Þjóðviljinn - 06.07.1976, Side 4

Þjóðviljinn - 06.07.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. júli 1976 DWÐVIIJINN MÁLGAGN SÓSlALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, augiýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. í ÞÁGU KAUPSÝ SLU STÉTTARINNAR Um mánaðarmótin hækkuðu laun al- mennt um 8—9% samkvæmt ákvæðum kjarasamninganna, sem gerðir voru i lok febrúar. Þrátt fyrir þessa launahækkun verður kaupmáttur launa verkafólks nú i júlimánuði engu skárri en hann var fyrir sjö mánuðum, þegar kjaramálaráðstefna Alþýðusambandsins var haldin — i byrjun desember. Frá 1. nóvember til 1. júni hækkaði framfærslukostnaðurinn skv. opinberri visitölu um 18%. Kaupið hækkar hins veg- ar á sama timabili og til og með 1. júli sl. um 18-19%.Þetta þýðir að i júnimánuði sl. hefur kaupmáttur launa verkafólks verið mun lakari en hann var i nóvember sl. nú i júli verður hann álika og i nóvember en i ágúst og september má búast við að hann verði aftur lakari en fyrir hálfu ári, þar sem verðlag heldur áfram að hækka, en engin ný launahækkun kemur fyrr en 1. október. Þegar kjaramálaráðstefna ASÍ var haldin var talið að laun þyrftu að hækka um 30% til þess að ná aftur þeim kaup- mætti sem rænt hafði verið á þremur misserum af völdum hægristjórnarinnar. Eins og kunnugt er voru forsendur kaupránsins þær að verðlag á útflutnings- afurðum okkar og þjóðartekjur okkar færu siðfellt lækkandi. Nú hefur það hins vegar gerst siðustu mánuðina að verðlag á útflutningsvörum okkar hefur hækkað i sifellu og er ekki enn séð fyrir endann á þeirri þróun verðlagsins. En hvernig var það á kaupránsárinu 1975? Lækkuðu út- flutningsvörur okkar eins mikið i verði og stjórnarblöðin hafa predikað? Nýjustu uþplýsingar segja að svo hafi alls ekki ver- ið. 1 öndverðum júnimánuði birtist i Morgunblaðinu frétt um að .meðalverð á afurðum SH i Bandarikjunum hefði hækkað um nærri 30% mælt i dollurum. En samkvæmt kenningum stjórnarflokk- anna átti þessi hækkun engin áhrif að hafa á kaupið — engir leiðarar hafa birst um það i stjórnarblöðunum að nú yrði kaupið fyrir alla muni að hækka i samræmi við útflutningsverðlag. Slikt hefur ekki sést vegna þess að núverandi rikisstjórn er skipuð sendisveinum auðstéttarinnar og það er hún sem á að hirða aðrinn af bætt- um viðskiptakjörum. Skv. nýlega birtu yfirliti þjóðhagsstofn- unar um ástand og horfur i efnahags- málum er gert ráð fyrir þvi að kaup- máttur launa muni enn lækka um 3% á þessu ári frá meðalt. ársins ’75. 1 sama yfirl. segir stofnunin að verð á sjávaraf- urðum héðan muni hækka verul. á þessu ári og að frá áramótum til mailoka hafi útflutningsverðið hækkað i dollurum um 18-19% að jafnaði. Þannig birtist stjórnar- stefnan blygðunarlaust i tölum þjóðhags- stofnunar. Og ef rikisstjómin og flokkar hennar hefðu verið einir i ráðum hefði kjaraskerðingin orðið enn meiri á þessu ári. Það kostaði tveggja vikna verkfall 35.000 félagsmanna i verkalýðshreyfing- unni að tryggja þó þau kjör sem fólk býr við i dag. Eigi kaupmáttur almennra launa nú enn að lækka frá siðasta ári þrátt fyrir nær 20% meðaltalshækkun þá mætti ætla að á hinn bóginn væri sjálfsagt að krefjast alveg sérstakra kauphækkana þegar verðfall verður á afurðum okkar er- lendis. Svo öfugmælakennd er pólitik rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. Þá pólitik skilur enginn