Þjóðviljinn - 29.06.1976, Side 16
Þjóð-
skj ala -
Danska
safnið
kókið
troðfullt
breytir
um lit
I fréttum frá Danmörku segir
aö þarlend yfirvöld hafi komist aö
þeirri niöurstöðu aö efni sem not-
að er til aö gefa gosdrykknum
Kóka kóla sinn rétta lit sé hættu-
legt og hefur verksmiðjum Kóka
kóla i Danmörku veriö fyrirskip-
að aö hætta notkun þess frá og
meö 1. ágúst nk.
Litarefniö sem danska mat-
vælaeftirlitiö telur hættulegt — og
visar i þvi efni til Alþjóða heil-
brigðismálastofnunarinnar — er
karamella brennd meö ammóni-
aki. Heldur eftirlitiö þvi fram aö
þetta efni geti einkum reynst
hættulegt börnum sem drekka
kók aö staðaldri.
Þjóðviljinn haföi i gær sam-
band við Heilbrigöiseftirlit rikis-
ins vegna þessarar fréttar og
innti eftir þvi hvort hún heföi bor-
ist þangað. Þar var ástandið ekki
sem best, stofnunin höfuðlaus þvi
hvorki forstjórinn né efnaverk-
fræöingurinn voru viö. Vissu und-
irsátar ekki tii þess aö þetta mái
hefði komið til kasta eftirlitsins
né hvort skýrslur heföu borist um
rannsóknir dana.
Nái bann danskra yfirvalda
fram að ganga missir kókiö sinn
sérstaka I’t og veröur gráglært.
Sérfræöingar segja hins vegar að
bragðiö veröi ekki slöra auk þess
sem hollustusemi drykksins auk-
ist.
Dönsku Kóka kóla verksmiöj-
urnar hafa mótmælt úrskurði
matvælaeftirlitsins harðlega og
halda fram rannsóknum sem
sýna að eíniö sé vitasaklaust. Þær
hafa hafnað úrskuröinum og hóta
uppsögnum 400 starfsmanna ef
honum verði framfylgt. Segjast
þær njóta fulls stuönings Kóka
kóla auðhringsins bandarlska.
Sumir hafa orðið til að benda á
að sama litarefni sé notað I
ákveðna bjórtegund danska og
það I mun meiri mæli en I kókið.
Þessu hafa yfirvöld svarað á þá
lund að þeir sem drekki nógu
mikið af þessum bjór til að finna
fyrir skaðsemi karamelluefnisins
verði löngu dauðir úr áfengiseitr-
un.
— ÞH
— fyrir mörgum
áratugum
Þjóðviljinn hafði samband við
Bjarna Vilhjálmsson þjóðskjala-
vörð og spurði hann um ástandið i
skjalavörslu i landinu. Hann
sagði að Þjóðskjalasafnið hefði
veriðorðið troðfullt fyrir mörgum
áratugum og ástandið þvi ekki
sem best. Nú væru þeir að visu
búnir að fá bráðabirgðahúsnæði
inni á Laugavegi og væri smám
saman verið að innrétta það. Hins
vegar virtist ætla að verða drátt-
ur á byggingu þjóðarbókhlöðu en
búist er við að þá fái þjóðskjala-
safnið allt gamla safnahúsið.
Bjarni sagði að skjalaverðir
hefðu ekki haft hugmynd um þau
skjöl sem var hent og brunnu i
Bernhöftstorfunni um daginn.
Þetta virtist hafa verið eitthvert
afdrep fyrir einhver skjöl frá
dómsmálaráðuneytinu og þvi
þeirra mál. Sumt virtist hafa
veriðfrá tið landshöfðingjanna en
Bjarni sagði að ráðuneytið hefði
afhent landshöfðingjaskjala-
safnið til þjóðskjalasafnsins
þegar árið 1915.
Þá sagði Bjarni að ekkert
kerfisbundið eftirlit væri með
skjölum sem væru afhendingar-
skyld til Þjóðskjalasafnsins ek
ekki væri hægt að kalla eftir
vegna rúmleysis. Þó væri reynt
að fylgjast með þeim eftir
föngum en það væri erfitt. Þvi
miður liggja þau sennilega viða
undir skemmdum, sagði Bjarni
að lokum.
—GFR
Útgáfufélag
Þjóðviljans:
Aðalfundur
í kvöld
Aðalfundur tJtgáfufélags Þjóð-
Viljans verður haldinn i kvöld,
þriðjudag. Fundurinn verður
haldinn að Grettisgötu 3 uppi.
Skjaldhamrar áensku
í Iðnó í kvöld
Enska uppfærslan á Skjaldhömrum eftir Jónas Arnason verður sýnd I Iðnó I kvöld og annaö kvöld.
Leikstjóri er Anthony Matheson. Aðalhlutverk leika Jónlna ólafsdóttir og Gunnar Eyjólfsson.
Þetta er sýningin sem æfð var var i London og slðan sýnd á trlandi I vor við frábærar undirtektir.
Viðtal við Jóninu óiafsdóttur er á bls. 6.
Fyrstu fiskitæknarnir ásamt Sigurði B. Haraldssyni skólastjóra Fiskvinnsluskólans.
