Þjóðviljinn - 06.07.1976, Page 2
> StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. júli 1976
Skrifið
eða
hringið.
Sími: 17500
Matthísarvísindi
Meðal mestu furðufrétta, sem
fram hafa komið siöustu daga
og jafnframt hinna ískyggileg-
ustu er yfirlýsing sjávarútvegs-
ráðherrans, Matthiasar Bjarna-
sonar um að hann ,,trúi ekki á
svörtu skýrsluna” og muni ekki
fara eftir þeim ráðleggingum,
sem þar eru gefnar.
Þessa yfirlýsingu hikar ráð-
herrann ekki við að gefa enda
þótt upplýsingar, sem birst hafa
siöan „svarta skýrslan” leit
dagsins ljós bendi eindregiö til
þess að hún hafi þrátt fyrir allt,
verið byggð á of mikilli bjart-
sýni.
Hver eru svo rök ráðherrans
fyrir þessari afstöðu? Jú.
,,Töiur svörtu skýrslunnar eru
ágiskunar tölur og likur. Það
liða tvö til þrjú ár þar til fiski-
fræðingar geta sagt til um hvort
þessar tölur hafi verið réttar
eöa ekki”, er haft eftir Matthi-
asi Bjarnasyni. Auðvitað má
segja, að „svarta skýrslan” og
önnur atriði, sem styðja álit
fiskifræðinganna séu byggð á
„ágiskunum og líkum”. Fram-
tiðin er jafnan hulin þeirri
þoku, sem við sjáum ógjarnan i
gegnum. En á hverju byggir
Matthias Bjarnason það, að ó-
hætt sé að veiða 320 lestir af
þorski á fsiandsmiöum á sama
Norðlensk trygging h.f.
Aöalfundur Norð-
lenskrar tryggingar var
haldinn að Hótel Varð-
borg laugardaginn 26.
júní s.l.
Fundarstjóri var Ingi Þór
Jóhannsson og fundarntan
Sævar Vigfússon. Formaður
stjórnarinnar, Valdemar Baid-
vinsson, flutti skýrslu stjórnar-
innar. Friðrik Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri, Ias upp og
skýrði reikninga félagsins fyrir
sl. ár, sem var fjóröa reiknings-
ár félagsins.
Þar kom fram, aö mikil aukn-
ing varð á árinu, bæði á iögjöld-
um og tjónum, en eftir aö búiö
var að leggja veruiegar uphæöir
i iögjalda- og bótasjóð og áhættu-
sjóð var hagnaður á rekstrar-
reikningi kr. 508.000,5 hefur þvi
verið góður hagnaður á
rekstrinum s.l. tvö ár. Hluthaf-
ar Norölenskrar tryggingar h.f.
eru 206.
Innborgað hlutafé er kr.
20.000.000.-.
Stjórnin var öll endurkosin en
hana skipa: Valdemar Bald-
vinsson, formaður, Aöalsteinn
Jósepsson, Geir G. Zoega jr„
Hreinn Pálsson og Pétur Breið-
fjörð. Varamenn: Bergur
Lárusson og Othar Ellingsen.
Framkvæmdastjóri Norð-
lenskrar tryggingar h.f. er
Friörik Þorvaldsson.
MHG
tima og fiskifræðingar telja aö
230 lestir séu hámark?
Er það kannski byggt á ein-
hverjum óvéfengjanlegum
visindum eöa óhrekjandi gögn-
um, sem fundist hafa uppi i
sjávarútvegsráöuneyti? Eða
kannski bara „ágiskunum og
likum”? Eða ekki einu sinni á
þvi heldur bara einfaldari ósk-
hyggju? Um þetta vantar allar
upplýsingar. Fólkið i landinu.
sjómenn jafnt sem aðrir, biöur
eftir þvi að Matthias Bjarnason
færi sönnur á, að hans „likur”
séu reistar á traustari grunni en
„likur” fiskifræðinganna.
„Það er ekki hægt að sanna að
skoöun fiskifræöinganna sé rétt
fyrr en eftir 2-3 ár”, segir
Matthias. En hvenær sannast að
hans skoðun sé rétt? Við getum
hugsað okkur að „svört
skýrsla” hefði komið fram 2-3
árum áður en sildarstofninn
hrundi i grunn. Viö getum
einnig hugsað okkur að þá hefði
einhver Matthias komið og sagt,
að við yrðum að biða i 2-3 ár til
þess að fá úr þvi skorið, hvort
skýrslan reyndist á rökum reist
eöa ekki og á meöan gætum við
veitt eins og ekkert hefði i skor-
ist. Og hvað þá? Jú, sjórinn ur-
inn af sfld.
Spurningin er þá sú: Til hvers
höfum við vlsindamenn, ef mis-
vitrir stjórnmálaspekúlantar
þykjast bærir um að hafa álit
þeirra aö engu? Er ekki hægt að
spara sér allan kostnað i sam-
bandi við þeirra stúss og byggja
bara á einhverjum Matthiasar-
visindum? Kári.