nema hann geri sér grein fyrir þvi að sú rikisstjórn fésýsluafl- anna sem hér situr við völd er fyrst og sið- ast hagsmunatæki þeirrar stéttar, sem verkafólk á i höggi við, þegar það berst fyrir bættum kjörum. Rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar heildsala hefur litið á það sem meginverkefni sitt að breyta tekju- skiptingunni i þjóðfélaginu launamönnum i óhag, en kaupsýslumönnum og jöfrum viðskiptalifsins i hag. Þess vegna hefur hún máð út þær kjarabætur verkafólks sem áunnust i tið vinstristjórnarinnar. Þess vegna hefur hún skert kaupmátt launa um 25-30% og þess vegna er rikis- stjórninni það keppikefli að gera þessa kauplækkun varanlega þrátt fyrir sifellt batnandi viðskiptakjör. —s. KJÖRDÆMAFUNDIR FORSÆTISRÁÐHERR A Geir Hallgrímsson, forsætisráöherra flytur ræöu og svarar fyrirspurnum fundargesta_______ Stjórn Póllands skipulegg- ur fundi til stuðningssér Meöfylgjandi úrklippur eru úr Morgunblaöinu I slöustu viku. Þeir Geir og Girek gera vlöreist um lönd sln til þess aö sannfæra fólkiö um ágætistjórna sinna. Þó skal tekiö fram aö yfirreiö Giereks hófst alllöngu seinna en yfirreiö Geirs Hallgrimssonar. Skipting kvenna i launaflokka t slöustu Félagstiöindum rikisstofnanna er birt könnun sem unnin var af starfshópi innan félagsins i tengslum viö ráöstefnu um kjör láglauna- kvenna. Könnun þessi sýnir skiptingu kvenna i launaflokka innan SFR og er fljótséö aö meirihluti kvenna er I lægstu flokkunum. 1 grein meö yfirlit- inu segir, en greinin er byggö á köflum úr ræöu Ernu Arngrims- dóttur á ráöstefnunni: „Þetta eru engar nýjar upp- lýsingar, né heldur koma þær á óvart. Viö vitum vel hvaða störfum konur gegna I þjöö- félaginu. Viö teljum aö þessi könnun gefi góöa mynd af þvi á- standi sem rikir, þvi að félaga- tala i SFR skiptist nokkurn veg- 1 greininni I Félagstiðindum segir ennfremur: inn jafnt eftir kynjum. Félagarnir eru lika dreiföir viðs vegar um landiö viö sambærileg störf. Og þá koma þær brennandi spurningar, sem viö verðum aö svara, hver og einn, hvers vegna eru konur i lægstu launaflokkunum, og þar á eftir á þeim launum, sem verkalýös- forustan hefur lýst yfir aö engin geti Iifað af við mannsæmandi kjör?” örfáar konur i efstu flokkunum Hér er svo könnunin, en hún náöi til alls 2770 félagsmanna,en félagar i SFR voru um sl. ára- mót 3085, þar af helmingurinn konur. „Hvaö getum viö gert til þess aö afstýra þeirri neikvæðu þró- un aö konur séu almennt ráðnar upp á þessi kjör? Þvi þær eru yfirgnæfandi ráönar i byrjun upp á miklu lægri laun, sem siö- an eru notuö sem forsenda til þess aö halda þeim niöri i laun- um. Það sem viö getum fyrst og fremst gert til aö breyta þessu ástandi aö minum dómi, er aö afla okkur meiri menntunar. Sú staöreynd sem blasir viö er, aö innan viö 1% Islenskra kvenna hafa háskólapróf. Þar erum viö langt aftur úr Noröurlöndunum. Ég veit vel hvaöa ástæöur liggja þar aö baki. Hin hefðbundna verkaskipting hefur unniö aö þvi meö oddi og egg, aö elckert er sjálfsagöara en aö konan vinni fyrir manni og börnum meöan hann stundar háskóla- nám, en þætti goðgá, ef öfugt vari fariö aö. Einnig hefur þessi njörvun hennar á heimili viö hliö barna sinna (eins og maðurinn eigi þau ekki aö jöfnu) gert þaö aö verkum aö konur fara ógjarnan út I lang- skólanám, ef þær hafa eignast börn áöur en námi er lokiö, nema þær séu svo heppnar aö hafa