Þjóðviljinn - 06.07.1976, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.07.1976, Síða 1
# / T / / J HOHH Þriðjudagur 6. júli 1976.— 41. árg. —145. tbl. RAFMAGNSVERÐ HÆKKAR VÍÐA — frá 10 og upp í 20% Iönaðarráöuneytið hefur nú farið á 15% hækkun á rafmagni I heimilað verðhækkun á rafmagni heiidsölu. Hækkunin nemur frá i smásölu frá ýmsum rafveitum 10% og upp I 20% þar sem hún er víða um land. Kemur hún i kjöi- mest. Búist er við frekari hækk- ------------unum á næstunni. Eftirtaldar rafveitur hækka núna: Reykjavik 11%, Hafnarfjörður 11%, Isafjörður 11%, Patreks- fjörður 11%, Keflavik 10%, Gerðahreppur 10% Sandgerði 10%, Vatnsleysuströnd 10%, Njarðvikur 10%, Grindavík 10% Borgarnes 12%, Húsavik 15%, Akureyri 20% og Sauðárkrókur 20%. 1 iðnaðarráðuneytinu fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar að hin mikla hækkun á Akureyri væri vegna þess að kaupstaðurinn hefði dregist aftur úr i hækkunum að undanförnu en á Sauðárkróki værihún ma. vegna mikilla fram- kvæmda. Hækkunin á Húsavik kemur ekki til framkvæmda fyrr en 1. ágúst. Rafmagnsveitur rikisins hafa ekki fengið heimild til hækkunar á smásöluverði. Rafveiturnar á Selfossi, Eyrar- bakka og iHveragerð'i fengu fyrir stuttu 10% hækkun. —GFr. Frá mótmælunum I gærmorgun. Eriendir ferðamenn sem þarna voru staddir tóku mótmælendum vel og skildu vel þversögnina sem þeir bentu á I framferði Nató annars vegar i þorskastriðinu og hins vegar i þvi að efna til ráðstefnu um náttúruvernd. Mótmæli vegnaNATO- ráðstefnunnar I gærmorgun stóðu nokkrir félagar úr samtök- um herstöðvaandstæðinga framan við fundarstað NATó-ráðstefnugesta að Hótel Loftleiðum til þess að mótmæla hernaðar- bandalaginu. Báru her- stöðvaandstæðingar spjöld með áletrunum um brott- för hersins og héldu uppi borðum með vígorðum gegn NATó á. Þá afhentu mótmælendur ráðstefnu- gestum og öðrum gangandi ávarp, sem samið er i til- efni af þessu ráðstefnu- haldi NATÓ, en ráðstefnan fjallar um umhverfis- vernd! Ávarp miðnefndar herstöðva- andstæðinga hljóðar svo: „örskammt er siðan að heralfa NATO var beitt, til þess að vernda rányrkju á fiskimiðum við Islandsstrendur, auölindum sem eru undirstaða efnahagslifs þjóö- arinnar. Árum saman hefur NATO stuölað að þessari rán- yrkju, sem hefur leitt til þess að þorskstofninn er i stórfelldri hættu. I ljósi þessa hljóta islend- ingar aö tortryggja heilindi NATO i umhverfisverndármálum og vill Miðnefnd herstöðvaand- stæðinga þvi fordæma þann tvi- skinnung er NATO sýnir með þvi aö efna til ráðstefnu um umhverfismál. Tilgangur NATO með þeirri ráðstefnu um umhverfismál sem hér er haldin er sá einn að kasta ryki i augu almennings, hvað varðar raunverulegt eöli NATO. Reynt er með slikum ráðstefnum sem þessari, að sýna fram á að NATO sé bandalag um visinda- lega samhjálp, til þess að fela hiö raunverulega eðli þessa hernaðarbandalags. Hlutverk þess er aö halda niðri frelsis- og hagsmunabaráttu al- þýðu um viöa veröld. Sú eina „umhverfisvernd”, sem Nato stundar, felst i striösrekstri gegn alþýðu til verndar áframhaldandi arðráni auövaldsins og heims- valdastefnu. NATO er sett á stofn til verndar heimskerfi, sem felur i sér eyðileggingu náttúruauð- linda og gereyðingarstyrjaldir, heimskerfi sem grundvallast á gróðasókn, sem tekur ekkert tillit til náttúrulegs umhverfis manns- ins. Hernaðarbandalag stuðlar Franjhald á 14. siðu. Settur 1 starf — Staðan auglýst innan tiðar! Lúðvik Hjálmtýsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs, hefur verið settur i nýtt starf ferðamála- stjóra, sem enn hefur þó ekki verið auglýst laust til umsókn- ar, en verður auglýst innan fárra daga! Að sögn ólafs Steinars Valdemarssonar i samgöngu- ráðuneytinu er verið að útbúa auglýsingu um þessa nýju stöðu ferðamálastjóra. Starf framkvæmdastjóra Ferða- málaráðs, sem Lúövik hefur gegnt, hefur veriö lagt niður, en Lúðvik geröur að ferða- málastjóra á þann hátt, sem að framan segir. Þá mun vera nýlokiö við að skipa i nýtt Ferðamálaráð. Tilkynning um