Þjóðviljinn - 29.06.1976, Side 3

Þjóðviljinn - 29.06.1976, Side 3
Þriðjudagur 29. júni 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 Portúgal: Eanes vann yfirburð sigur Lissabon 28/6 reuter — António Ramalho Eanes yfirmaður portúgalska hersins vann yfir- burðasigur i forsetakosningun- um i Portúgal sem fram fóru I gær, sunnudag. Þegar nær öll atkvæöi höfðu verið talinn var Eanes kominn meö fylgi 61% kjósenda. Þátttaka I kosningunum var góð, 76.3% kjósenda mættu á kjörstað sem er ivið minna en i þingkosningúhum I vor. Kom þessi góða þátttaka á óvart þvi þetta er I þriðja sinn á 14 mán- uðum sem portúgalir eru dregn- ir að kjörborðinu. Næstur á eftir Eanes að fylgi var Otelo Carvalho fyrrum yfir- maður öryggissveita hersins sem settur var af og um tlma stungiö I fangelsi eftir uppreisn- ina sem hægriöflin undir forystu Eanesar börðu á bak aftur 25. nóvember sl. Hlaut Carvalho 16% atkvæða. Þriðji varð Jose Pinheiro de Azevedo forsætisráöherra sem hlaut 14% atkvæða þrátt fyrir það að hann varð fyrir hjarta- áfalli 3 dögum fyrir kosningar. Búisthafðiverið við þvi aöhann veitti Eanesi mesta samkeppni og getur þvi verið að sjiikleiki hans hafi gert Eanesi leikinn svo auðveldan sem raun ber vitni. Lestina rak frambjóðandi kommúnista, Octavio Pato, sem hlaut aðeins rúmlega 7% at- kvæða. Pato viðurkenndi i gær- kvöldi að úrslitin væru flokkn- um vonbrigði en hét þvi að hann myndi fylgja Eanesi aö málum ef hann virti stjórnarskrá lands- ins I einu og öllu. crnnprc cumpre ÍASIS cuopre' cumprc í-aúítta <í Veggspjöld úr kosningabaráttunni I Portúgal þar sem menn eru hvattir til að kjósa „frambjóöanda Portúgals”, Eanes. Pólland: Flokkurinn efnir til fjöldafunda Varsjá 28/6 reuter — Pólski kommúnistaflokkurinn efndi til útifunda I öllum helstu borgum Póllands i dag til að sýna stefnu stjórnvalda stuöning. Er þetta mótleikur gegn mótmælaað- gerðum og verkföllum sem urðu fyrir helgina vegna þeirrar ákvörðunar pólsku stjórnarinnar að stórhækka verð á matvælum. Ljóst er nú að mótmælaað- gerðir verkafólks voru mun viðtækari en stjórnvöld vildu viðurkenna i fyrstu. A einum stað beitti lögregla vatnsþrýsti- byssum til að dreifa mannfjölda sem hafði kveikt i skrifstofum kommúnistaflokksins og á öðrum stað rifu verkamenn upp járn- brautarteina. Pólska stjórnin svaraði aðgerðum almennings með þvi að hætta þegar I stað við hækkan- irnar. Var tónninn i ræðumönnum á fundum flokksins i dag sá að ræða þyrfti málið ýtarlega við verkafólk áður en endanleg ákvöröun verður tekin. Pólska fréttastofan PAP sagði að á einum fundanna hefðu fundarmenn verið um 200 þúsund. Litið hefur borið á Edward Gierek leiðtoga kommunista- fiokksins eftir að óeirðirnar hófust en hann var væntanlegur til Austur-Berlinar I kvöld til að Edward Gicrek - barátta gegn vcrðhækkunum varð fyrir- rennara hans að falli. sitja ráðstefnu evrópskra kommúnistaflokka sem hefst þar á morgun. Tító ræðir við Brésnjéf Austur-Berlin 28/6 reuter ntb — Þeir Titó forseti Júgóslaviu og Brésjnéf flokksleiðtogi Sovétrikj- anna ræddust við einslega i dag i Austur-Berlin þar sem ráðstefna í Uganda Entebbe, Uganda 28/6 reuter — Hópur manna sem sagöir eru palestinuarabar héldu tæplega 250 farþegum franskrar farþega- flugvélar i gislingu á flugvell- - inum I Entebbe I Uganda og höfðu hótað að sprengja þá alla I loft upp ef öryggissveitir Idi Amins komu nær þeim en 50 metrum. Mennirnir rændu vélinni, sem er gerð út af Air France, yfir Grikklandi eftir að hún hafði lagt upp frá Tel Aviv I gær áleiðis til Parisar. Flugu þeir henni fyrst til Libýu þar sem eldsneyti var tekið en siðan lá leiðin til Uganda. Idi Amin mætti sjálfur á flug- völlinn i Entebbe