Þjóðviljinn

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjuli 1976næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Síða 4

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJCMN Miðvikudagur 28. júli 1976. UQBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaðaprent h.f. ÞAÐ ÞARF NÝJA EFNAHAGSSTEFNU Eitt af megíneinkennum islenska pjöö- félagsins er sóun og röng nýting á f járfest- ingarfjármagni. Það er notað til þess að reisa oft þarflausar verslunarhallir, eink- um á höfuðborgarsvæðinu þar sem þær gefa mestan arð i verðbólguþenslunni, og mörg eru dæmin um það að fjárfesting i sjávarútvegsgreinum hafi verið ákaflega handahófskennd. Um siðustu helgi birti Morgunblaðið viðtöl við nokkra efnahagssérfræðinga og stjórnmálamenn þar sem meðal annars er fjallað um þessi vandamál. Einn þeirra sem svara er Þráinn Eggertsson, lektor. Hann segir: „Loks er illa haldið á fjárfestingarfé og þvi ekki veitt i arðsömustu framkvæmd- irnar, enda þótt litil þjóð i stóru og harð- býlu landi verði að gæta itrustu varkárni í fjárfestingarmáium. Fjárfesting i at- vinnutækjum þjóðarinnar er orðin að póli- tiskum skripaleik. Þegar sjást merki þess að ísland sé að verða lágtekjusvæði i Evrópu, en það mundi stefna í hættu framtið íslands- byggðar. Þeirri hættu verður ekki afstýrt nema með aðgerðum sem taka mið af stöðunni mörg ár fram i timann. Nú reynir á hvort islendingar geta litið svo sem 11 ár fram i timann af jafnmikilli iþrótt og þeir skoðuðu 1100 ára sögu sina fyrir tveimur árum.”. Hér hreyfir lektorinn tveimur mjög þýð- ingarmiklum málum og svörin við kröfum hans i þessum efnum koma heim og sam- an við stefnu Alþýðubandalagsins. í fyrsta lagi er ljóst og hefur lengi verið að hér þarf að taka upp áætlunarbúskap i öllum fjárfestingarmálum. Slik áætlun verður að ná til allra framkvæmda, bæði rikis og einstaklinga. Áætlunarbúskapur þessi hafi það markmið að tryggja að f jár- magnið sé vel nýtt en að þvi sé ekki sóað i vitleysur. Áætlanirnar þarf að gera nokk- uð fram i timann og samstilla þær heildar- markmiðum þannig að sem flestir aðilar geti náð samkomul. um þær. 1 þeim þarf að tryggja að f jármagninu sé fremur var- ið i samfélagslegar framkvæmdir og atv.tæki en i einskisnýta steinkassa sem eru reistir til þess eins að geyma verð- bólgufjármagn og tryggja stóreigna- mönnum meiri eignir, meiri gróða, sem siðan eru nær ekkert skattlagðar. Með þessum hætti má án efa ná miljörðum út úr þjóðarbúinu, sem siðan mætti nota til þess að tryggja launafólki þann kaupmátt launa sem hér er nauðsynlegur. Það er stórhættulegt að Island verði láglauna- svæði eins og nú er að gerast, en forsenda þess að launin hækki að marki i raun og veru — ekki aðeins i verðbólgukrónum — er sú að þjóðfélaginu verði breytt frá þvi sem nú er. Þessi meginatriði samræmast ekki stefnu núverandi rikisstjórnar. Hún rig- heldur sér i gamlar kreddur um frelsi fjármagnsins, enda þótt það skerði frelsi einstaklingsins. Þetta gerir hún vegna þess að það er i þágu stórgróðamannanna i Sjálfstæðisflokknum braskaranna sem ráða núorðið mestu i Framsóknarflokkn- um. Þess vegna er núverandi rikisstjórn andvig áætlunarbúskap — hann kemur ekki heim og saman við kenningarnar sem forustumenn stjórnarflokkanna vilja hefja til hæsta vegs, kenningarnar um hinn takmarkalausa gróða gróðamann- anna. Jafnframt er það beinlinis i sam- ræmi við stefnu rikisstjórnarinnar að