Þjóðviljinn - 06.07.1976, Side 11
Þriðjudagur 6. júll 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Staðan í
1. deild
Staðan i 1. deild tslandsmótsins
í knattspyrnu er nú þessi:
Valur 9 6 3 0 29:7 15
Vikingur 9 6 12 12:8 13
Fram 9 5 2 2 11:9 12
Akranes 9 5 2 2 13:11 12
JBK 9 4 1 5 15:15 9
KR 9 2 4 3 12:10 8
UBK 9 3 2 4 9:12 8
FH 10 1 4 5 6:17 6
Þróttur 10 0 1 9 6:24 1
Markhæstu leikmenn eru:
Hermann Gunnarsson, Val 9
Guömundur Þorbjörnsson, Val 9
IngiBjörn Albertsson, Val 7
Teitur Þórðarson, tA 6
Sigþór ómarsson, tA 4
Rúnar Georgsson, ÍBK 4
Hinrik Þórhallsson,UBK 4
JóhannTorfason, KR 4
Staðan í
2. deild
Staðan i 2. deild islandsmótsins
i knattspyrnu er nú þessi:
ÍBV
Þór
Armann
Haukar
KA
tBl
Völsungur
Seifoss
Reynir
Markhæstu
þessir:
8800 28:5 16
8521 18:8 12
8422 16:8 10
8323 17:15 8
8323 17:18 8
8223 10:13 7
8224 8:11 6
8116 14:27 3
8107 9:32 2
leikmenn eru
Gunnar Blöndal KA 9
örn óskarsson ÍBV 8
TómasPálsson ÍBV
Jón Lárusson Þór
Sigurlás Þorleifsson IBV
Sumarliði Guðbjarsson Selfoss
Loftur Eyjólfsson Haukum
Heimsmet í
kúluvarpi
kvenna
Ivkana Hristova frá Búlgariu
setti nýtt heimsmet i kúluvarpi
kvenna um helgina, 21,89 m.
Fyrra metiðáttiMarianne Adam,
Austur-Þýskalandi, 21,67 m.
Oft skall hurð nærri hælum við mark Breiðabliks. Hér reynir Bjarni Bjarnason angistarfuliur að ná til boltans sem sigldi rétt framhjá
stönginni, en Guðmundur Þorbjörnsson er á hælum hans. A marklinunni standa þeir Sigurjón Randversson og Haraldur Erlendsson, en
Ólafur Hákonarson markvörður er viðsfjarri, eða lengst til vinstri ásamt þeim Inga Birni, Einari Þórhallssyni, og tveimur sóknarmönnum
Vals til viðbótar. Mynd:—gsp
Markaskorarar Vals
klúðruðu tækifærum
og fyrir vikið náðu baráttuglaðir Breiðabliksmenn stigi út úr viðureigninni
Eftir sannkallaða
draumabyrjun i leiknum
gegn Val um helgina léku
Breiðabliksmenn af ó-
mældri skynsemi og tókst
með herkjum og töluverðri
heppni að halda í annað
stigið. Þeir náðu 1-1 jafn-
tefli á mikilli og þrotlausri
baráttu, en margsinnis
misnotuðu hinir fjölmörgu
markaskorarar Vals-
manna opin tækifæri.
Ólafur Hákonarson átti
stórgóðan leik í Breiða-
bliksmarkinu og bjargaði á
köflum ævintýralega.
Breiðabliksmenn skoruðu sitt
mark strax á elleftu minútu leiks-
ins og var þar að verki Þór
Hreiðarsson, sem lék I stöðu mið-
herja i forföllum Hinriks Þórhalis
sonar, sem var meiddur. Þór fékk
boltann frá Einari Þórhallssyni
eftir hornspyrnu Gfsla Sigurðs-
sonar og sendi hann með þrumu-
skoti i markið. Til varnar var
Vaísmaður á linunni,en hann var
fyrir innan marklinu að mati
dómara og linuvarðar sem báðir
voru i góðri aðstöðu til þess að
skera úr um þetta atriði.
Þar með voru Valsmenn i
fyrsta sinn i sumar komnir i „yf-
irdrátt” á markareikningi sínum
og áttu þeir greinilega bágt með
að sætta sig við mótlætið. Þeim
gekk illa að skapa sér tækifæri til
að byrja með og náöu ekki að
sýna allt það, sem til þeirra hefur
sést i sumar. Þeir sóttu þó mun
meira en andstæðingarnir, sem
vöröust af grimmd, en urðu þó að
láta i minni pokann á 15. min.
seinni hálfleiks.
Þá var þaö Guðmundur Þor-
björnsson sem einu sinni sem oft-
ar prjónaði sig upp hægrikantinn
og siðan inn eftir endamörkum.
Hann slapp framhjá tveimur
varnarmönnum á nánast yfirskil-
vitlegan máta og sendi hárfinan
bolta til Inga Björns sem skallaöi
i opið markið.
Við þetta náði Valur sér mikið
á strik og sótti stift án þess þó að
uppskera mark. Hvað eftir annaö
skapaðist hætta við mark UBK og
á köflum var um hreina neyðar-
vörn að ræða. Engu að siður lauk
leiknum án þess að fleiri mörk
væru skoruð, og það verður að
segja Breiðabliki til hróss að þar
sást að þessu sinni sú barátta sem
gaman væri að sjá hjá hverju liði
i hverjum leik.
