Þjóðviljinn - 06.07.1976, Síða 3
Þriðjudagur 6. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIOA 3
Kurt Waldheim frkvstj. SÞ um árás Israels á Uganda
Skýlaust brot
gegn fullveldi
þjóðar
Einingarsamtök Afríkuríkja fara
fram á skyndifund öryggisráðsins
Flugstöðvarbyggingin á Entebbe-flugvelli I Uganda þar sem rúmlega
30 manns voru drepnir I árás israela um helgina.
Nairobi, Tei Aviv og
víöar 5/7 ntb reuter —
Arás ísraelskra her-
manna á flugvöilinn í
Entebbe f Uganda aö-
faranótt sunnudagsins
þar sem þeir felldu
rúmlega 30 manns og
höföu á brott með sér
rúmlega 100 gyðinga
sem haldið hafði verið í
gíslingu í rúma viku
hefur mælst mjög mis-
jafniega fyrir.
Leiðtogafundur Einingarsam-
taka Afrikurikja sem lauk i dag á
Máritiús fordæmdi árásina harö-
lega og fór fram á skyndifund i
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna
til að ræða refsiaðgeröir gegn
Israel. Sovéska fréttastofan Tass
kallaði árásina „sjóræningjaað-
gerö” og stjórn íraks tók i sama
streng. Egypski utanrikisráð-
herrann sagði að hér heföi verið
að ræða beina hernaöar-innrás i
fullvalda riki, skipulagða og
framkvæmda af israelskum
stjórnvöldum, og að ekki væri
hægt aö bera hana saman viö
„aðgerðir sem óábyrgir einstakl-
ingar framkvæma.” Kurt Wald-
heim framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna sagði að hér væri
ótvirætt um að ræða ofbeldi gegn
fullveldi Uganda.
A hinn bóginn sendi Ford for-
seti Bandarikjanna, Vorster for-
sætisráðherra Suöur-Afriku og
leiðtogar ýmissa Vestur-Evrópu-
rikja Israelsku stjórninni heilla-
óskir i tilefni árásarinnar. I ísrael
rikti mikill fögnuður yfir afrekinu
og öll blöðin kepptust um að
róma hugrekki og dirfsku
vikingasveitarinnar.
ísraelsk stjórnvöld hafa litið
viljað segja um smáatriði i fram-
kvæmd árásarinnar þar sem þau
gætu komið að gagni siðar. Talið
er að þrjár flugvélar hafi verið
sendarsuðureftir Rauðahafi, yfir
Eþiópiu til Nairóbi I Kenýa þar
sem var millilent. Vélarnar lentu
öllum á óvart á Entebbe-flugvelli
og út streymdu israelskir her-
menn sérþjálfaðir i viðureign við
skæruliða. Þeir skipuðu gislunum
að leggjast á gólfið eftir að þeir
höfðu ruglað hersveitir Uganda i
riminu með vélbyssuskothrið á
þær. Eftir nokkurn skotbardaga
við mannræningjana sjö og her-
menn Uganda höfðu þeir gislana
á brott með sér i flugvélunum
þremur sem hófu sig þegar á loft.
Eftir lágu I valnum mann-
ræningjarnir sjö — þar af tveir
þjóðverjar — 20 hermenn
Uganda, þrir gislar og einn af
herforingjum israelsmanna. Einn
gisl til viðbótar lést I Nairóbi þar
sem vélarnar millilentu aftur á
heimleiðinni. 32 hermenn Uganda
særðust.en ekki er vitað um f jölda
særðra meðal gislanna og is-
raelsku hermannanna.
Idi Amin ásakaði I dag stjórn
Kenýa um að hafa aðstoðað Israel
við árás á nágrannarfki. Hélt
hann þvi fram að samvinna hefði
verið milli stjórna Israels og
Kenýa um þessa árás. Blöð i
Kenýa fögnuðu árásinni mjög og
notfærðu sér tækifærið til aö hæð-
ast að Amin.
1 yíirlýsingu sem PFLP sendi
frá sér i dag um árásina er þvi
haldið fram að frönsk stjórnvöld
hafi einnig vitaö um hana; þvi til
sanninda er nefnt að franskar
flugvélar hafi beðið um
lendingarleyfi á Entebbe stuttu
áður en israelsku flugvélarnar
komu þangað til þess að rugla
flugvallaratjórnendur og draga
athygli þeirra frá árásarvélun-
um.