til að freista Mecking Manila 28/G reuter — A milli- svæðamótinu i skák i Manila á Filippseyjum hafa nú verið tefldar 12 umferðir af 19 og er Mecking frá Brasiliu enn efstur með 9 vinninga og eina skák óteflda gegn Gheorghiu frá Rúmeniu. Mecking vann bandarikja- manninn Brown i 12. umferð ,þegar sá siðarnefndi féll á tima eftir 37 leiki. Tékkinn Hort sem var i öðru sæti tapaði fyrir sovétmanninum Czeskofski og féll þvi niður i 3. sæti. í hans stað kom sovétmaðurinn Lev evrópskra kommúnistaflokka hefst á morgun, þriðjudag. Fréttamenn töldu að fyrir utan mál þau sem snerta ráðstefnuna hefðu þeir Titó og Brésjnéf rætt þess að ná samkomulagi við ræningjana. Flugvöllurinn var umkringdur i viðtækustu öryggis- ráðstöfunum sem gerðar hafa verið i iandinu. Þegar siðast fréttist höfðu ræn- ingjarnir ekki sagt til sin eða sett fram neinar kröfur. Þeir birtu yfirlýsingu þar sem hörðum orðum var farið um heimsvalda- stefnu frakka og aðstoö þeirra við tsrael. Að skipun Amins voru farþegar og áhöfn flugvélarinnar fluttir úr vélinni i gamla flugsöðvar- byggingu á vellinum sem ekki er lengur notuð. Sá hann einnig til þess að þeim var færður matur úr nálægum veitingastað. efstur Polúgaéfski sem vann landa sinn Balasjof i 33 leikjum og hefur þvi 8 v. Hort er nú með 7 1/2 vinning. t 4.-6. sæti eru þeir Czeskofskí, bandarikjamaður- inn Kavalek og ungverjinn Ribli með 7 vinninga. I 7.-8. sæti eru júgóslavinn Ljubojevic og austur-þjóðverjinn Uhlmann með 6 1/2 vinning. Mikið hefur verið um bið- skákir á mótinu og á morgún verður 13 biðskákum haldið áfram auk þess sem þeir Meck- ing og Gheorghiu tefla sina skák sem var frestað. réttarhöld þau sem nýlega voru haldin i Júgóslaviu i málum and- stöðuhópa sem fylgja Sovétrikj- unum að málum. Þetta er I fyrsta sinn siðan 1948 sem Titó sækir fund evrópskra kommúnista. Alls eiga 29 evrópskir kommúnistaflokkar fulltrúa á ráðstefnunni. Ekki er búist við að neitt það gerist sem komið getur á óvart þvi undirbúningur ráð- stefnunnar hefur staðiö lengi og henni verið frestað oftar en einu sinni vegna þess að setja þurfti niður ágreining. Flokkarnir i Júgóslaviu, Rúmeniu og Italiu hafa fylgt þvi fast eftir að hugtakið „aðþjóðahyggja öreiganna” verði strikað út úr sameiginlegri yfirlýsingu ráðstefnunnar en að i þess stað komi „alþjóðleg sam- vinna”. Sömu flokkar hafa einnig neitað að undirrita yfirlýsingu þar sem ráðist er á kinverska kommúnistaflokkinn og hafa þeir lýst velþóknun sinni á þvi að sovétmenn fengust til að falla frá henni. Ken nsla í sjúkraþjálf- un hafin við HÍ Við byrjun haustmisseris tekur til starfa i Háskóla tsiands náms- braut í sjúkraþjálfun. Nám til lokaprófs, B.S.-prófs i sjúkra- þjálfun, verður fjögurra ára nám. Fyrst um sinn verða á hverju hausti aðeins innritaöir 18 nýjir nemendur i þetta nám. Umsókn- um um innritun nú i haust skal skila i skrifstofu Háskólans á timabilinu 1. júli — 15 júli. Auk venjulegra innritunargagna skulu umsækjendur skila uppiýs- ingum um fyrri störf og heilbrigð- isvottorði. Svör við umsóknum munu send umsækjendum fyrir 1. ágúst. Flugrán yfir Grikklandi Halda 250 gíslum írska lýðveldið 10 þúsund banka- menn í verkfalli Dublin 28/6 reuter — Um það bil 10 þúsund irskir bankastarfs- menn lögðu niður vinnu i dag til að leggja áherslu á kröfur sinar um kauphækkun sem nemur meiru en „þaki” á launahækk- unum sem stjórnin hyggst setja. Þessir tiu þúsund starfsmenn vinna i fjórum stærstu bönkum Irska lýðveldisins. Ýmsir smærri bankar og útibú erlendra banka verða áfram opin. Samsteypustjórn Verkamanna- flokksins og Feine Gael flokksins hefur lagt fram tillögur um að launahækkanir fari ekki fram úr 13% og vonast hún