þá skipan verður gefin út innan tiðar, en að sögn Ólafs Steinars hefur Heimir liannesson verið skip- aður formaður þess. —úþ Bráða- birgðalög til að aflétta eignarskatti „Þar sem undirbúningi að álagningu gjaida fyrir skatt- árið 1975 er um það bil aö Ijúka hjá skattstjórum, ber brýna nauösyn til að gera nú þegar ráðstafanir til þess að unnt sé að breyta áiagningu eignar- skatts þannig, að þeir fram- teljendur, sem ekki hafa átt meiri eignir en svo að þær hafa verið eignarskattfrjálsar verði nú ekki skattlagðir af þeim eignum.” Svo segir I greinargerö fyrir nýjum bráðabirgðalögum, sem sett voru I gær. KRÖN í BREIÐHOLTI OFTAST MEÐAL LÆGSTU VERSLANANNA 1 verðkönnuninni sem Verðlags- stjöri hefur nýlega látið gera, kemur fram að stórmarkaðirnir eru almennt með lægra vöruverð en minni verslanir, en þeir hafa yfirleitt ekki kjötborð, þar sem selt er nýtt kjöt beint úr verslun- inni. Kron i Breiðholti, sem selur allar nýlenduvörur með 8-10% af- slætti, án þess að menn hafi af- sláttarkort félaga i KRON, hefur einnig kjötborð og fullkomna kjötþjónustu. KRON i Breiöholti reyndist vera meðal 5 lægstu verslananna il4tilfellum af 15 (15 vörutegund- ir) i könnuninni sem birt var i april s.l. og i nýju könnuninni er KRON einnig oftast meðal 5 lægstu verslananna, en vöruteg- urdirnar eru nú mun fleiri og sömuleiðis verslanirnar. — í könriun verðlagsstjóra Mikið flóð af eitur- efnum frá herstöðinni Undanfarin ár hefur verið mikið flóð eiturs útúr herstöðinni á Keflavíkur- flugvelli, en síðustu mán- uði hefur þó keyrt um þverbakog af tali unglinga á Suðurnesjum má ráða að ekki muni vera erfiðara þessa stundina að komast yfir eiturlyf frá hermönn- um en að verða sérúfi um blávatn. Eins og kunnugt er fær fslenska tollgæslan ekki að fylgjast með pósti, sem kemur til hermanna, né heldur fær hún aö gera leit i farangri hermanna, sem til landsins koma úr minniháttar ferðum eins og gert er við islend- inga. Er þvi hægðarleikur einn fyrir hermennina að flytja til landsins það eitur, sem þeir geta komist yfir erlendis eða látið senda sér það i pósti. Herstöðin er siðan opin hverjum Sem vill. Utanrikisráðherra, Einar Agústsson, sagði blaöamanni i gær, að eftir þvi sem hann vissi best væru hernaðaryfirvöld mjög ströng viö þá hermenn, sem upp- visir yrðu af innflutningi eiturs. Sagði ráðherra ennfremur, að til umræðu hefði verið að islending- ar hefðu eftirlit með innflutn. hermanna, pósti og farangri, cg slikt væri hægt, en það kostaði peninga. Sagði ráðherra aö ef mikil brögð væru aö eiturinn- flutningi hermanna, yröi þó allt gert sem hægt væri til að koma I veg fyrir þau. Þar sem ráðherra hefur látið slik orð falla væri ekki úr vegi að hann fengi islenska aðilja til þess að kynna sér hvert flóð eiturlyfja berst nú frá herstöðinni, og yrði honum þá vafalaust ljóst hversu mikil brögð væru að þessu og gripi þá væntanlega til alls þess, sem hægt væri að gera til aö koma i veg fyrir þau. -úþ Við ræddum stuttlega við verslunarstjórann i KRON i Breiðholti, Elis Helgason, og sagði hann að nú væri rúmt hálft ár siðan settur var 8-10% afslátt- ur á allar nýlenduvörur og væri varla hægt að sjá fyrir enn hvort unnt væri að reka verslunina til frambúðar með sliku fyrirkomu- lagi, þótt mikið væri verslað. Eft- ir aðþetta fyrirkomulag var tekið upp jukust viðskiptin mjög, en hafa siðan staðið i stað og taldi Elis að það væri aðallega vegna aukins fjölda verslana i Breið- holti og einnig vegna þess að erfitt er nú að komast að verslun- inni vegna skorts á bilastæðum. ,,Við teljum að við komum þó kannski ekki eins vel út úr þess- um könnunum eins og við eigum skilið, vegnaþess að hér er um að ræða vörutegundir sem fást viða, en við erum kannski með bestu kaupin i vörum, sem við flytjum inn sjálfjsagði Elis. Þess má geta að vefnaðarvörur, gjafavörur o.fl., eru ekki með þessum um- rædda afslætti i versluninni, en keyptar inn ineð Domus og Liver- pool á góðum kjörum. — þs

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.