Nýi Herjólfur
kominn til Eyja
Nýi Herjólfur þeirra vest-
mannaeyinga kom til heimahafn-
ar frá Noregi um miðjan dag á
sunnudag og var vel fagnað af
heimamönnum. Með þessu nýja
skipi gjörbreytast mannflutning-
ar milli lands og Eyja þegar
gengið hefur verið frá aðstöðu til
að aka bilum að og frá borði i
Vestmannaeyjum og i Þorláks-
höfn. Ferjan getur flutt 20 bila i
hverri ferð, sæti eru fyrir 90 far-
þega i tveim sölum og klefar fyrir
24 menn. Siglingin milli Eyja og
Þorlákshafnar mun taka um 3
klst. Skipiö var smiöaö i
Kristjánssundi i Noregi. Myndina
tók Torfi Haraldsson er Herjólfur
sigldi inn i höfnina i Vestmanna-
eyjum i fyrsta sinn.
Súdan
Kærir Líbýu fyr-
ir Öryggisráðinu
New York 5/7 reuter —
Fulltrúi Súdan hjá Samein-
uðu þjóðunum, Mustafa
Medani, fór i dag fram á
að efntyrði til skyndifund-
ar í öryggisráði SÞ til að
ræða hlut stjórnar Líbýu í
tilraun þeirri til valdaráns
sem gerð var í Súdan sl.
föstudag.
I bréfi sem Medani sendi for-
manni ráösins segir ma. að
„rikisstjórn Súdan hafi margar
sannanir fyrir þvi að stjórn
arabalýðveldisins Libýu hafi átt
hugmyndina að valdaráninu,
undirbúið það og staðið fyrir
framkvæmd þess.” Einnig
segir þar að enginn súdanskur
hermaður hafi tekið þátt i valda-
ránstilrauninni. Stjórn Libýu hafi
séð valdaræningjunum fyrir
þjálfun, skotfærum og flutninga-
tækjum.
1 bréfinu segir að valdaránstil-
raunin sé „bein erlend ihlutun og
ógnun við öryggi Súdan, og þar
með við alþjóðlegt öryggi og
heimsfrið.” Loks segir að áætlað-
ar skemmdir sem unnar voru i
valdaránstilrauninni séu um 300
miljónir dollara auk ótalinna
mannslifa.
Líbanon
Friðaryiðræður út um þúfur
Ráðherrar
segja af sér
Beirut 5/7 reuter — Þriggja
manna friöargæslunefnd
Arababandalagsins boöaði
deiluaöila i Libanon á fund i
bænum Sofar til aö ræöa
hugsanlegar leiöir til aö koma á
vopnahléi i landinu. Voru þar
mættir fulltrúar sýrlcndinga,
palestinumanna og vinstri- og
hægriafla I Libanon.
Annar fundur var boðaður i
dag, en hann fór útum þúfur að
þvi er virtist vegna árásar
New York 4/7 reuter —
I skoðanakönnun sem
bandaríska vikuritið
Time birti í dag kemur i
Ijós að Jimmy Carter
myndi bera sigurorð af
bæði Ford og Reagan ef
kosið væri til forseta í
Bandarikjunum núna.
Samkvæmt könnuninni hlyti
Carter 51% atkvæða gegn 31%
Reagans ef valið stæði milli
þeirra en 47% gegn 38% ef valið
stæði milli Carters og Fords.
Ford forseti lét þessi úrslit þó
ekki aftra sér frá þátttöku i há-
tiðarhöldunum sem fram fóru i
Bandarikjunum i tilefni af 200
ára þjóðhátiðar þar i landi.
Hann var á þönum milli borga i
vinstrimanna og palestinu-
manna á iðnaðarborgina
Shekka i norðurhluta landsins
en hún er á valdi hægriaflanna.
Engin opinber skýring var gefin
á afboðun fundarins, en útvarps-
stöð falangista sagði að formað-
ur nefndarinnar hefði fariö til
Damaskus.
Hægriöflin leyfðu i nótt
Rauðakrossinum að fara inn i
palestinsku flóttamannabúðirn-
ar Tel Al-zaatar i Beirut sem
þyrlu, fór fyrst til Valley Forge
þar sem hersveitir George
Washington biðu mikið afhroð i
vetrarkuldum veturinn 1777-78,
siðan til Philadelphia og loks tií
New York þar sem hann fylgdist
með skrautsiglingu rúmlega 200
seglskipa upp Hudson-fljót. Að
þessu loknu ýtti hann á hnapp
sem setti Frelsisbjölluna af stað
en siöan hljómuðu allar tiltækar
bjöllur um gervöll Bandarikin i
tvær minútur.
