Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.07.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. júU 1976 Iimrásin í Fjalaköttíim lialni Rœtt við ungt myndlistarfólk sem hyggst opna galleri sólarmegin við Morgunblaðshöllina Sólarmegin við Morgunblaðshöllina stendur lágreist hús og lætur ekki mikið yfir sér við hlið risans. Ofan við það er gamalt lúið skilti þar sem stendur „Visir — fyrstur með fréttirn- a r” og vitnar um síðustu ibúa þess sem voru starfsmenn auglýsinga- deildar Visis. Hús þetta mun hafa veriö byggt snemma á strlösárunum. Sá sem það geröi hugðist brynna þar breskum og bandariskum dátum og var húsið rekið sem veitinga- rtús fyrir þá meöan þeir voru hér i borginni. Þegar engir dátar voru hér lengur til að græða á yfirtdku mennta- og háskólanemar húsið og sóttu hann um nokkurt skeið. Var það þá rekið með svipuöu sniði og „Skallinn” viö Lækjar- götu. Einhverra hluta vegna hætta skólanemar aö sækja stað- inn en við tók venjulegt fólk og var þá gjarnar drukkiö þar vin sem gestir földu undir boröum. Fékk staðurinn þá nafnið Langi- bar. Loks gáfust menn upp á veit- ingahússrekstri þarna og fóru að selja mönnum farseöla i sumar- leyfisferðir til útlanda. Að siðustu lagði Vi'sir staöinn undir sig og var þar þangaö til kviknaði i húsinu fyrir nokkrum árum. Síð- an hefur það staðið autt, þangað til i vetur. I nóvember fengu þrir myndlistamenn þá hugmynd að stofna galleri einhversstaðar i miðbænum. Einn þeirra Sigurður örlygsson, fór á vit Valdemars Þórðarsonar kaup manns (Valda i Silla og Valda) og falaðist eftir þessu húsi. Samningar tókust og i desember var farið að hreinsa til i húsinu sem var mjög skemmt eftir brunann. Þaö fór að fjölga i hópnum og nú telur hann tólf félaga: Sigurð örlygsson, Orn Þorsteinsson, Steinunni Bergsteinsdóttur, Kristján Kristjánsson, Steingrim Eyfjörð Kristmundsson, Þor- björgu Þórðardóttur, Sigrúnu Sverrisdóttur, Leif Breiöfjörð, Magnús Kjartansson, Kolbrúnu Björgólfsdóttur, Gunnar örn Gunnarsson og einn leynifélaga. Blaöamaður Þjóöviljans leit til þeirra eitt kvöldið i þeim tilgangi að forvitnast um fyrirætlanir þeirra. — Það hefur nú ekki verið mörkúð nein ákveðin ste&ia i starfseminni hér. Við ætlum að reyna að koma þvi svo fyrir að hér verði alltaf eitthvað aö ger- ast. Hér verða haldnar sýningar enauk þess verðuralltaf eitthvað af föstum hlutum. Viö viljum blanda sem mest saman ólikum greinum innan myndlistarinnar enda fást félagar hópsins viö margar greinar, málverk. skúlpt- úr, vefnað, listhönnun, steingler ■ofl. — Einnig er hugmyndin að tengja hér saman ö'likar list- greinar, td. að bjóða hingaö tón- listarmönnum og skáldum. Við höfum þegar fengið nokkra djass- ista tilaðleika við opnunina. Það má segja að stefnan sé sú aö halda uppi lifrænni starfsemi i húsinu öllu. Héðan er innangegnt Magnús Kjartansson mundar pensilinn Séð inneftir sýningarsalnum i Fjalaköttinn og þar höfum við afdrep. Við litum svo á að innrás- in I Fjalaköttinn sé hafin og stefn- um að þvi að virkja allt húsið. Til dæmis höfum við gælt við þá hug- mynd aö setja upp kaffistofu i garöinum inni I Fjalakettinum. —Þið talið um sýningarhald, er eitthvað ákveöið um sýningar? — Já, við byrjum með sam- sýningu hópsins. Þá hefur Kristján ákveðið að halda einka- sýningu og fleiri ganga með þá hugmynd i maganum. Það er væntanleg sýning frá Danmörku á verkum eins frægasta málara Norðurlanda um þessar mundir, Richard Mortensen. Svo höfum við i huga að setja upp sýningu á erótik i islenskri myndlist. — Hafið þið valið staðnum nafn? — Það hafa komið fram margar tillögur um nafn en þetta mál er ekki útrætt. — Er ekki óskaplega dýrta að gera húsið upp? — Jú, en við höfum fengið stuöning við það. Við sóttum um styrk — 200 þúsund krónur — til menntamálaráöuneytisins og fengum 100 þúsund sem eru vitanlega löngu búin. Mestu mun- ar að Valdimar gaf allt bygging- arefnið og svo hafa ýmsir aðilar lagt okkur til efni eða þjónustu i skiptum fyrir verk eftir okkur, Harpa lét okkur hafa málningu, Jón Auöunsson pipulagningar- maöur lagði inn hitaveitu, Rafafl sá um rafmagnið. En þetta er samt mjög dýrt, td. verður mjög dýrt að koma hér upp góðri lýsingu, færanlegum ljósköstur- um oþh., vegna þess að enginn gluggi er á húsinu nema að fram- an. Okkur vantar þvi peninga og styrkir og stuðningsframlög eru vel þegin. — Eruð þið bjartsýn á að grundvöllur sé fyrir rekstri svona galleris? — Já, það teljum við vi'st. Við ætlum að skipta þvi á okkur að vera hér og hafa opið sex daga vikunnar. Hér á að vera opið um helgar en með þvi gætum yið lagt fram okkar skerf til að glæða þennan miðbæ einhverju llfi. Þetta veröur sölugaUerien þó alls ekki listaverkaverslun eins og þær gerast. Við bjóðum velkomna menn utan úr bæ sem vilja halda hér sýningar. Nú svo ákváðum við að hver félagi hópsins legði fram verk eftir sig fyrir ákveöna upphæð sem rynni til rekstrarins. Draumurinn er aö hafa ókeypis aðgang en ekki er vist hvort það er hægt. Stefnan er sú að halda tapinu I lágmarki. — Og hvenær verður svo opn- að? — Þegar við erum búin að gera húsið upp. Við viljum helst ekki gefa neinar yfirlýsingar, þær hafa reynst ansi brigðular en ætli við opnum ekki einhvern tima i næsta mánuði. — ÞH Garðurinn i Fjalakettinum. Þarna hafa myndlistarmenn áhuga á að opna kaffistofu. 5/12 af hópnum, frá vinstri: Magnús Kjartansson, Steinunn Bergsteinsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Sigurður örlygsson og örn Þorsteinsson. (Myndir Valdis)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.