Þjóðviljinn - 29.06.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 29.06.1976, Page 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. júní 1976. Skrifið eða hringið. Sími: 17500 Kl Lætur fara vel um sig. r Osakhæfur manns- bani dæmdur í örugga vörslu” Þessa fyrirsögn las ég í Þjóöviljanum þann 22. júní sl. i greininni er sagt frá ógæfusömum manni, sem varð mannsbani og talinn er af einum virt- asta geðlækni þessa lands ekki sakhæfur sökum andlegrar bilunar á köfl- um og við vissar aðstæð- ur, þ.e. geðveiki, á máli almennings og i greinar- lok er greint frá þeirri undarlegu staðreynd, að þessi ósakhæfi maður á að greiða 50 þús. kr. í málssóknarlaun til rikis- sjóðs og 100 þús. kr. í rétt- argæslu og málsvarnar- laun til verjanda síns. Ég hef gert það sjálfum mér og öðrum til fróð- leiks að athuga hverjar hækkanir hafa orðið á símagjöldum við skip á 14/5 1975 1/9 75 1/4 76 50,- 60,- 70,- 6,- 7,- • 9,- 8,- 9,- 11 - 50,- 60,- 75,- 40,- 50,- 60,- 70,- 85,- 105,- tímabilinu frá 14. maí, 1975, til 1. apríl 1976 og hafa þær athuganir leitt eftirfarandi i Ijós: — Grunngjald símskeyta. — Pr. orð landlinu. — Pr. orð strandarstöð. — Heilaskeytaeyðublað. — Kvaðning. — Boðsending. Vafasöm skipt- ing vegafjár I ályktun félagsmála- nefndar Blönduósráð- stefnunnar gætti ýmissa grasa. Nefndin fjallaði um vegamál, orlofsmál, heilbrigðisþjónustu, raf- orkumál og símaþjón- ustu. Fara meginatriði álits nefndarinnar um þau hér á eftir: Varað var við þeirri þróun, sem verið hefur á skiptingu vegafjár til hinna einstöku vegaflokka, þar sem hraðbraut- ir hafa gleypt meginhluta fjár- magnsins en landsbrautir og þjóðbrautir setið á hakanum i æ rikara mæli. Hreppsnefndir og sýslunefndir fái verulegan i- hlutunarrétt um röðun verkefna og ekki sé gengið gegn einróma samþykktum heimamanna hvað það varðar. Lagður sé skattur á skráðar bifreiðir i þeim héruðum þar sem hrað- brautir með varanlegu slitlagi hafa náð 40 km. og sé fénu varið tihuppbyggingar þeirra vega, sem verst eru staddir á hverjum tima. Aðöðru leyri visaði nefnd- in til samþykktar siðasta fjórð- ungsþings um vegamál, en hún mun áður hafa birst hér i blað- inu. Mjög er brýnt, að afleysinga- mál landbúnaðarins verði tekin föstum tökum og væri æskilegt að setja lög, sem tryggja þessa starfsemi. Bent var á það öryggisleysi um læknisþjónustu, sem þeir ibúar Norðurlands verða við að búa, sem lakast eru settir i þessum efnum og er óviðunandi. Er þar um að kenna miklum fjarlægðum, lélegum vegum, slæmri simaþjónustu og erfið- leikum á að fá lækna til starfa. Bendir ráðstefnan á að skipulag læknamála, með tilliti til stað- setningar lækna og læknamið- stöðva þarfnast endurskoðunar, sem beinist að þvi, að ekki verði of langt til læknis. Simaþjónusta komist i það horf, að hægt sé að ná til læknis hvenær sólarhrings sem er. Skorað var á Fjórðungssam- bandið að halda áfram baráttu fyrir lagfæringu á gjaldskrá simans og visað til yfirlits um gjaldskrármun simaþjónustu, sem unnið var af Fjórðungs- sambandinu sl. haust. Minnt var á það mikla örygg- isleysi, sem margir norðlend- ingar búa við i raforkumálum og sem m.a. skapast af veik- byggðum og yfirhlöðnum dreifi- linum og skorað á yfirvöld orku- mála aö bæta tafarlaust úr. Við nauðsynlega uppbyggingu dreifikerfis raforku verði skil- yrðislaust við það miðað, að all- ir notendur rafmagns eigi kost á þriggja fasa rafmagni, þar sem ekki verði til frambúðar unað við einfasa rafmagn til al- menntar notkunar. Minnt var á, að ekki má lengur dragast að allir landsmenn njóti rafmagns frá samveitum og verði nú þeg- ar gerð