Þjóðviljinn - 29.06.1976, Qupperneq 7
• Þriöjudagur 29. júní 1976. ÞJÖÐVILJINN — SÍDA 7
Á ÞRIÐJI
ÍSLAMD-
ÍIALÍA
Borgarastéttin i Evrópu og
Bandarikjunum beið milli vonar
og ótta eftir úrslitum kosning-
anna á ttaliu. Forstjórar
auðhringanna, hershöfðingjar
natóveldanna, trúnaðarmenn
Kissingers, guðfeður mafiunnar
og ótal margir aðrir sem matað
hafa krókinn á að arðræna
italskan verkalýð og efla þar i
landi herstöðvar, spillingu og
glæpastarfsemi, töldu að fram-
sókn kommúnistaflokksins
stofnaði veldi þeirra i hættu.
Það var fróðlegt að fylgjast með
þvi’ dagana fyrir og eftir
kosningarnar hverra hjörtu
slógu með itölsku stjórninni,
hverjir töldu sig eiga félag með
flokknum, auðhringunum og
mafiósunum sem stjórnað hafa
ttaliu á siðustu áratugum.
Siguróskir tii kristilegra demó-
krata sýndu um leið stöðu
viðkomandi aðUa á hinu póli-
tíska leiðarkorti. Seg mér
hverjireruvinir þinirogég skal
segja þér hver þú ert.
A íslandi fögnuðu málgögn
heildsalastjórnarinnar þvi ákaft
að hin spilltu ráðaöfl Italiu
skyldu halda velli. Að vísu var
sókn kommúnistaflokksins mik-
il, en italskir lagsbræður is-
lendcu ráðherranna urðu samt
hæs tir að hlutfaUi. Morgunblaðið
birti sérstakan fagnaðaróð i
leiðara og Timinn endur-
prentaði hann tU að sýna vel-
þóknun sina og stuðning. Þau
slógu fagnandi i takt hjörtun i
Moro og Geir, Fanfani og Ólafi
Jó.
Þessi samstaða málgagna
islensku rikisstjórnarinnar með
valdhöfunum á Italiu leiöir hug-
ann að samanburði á ástandinu
i þessum tveimur löndum.
Sækjastsér um likir. Og reynd-
ar leiðir athugun f ljós að efna-
hagsþróun, þjóðfélagsástand og
stjórnarfar i báðum þessum
löndum er um margt ærið keim-
likt.
óðaverðbólga og
gengishrun
Rikisstjórnir Islands og Italiu
hafa leitt þjóðirnar inni mesta
verðbólgubál frá lokum heims-
styr jaldarinnar. Afrakstur
vinnu hinna efnaminni brennur
upp en þeir sem hafa aðstöðu og
auð græða á hrunadansinum.
Eignastéttirnar eflast, kaup-
máttur verkalýðsins skerðist og
raungildi trygginga og vel-
ferðarþjónustu viö aldrað fólk
og vanheila verður minna ár frá
ári. A sama tima og almenning-
ur i ýmsum löndum Evrópu hef-
ur sótt fram til betra lifs hefur
sorfið mjög að kjörum islenskr-
ar og italskrar alþýðu. Hagur
heildsalanna hér og auðjöfr-
anna þar hefur hins vegar
batnaðtil muna. Rikisstjórnirn-
ar hafa skilað hinum leynileg-
um bakhjörlum sinum miklum
auði. óðaverðbólgan hefur auð-
veldað mjög þessa gifurlegu
eignatilfærslu.
Þjónustunnar við auðöflin
hefur einnig gætt sterklega i
gjaldeyrismálum. I báðum
löndunum hefur verið gengis-
hrun. Gróði útflytjenda hefur
verið aukinn og raunveruleg
álagning viðskiptajöfranna
margfölduð. Á sama tima hefur
verið kappkostað að halda
kaupgjaldi niðri. Italskir verka-
menn hafa orðið að hópast til
annarra landa og margir is-
lenskir starfsbræður þeirra
virðast nú vera knúnir til sams
konar úrræða. Efnahagsaö-
gerðir rikisstjórnanna á Is-
iandi og ítaliu hafa fyrst og
fremst birst i verðbólgubáli og
gengishruni sem á skömmum
tima hafa á stórfelldan hátt gert
hina riku rikari og hina fátæku
fátækari.