Fyrstu fiskitæknarnir
Um helgina voru fyrstu fiski-
tæknarnir útskrifaðir úr Fisk-
vinnsluskólanum I Hafnarfirði, 13
að töiu eftir 5 ára nám. Einnig
voru við sama tækifæri útskrifað-
ir 15 fiskiðnaðarmenn eftir 3 ára
nám.
Þeir 50 fiskiðnaðarmenn sem
áður hafa útskrifast frá skóianum
munu nú allir að örfáum undan-
skildum starfa við fiskiðnað og
má þvi segja að skólinn hafi verið
þörf og timabær stofnun.
Skólastjóri er Sigurður B. Har-
aldsson.
Norðurlínan til Hrútafjarðar tekin í notkun
Að undanförnu hafa staðið yfir
miklar framkvæmdir á vegum
Rafmagnsveitna rlkisins við
byggingu rafmagnsstofnlina til
Norðurlands. A laugardaginn var
tekin I notkun linan frá Borgar-
firöi um Holtavörðuheiði til
Hrútafjarðar. Búist er við að
lokið verði llnulögn áfram til
Akureyrar og allt til Kröflu fyrir
nk. áramót. Ekki hefur enn verið
tekin ákvörðun um linu frá
Borgarfirði að Grundartanga og
veltur sú ákvörðun að sjálfsögðu
á þvi hvort áfram verður haldið
þar með járnblendiverksmiðju.
A samtengdu svæði Norður-
lands, frá Hrútafirði til Þórs-
hafnar við Þistilfjörð, eru nú:
Vatns- og
jarðgufustöðv. 24.600 kW
og disilstöðvar_________21.600 kW
eða samtals 46.200 kW
I byggingu er, svo sem kunnugt
er, jarðgufuvirkjun við Kröflu,
riflega um 60.000 kW I loka-
áfanga.
Norðurlina nær i fyrstu frá
aðalspennistöð við Vatnshamra I
Borgarfirði til Akureyrar og
slðan þaðan til Kröfluvirkjunar.
Linan er byggö fyrir 132.000
volta spennu og i lokaáfanga er
flutningsgeta hennar rúmlega
60.000 kW. Við lokaáfanga er gert
ráð fyrir framlengingu að sunnan
frá Vatnshömrum til fyrirhug-
aðrar járnblendiverksmiðju við
Grundartanga, en þangað er
ætlunin að Landsvirkjun byggi
220.000 volta linu.
Miðað við upphaf llnunnar við
Grundartanga, er mesta áætlað
flutningsgetumagn talið þetta:
TilBorgarfj. ogMýras. 4.000kW
Tii Snæfeilsness
ogiDali 1200 kW
Til Norðurlands vestra 10.000 kW
TilAkureyrar 35.000 kW
Hér er miöað við flutning allrar
orkunnar að sunnan, en með til-
komu stórra virkjana Norður-
lands, sem tengjast inn á Norður-
linu, eykst hlutverk hennar með
samstarfi miili stórra orkuvera á
Raf magnslinan
heiði
Holtavörðu-
Suður- og Norðurlandi.
Lengd Norðurlínu, frá væntan-
legri járnblendiverksmiðju við
Grundartanga til Akureyrar, er
um 315 km.
Kostnaður linunnar, um þessa .
vegalengd er áætlaður:
Hásp.llnan ein um 1.500 millj. kr.
Spenn.stöðvar
við linuna
ásamt fjarsk.búna 1.400 millj. kr.
Eðasamt. 2.900 milij. kr.
Nú er framhald Norðurlinu til
væntanlegrar Kröfluvirkjunar I
byggingu og er gert ráð fyrir að
þeirri framkvæmd verði lokið um
n.k. áramót. Þá bætast við áður-
nefndar tölur 81 km línulengd og
660 millj. kr. kostnaður. Þá er
lengd Norðurllnu, frá Grundar-
tanga til Kröflu orðin 396 km og
kostnaður áætlaður um 3.560
miilj. kr.
Þá má geta þess að nú standa
yfir mælingar og hönnun á fram-
haldi Norðurlinu frá Kröflu tii
Austurlands.
Með tengingu linunnar frá
Borgarfirði i Hrútafjörðinn á
laugardaginn er komið á sam-
tengdu raflínukerfi alla leið frá
Lómagnúp i Skaftafellssýslu um
Suðurland, Vesturland og
Norðurland til Þórshafnar við
Þistilfjörð, tæplega 900 km vega-
lengd. A köflum eru línur þessar
meö mjög lltilli flutningsgetu.
Með tengingunni er þó að mestu
stöðvuð dlselvélakeyrsla á
Norðurlandi Vestra. Háspennu-
lina Andakilsárvirkjunar og sæ-
strengur yfir Hvalfjörð eru veik-
ustu hlekkirnir I flutningsgetu
rafmagns norður á land. —GFr
BARUM
BfíEGST EKKI
Fólksbíladekk
Kynnið ykkur
hin hagsfæðu verð.
TÉKKNESKA B/FfíE/ÐAUMBOÐ/Ð
Á ÍSLAND/ H/F
-46 KÓPAVOGI SÍMI 42606