Þjóðviljinn - 06.07.1976, Qupperneq 7
Þriðjudagur 6. júli 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Á ÞRIÐJUDEGI
Esso (XB) -
Shell (XD)
A þriðjudegi i siðustu viku var
fjallaðum nokkra áþekka þætti
efnahagslifs og stjórnmálaþró-
unar á íslandi og Italiu. Sá al-
menni samanburður gefur til-
efni til að beina kastljósinu að
afmarkaðri atriðum. Að þessu
sinni hefur starfsemi tveggja
alþjóðlegra auðhringa, oliufé-
laganna Esso og Shell, orðið
fyrir valinu. Þessi fyrirtæki eru
hlutfallslega umfangsmiklir að-
ilar i efnahagslifi tslands og
Italiu og bæði hafa margvisleg
tengsl við stjórnmálaflokka og
ráðamenn. Lögbrot og mútur
hafa einnig komið mjög við
þeirra sögu.
Alþjóðlegir
auðhringir
Á undanförnum áratugum
hafa margir bandariskir og
vestur-evrópskir auðhringir eflt
starfsemi sina með stofnun um-
boðs- og dótturfyrirtækja viða
um heim. Þótt mörg þessara
fyrirtækja séu formlega séð
sjálfstæð (sbr. Oliufélagið h/f,
umboðsfyrirtæki Esso á Is-
landi)eruþau öll hlekkir i keðju
móðurfyrirtækisins. Uppbygg-
ing slikrar fyrirtækjakeðju, i
þessu tilfelli oliuhringanna Esso
og Shell, þjónar margvislegum
tilgangi. Hún auðveldar m.a.
flutning á gróða milli landa og
gerir kleift að komastundan ná-
kvæmu eftirliti gjaldeyrisyfir-
valda og skattheimtustofnana.
Hún skapar hinum alþjóðlega
auðhring aðstöðu til að hafa á-
hrifá stjórnmálaflokka ográða-
menn i mörgum löndum.
Nýlega hefur komið fram við
opinbera rannsókn að Shell hef-
ur mútað stjórnmálamönnum
og ráðherrum i a.m.k. sjö lönd-
um. Esso hefur beitt slikum að-
ferðum enn viðar. Það er eðli
slikra fyrirtækja aðhefja sig yf-
ir lög og rétt i einstökum lönd-
um og láta mátt hins alþjóðiega
auðmagns skapa sér gróðaað-
stöðu með öllum tiltækum ráð-
um. Auðhringirnir lita á stjóm-
málaflokka og foringja þeirra i
hverju aðseturslandi sem þjón-
ustumenn sem keyptir eru fyrir
ákveðið verð. Múturnar eru siö-
an færðar sem eðlilegur kostn-
aðarliður á rekstrarreikning
fyrirtækjanna.
Mútustarfsemi oliu-
félaganna á ítaliu
Stærðargráöa mútustarfsemi
oliufélaganna á ttaliu séstm.a.
af þvi að frá marsmánuði 1971
og til febrúar 1972 lögðu þau
sem samsvarar rúmum einum
miljarði islenskra króna i leyni-
legan sjóð sem notaður var til
að dæla út mútufé til stjórn-
málaflokka. Kristilegir demó-
kratar fengu bróðurpartinn af
þessu fé, 825 miljónir króna.
Vert er að veita þvi sérstaka at-
hygli að þessi gifurlega mikla
greiðsla til rikisstjórnarflokks-
ins fór fram á mjög stuttu ti'ma-
bili, einu ári. A lengri tima hafa
múturnar verið enn meiri. Á ár-
unum 1963—1972 greiddi Esso
eitt sér 9820miljónir i mútur til
italskra stjórnmálaflokka og
ráöamanna. Séu hin oliufélögin
tekin með i dæmið nemur velta
þessararmútustarfsemi á Italiu
tugum miljarða á undanförnum
árum. Og ttalia var aðeins eitt
af mörgum iöndum þar sem
oliufélögin iðkuðu sh'k iögbrot.
(Allar töiur eru úr opinberum
rannsóknaskýrslum).