halda laununum niðri. Hún vill allt til þess vinna að ísland sé og verði láglaunasvæði, til þess i fyrsta lagi að landið verði girni- legri vettvangur fyrir erlent fjárfesting- arf jármagn og i annan stað til þess að is- lenskir launamenn sem verða atvinnu- lausir fari úr landi eins og var á stjórnar- árum Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Það er þvi augljóst mál að núverandi rikisstjórn ræður ekki við að skapa þá samstöðu sem nauðsynleg er i landinu til þess að taka upp raunhæfan áætlanabú- skap og efnahagsstefnu sem hefur hags- muni launamanna — meirihluta þjóðar- innar — að leiðarljósi. Til þess að tryggja slika stefnu i framkvæmd þarf fyrst og fremst sterkt Alþýðubandalag, miklu sterkara en það er i dag,og viðtæka al- þýðueiningu, sem forráðamenn eigna- stéttarinnar óttast. —s. Morgunblaðið falleraði á prófinu í sumar hefur pennalipur maður, sem skrifar undir stafn- um A. ritað vikulegar greinar i Þjóðviljann, er nefnast ,,A þriðjudegi”. f þremur siðustu greinunum, 27., 20. og 13. þessa mánaðar, hefur hann gert kaldastriðsáróður Morgun- blaðsins að umræðuefni, mis- notkun blaðsins á skáldinu Sol- sjenitsyn og birt gagnrýni Medvedev-bræðra og Amalriks, auk annarra sovéskra andófs- manna, á stjórnmálaviðhorf Nóbelskáldsins. Viljandi gat hann ekki um það i greininni frá 20. hvar skoðanir Roy Medvedevs, sem vitnað var til innan gæsalappa fjórum sinnum i greininni, komu fram. Með þvi var hann að leggja svolltið próf fyrir ritstjóra Morgunblaðsins, ef vera kynni að útkoman úr þvi myndi sannreyna kenningar hans frá 13. þ.m. Ekki stóð á viðbrögðunum: Leiðari á föstu- daginn, breiðsiða á laugardag og Reykjavikurbréf á sunnu- dag. Þar sannaðist allt sem A hafði haldið fram, kaldastriðsá- róðurinn, rangfærslurnar, æru- meiðingarnar — allt kom þetta upp á yfirborð á óvenju van- stilltan hátt. Með þessu var goð- sögninni um fréttaæru Morgun- blaðsins hnekkt einu sinni enn. Ritstjórarnir féllu á frétta- mennskuprófinu, sem A lagði fyrir þá. Blaðið gerði þvi skóna að skrif þessi i Þjóðviljanum hefðu verið matreidd hjá APN og Novosti, enda væru blaða- menn Þjóðviljans aöeins plötu- snúðar þessara stofnana. 1 þriðjudagsgreininni i gær kemur hinsvegar fram að til- vitnanirnar i grein Medvedevs voru úr breska blaðinu Sunday Times og trúi þvi hver sem vill, að þar séu að verki plötusnúðar alheimssamsæris kommún- ismans. A hefur þvi náð tilgangi sinum fullkomlega með prófinu og sannað kenningar sinar. Eft- ir standa Morgunblaðsrit- stjórarnir með allt niðrum sig og 0 I einkunn. Blaðalesendum skal bent á að lesa greinar þær 1 eftir A sem hér hafa verið nefndar og viðbrögð Morgun- blaðsins við þeim um helgina. Sú lesning gefur fróðlega innsýn i vinnubrögð viðlesnasta blaðs landsins. Hrökkállinn í Tjörnina Þúsundir reykvikingar hafa lagt leið sina niður að Tjörn undanfarna daga til að dást að hinum undurfagra gosbrunni, sem þar hefur verið tildrað upp. mSSMsii Rennur það nú upp fyrir öllum aö þetta var einmitt þaö sem Foroyingur tikin sum «terroristur» í USA! oyingarnar á 200 ára frælsishátiðarhaldi- num, varð hann tikin sum «terroristur». Or- sekin var tann, at hann hevði ein slíörakniv uppi á sær. Margháttligar kunnu hendingarnar vera i heiminum. Tá ið hin friðarligi framkomni bátasmiöurin, Niklas i Koltri, skuldi fara gjegnum tollin, og eft- íransingina i USA, har hann hevur verið mill- um teir luttakandi far- Það