Frá Reyðarfirði
Aflabrögð í rýrara lagi
— Aflabrögð hafa verið hér i
rýrara lagi að undanförnu,
sagði Björn Jónsson á Keyðar-
firði, er biaðið átti tal við hann á
föstudaginn var. — Annar
togarinn, sem við eigum hlut-
deild I, hefur veriö I slipp en er
nú i fyrstu veiöiferöinni eftir þá
aðgerö. Hinn togarinn, Hólma-
tindur, hefur fiskaö fremur
treglega.
Bátarnir hafa einnig veriö i
klössun. Gunnar er i slipp suöur
á Akranesi en Snæfuglinn fer aö
verða tilbúinn á veiöar. Ein
trilla hefur verið á handfæra-
veiðum en aflað fremur treg-
lega. Það er þvi ekki sérlega
bjart yfir aflabrögðunum hjá
okkur, eins og sakir standa. Og
af þvi hefur það auðvitað aftur
leitt, að vinna i Fiskverkunar-
stöðinni hefur aö verulegu legið
niðri. Þrátt fyrir þetta hefur þó
ekki gætt atvinnuleysis hjá
karlmönnum en mjög litið er
um vinnu fyrir kvenfólk og
unglinga, sem aftur segir fljótt
til sin i tekjurýrnun heimilanna.
Byggingaframkvæmdir eru
hér nokkrar. í fyrra var byrjað
á byggingu 5 eða 6 ibúðahúsa.
Þau komust ekki upp þá og er
áfram unniö aö byggingu þeirra
i sumar. Væntanlega tekst að
fullgera þau i ár. Svo er i bygg-
ingu sundlaug og Iþróttahús,
undir einu þaki. Nefna má og,
að unnið er að endurbótum á
fiskverkun Gunnars og
Snægfugls. Og loks er svo i
undirbúningi bygging á toll-
vörugeymsluhúsi fyrir Austur-
land, en i fyrra var stofnað félag
um þann rekstur. Úthlutaö
hefur verið 8 eða 9 lóðum undir
ný ibúöarhús en byggingar á
þeim eru ekki hafnar.
Við hér hugsum okkur að
sjálfsögöu til hreyfings með þaö
eins og aðrir að bæta sam-
göngukerfin innan bæjarins. I
þvi skyni er nú unnið að þvi að
skipta um jaröveg i götunum og
er hugmyndin að leggja á eitt-
hvað af þeim varanlegt slitlag
nú i sumar, ef nægilegt fjár-
magn fæst tii þeirra fram-
kvæmda.
Talsvert mikið er að þvi unniö
að lagfæra lóðir og mála hús.
Framhald á bls. 14.
„Hvað er í fX)karnini„?
MEÐ VERRA
MÓTI Á
ÞRIÐJUDÖGUM
Það er oröinn nokkuð viss
passi, að skapferli mitt sé með
verra móti á þriöjudögum, og
veldur þvi sú árátta min, að lesa
fastaþáttinn ,,A þriöjudegi”,
sem eitthvert dularfullt A
skrifar i Þjóðviljann.
A-iö hóf ritferil sinn á þvi aö
segja mönnum að kjósa Alþýðu-
bandalagiö, og fannst mér, aö
ég hefði séð þá skoöun fyrr i
Þjóðviljanum. Skömmu siðar
varði A-ið langhundi til að halda
þvi rakalaust fram, aö eini rétti
grundvöllur baráttu herstöðva-
andsæöinga væri þjóöernis-
hyggja en „skynvillu alþjóða-
hyggjunnar” bæri að varast.
Fyrir svona sjónarmiöum vil ég
heyra rök.
1 dag var ég búinn að lesa allt
annað efni Þjóðviljans áður en
ég hófst handa á téðum dálki.
Ég læt ósagt um megin efni
greinarinnar, en langar að vikja
að hinu, hve frjálslega A leyfir
sér að umgangast staöreyndir.
Vinur vor A gerir umfangs-
mikinn samanburð á ftaliu og
tslandi og telur þar margt likt.
Meöal annars romsar hann upp
löngum lista yfir glæpa- og
mafiustarfsemi á tslandi, og
teiur þar upp tvennt, sem er i
meira lagi hæpiö. Annars vegar
talar hann um „fjöldamorðin i
tengslum við Geirfinnsmálið”
en hinsvegar um „starfsemi
eiturlyfjahringa”. 1 Ifyrsta lagi
er ekkert sannað um að framin
hafi veriö mörg, samtengd
mofð i tengslum viö Geirfinns-
málið, og I öðru lagi hefur aldrei
komist upp um starfsemi eitur-
lyfjahringa hér á landi, og að
þeir, sem starfa að þessum
málum, telja mjög óliklegt að
hún eigi sér stað, sbr. sjón-
varpsviðtal við Asgeir Friöjóns-
son, 27. júni, sl. 1 báöum þessum
tilvikum fer A með fleipur
eitt. Mig brestur þekkingu til aö
dæma um aliar staðhæfingar
greinarinnar, en óneitanlega
dregur það úr trúverðugleika
þeirra hve frjálslega A um-
gengst staðreyndir um islenska
glæpastarfsemi.
Það eru þvi tilmæli min, að
Þjóðviljinn og A láti Mánudags-
blaðið og Vilmund sem mest um
gifuryrðin, en vandi eftirleiðis
meir til pólitiskra skrifa.
29. júni, 1976
Gestur Guðmundsson.
fti
r * I
1
...