Skuldasöfnun skerðir
efnahagslegt sjáifstæði
Hið efnahagslega öngþveiti
innanlands hefur knúið stjórn-
endur Islands og Italiu til að
leita á vit vina sinna i peninga-
höllum vesturlanda. Þar hefur
þeim verið tekið opnum örmum
og hvertlánið á fætur öðru verið
látið i té. Þegar italska rikið var
að fara á hausinn veittu vestur-
þjóðverjar gifurlegt lán til að
forðast þjóðargjaldþrot. Og is-
lenska rikisstjórnin hefur hvað
eftir annað á siðustu misserum
gengið i fjárhirslur peninga-
stofnana auðvaldslandanna og
sótt þangað ný og ný lán. Er-
lendar skuldir Islands og Italiu
nema nú hundruðum þúsunda á
hvert mannsbarn. Efnahagslegt
sjálfstæði landanna hefur i
reynd verið stórlega skert.
Lánardrottnarnir eru hins veg-
ar hamingjusamir með þessa
þróun. Þeir eru nefnilega ekki
fyrstog fremst að hugsa um að
skuldirnar verði greiddar.
Þeirra kappsmál er að fjötra Is-
land og ttaliu svoi lánanetinu að
þjóðirnar verði um langa fram-
tið háðar hinum erlendu
peningafurstum. Meðan út-
lendir bankai og ráðamenn
Efnahagsbandalagsins og
Bandarikjanna hafa rikisfjár-
mál Islands og Italiu i hendi sér
er hægt að tryggja herstöðvar
natóveldanna og hagsmuni er-
lendra auðhringa. Ætli hinar
skuldum fjötruðu þjóðir að visa
útlendum fyrirtækjum og her-
bækistöðvum á brott verður
bara hert að lánasnörunni.
Það hentar hershöfðingjum
nató og forstjórunum i Brússel
og New York ósköp vel að óða-
verðbólga, gengishrun og
skuldasöfnun sé rikjandi ein-
kenni efnahagslifs tsiands og
ttaliu. Þannig er efnahagslegt
sjálfstæði landanna skert hæfi-
lega mikið og hinir erlendu
pótintátar geta braskað með ör-
lög þjóðanna.
Erlendir auðhringir og
herstöðvahagsmunir
Greiðasemi hinna erlendu
fjármálastofnana við stjórn-
endur Islands og Italiu er ekki
sprottin af manngæsku þeirra
og kristilegu hugarfari, heldur
helgasthún af bláköldum einka-
hagsmunum. Bandarikin og
önnur natóveldi telja nauð-
synlegt að hafa umfangsmikla'
hernaðaraðstöðu i þessum
löndum. Erlendir auðhringir
hafa i samvinnu við innlend
gróðaöfl eignast mikilvæg itök i
efnahagslifi landanna. Iðjuhöld-
arnir á Italiu og heildsalarnir á
Islandieru lagsbræður hinnaút-
lendu forstjóra. 1 báðum
löndunum hefur verið fléttaður
saman vefur sameiginlegra
hagsmuna innlendra og er-
lendra gróðaafla. Her-
stöðvarnar veita svo umsvifum
þeirra hentuga baktryggingu.
Sú skerðing á efnahagslegu
sjálfstæði sem skuldasöfnunin,
óðaveröbólgan og gengishrunið
hafa haft i för með sér hefur
veriö mögnuð með auknu mikil-
T&mmmis
Útifundur i Róm
,og kröfuganga i Reykjavlk
j|9§ð$n}
m *
. >
vægi erlendra fyrirtækja i efna-
hagslifi landanna. Takmörkun
hins efnahagslega sjálfstæðis
hefur svo veriö tengd glötun á
stjörnarfarslegu sjálfdæmi með
þvi að gera tilvist herstöðvanna
að óbeinu skilyrði fyrir áfram-
haldandi lánum frá hinum er-
lendu peningafurstum.