Hátiðarhöldunum lauk svo
með gifurlegum flug-
eldasýningum viða um land,
þeim stórkostlegustu i Washing-
ton og New York. Mikil þátttaka
var i hátiðarhöldunum og fylgd-
ust td. um fimm miljónir manna
með áðurnefndri skraut-
siglingu.
þeir hafa nú setið um á þriðju
viku. Attu liðsmenn Rauða-
krossins að flytja á brott særða
menn úr búðunum. En þegar
bilalest Rauða krossins var á
leið til búðanna var hafin eld-
flaugaskothrið á veginn fram-
undan henni svo hún varð að
snúa við. Deiluaðilar kenna
hvor öörum um að hafa hafið
skothriðina.
Útvarpsstöð falangista sagði i
dag að vinstrimenn og
palestinumenn hefðu ráðist á
Shekka úr þremur áttum og
beittu þeir skriðdrekum og fall-
byssum. Litið er á þessa árás
sem augljósa hefndaraðgerð
vegna umsáturs hægrimanna
um Tel Al-zaatar en i Shekka
hafa margir stuðningsmenn
Suleiman Franjiehs forseta
komið sér fyrir og hafið at-
vinnurekstur undanfarin ár.
Madrid 5/7 reuter — öllum á
óvart var Adolfo Suarez aöal-
ritari Þjóöarfylkingar Francos
skipaöur eftirmaöur Carlos Ari-
as Navarro sem sagöi af sér
embætti forsætisráöherra Spán-
ar fyrir helgina.
Areiðanlegar heimildir
hermdu að skipun Suarezar
hefði valdið þvi að tveir ráð-
herrar sögöu af sér embættum i
dag i mótmælaskyni. Þeir eru
Jose Maria de Areilza utanrik-
isráðherra og Manuel Fraga
Iribarne innanrikisráðherra, en
þeir teljast báðir til frjáls-
lyndari hluta spænskrar ráða-
stéttar. Staðhæft er að þeim
muni fylgja amk. fjórir ráð-
herrar til viðbótar, þám. dóms-
málaráðherrann og upplýsinga-
ráðherrann (sem ma. fer með
mál fjölmiðla).
Þeir de Areilza og Fraga eru
sagöir finna það helst að Suarezi
að hann sé óreyndur — hann er
43 ára og yngsti forsætisráð-
herra Spánar á þessari öld —
ævilöng tengsl hans við Franco
einvald og áætlanir hans um að
koma tæknikrötum úr kaþólsk-
um leikmannasamtökum sem
nefnast Opus Dei aftur til valda.
Það voru félagar úr Opus Dei
sem áttu mestan heiður aö þeim
efnahagslegu uppgangstimum
sem spaúverjar bjuggu við á
sjötta áratugnum.Þessi hópur er
svarinn andstæðingur Fraga.
Einnig er sagt hafa áhrif a gerð-
ir tvimenninganna mikill áhugi
de Areilza á að verða forsætis-
ráðherra.
Ol-þátttöku kínverja
Deilur um
Montreal 5/7 reuter — Tals-
maöur kanadiska utanrikis-
ráöuneytisins sagöist i dag
vera mjög bjartsýnn á aö tak-
ast mætti aö leysa deilu þá
sem risiö hefur vegna þátttöku
iþróttamanna frá Kina og
Taiwan.
Sama máli gegnir um lord
KiIIanin formann Alþjóöa
ólympiuncfndarinnar, en hann
var væntanlegur til Montreal I
dag til viöræöna viö kanadiska
ráöamenn um lausn á deil-
unni.
Deilan hófst cftir aö kana-
diska utanrikisráöuneytiö
lagöi bann viö því aö iþrótta-
menn frá Taiwan tækju þátt i
ólympiuleikunum sem hefjast
eiga 17. þm. undir nafni Lýð-
veldisins Kina. Talsmaöur
ráðuneytisins sagöi f dag: Ég
vil leggja á þaö áherslu að
þrátt fyrir þá óhagganlegu af-
stööu okkar aö iþróttamenn
frá Taiwan fái ekki aö koma
hingað, segja aö þeir séu full-
trúar lýöveldisins Kina, leika
þjóösöng Kina eöa flagga meö
kinverska fánanum, erum viö
mjög bjartsýnir á aö sam-
komulag náist viö Alþjóöa
ólympiunefndina.
Ford forseti
Skin og skúrir