Þjóðviljinn - 28.07.1976, Side 9

Þjóðviljinn - 28.07.1976, Side 9
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 28. júli 1976. Miðvikudagur 28. júli 1976. ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 Montreal ’76 Þetta er hinn 20 ára gamli búlgarski lyftingamaður Valentin Kristhov, sem sigr- aði I þungavigt i lyftingum á Ölympiuieikunum. Þessi ungi lyftingamaður hefur vakið mikla athygli fyrir afrek sin, þar sem aldur hans er aðeins 20 ár, en bestu ár lyftinga- manna eru sögð á milli 25 og 35 ára. Berin eru súr... Montreal — 26. júli — Reuter — Derek Parr.. Þjálfari austur-þýska kvennalandsliðsins I sundi á Öiy mpiuleikunum hélt á blaðamannafundi i dag uppi vörnuin fyrir hið sigursæla lið sitt. Fullyrðingar höfðu komið fram frá m.a. bandarisku sundfólki um að austur-þýsku sundstúlkurnar væru ekki kvenlegar. Með sér á blaöa- mannafundinum hafði Kudolf Schramm hina hávöxnu og ljóshærðu stjörnu liðs sins, Korneliu Ender, sem vann til fjögurra gullverðlauna i sundi á O I y m p i u 1 ei k u n u m . Schramm visaði á bug um- mælum bandarisku sundkon- unnar og fegurðardisinnar, Shirley Babashoff, sem hafði sagt: „Ég vildi ekki ganga um eins i útliti og strákur.” — Ég get ekki imyndað mér að Korneliu líði ekki eins og kvenmanni, sagði Schramm. — Ef þið berið bandarisku stúlkurnar saman við okkar er ég viss um að þið gætuð ekki tilgreint hverjar væru banda- riskar og hverjar ekki. Mér finnstokkar stúlkur alveg eins fallegar og þær bandarisku. Meðan á sundkeppninni stóð létu Babashoff og aðrir sund- menn i bandariska liðinu i Ijós gagnrýni á það að aust- ur-þýsku stúlkurnar virtust ekki hafa neina ánægju af sundinu og áhersla þeirra á lyftingar og þrekþjálfun gerði það aö verkum að þær litu ekki kvenlega út. Professor Schramme viöurkenndi að áherslan á lyftingar væri ein af skýringunum fyrir þvi hve miklum árangri austur-þjóð- verjar hefðu náð i sundi. — Án mikilla æfinga i lyft- ingum getur enginn sundmaö- ur náð toppárangri, sagði hann. Babashoff er þó engin vei- miltita heldur. Hún stundar lyftingar hálftima á dag og synti 16 kilómetra á dag fyrir keppnina. Hún viðurkennir að hafa lagt hart að sér og það hafi Endcr lilotið að gera lika. Hinsvegar noti bandarisku stúlkurn'ar lyftingatæki sem láti þær ekki lita út eins og karlmenn. Babashoff hlaut tvenn silfurverðlaun á mótinu, og tapaði tvisvar í einvigi við Ender, en tókst ásamt þremur bandariskum félögum sinum að ná i guU af austur-þýsku stúlkunum i4x lOOmetra boð- sundi. Ender vann hinsvegar fjögur gull á Ölympiuleikun- um og er það nýtt kvennamet á þessum vettvangi. Kornelia Ender er ekki von- svikin yfir þviað hafa tapað af guUinu i siðustu sundgrein- inni, fjórum sinnum hundrað. Hún segist ekki vera viss um hvort hún heldur sundþjálfun áfram og segir það vera óút- rætt mál heimafyrir. Hún er aðeins 17 ára, en það þykir miður aldur hjá keppnisfólki i sundi. Heitmaður, Kornelfu Ender, Koland Matthes, er hinsvegar ákveðinn i að hætta. Hann var tvölaldur gullverðlaunahafi I baksundi frá Ólympiuleikun- um ’68 og ’72 i Montreal mis- tókst honum að verja titU sinn i harðri baráttu við banda- rikjamanninn John Naber. Matthes segist vera ánægður, nú sé nóg komið og sér þyki væntum aðhætta eftir aöhafa sýnt góðan árangur. Og siðustu spurningunni á fundinum með austur-þýska sundfólkinu svaraöi Korneliu Endcr. „Ertu reiðubúin að endurtaka þetta allt aftur.” — „Já, hvenær sem er.” Kornelia Ender Búlgarinn sigraði á nýju Olympíumeti einvígi sovétmanna og búlgara algert í lyftingunum Lasse Viren Hefur hlaupið 7 þús. kílómetra á árinu og þessi œfing og mjólkin min, dugði mér til sigurs, sagði Lasse Viren eftir sigurinn i 10 km. hlaupinu — Hann œtlar að taka þátt i 5 km. og maraþonhlaupinu á OL — Það sem af er þessu ári hef ég hlaupið 7 þúsund kiló- metra til að koma mér i æf- ingu og það er greinilegt að þessi vegalengd og mjólkin min, hefur dugað til að koma mér i æfingu og það er greini- legt að þessi vegalengd og ■njólkin min, hcfur dugað til að koma mér i þá æfingu sem þurfti til að vinn a þetta 10 km. hlaup, sagði hinn stórkostiegi hlaupari Lasse Viren frá Finnlandi, á blaðamannafundi cftir sigur sinn i lOkin. hiaupi á ÓL i fyrrakvöld. Þessi sigur Virens vakti mikla athygli fyrir margra hluta sakir. Ilann er 3ji mað- urinn i heiminum (ekki annar eins og fréttaskeyti sögðu fyrst) sem vinnur það afrek að sigra tvisvar i röð á ÓL i þess- ari erfiðu grein. Hinir voru þeir Emil Zatopek, frá Tékkó- slóvakiu og Pavo Nurmi, frá Finnlandi sem sigraði i 10 km. hlaupi 1924 og 1928. Þá vakti sigur hans ekki sið- ur athygli fyrir þær sakir, að Lasse hefur litið sem ekkert æft og keppt siðan 1972 að hann sigraði i Munchen og i þau fáu skipti sem hann hefur keppt hi fur honum gengiðilla. Og sannast sagna voru finnar búnir að afskrifa hann sem stórstjörnu. En svö I fyrra- haust byrjaði hann af fullum krafti og I ár hefur hann hlaupið 7 þúsund kOómetra á æfingum. (tslenski hringveg- urinn mun vera á milli 2 og 3 þúsund km.) Viren hefur ákveðið að keppa einnig i 5 km. hlaupinu eins og hann gerði 1972 i Munchen, en svo ætlar hann að kóróna allt saman með þvi að taka þátt i Maraþonhlaup- inu, en hann hefur aldrei keppt i maraþonhlaupi áður. Lasse Viren átti 27 ára af- mæli fyrir 4 dögum siðan og ótrúlegt er að hann eigi oftar eftir að keppa á ÓL. Tadeusz Slusarski Einvigi sovétmanna og búlgara i lyftingakeppninni á ÓL hefur verið mjög ntikið og siðustu keppni i þessari grein, keppninni i þungavigt, lauk með sigri búlgara, það var trölliö Valentin Khristov, sem sigraði á nýju Ólympiumeti. Þá er aðeins eftir keppni i yfir- þungavigtinni og þar er það heimsmethafinn Aleksev frá Sovétrikjunum og búlgarinn Planchkov, sem berjast um sig- urinn. En litum þá aðeins nánar á keppnina i þungavigt. Það var, eins og áður segir Það tók Novikov aðeins 1 mínútu og 19 sekúndur að vinna gullverðlaunin þegar hann sigraði v-þjóðverjann Neureuther í þungavigt í júdó Það tók sovéska júdómanninn Sergei Novikov aðeins 1 minútu og 19 sekúndur að sigra v- þjóöverjann Gunther Neureuth- er i úrslitakeppninni i þungavigt i júdó á ÓL i Montreal i /yrrinótt. Úrslitin koma ekki á óvart, þar sem Novikov hefur orðið heims- meistari i greininni, hann er 26 ára. Hinsvegar kom frammistaða þjóðverjans á leikunum á óvart, þar sem hann er aðeins 20 ára gamall. Japaninn Sumio Endo hlaut bronsverðlaunin og var niður- brotinn maður. Hann hengdi haus við verðlaunaafhendinguna en áður var hann búinn að biðja jap- önsku blaðamennina afsökunar á þvi að hann hefði óvirt japanskt júdó með þessari slöku frammi- stöðu sinni, en eins og menn ef- laust vita er júdó þjóðariþrótt japana enda er hún upprunnin þaðan. Sergei Novikov sagði eftir keppnina að viðureign hans við Endo hefði verið sú erfiðasta. „Ég vissi að Endo var mjög sterkur og i góðri likamsþjálfun og að ég yrði að taka á öllu sem ég átti til.” Tveir leikir gegn South- ampton 1 vikunni fara fram tveir leikir gegn ensku bikarmeist- urunum I Southampton. tslenska landsliöið mætir þeim á Laugardals velli á morgun klukkan átta og siðan á Akureyri á föstudagskvöld klukkan hálfátta. Forsala aðgöngumiða fyrir Akureyrarleikinn hefst i dag i sportverslunum þar nyröra. búlgarinn Khristov, sem sigraði á nýju meti i samanlögðu en i öðru sæti varð Zaitsev, frá Sovétrikj- unum, sem margir spáðu sigri i þessúm þyngdarflokki fyrir keppnina. En annars urðu úrslit þessi: kg. 1. Valentin Khristov, Búlgar. 400 (ÓL-met) 2. Yuri Zaitsev, Sovétr. 385,0 3. KrastioSemardjiev, Búlgar. 385,0 4. Tadeusz Rutkowski, Póll. 377,5 5. Mark Cmeron, USA 375.0 KYNNING Á ÍSLENSKU ÓLYMPÍUKEPPENDUNUM Ég nýt þess að ferðast og kynnast fólki Rœtt við Lilju Guðmundsdóttur hlaupara Lilja Guðmundsdóttir keppir i 800 m og 1500 m hlaupi á Olympiuleikunum i Montreal. Lilja er 21 gömul, Reykviking- ur en hefur verið búsett úti i Norrköping i Svíþjóð siðan á ár- inu 1974 og vann siðast i sjónvarpsverksmiðju þar i borg. Ég byrjaði þátttöku i iþróttum • árið 1968, segir Lilja, þá tók ég þátt i Illjómskálahlaupinu en hafði raunar áður verið litils- háttar i sundi. Ég fór svo ekki að æfa fyrr cn tveim árum seinna og var Guðmundur Þórarinsson fyrsti þjálfari minn. Þó tók ég þátt i móti 1971 og var þá i spretthlaupunum og árið eftir hljóp ég 100 m á 13,2 sek og 200 m á 27,4. Þetta ár fór ég einnig að hlaupa 800 m og setti mitt fyrsta tslandsmet i þessari grein þá um sumarið 2:20,2 min. Árið eftir setti ég svo tslandsmet i 400 m 0:59,3 min., og þetta sum- ar var ég fyrst valin i landslið. Það var keppnin um Norður- landabikarinn sem frant fór i Danmörku og hljóp ég þar á 60,9 sek. Fyrsta tslandsmetið I 1500 m 4:41,0 min. setti ég 1975. A þessum tima var ég einnig með bæði i handbolta og körfu- bolta og keppti þar i mfl. En árið 1974 verður sú breyting á högum minurn að ég flyst út til Sviþjóöar og hef verið þar siðan. Ég fór þangað fyrst og fremst til að æfa og keppa. Ég hef haft að- stöðu hjá einu sterkasta iþrótta- félagi i Sviþjóð, IFK og hef margsinnis keppt á stórmótum viða um Sviþjóð. Jafnframt hef ég komið hingað heim og tekið þátt i mótum, t.d. meistaramót- inu og bikarmótinu I fyrra. Og i Kalottkeppninni I Noregi i fyrra keppti ég með islenska landslið- inu, sigraði bæði I 800 m (2:14,7 min.) og i 1500 m (4:44,4 min.) og var I boðhlaupssveitinni sem sigraöi i 4x400 m. í fyrra setti ég íslandsmet á mótum I Sviþjóð I 800 m 2:08,5 min. og i 1000 m 2:58,0 min. og nú i sumar i 1500 m 4:26,2 min. Þetta eru metin sem ég á núna. Þar sem mér gekk svona vel i 800 m hlaupinu i fyrra fór ég aö hugsa um að reyna aö komast á Olympiuleikana. Lágntarkið I 1500 m var 4:30,0 min. og 19. júni I sumar tókst mér að ná þvi þeg- ar ég setti metiö, en mig vantar enn 1/2 sek. á lágmarkiö I 800 m sem er 2:08,0 min. Raunar hef ég aöeins keppt fjórum sinnum i 800 m I ár. Ég hef haft mjög góðan júgóslavneskan þjálfara úti i Sviþjóð, Zicka að nafni, en hann var áður þjálfari Júgóslavncska iandsliðsins. Hann hefur útbúið fyrir mig sérstakt æfinga- prógram sem miðast allt við að ég verði á toppinum á Olympiu- leikunum i Moskvu eftir 4 ár. Það er takmarkið hjá mér. Ég æfi alla daga vikunnar upp i 3 klst. á dag og i vetur æfði ég tvisvar á dag um helgar. Ég miða æfingarnar meira við 1500 m og langar til að reyna mig við 3000 m og ná metinu af Kagnhildi (10:21,8 min.). Ég ætia mér að fara undir 10 min. og á að geta það. Ég er að sjáifsögðu full til- hlökkunar að keppa á Olympiu- leikunum og set mér það mark að bæta mig og hef meiri trú á 800 m eins og sakir standa nú. Satt að segja kviði ég svolitiö fyrir keppninni i 1500 m hlaup- inu, t.d. senda Sviar og Danir enga keppendur i þessa grein. Sú rússneska vinnur trúlega bæði hlaupin, a.m.k. 1500 m þar sem hún á heimsmetið. Þegar ég kem heim frá Mon- treal býst ég við að keppa á islandsmótinu i byrjun ágúst og siðan verður alþjóðiegt stórmót I Stokkhólmi 10. og 11. ágúst, það gæti verið að ég kæmi heim aftur siðast iágúst til að taka þátt i bikarkeppninni fyrir mitt félag hér. Næsta takmark hjá mér er svo Evrópumeistaramótiö I Prag 1978 og siðan Olympiuleik- arnir I Moskvu 1980, maöur verður alltaf að hafa eitthvert takmark að keppa að. Ég býst við að verða áfram úti i Sviþjóð fram að Evrópumótinu, siðan kem ég kannski heim I eitt ár en verð svo aftur úti siðasta árið fyrir næstu Olympiuleika. i haust ætla ég að reyna að kom- ast I skóla i Sviþóð sem er sér- stakiega ætaður fyrir þá sem komnir eru yfir tvitugt. Siðasta vetur hljóp ég um 85 km i hverri viku en nú i vetur ætia ég að lengja þetta upp i 100 km. Þetta eru erfiðar æfingar og maður verður aö ieggja mikið að sér til að ná árangri. Samt sé ég ekkert eftir þvi erfiði og þeim tima sem ég hef iagt i Iþróttirnar, það kemur svo niargt i staöinn Ég hef ferðast viða og kynnst mörgum iöndum. Ég nýt þess að feröast. Utan Norðurlandanna hef ég æft og keppt á italiu og Spáni, i Kúss- landi og viðar og nú cr þaö Kanada. Mér finnst gaman að kynnast fóiki, og iþróttunum á ég það að þakka að hafa eignast góða vini og kunningja bæði hér heima og erlendis, sú vinátta er mér mikils virði. —Hj.G. Þrír jafnir í stangar- stökkinu en pólverjinn Tadeusz Slusarski hlaut gullið Þaö hefur sýnt sig oftar 4. Patrick Abada.Frakki. . 5,45 en einu sinni á þessum 5. Wojciech Buciarski, póii. 5,45 ólymiuleikum aö þaö er 7; j.aMichei’Bellot,Frakkl. 5^0 ekki nog að eiga heimsmet i viðkomandi grein, stund- um dugar það ekki einu sinni til verðlauna þegar i úrslitin er komið. Þannig var það í stangarstökkinu, heimsmethaf inn David Roberts frá USA, varð að láta sér nægja 3ja sætið. Þó er ekki nema mánuður síð- an hann setti heimsmetið í stangarstökki, 5,70 m. en á ÓL stökk hann aðeins 5,50 m Það var pólverjinn Tadeusz Slusarski sem sigraði og hlaut gullið. Þessi pólverji hefur sýnt mjög mikið öryggi i stangar- stökkinu á þessu ári og virðist nokkuð öruggur með hæðina 5.50. Sigur hans kemur þvi ekki svo mjög á óvart, það er einmitt ör- yggið sem mestu ræður þegar úti stórmótin er komið. I 2. sæti var finninn Antti Kalli- omaki, hann stökk lika 5.50 m og kemur frammistaða hans nokkuð á óvart. Hann er ekki þekkt nafn i stangarstökkinu, en hefur þó unn- ið nokkur umtalsverð afrek i vor en áreiðanlega reiknaði enginn með honum sem verðlaunahafa á Öly mpiuleikunum. Annars urðu úrslit i stangar- stökkinu sem hér segir: 1. Tadeusz Slusarski, Póll. 5,50 2. Antti Kalliiomaki, Finnl. 5,50 3. David Roberts, USA 5,50 Sextán liða úrslit í bikarkeppni KSI Sjá baksíðu F ádæma harka í fimmtar- þraut kvenna Eins og við sögðum frá i gær, unnu a-þjóðverjar öll verölaunin i fimmtarþraut kvenna, en þar sem keppninni lauk svo seint i fyrrakvöld, gátum við ekki sagt frá endan- legum úrslitum. Keppnin i þessari erfiðu grein var mjög jöfn og hörð, á milli a-þýsku stúiknanna, tvær voru jafnar að stigum og sú sein hafnaði i 3ja sæti var aðeins 5 stigum á eftir hinum tveimur. úrslitin urðu þeesi: 1. Siegrun Siegl, A- Þýskal. 4745 2. Christine Laser, A- Þýskal. 4745 3. Burglitide Pollak, A- Þýskal. 4740 4. Liudmila Popovskaya, Sovétr. 4700 5. Nadejda Tkachenko. Sovétr. 4669

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.