áætlun um hvenær þau býli, sem enn eru rafmagnslaus, fái það. Þar til það verður sé þeim, sem rafmagnslausir eru, tryggt rafmagn á svipuðum kjörum og öðrum landsmönn- um. Bent var á nauðsyn þess að við lagningu raflina nálægt sveitabýlum væri haft samráð við viðkomandi bónda og bygg- inganefnd svo linulögnin bryti ekki i bága við mannvirkjagerð, sem kynni að vera fyrirhuguð á • jörðinni. — mhg Hvernig fer það saman að vera ósakhæfur en þó greiðslu- hæfur? Hvar á þessi umræddi ein- staklingur að vinna fyrir þess- um 150 þús. kr.? Verður honum gert kleift að afla þeirra i gæslunni, sem hann var dæmdur i? Eða á hann eignir, sem hægt er að gera upptækar? Eða verður notuð sama að- ferðin við hann og rónana, sem látnir eru sitja af sér brenni- vinssektirnar i fangageymslun- um, þegar opinberum em- bættismönnum þykir upphæðin orðin býsna há? Mér þætti fróðlegt að fá upp- lýst, hvernig þessi skuldaskil vesalings mannsins fara fram. Seltjarnarnesi, 23/6, 1976 Herdis Helgadóttir. Lánamál land- búnaðarins verði endurskipulögð Ellefu mánaða sima- tímabil stjórnvalda Hækkanir á símagjöldum við skip Eins og frá hefur verið skýrt hér i biaðinu skiptust þátttak- endur i Blönduósráðstefnunni i þrjá umræðuhópa og fjallaði hver hópur um ákveðna mála- flokka. Þær skoðanir, sem fram komu i hópunum, voru skráðar niður og ræddar af ráðstefnunni i heild og fara siðan rétta boð- leið til landbúnaðarnefndar Fjórðungssamb., sem mun, á grundveili þeirra, semja ákveðnar ályktanir, er lagðar verða fyrir næsta fjórðungsþing til umræðu og afgrciðslu. Rétt þykir að birta hér ung- ann úr þeim ábendingum, sem fram komu i nefndunum og á ráðstefnunni að öðru leyti þvi ætla má, að ýmsir lesendur Þjóðviljans a.m.k., láti sig þær einhverju varða. Verður þá fyrst vikið að áliti íramleiðslumálanefndar: Gerð sé áætlun um innan- landsþörf búvara næstu ár og reynt að fullnægja þeirri þörf. Til þess að tryggja það i slæmu áríerði haldist áfram heimild til útflutnipgsbóta. Unnið sé ósleitilega að þvi að afla nýrra markaða erlendis fyrir isl. bú- vörur og þeir treystir, sem fyrir eru. Lögð sé áhersla á að vernda núverandi byggð á Norðurlandi og búsetuáætlanir gerðar, — og framkvæmdar, — fyrir þær byggðir, er höllum fæti standa. Búvöruframleiðslunni verði Framhald á bls. 14. Leitarstöð at- vinnumöguleika Hin helstu atriöi, sem fram komu f áliti at- vinnumálanefndar Blönduósráðstefnunnar og umræöum um þau voru eftírfarandi: Lögð sé áhersla á, að komið verði i veg fyrir að byggð á Norðurlandi grisjist meira en orðið er. Haldið verði áfram þeirri könnun um samstarf byggðakjarna og dreifbýlis- svæða á Norðurlandi á sviði at- vinnu- og félagsmáia, sem Fjórðungssambandið hefur haf- ið, til þess að leiða sem skýrast i ljós hina sameiginlegu hags- muniþessara aðila. Kappkostað verði sem best samstarf milli þeirra, sem framleiöa iðnaöar- hráefni landbúnaðarins og iðn- aðarins, sem vörurnar vinnur. Athugaðir séu möguleikar á að skapa atvinnu i smærri byggða- kjörnum með rekstri prjón- og saumastofa þar. Nýttir verði til fulls þeir möguleikar, sem fel- ast i ullar- og skinnaiðnaði, en til þess þurfi að halda byggðinni við, þvi sauðfjárbúskapur verði ekki rekinn þar, sem byggð grisjast að verulegu ráði. Athugað verði hvort ekki sé skynsamlegt að koma á fót eins konar leitarstöð atvinnumögu- leika, sem haldið gæti byggðinni við og eflt hana. Yrði hlutverk þeirrar stöðvar einnig að benda á hverskonar möguleika á frumvinnslu hráefna heima i héraöi. —mhg Við þetta bætist svo 20% söluskattur. Sjómaöur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.