Glæpir, mútur og spill-
ing
Þaðer alkunna að Italia hefur
um langan aldur verið gróðrar-
stia fyrir margvislega spillingu
og glæpastarfsemi. Alþjóðlegar
mafiur hafa ráðið lögum og lof-
um i heiium borgum, héruðum
og atvinnugreinum. Þær hafa
einnig haft svokallaða þjóna
réttvísinnar á sinum snærum.
Þess vegna hafa dómstólar og
rannsóknaaðilar reynst mátt-
lausir gagnvart meinsemdum
glæpaþjóðfélagsins. A siðustu
misserum hefur svo mútustarf-
semi erlendra auðhringa bæst i
. þessa mynd. Þeir hafa borið fé á
stjórnmálaflokka, þingmenn og
ráðherra og þegið i staðinn vil-
halla löggjöf og vinargreiða frá
stjórnarstofnunum. Mánuðeftir
mánuð hafa fjölmiðlar verið
yfirfullir af frásögnum af nýjum
hneykslismálum á Italiu: mút-
um, gæpum og margvislegri
spillingu.
Islendingar hafa til skamms
tima talið sig vera lausa við
slikan ófögnuð. A siðasta ári
hefúr þó komið i ljós að svo er
ekki. Hvert hneykslið og glæpa-
málið hefur fylgt á fætur öðru:
Mútur Armannsfells, fjölda-
morðin i tengslum við Geir-
finnsmálið, stórfellt áfengis-
smygl i samkrulli við toll-
gæsluna, starfsemi eiturlyfja-
hringa og óbeinn þjófnaður á
almannafé i krafti aðstöðu i
bönkum og stjórnarstofnunum.
íslenska þjóðfélagið hefur
reynst vera sundurskotið af
öllum þeim afbrotum sem
hingað til hafa verið talin til
alþjóðlegrar glæpastarfsemi.
Og dómstólar og rannsókna-
aðilar hafa einnig hér orðið upp-
visir að getuleysi, viljaskorti
eða jafnvel annarlegum
tengslum við hin sýktu
þjóðfélagsöfl.
Það kann að vera kórónan á
þeim dámi sem islensku
stjórnarherrarnir draga af
itölskum lagsbræðrum sinum að
þeir skuli litt hafa hindrað að
hið fámenna og ómegnaða is-
lenska þjóðfélag sé á skömmum
tima orðið ærið keimlikt glæpa-
samfélaginuá Italiu. Þar og hér
múta fyrirtæki stjórnvöldum og
ekkert er aðhafst. Þar og hér
draga spillt öfl til sin aukinn auð
i krafti meðferðar á almannafé
ogekkert eraðhafst. Þar og hér
hverfa menn sporlaust, morð-
málin hlaðast upp og ekkert er
aðhafst.
Getulausir stjórnar-
herrar
Hvort sem litið er á efnahags-
mál eða almennt þjóðfélags-
ástand blasir við sama getu-
leysið hjá islenskum og itölsk-
um ráðherrum. Á sama tima og
vandamálin vaxa dag frá degi
verða stjórnvöld ber að nistandi
skorti á vilja og úrræðum. Þeg-
ar allt um þrýtur leita þessir
itölsku og islensku lagsbræður i
algerri uppgjöf á vit vina sinna
erlendis. Bankastofnanir
natóveldanna verða að forðast
þjóðargjaldþrot.
Þetta bandalag aumingja-
skaparins á Islandi og ttaliu er
undirtónninn i fögnuði Morgun-
blaðsins og Timans yfir at-
kvæðahlutfa lli kristilegra
demókrata. Þótt hin fasistisku
öfl hafi i þetta sinn kosið italska
stjórnarflokkinn til að forða
honum frá verulegu fylgistapi
hirða hin islensku stjórnarmál-
gögn ekki um það. Sama hvaðan
gott kemur.
Þaðer talandi tákn um algera
Framhald á bls. 14.