Leikið var af skynsemi upp á
eina markið sem kom i byrjun,
og með þá Einar Þórhallss. og Sig
urjón Randversson sem bestu
menn i vörninni tókst þeim að
hafa hemil á sóknarmönnum
Vals, sem virtust enda á köfium
full-ákveðnir i að gera hlutina
sjálfir i stað þess að senda á
næsta mann. Sigurjón er korn-
ungur leikmaðursem kom aftur i
stöðu bakvarðar er Magnús
Steinþórsson meiddist illa i byrj-
un leiks.og skilaði hann sinu hlut-
verki af miklu öryggi.
Hjá Val bar mest á þeim Guð-
mundi Þorbjörnssyni sem hvað
eftir annað komst á lipurðinni i
gegnum varnarmenn Breiðabliks
og svo Inga Birni sem var sivinn-
andi og gerði betri hluti en sést
hafa til hans i sumar. Valur náði
sér hins vegar ekki á strik fyrr en
of seint, en ef þair hefði leikið all-
an leikinn eins og eftir að þeir
jöfnuðu 1-1 hefði sigur þeirra ver-
ið vis og vafalaust stærri en eins
eða tveggja marka.
Valur hefur hins vegar tapað
stigi i tveimur siðustu leikjum
sinum og ljóst er að staða liðsins i
efsta sætinu er siður en svo örugg.
—gsp
Markasúpa í
leik KR og Fram
Fram sigraði KR 4:3,Kristinn Jörundsson með þrennu.
I byrjun var leikurinn jafn,
en KR-ingar voru þó meira
með boltann, en gátu ekki
skapaö sér færi. Fyrsta mark-
iö kom á 25. min. Kristinn Jör-
undsson eftir góða fyrirgjöf
frá Asgeiri Eliassyni. KR-ing-
ar jafna á 31. min. Guðmundur
Jóhannesson lék á þrjá fram-
ara og skaut föstu skoti af 15 m
færi. Annað mark KR skoraði
Birgir Guðjónsson á 35. min-
útu eftir ljót varnarmistök hjá
Jóni og Marteini. Þriðja mark
KR skoraði Jóhann Torfason,
skaut háum bolta yfir Arna i
markinu. Framarar löguðu
stöðuna fyrir leikhlé með góðu
marki Kristins, eftir langt inn-
kast Péturs Ormslevs. Þannig
var staðan i hálfleik, 3:2.
Siðari hálfieikur byrjaöi
eins og sá fyrri, KR-ingar voru
meira með boltann.
Framarar skora jöfnunar-
markið á 65. min. Eggert
skaut þrumuskoti af rúmlega
20 metra færi, algjörlea óverj-
andi fyrir Halldór Pálsson
varamarkmann KR.
Fjórða mark Fram kom á
75. min. leiksins. Kristinn Jör-
undsson skoraði af stuttu færi
eftir fyrirgjöf frá Rúnari.
Bestu menn Fram i þessum
leik voru Kristinn Jörunds-
son, Asgeir Eliasson og Agúst
Guðmundsson. Hjá KR bar
mest á Halldóri Björnssyni,
Ottó Guðmundssyni og Jó-
hanni Torfasyni.
Leikinn dæmdi Grétar
Norðfjörð og geröi þaö sæmi-
lega.
—Eir.H.
Kalottkeppnin hefst í kvöld
All ir OL-keppendur
meðal þátttakenda
stærsta frjálsíþróttamót sem haldið
hefur verið hér á
Eitt stærsta frjálsí-
þróttamót sem haldið
hefur verið hér á landi
hefst á Laugarda Isvell-
inum í kvöld og lýkur
annaðkvöld. Keppendur
verða yfir 200, þar af
um 170 annarsstaðar af
Norðurlöndum.
Keppni þessi er nefnd Kalott-
keppni og er þátttaka bundin bú-
setu noröan 68. breiddarbaugs.
tslendingar sigruðu i siðustu
Kalottkeppni og hafa góða mögu-
leika á sigri nú. Allir bestu frjáls-
iþróttamenn okkar taka þátt i
mótinu og þeirra á meðal allir
landi
keppendur á Olympiuleikunum i
Kanada, en þeir eru nú flestir ný-
komnir til landsins.
Meðal erlendra keppenda er
finnskur stangarstökkvari sem
stokkið hefur yfir 5 m. Hingað
koma einnig fimm spjAtkastarar
sem kastað hafa 75-78 m og fær
óskar Jakobsson þai verðuga
keppni. Þarna verða einnig
hlauparar sein hlaupið hafa 100 m
á 10,6 sek og 400 m á 48,00 sek.
Góðar iþróttakonur verða einnig
meðal keppenda, t.d. ein sem
hlaupið hefur 1500 m á 4:2,00 min
og spjótkastari með yfir 54 m.
Keppnin hefst. kl. 7.30 i kvöld,
en Skólahljómsveit Kópavogs
leikur frá kl. 7.00.