sem skilin
hafa verið eftir á tanganum til
menja um umsvif bandariska
auðhringsins Union Carbide hér
á landi. Þetta var táknræn at-
höfn og með henni vildu þeir
sem að henni stóðu andmæla
öllum frekari fyrirætlunum um
stóriðju á þessum staö. A mynd-
inni sést Halldór Brynjúlfsson
við landgræðsluna á Grundar-
tanga.
SJÁ SÍÐU 6 0G 7
Kjarasamningar opinberra starfsmanna:
Tekist hafa samn-
ingarvið fáeinfélög
Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við Höskuld Jónsson i fjár-
málaráðuneytinu og spurði
hvernig samningaviðræður rikis-
ins og einstakra félaga gengi en
skv. lögum verða þeir samningar
að hafa tekist 1. júli ellegar sett i
gerð. Hér er um að ræða milli 30
og 40 félög, og sagði Höskuldur að
mannfæð i ráöuneytinu seinkaði
samningaviðræðum, Þó hefðu
þegar tekist samningar i
nokkrum tilvikum.
Þau félög sem þegar hafa
samið eru Félag menntaskóla-
kennara vegna kennara I
menntaskólum og fjölbrautar-
skólum, Samband framhalds-
skólakennara vegna kennara i
framhaldsskólum þ.e. iðn-
skólunum, húsmæðraskólunum,
vélskóla, stýrimannaskóla
o.s.frv. og Félag háskóla-
menntaðra kennara vegna þeirra
sem kenna i þessum sömu
skólum.
Við vonumst til að geta gengið
frá samningum við Landsam-
band framhaldsskólakennara og
Félag háskólamenntaöra
kennara i dag vegna þeirra sem
kenna i gagnfræðaskólum eða
6.-10. bekk grunnskóla, sagði
Höskuldur.
Við höfum verið á löngum og
ströngum fundum með Félagi isl.
barnakennara en það horfir ekki i
samkomulagsátt þar.
Auk þess höfum við samið við
Prestafélag Islands, Læknafélag
íslands og við Fél. isl. fræða.
Núna standa yfir samingafundir
með sjúkraþjálfum.
Flest þessara mála eru jafn-
framt i flutningi ýmist fyrir
kjaradómi eða kjaranefnd
þ.e.a.s. þar sem ekki hafa þegar
tekist samningar.
Auk þessa er að losna úr deilum
viö starfsmenn jarðborana
rikisins sem heyra ekki undir
opinbera starfsmenn svokallaöa
en eru engu að sfður i vinnu hjá
rikinu. Þeir eru félagar i
Dagsbrún eða Verkamanna-
sambandinu. Þar hefur verið um
allerfiða deilu að ræða. Sömu-
leiðis voru gerðir samningar við
starfsfólk rikisverksmiöjanna.
— Ósamið er við stærsta félag
opinberra starfsmanna, Starfs-
mannafélag rikisstofnana.
—GFr.
Þjóðhátiðin fór vel fram um
allt land i besta veðri. í
Reykjavik fór hátiðin fram
með hefðbundnum hætti: for-
seti lagöi blómsveig að
minnisvarða Jóns Sigurðs-
sonar og forsætisráðherra
flutti ræðu á Austurvelli. Sið-
degis og um kvöldið voru úti-
skemmtanir. Börnin voru fjöl-
menn i hátiðahöldunum og
margur maðurinn naut þess
að vera smávaxinn og fékk að
sitja á heröum einhvers full-
orðins til þess að sjá skemmti-
atriðin.
Myndina tók eik i Kópavogi.