aöstoö viö barnagæslu og þvi um likt. I barna- og gagn- fræöaskólum taka stúlkur yfir- leitt betra próf en drengir , þeg- ar kvmur upp i menntaskóla fer dæmiö aö snúast viö og tekur fyrst I hnjúkana, þegar komiö er I Háskólann, þar sem eins og áö- ur sagöi miklu fleiri drengir en stúlkúr ljúka námi. Við veröum aö axla sömu byröar og karlmenn, viö verö- um aö hafa sömu menntun og þeir til þess aö ekki sé lengur hægt aö mismuna okkur I laun- um. Viö veröum að hætta aö kjósa næstum eintóma karl- menn á þing, eintóma karl- menn I stjórnir fyrirtækja, sem hafa afgerandi áhrif I þjóöfélag- inu; konur sem bankastjóra er svo sjálfsögö krafa, aö mér finnst varla aö þaö þurfi aö nefna hana. Konur hér á Islandi hafa margar hverjar sýnt frá- bært fjármálavit og útsjónar- semi, þegar þær hafa þurft aö láta litla peninga endast fyrir stór heimili.” Ráðist á Ölaf Reykjavi'kurbréf Morgun- blaðsins sl. sunnudag er ein samfelld lofgjörö um rikis- stjórnina. Hafi hún fært allt mjög til betri vegar i landi hér. Þó sé tvennt enn i miklum ólestri,en þaö séu annars vegar dómsmálin og hinsvegar viö- skiptamálin. Fér ekki á milli mála aö hverjum bréfritarinn beinir skeytum sinum. Heitir sá ólafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptaráðherra. Verður fróð- legt aö sjá hverju framsóknar- málgagnið svarar þessum árás- um á ráðherrann. Þaö hefur gengið á ýmsu i stjórnarsamstarfinu undanfarin tvöár þó aö flokkarnir hafi staö- ið saman um öll meginmál. Ihaldið hefur haft þá reglu i samstarfinu við framsókn að beita málgögnum sinum fyrst gegn framsókn, en síöan stjórn- málamönnunum. Þá er fram- sóknarráðherrunum sagt að það sé almenningsálitið sem stend- ur skrifað i Morgunblaöið og Visi, og þ'vi trúa framsóknar- mennirnir yfirleitt. Sú er að minnsta kosti reynslan úr vinstristjórninni þegar Morgun- blaðiö stýrði athöfnum fram- sóknarráðherranna fremur en flokkur þeirra. Könnunin náöi til alls 31 i 10. lfl., þar af 21 kona eöa 67% Könnunin náöi til alls 93 i 11. lfl. þar af 75 konur eöa 80.6% Könnunin náöi til alls 120 I 12. lfl., þar af 86 konur eöa 71,7% Könnunin náöi til alls 226 I 13. lfl., þar af 157 konur eöa 69,4% Könnunin náöi til alls 399 I 14. lfl., þar af 335 konur eöa 89,0% Könnunin náöi til alls 268 I 15. lfl., þar af 163 konur eða 60,8% Könnunin náöi til alls 242 I 16. lfl., þar af 160 konur eöa 66,1% Könnunin náöi til alls 258 I 17. lfl., þar af 170 konur eöa 65,9% Könnunin náöi til alls 294 i 18. lfl., þar af 108 konur eöa 36,7% Könnunin náöi til alls 178 I 19. lfl., þar af 63 konur eöa 35,4% Könnunin náöi til alls 190 I 20. lfl., þar af 118 konur eöa 62,2% Könnunin náöi til alls 104 i 21. lfl., þar af 29 konur eöa 27,9% Könnunin náöi til alls 103 I 22. lfl., þar af 37 konur eöa 35,9% Könnunin náöi til alls 61 i 23. lfl., þar af 16 konur eöa 26,3% Könnunin náöi til alls 57 I 24. lfl., þar af 15 konur eöa 26,3% Könnunin náði til alls 87 I 25. lfl., þar af 12 konur eöa 13,8% Könnunin náöi til alls 34 i 26. lfl., þar af 2 konur eöa 5,9% Könnunin náöi til alls 43 i 27. lfl., þar af 4 konur eöa 9,3% Könnunin náöi til alls 29 I 28. lfl., þar af 1 kona eöa 3,4% Könnunin náöi til alls 13 i B.II lfl., þar af 2 konur eöa 15,4% Könnunin náöi til alls 2770 þar af voru 1574 konur eöa 56,8%” Hvernig er hœgt að afstýra þessari þróun?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.