Þjóðviljinn - 28.07.1976, Síða 1

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Síða 1
UOmiUINN Miðvikudagur 28. júli 1976. —41. árg. —164. tbl. Skipakaup í rannsókn Vegna uppkominna gjaldeyrissvika við kaup á- sanddæluskipinu Grjótjötni til landsins hefur Seðla- bankinn hafið rannsókn á skipakaupum til landsins almennt. Ranmsóknin nær fjögur ár aftur i timann, og nær til kaupa á 10—20 skipum. Flest eru það flutninga- skip, sem um er að ræða, en einnig fiskiskip. —úþ Isl. útvegsmenn Biðja um kennslu i frétt frá NTB i gær segir aö Landssamband Islenskra útvegsmanna hafi fariö þess á leit viö norska sendiráöiö i Reykjavik að Islenskir sjó- menn fái að kynna sér veiðar á úthafsrækju I norskum skipum. Að sögn fréttastofunnar mælti sendiráðið með þessu við sjávarútvegsráðuneytið i Osló sem siðan sendi málið til umsagnar fiskimálastjór- ans. Þjóðviljinn bar þessa frétt undir Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóra Lltl og staðfesti hann hana, sam- bandið hefði fyrir nokkru farið fram á þetta. Hafi það verið gert fyrir beiðni nokk- urra útgerðarmanna innan Ltú. — Ef það á að fara að stunda veiöar á úthafsrækju i einhverjum mæli hér við land viljum við að menn kunni að vinna aflann um borð þvi það er miklu hag- ’ kvæmara en að sigla með hann óunninn til lands. Norð- menn hafa mikla reynslu á þessu sviði og þvi var eðli- legt að leita til þeirra. Við höfum ekkert svar fengiö enryen þegar það berst verð- ur þeim sem um þetta báðu gerð grein fyrir þvi, sagði Kristján. —ÞH Skattskrain: 43,8% hækkun Samkvæmt skattskrá Iteykjaneskjördæmis, sem var lögö fram I gær, var þar lagt á 20.681 einstakling 5.555.277.000.00 krónur og er þaö 43,8% hærri álögur en voru I fyrra. Þá voru lagöar 848,7 miljónir á fyrirtæki I umdæminu. Gjaldendur auk fyrirtækja i ár eru 794 fleiri en I fyrra og er þaö nokkuö minni fjölgun milli ára en veriö hefur undanfariö en þá hefur gjaidendum i þvi skattumdæmi, Reykjanes- umdæmi, fjölgaö um eitt þúsund. Hæsta meöalgjöld á ibúa eru I Garöabæ eöa 369.958.00 krónur. Á Seltjarnarnesi var aö meðaltali iagt á hvern gjald- anda 307.715 þúsund, i Njarö- vikum 278.857 þúsund, i Grindavfk 271.289 þúsund, i Kópavogi 262.939 þúsund, i Keflavik 259.681 þúsund og I Hafnarfiröi 254.365 þúsund. i sveitahreppum umdæmisins var meðaltalsálagning lægri og undir 200 þúsund á ein- stakling I þremur hreppum. Fyrirtækjagjöldin voru nú lögð á 71 gjaldanda fleiri en i fyrra en álagt 258 miljónum meir en þá. Samtals nema þvi gjöld álögö I Reykjanes- kjördæmi 6.404.008.941.00 krónum og gjaldendur eru alls 21.823 talsins. —úþ gjalda Skattlausum fyrirtœkjum fjölgar verulega Tapar ríkissjóður 7 miljörðum í ár? 5 i m*rn& 9 |L * „Ég lentiá svarta listanum eftir aö ég sagði aö Karpov ætti engan möguleika I skákeinvigi gegn Fisher, sagöi Kortsnoj i viötali viö -gsp i Hollandi sl. laugardag. Myndin er tekin fyrir utan Crest hóteliö þar sem blaðam. þjv. ræöiV viö stórmeistarann um feril hans og viðskipti viö opinbera aöila I heimalandi hans. Ljósmynd: Bert Verhoeff. Á árinu 1975 hafði skattlausum fyrirtækj- um i Reykjavik fjölgað um helming frá þvi ár- inu áður. í fyrra voru þau 432 og veltu um 20 miljörðum króna. Af Skattskr áRey k j a vikur ’76 má ráða að enn hafi orðið veruleg fjölgun skattlausra fyrirtækja. 1 fyrra var áætlað að rikissjóð- ur missti 3—4 miljaröa i skatta- tekjum af þessum fyrirtækjum og um einn miljarð króna vegna ein- staklinga, sem fást við rekstur, en komast upp með að telja sér sáralitlar persönulegar tekjur. i ár má gera ráð fyrir að saman- lagt sé hér um að ræöa upphæð sem ekki er undir sjö miljarðar króna, og er það talsvert meira, en tekjuskattur allra einstaklinga i landinu. i fyrravetur flutti Ragnar Arn- alds, alþm., i annað sinn tillögu á Alþingi um breytingu á tekju- skattslögum, sem miðaði að þvi að breyta þessu skattamisrétti. Þar var gert ráð fyrir að ákvæði um flýtifyrningu, og verðhækkun- arstuðul yrðu afnumin úr skatta- lögunum og fyrningarhlutfall miðað við eðlilegan endingar- tima. Ennfremur var lagt til að takmörk yrðu sett á leyfilegan vaxtafrádrátt og atvinnurekend- um áætlaðar tekjur af eigin rekstri ef þurfa þætti, enda þótt fyrirtæki syndu bókhaldslegt tap. Þessi tillaga var svæfð á Alþingi og rikissjóður heldur áfram að tapa miljörðum á ári hverju. SJÁSÍÐU7 r Viktor Kortsnoj leitar hœlis í Hollandi: „16 mánaða einangrun var of mikið fyrir mig” sagði þessi heimsfrœgi skákmaður í einka viðtali við Þjóðviljann í Amsterdam sl. laugardag — Þaö var ekki hægt fyrir mig að kyngja öllum þeim erfiðleikum sem ég lenti i eftir þessi ummæli mín um Karpov og eftir sextán mánaða einangrun frá öllum skákmönnum var svo sannarlega kominn timi til þess að undirbúa brottför úr Sovétríkjunum, sagði sovéski stórmeistar- inn Viktor Kortsnoj i ýtar- legu viðtali sem Þjv. átti við hann i Hollandi sl. laugardagskvöld. Kortsnoj leitaði siðan hælis sem pólitiskur flóttamaður i Hollandi og kom það nokkuð á óvart. Hann hafði að visu ekki farið svo mjög dult með fyrirætlanir sinar um að fara úr landi en i samt^linu við Þjv. sagðist hann ætla heim til Leningrad á þriðjudag og siðan reyna aö komast þaðan lil tsrael Framhald á 14. siðu. Opnuviðtal við Kortsnoj á morgun

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.