Endurgjald ráðamannanna,
sérstaklega rikisstjórnarflokks-
ins, kristilegra demókrata, fyrir
þessar gifurlegu fjárhæðir frá
oliufélögunum varfólgiði þvi að
setja og framlengja á þingi lög
sem voru hagstæð gróðastarf-
semi fyrirtækjanna. Þannig
fengu þau undanþágur frá toll-
um og öðrum innflutningsgjöld-
um, margvislega greiðslufresti
sem veittu þeim möguleika á ó-
dýru rekstrarfé og voru i reynd
lán frá hinu opinbera. Ennfrem-
ur slfkan velvilja frá stjórnvöld-
um að hinum opinberu rann-
sóknaraugum var lokaö þegar
ýmiss konar lagabrot og brask
þessara fyrirtækja átti i hlut.
Svo háþróuð var þessi mútu-
starfsemioröin aðstofnaður var
sérstakur leynilegur banka-
reikningur og streymdu inhi
hann jafnt og þétt 5% af öllum
gróðafriðindum sem löggjöf og
undanþágur italskra stjórn-
valda höfðu skapað oliufélögun-
um. Siðan var greitt úr þessum
leynilega sjóöi eftir ákveönum
reglum ogsamkvæmt nákvæm-
um dulmálsákvæðum. Greiðsl-
ur til Giulio Andreotti forsætis-
ráðherra voru til dæmis merkt-
ar Anderson, greiðslur til ann-
ars forsætisráðherra, Mariano
Rumor, voru merktar Ray-
mond, tveir ráöherrar, Mario
Ferrari-Aggradi og Mauro
Ferri, höfðu dulnefnin Ferguson
og Steel, forstjóri Shell á ttaliu
var kallaður Bcnjaminog fyrir-
tækihans Genúa.Esso var hins
vegar kallað Itóm og flokkur
kristilegra demókrata var
merktur Section A.þ.e. flokkur
eða hluti A.
Oliufélögin á
íslandi
Þótt islenskar lögreglustofn-
anir og saksóknaraembætti hafi
ekki beitt sér fyrir hliðstæðum
rannsóknum á starfsemi oh'ufé-
laganna á Islandi — og þvi verði
að játa að þrátt fyrir alla spill-
inguna kunni Italia að ve'ra Is-
landi framar i réttarfari — er
ljóst samkvæmt öðrum heimild-
um að oliufélögin eru einnig hér
i nánum tengslum við rikis-
stjörnarflokkana. Þauhafa látið
þeim i té fjármuni og aðra að-
stoð. Þauhafa reynt eftir króka-
leiðum að breyta ákvörðunum
rikisstjórnar sér i hag og hafa
orðið uppvis að gjjaldeyris-
svindli og fjármálabraski i stór-
felldum mæli.
Helsta svindlmál á Islandi á
siðari áratugum var tengt starf-
semi Esso á Islandi, Oliumálið
svokallaða. Arvökull rannsókn-
arlögreglumnöur, Kristján
Pétursson, sem mjög hefur ver-
iðofsóttur undanfarið af Timan-
um og Framsóknarflokknum,
uppiýsti að Esso hefði i mörg ár
stundað margvislegt svindl,
gjaldeyrisbrask og tollsvik.
Rannsókn leiddi i ljós að Esso á
Islandi hafði látið færa á bakvið
islensk gjaldeyrisyfirvöld
hundruðir miljóna króna (m.a.
12 miljónir doliara 1959) á
reikning fyrirtækisins hjá Esso i
Bandarikjunum og London. Sið-
an voru þessar upphæðir notað-
ar til að styrkja rekstur SIS er-
lendis og önnur umsvif hinna is-
lensku forráðamanna Esso, en i
þeirra hópi var fyrrverandi for-
Olíutankar Shell og Esso I örfirisey.
stjóri SIS og þáverandi Seðla-
bankastjóri, Vilhjálmur Þór.
Esso flutti einnig til iandsins
margvislegar vörur, svo sem
bila, varahluti, mæla, isvarnar-
efni, siur og slöngur, og var all-
ur þessi innflutningur merktur
bandariska herliðinu á Kefla-
vikurflugvelli til að komast und-
an greiðslum á lögboðnum inn-
flutningsgjöldum. Þannig
mynduðu Esso og herinn brask-
bandalag. Greiðslum frá
Bandarikjastjórn til Esso á Is-
landi var haldið leyndum og
sömuleiðis miklum tekjum af
sölu á bensini og olium til er-
lendra skipa og flugvéla. Toll-
frjálsu bensini var svo hleypt
eftir neðanjaröarleiðslum til
tanka utan Keflavikurflugvallar
og það siöan selt islenskum aðil-
um án þess að rikið fengi hin
lögboðnu gjöld.