til þess að helstu verkalýðssambönd lands- ins samþykki það á næstu dögum. Bankastarfsmenn fóru fram á 18-20% kauphækkun og höfðu náð samningum við bankastjórnirnar þar sem þær ganga að kröfunum gegn þvi að vinnutimi banka- manna lengist um 30 minútur og að þeir skuldbindi sig að gera ekki verkfall næstu 13 mánuði. Stjórnin hefur farið fram á frest til að kanna þessa samninga sem hún óttast að geti rift samkomu- lagi við verkalýðshreyfinguna. Margir óttast að verkfall bankamanna verði eins langvinnt og það sem efnt var til árið 1970. Það stóð I hálft ár og olli miklum glundroða , i viðskiptalifi lands- manna. Miklar annir voru i bönk- unum i siðustu viku og þurftu þeir að reiða fram 350 miljónir sterlingspunda til sparifjáreig- enda, sem óttuðust að ná ekki til peninga sinna næstu vikur eða mánuði. 4 málaliðar dæmdir til dauða Luanda 28/6 reuter — Fjórir málaliðar voru I dag dæmdir til dauða frammi fyrú aftökusveit i Luanda, höfuðborg Angólu. Meðal þeirra er Costas Georgiou frá Kýpur sem hlotið hefur upp- nefnið „Callan höfuðsmaður”. Callan var sekur fundinn um dráp á einum hvitum málaliða og skipun um að drepa 13 til viðbótar. Þá var hann einnig sekur fundinn um að drepa tvo innfædda. Bretinn John McKenzie var sagður samsekur Callan. Landi hans John Barker var dæmdur til dauða fyrir fram- ferði sitt meðan hann var yfir- maður flugvallarins i Sao Antonio do Zaire á siðustu vikum striðs- ins. Loks var bandarikjamaður- inn Daniel Gearhart dæmdur til dauða, en dómarinn, Emesto Teixeira da Silva, lýsti honum sem „stórhættulegri manngerð” Hinir málaliðarnir níu sem einnig voru fyrir rétti — sex hlutar bretar, bandarikjamaður, argentinumaður og iri — hlutu 16-30 ára fangelsisdóma. Það var dómarinn da Silva sem las upp úrskurð fimm manna byltingardómstóls. Hann sagði aö dauðadómunum fjórum yrði skotið til forseta Angólu, Agostin- ho Neto, sem tekur ákvörðun um hvort þeim verður framfylgt eða ekki. Ef hann breytir þeim ekki getur svo farið að þeim verði full- nægt innan tveggja sólarhringa Verjendur málaliðanna kváöust ætla að fara þessáleitvið Neto að hann sýndi þeim miskunn og létti dómana. Mikið mannfall í Beirut Beirut 28/6 reuter ntb — Her- sveitir Falangista slógust i lið með öðrum fylkingum hægri- manna i baráttunni um tvær flóttamannabúðir palestinu- manna i Beirut sem hafa verið umsetnar i marga daga. Falang- istar hafa ekki tekið þátt i þessum átökum undanfarna daga. Hægrimenn kváðu sveitir sinar vera i þann mund að ná búðunum á sitt vald og hvöttu ibúa þeirra til að gefasl upp svo komast mætti hjá bióðbaði. Otvarpsstöðvar vinstrimanna visuðu þessum fréttum á bug og kváðu sveitir sinar og palestinumanna hafa hrundið öllum árásum á búð- irnar. Talsmaður PELP viður- kenndi þó i dag að ástandið i búð- unum væri hið hörmulegasta. Að minnsta kosti 160 manns hafa iallið og 300 særst undanfarinn sólarhring i bardaganum um flóttamannabúðirnar en siðan umsátrið um þær hófst fyrir 6 dögum hafa sennilega yfir eitt þúsund manns fallið. Svo virðist sem herskárri armar beggja fylkinga — hægri — og vinstrimanna — hafi orðið ofan á en þeir halda því fram að vandamál landsins verði ekki til lykta leidd nema með stríði. Hefur þetta enn dregið úr horfum á þvi að Jalloud forsætisráðherra Libýu takist að koma á sáttum i landinu. Hann kom upphaflega til landsins i þvi skyni að stöðva bar- daga sýrlenska hersins annars vegar og libanskra vinstrimanna og palestinskra skæruliða hins vegar en nú stendur slagurinn milli þeirra siðarnefndu og hægrisinna og kristinna manna eins og lengst af á þeim 14 mán- uðum sem striðið i Libanon hefur geysað.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.