Þjóðviljinn - 28.07.1976, Síða 5

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Síða 5
Miðvikudagur 28. júli 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Hundrað ára afmœtí Wagner- hátíðarinnar í Bayreuth Hinum fornu grikkjum hefði komið það undarlega fyrir sjónir ef reynt hefði verið að banna kynvillu á ólympíuleikjum. Olympíuleikar hafð- ir að skálkaskjóli Lögregluofsóknir gegn ky’nvillingum Um þessar mundir halda þjóðverjar upp á það að hundrað ár eru liðin siðan hátiðaleikhús Wagners i Bayreuth var vigt. Hinn 13. ágúst 1876 lyftist tjaldið i fyrsta sinn og byrjað var að sýna „Rinargull”, fyrstu óperuna af þeim fjórum sem mynda ferleik- inn „Niflungahringinn”. Wagner hafði unnið að þessum óperum árum saman og var þá nýlokinn við hina síðustu. Þegar nokkur Afrikuriki ákváðu að hætta við þátttöku i Olympiuleikunum til að mótmæla þátttöku nýsjálendinga, s§m höfðu unnið sér það til saka i þeirra augum að taka þátt i iþróttakeppni á móti suður- afrikumönnum, spurðu margir: hvers vegna að blanda pólitik inn i ólympiuleikana? Þetta var barnaleg spurning, þvi að stjórn- mál i viðri merkingu hafa ævin- lega verið snar þáttur i ólympiu- leikum fyrr og siðar. Margir muna sjálfsagt eftir Ólympiuleik- unum i Berlin 1936, sem voru einn allsherjar áróðursvettvángur og sýningargluggi fyrir Þýskaland nasismans. Nasistar, sem hafa það á afrekaskrá sinni að hafa myrt um 250 þúsund manna fyrir það eitt að þeir.voru kynvilltir, gengu svo langt að þeir létu opna að nýju klúbba og samkomustaði kynvillinga i Berlin, til að útlend- ingar fengju þá hugmynd að þar stæði frelsi og umburðarlyndi i hinum mesta blóma. Auðvitað var þessum stöðum lokað aftur að Ólympiuleikunum loknum og of- sóknunum haldið áfram. Það er augljóst mál að ekki er hægtað bera saman ólympiuleik- ana i Berlin fyrir fjörutiu árum og Ólympiuleikana i Montreal nú, þvi aö tilgangurinn er alls ekki sá sami. En danska blaðið Informat- ion hefur nýlega sýnt fram á það hvernig stjórnvöld i Kvibekk hafa notfært sér undirbúning leikanna til að ganga milli bols og höfuðs á ýmsum stjórnmálasamtökum og minnihlutahópum. Lögreglan hefur þannig t.d. haft öryggi á Ólympiuleikunum sem yfirskin til ýmissá aðgerða gegn fransk-kanadiskum þjóð- ernissinnum og öðrum smáflokk- um. En jafnframt hefur hún hald- ið uppi stanslausum ofsóknum á hendur kynnvillingum án þess þó að útskýra það eða rökstyðja. Gerðar hafa verið árásir á klúbba og samkomustaði kynvilltra karl- manna og kvenna og hundruð manna handtekin, og lögreglan hefur gert leit i skrifstofum sam- taka þeirra. Þessar ofsóknir hóf- ust fyrir mörgum mánuðum og - hafa haldið stanslaust áfram. Nefnir blaðið Information t.d. að 23. janúar i ár hafi lögreglan ráðist inn i „Club Bath” og hand- tekið 36 menn. .10. mars gerði ör- yggislögreglan leit hjá samtökun- um „Toronto Gaý Alliance Toward Equality”. Helgina 13. — 15.mai gerði lögreglan árás á sex samkomustaði kynvillinga, hand- tók 86 menn á einum stað og lagði hald á lista yfir klúbbfélaga. Til að undirstrika þessar lögreglu- aðgerðir var gerð herferð i blöð- um til að fordæma kynvillinga, útmála þá og liferni þeirra i sem svörtustum litum og iofsyngja framferði lögreglunnar. Nú er það býsna hæpið að þátt- takendum og gestum Ólympiu- leikanna standi nokkur ógn af litl- um flokkum eins og fransk-kana- diskum þjóðernissinnum og þvi siður af kynvillingum Það er i rauninni ekkert rökrétt samhengi milli Ólympiuleikanna og þessara lögregluofsókna. Dæmið sýnir einungis hvernig unnt er að nota Ólympiuleikana sem yfirvarp tH ofsókna á hendur minnihlutahóp- um, sem yfirvöldunum er af ein- hverjum ástæðum i nöp við. Sagter að Richard Wagner hafi fyrstfengið þá hugmynd árið 1836 að byggja sérstakt leikhús fyrir verk sin, þar sem hann gæti komið i framkvæmd þeim byltingarkenndu hugmyndum um leikhús, sem hann var stöðugt að glima við. En lengi skorti hann fé til slikra framkvæmda, og vonir hans um að Lúðvik 2. konungur i Bajern myndi taka að sér bygg- ingu leikhússins brugðust þegar þessir tveir skapmiklu menn urðu ósáttir. Áriðl862 var Wagner bú- inn að ákveða i stórum dráttum hvernig leikhúsið ætti að verða og fór að safna fé með ýmsum hætti, tónleikahaldi, áskriftum o.þ.h. Það nægði þó ekki og varð endir- inn sá að Wagner neyddist til að þiggja aðstoð Lúðviks 2., sem borgaði allar skuldirnar úr sinum eigin vasa. Það tókst með naumindum að ljúka leikhúsinu i tæka tið fyrir fyrstu Wagner-hátiðina 1876, þar sem Niflungahringurinn var frumsýndur, og Wagner gat sjálf- ur aðeins séð um tvær slikar hátiðar fyrir andlát sitt 1883. En þá tók ekkja hans Cosima, sem var dóttir tónskáldsins Liszt, við leikhúsinu, og tókst henni að gera þessar hátiðir að árlegum við- burði. Vinsældir þeirra urðu miklar, og var öllum ljóst að leik- húsið i Bayreuth var I raun og sann mjög byltingarkennt. Þykir svo enn i dag. Þegar Cosima hætti að stjórna hátiðunum, tók Siegfried Wagner, sonur tónskáldsins við og stjórn- aði þeim frál908 til andláts sins 1930. Hann sá ekki aðeins um skipulag hátiðanna, heldur einnig um sviðsetningu á óperunum. Eftir andlát Siegfrieds tók ekkja hans Winifred Wagner við stjórn Bayreuths og sá um hátiðirnar frá 1931 til 1944. En henni brást illilega val vina sinna, þvi að hún varð mikill aðdáandi Adólfs nokkurs Hitlers, sem þá var mjög i heimspressunni, og fannst henni að hann væri bæði trúr og traustur aðdáandi Wagners og góður vinur að auki... Eftir þetta hefði mátt halda að fjölskylda Wagners missti alla umsjón með Bayreuth-hátiðunum og þær jafnvel legðust niður. En árið 1951 kom fram á sjónarsviðið Wieland Wagner, sonarsonur tón- skáldsins, sem reyndist einn snjallasti leikstjóri ópera, sem um getur. Hann gjörbreytti stiln- um i Bayreuth og endurnýjaði hátiðirnar. En hann dó fyrir aldur fram 1966. Þá tók bróðir hans Wolfgang Wagner við, en honum hefur þó ekki tekist að hasla sér völl á þessu sviði, og á þessu hundrað ára afmæli var það hans fangaráð að bjóða tveimur frökk- um til að sjá um hátiðarleikina: hljómsveitarstjóranum og tón- skáldinu Pierre Boulez og leik- húsmanninum Patrice Chéreau. (eftir „Le Nouvel Observateur”) Sonarsynir Richards Wagner, Wieland og Wolfgang, i hæpnum félagsskap. HEIMSÞEKKTIR SOYÉSKIR FIMLEIKAMENN r r Ur Olympiuliði Sovétríkjanna sýna i Iþróttahöllinni 3., 4. og 6. ágúst. Meðal þeirra er NELLI KIM, önnur besta fimleikakona í heiminum í dag. _ r~ Forsala aðgöngumiða verður i Iþróttahöllinni miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessarri viku, kl. 17 til 19. FIMLEIKASAMBAND ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.