Oliumálið reyndist svo um-
fangsmikið svindl að margir
menn voru i nokkur ár að rann-
saka það og urðu þó að láta
ýmsa þræði ósnerta. Þegar
seðlabankastjórinn og stofnandi
Esso á Islandi mætti til yfir-
heyrslu i gamla Thor Jensens
húsinu i Hallargarðinum þagði
hannsamfleytt i marga klukku-
tima þrátt fyrir itrekaðar
spurningar, en sagði þó að lok-
um við rannsóknardómarann:
„Hafiö þér talið endurnar á
Tjörninni?”
Esso og Framsóknar-
fiokkurinn
Fyrir tæpu ári lýsti Þjóðvilj-
inn itarlega hvernig Esso hefur
orðið einn af hornsteinum fjár-
málakerfis Framsóknarflokks-
ins. Oliufélagið hefur staðið
straum af hluta launakostnaðar
flokksins, styrkt blaðaútgáfu
hans með beinum framlögum og
á margvislegan annan hátt,
m.a. i gegnum kaup á fjölda
happdrættismiða, látið flokkn-
um i té rekstrarfé. Forstjóri
Esso reyndi á máttlausan hátt
að neita þessum staðreyndum
en sú neitum var álika léttvæg
og þegar stjórnarformaður
fyrirtækisins sagði við upphaf
rannsóknar á hinumikla svindli
sem kennt er við Oliumálið að
„aðeinseinn brúsihefði misfar-
ist”, — svo að ekki sé nú rifjuð
upp tveggja ára gömul neitun
breska oliuforstjórans sem ný-
lega hefur játað að fyrirtæki
hans hafi styrkt og mútað
stjórnmálaflokkum i sjö lönd-
um. Svona neitanir eru ekki upp
á marga fiska. Enda hafði hinn
islenski forstjóri Esso laglegan
fyrirvara á neitun sinni i fyrra.
1 staðinn fyrir peningana frá
Esso hefur framsóknarforystan
tekið að sér að gæta hagsmuna
fyrirtækisins á vettvangi lands-
stjórnarinnar. Sem dæmi má
nefna að þegar framkvæma átti
fyrirheit vinstri stjórnarinnar
um brottför hersins fóru stjórn-
endur Esso að kippa i spottana.
Forystu Framsóknarflokksins
var á kaldrifjaðan hátt gert
skiljanlegt að brottför hersins
jafngilti stórfelldu tekjutapi
fyrir Esso og þar með yrði
skrúfað fyrir greiðslurnar til
flokksins. Ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins urðu áþreifanlega
varir við hvernig framsóknar-
forystan kiknaði vegna þessa
þrýstings. Forstjóri Esso haföi
svo forgöngu um söfnun undir-
skrifta 180 þekktra framsóknar-
manna undir mótmæli gegn
brottför hersins. Var þessi sveit
eins konar fimmta herdeild
Varins lands. Og hótunum sin-
um til enn frekari styrktar lét
Essoforstjórinn svo kjósa sig i
miðstjórn flokksins. Ráðherrar
Framsóknarflokksins þvældu
svo hermálið i i rikisstjórninni,
rufu þing og gengu i sæng með
ihaldinu. Herinn var kyrr og
Esso gat haldið áfram að
mjólka hann i miljónavis.
Shell og
Sjálfstæðisflokkurinn
Þótt Shell hafi orðið uppvist
að stórfelldri mútustarfsemi og
spillingartengslum við stjórn-
málaflokka og ráðamenn i
mörgum löndum hefur það ekki
þurftaðbeita slikum brögðum á
Islandi. Hér er i gangi miklu
sniðugra kerfi. Formaður Sjálf-
stæðisflokksins er einfaldlega
umboðsmaður hins alþjóðlega
auöhrings. Shell á islandi er
meðal hornsteina ættarauðs is-
lenska forsætisráðherrans og
styrkir frama hans og for-
mennsku i flokknum með marg-
vislegum ráðum.
Eins og fjölmörg önnur fyrir-
tæki lætur Shell Sjálfstæðis-
flokknum i té rekstrarfé og ým-
iss konar aðstoð. Vegna hinna
beinu tengsla milli formannsins
og fyrirta'kisins geta fjármunir
Shell streymt eftir tiltölulega
greiðum og jafnvel löglegum
brautum til Sjálfstæðisílokks-
Framhald af 14. siðu.