eru ekki bara islenskir þingmenn og júdókappar sem taldir eru liklegir til hryðjúverka og byltingarstarfsemi i Bandarikjunum eins og þessi úrklippa úr mágagni Þjóö- veldisflokksins i Færeyjum, 14. september, ber með sér. vantaði I Tjörnina frá land- námstið, og hver veit nema Ing- ólfur Arnarson hafi einmitt val- ið sér bólfestu hér, og nefnt staðinn Reykjavik vegna þess að hann var forvitri og sá það fyrir að einhvern tima myndi koma upp rjúkandi gosbrunnur skammt frá bæ hans. Ymsum þykir þó einn ljóður vera á þessu ráði, þvi sýnilegt er að nokkur jafnvægisskortur er i Tjörninni, þegar þessi glæsilegi gosbrunnur prýðir syðri Tjörnina en nyrðri Tjörnin gapir auð. Við getum nú glatt alla sanna reykvikinga með þvi að þetta stendur til bóta: okkur hefur nefnilega borist sú frétt að hinn kunni Islandsvinur, stór- kaupmaðurinn Alphonse de Lousoddaix I Rúðuborg, hafi ákveðið að gefa Reykjavikur- borg stóra og glæsilega styttu af þeim landsfræga atburði, þegar hrökkállinn slengdi sér upp úr Tjörninni og beit i besefann á Þórbergi, og eigi að setja stytt- una upp I nyrðri Tjörninni beint fyrir framan Kvennaskólann, þar sem þessi atburður geröist. Nokkur töf hefur þó orðið á af- hendingu styttunnar, þvi að myndhöggvarar suður i Frans eru að gera tilraunir með þetta mikla verk og hyggjast jafnvel gera úr þvi „móbll” eöa hreyf- anlega styttu: á hrökkállinn að koma stökkvandi upp úr Tjörn- inni með vissu millibili og bita i besefa Þórbergs, en hann hristir hann vitanlega af sér eins og segir I Bréfi til Láru. Komið hef- ur til tals að samræma þessar listir styttunnar við friminútur i kvennaskólanum, en slikt er mjög I anda draumsins. Tilraunirnar eru komnar svo langt að góðar vonir eru til þess að styttan verði afhent i haust, um það leyti sem gagnfræða- skólar hefjast. En þetta seljum við ekki dýrara en viö keyptum það Lögreglu- aðgerðin: JEPPI Að undanförnu hefur borið nokkuð á efasemdum um að is- lenska lögreglan væri vanda sinum og okkar vaxinn, sérstak- lega þegar fréttir berast af at- hafnasemi einstaklinga innan hennar á vafasömum sviðum. Eftirfarandi frétt úr Morgun- blaðinu sýnir að ekki þurfum við að óttast um að lögreglan gegni ekki varnarstarfi sinu gegn rússum fremur heldur en Bandarikjaher á Miðnesheiði: „FÓTUR og fit varð uppi á lögreglunni i gærmorgun, þegar vökulir löggæslumenn fundu rússneskan jeppa, sem skilinn hafði verið eftir á næsta ein- kennilegum stað i borginni — á miðjum gatnamótum Baróns- stigs og Egilsgötu. Löggæslumennirnir árvökulu lögöu saman tvo og tvo, og fengu út að allt hátterni jeppans þarna á horninu benti til þess að jeppinn væri stolinn. Þusti nú aö allmikið lögreglulið og rann- sóknarlögreglumaöur var kvaddur sérstaklega á staðinn til að komast til botns i þjófnað- inum. 1 þann mund sem rannsókn málsins var að hefjast kom hins vegar hið rétta á daginn. Aðvif- andi kom kona og gat gefið skýringar á veru jeppans á þessum stað. Hún hafði ekið jeppanum fyrr um morguninn, og svo óhönduglega tekist til að jeppinn hafði einmitt orðið oliu- laus á þessum stað. Sjálf hafði konun ekki krafta til aö ýta jeppanum fyrir hornið, og hann þvi staðið þarna meðan hún brá sér frá eftir aðstoð.” — ekh

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar: 164. tölublað (28.07.1976)
https://timarit.is/issue/221691

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

164. tölublað (28.07.1976)

Gongd: