Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJDMN Miövikudagur 28. júli 1976. Félags- ráðgjafar hvetja til verkfalls- aðgerða A félagsfundi i Stéttarfélagi isl. félagsráðgjafa sem haldinn var i fyrradag, var samþykkt harðorð ályktun gegn Urskurði kjara- nefndar og vinnubrögðum fjár- málaráðuneytisins i samningum við rikisstarfsmenn. Jafnframt samþykkti fundurinn að hvetja dpinbera starfsmenn til þess að gripa til verkfallsaðgerða. „Félagið fordæmir harðlega fáránleg og öldungis óviðunandi' vinnubrögð kjaranefndar og lýsir megnri óánægju yfir þvi, að félagsráðgjafar hafa i engu fengið kröfum sinum framgengt. Það vekur furðu okkar, að félagsráðgjafar fengu ekki launa- flokkshækkun eins og allar aðrar heilbrigðisstéttir innan SFR. Úrskurður kjaranefndar i heild itrekar litilsvirðingu rikisvalds- ins i garð launþega. Augljóst er að þessi launaflokkshækkun, sem úrskurðurinn felur i sér, vegur engan veginn upp á móti verð- hækkunum undanfarið, og er þvi i raun réttri kjaraskeröingu að ræða. Svo er að sjá sem kjaranefnd , hafi enn ekki lokið öllum störfum þar eð hún hefur ekki enn raðað öllum starfsheitum i launaflokka og skorum við á nefndina að ljúka vinnu sinni nú þegar. Við fordæmum 'þessi vinnu- brögð enn harðar með hliðsjón af fyrri samskiptum stéttarfélags- ins við fjármálaráðuneytið i ólokinni deildu um greiðslutaxta vegna lausavinnu félagsráðgjafa hjá rikínu. Fjármálaráðuneytið hefur ekki, þrátt fyrir itrekanir sinnt tilboði félagsins um frekari viðræður um það mál. Hin stórkostlega skerðing á lifskjörum almennings undan- farið og úrskurður kjaranefndar nú, hlýtur að knýja launþega- samtökin til að taka sér þann rétt sem enn er ekki i þeirra höndum og skorar þvi félagið á opinbera starfsmenn að gripa til verkfalls- aðgerða nú þegar.” Umferðar- upplýsingar Umferðarráð og lögreglan starfrækja um verslunarmanna- helgina upplýsingamiðstöð i lög- reglustöðinni við Hverfisgötu, Reykjavík. Hefst starfsemi hennar kl. 13.00 á föstudag. Mið- stöðin mun safna upplýsingum um umferð, ástand vega, veður og annað sem ferðafólki kann að vera akkur i. Beinar útsendingar verða i út- varpi frá upplýsingamiðstöðinni föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag. Auk þess er fólki heimilt að hringja til upplýsinga- miðstöðvarinnar i sima 83600. Um þessa helgi mun verða áframhald á birtingu auglýsinga um þjóðvegaakstur. Auglýsingar þessar eru fróðleikur og leiðbein- ingar i akstri á þjóðvegum og i framhaldi þeirra, eða eftir miðjan ágúst, verður efnt til get- raunar i dagblöðunum þar sem spurt verður úr efni þvi sem birst hefur i blöðunum. Fólk þarf þvi að kynna sér vel efni þeirra ef það ætlar að taka þátt i getrauninni. Verðlaunin i henni nema samtals kr. 400.000.00. Starfstimi upplýsingamið- stöðvarinnar verður sem hér segir: Föstud. 30. júli Laugard. 31!. júlr Sunnud. l.ágúst Mánud. 2. ágúst Kl. 13.00-22.00 Kl. 09.00-22.00 Kl. 10.00-20.00 Kl. 10.00-24.00 Sjálfsbjargar- vinningur afhentur Nýlega var afhentur aðalvinning- urinn í Byggingarhappdrætti Sjálfsbjargar, sem dregið var i 12. júli s.i. Vinninginn, sem var bifreiö af gerðinni Ford Granada, hlaut ilaiigrimur Vigfússon, Borgar- firði eystri, en þar var miðinn seldur. Myndin sem hér fylgir með, var tekin þegar formaður og fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaöra, afhenti Ilallgrimi vinningin. Fyrstir með skipulagöar sólarferðir i skammdeginu Nu erað velja sér vetrarfetó FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR ISLAJVDS Jan.: 6. 9. 16. 20. 23. 27. Feb.: 3. 6. 13. 17. 20. 24. Mars: 6. 10. 13. 17. 24. 27. Apr.: 3. 7. 21. Hægt er að velja um 2ja og 3ja vikna ferðir og gist- ingu í smáhýsum og íbúóum eða á hótelum. Sért þú aó hugsa um sólarfrí í skammdeginu — þá snúóu þér til okkar. Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og feröaskrif- stofurnar veita allar nánari upplýsingar. Feröaáætlun okkar fyrir Kanaríeyjaferðir næsta vetur liggur nú fyrir. Farnar veróa 30 sólarferðir, 24 til Gran Canaría og 6 til Tenerife. Dagsetningar ferðanna eru sem hér segir: AU . 07 Nóv.: 18. Des.: 2. 9. 12. 16. 19. 29. 30.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.