Þjóðviljinn - 10.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.08.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 10. ágúst 1976 DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjööviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 iinur) Prentun: Blaöaprent h.f. EITT ATAKANLEGT DÆMI UM HREPPAPOLITIKUS Á undanförnum árum hefur það greini- lega færst i vöxt að einstakir þingmenn landsbyggðarinnar leggja Reykjavik svo að segja i einelti: talað er með fyrir- litninguum „Reykjavikurvaldið” sem allt gott vilji soga til sin um leið og óþolandi byrðar séu lagðar á landsbyggðina. Sam- fara þessum fráleita málflutningi verður svo sifelldur rigur á milli kjördæma landsbyggðarinnar, stjórnmálin i heild eru dregin niður á plan hreppasjónarmiða og þeir þingmenn sem ekki vilja taka þátt i þessum leik en vilja i þess stað vera þingmenn landsins alls, fá enga þökk fyrir þar sem hreppasjónarmiðin eru i hávegun höfð. Jafnframt þessum áróðri hreppapóli- tikusanna er reynt að magna andstæður milli sveitafólks og verkalýðsins á höfuð- borgarsvæðinu. Tilraun i þá átt eru gamlar og eitt áþreifanlegasta dæmið um það i verki er sú ákvörðun framsóknarfor- ustunnar að láta Mjólkurbú Flóamanna verða aðila að Vinnuveitendasambandi íslands. Eins og gefur að skilja sjást merki þessa áróðurs hinna þröngu hreppasjónarmiða langhelst i hægrimorgunblöðunum, Timanum og Morgunblaðinu. Urn helgina birtist eitt átakanlegt dæmi um þetta i Timanum i grein eftir yngsta alþingis- manninn, þar sem hann ræðst harkalega á forustumenn verkalýðshreyfingarinnar fyrir stefnu þeirra i kjara- og skattamál- um á þeim forsendum að sú stefna mótist fyrst og siðast af fjandskap við alþýðuna úti á landi og af þjónslund við Reykjavik- urvaldið. Það sem hinn ungi þingmaður gagnrýnir harðast eru byggingar Breið- holtsibúðanna fyrir efnalitið fólk, and- staða ASÍ við skattlagningu á sl. vetri og hækkun söluskatts- og tekjuskatts, þvi að það siðarnefnda beinist ,,fyrst og fremst ...gegn ibúum landsbyggðarinnar.” Þessi barnaskapur þingmannsins er að sjálfsögðu aðeins til marks um það sem fyrir honum er haft i Framsóknarflokkn- um — vonandi getur hann sjálfur áður en langt liður rifið sig upp úr þessu foraði einfeldningsáróðurs hreppapólitikusanna. Það er rangt og hættulegt að gefa það i skyn að islenska þjóðin skiptist i andstæð- ar fylkingar eftir búsetu. Staðreynd er engu að siður að þjóðin er skipt i stéttir, tvær meginstéttir. En það er ekki þar með sagt að yfirstéttin sitji öll i Reykjavik, al- þýðan utan við bæjarmörk Reykjavikur. Skipting þjóðarinnar i tvær andtæðar meginstéttir fer ekki eftir búsetu, og það er fölsun á staðreyndum að gefa slikt i skyn. Alþýða þéttbýlissvæðisins á ná- kvæmlega samleið með alþýðu lands- byggðarinnar, sjómönnum, verkafólki og bændum. Hitt er rétt að fjármagnið hefur lang- besta gróðamöguleika i Reykjavik. Þar hafa þess vegna safnast saman peninga- menn til þess að koma auði sinum fyrir i steinsteypu, til þess að vera sem næst bönkunum og miðstöð hins pólitiska valds. Þessi peningafurstar eru engir banda- menn reykviskrar alþýðu — þvert á móti hefur húsabrask þeirra komið hastarlega niður á reykviskum launamönnum. Þess vegna er alveg fráleitt — eins og þingmað- ur framsóknar gerir — að ráðast gegn i- búðum fyrir láglaunafólk i Breiðholti. Með þeirri árás er hann að visu að undir- strika núverandi stéttareðli framsóknar- forustunnar, en þær árásir eru illa séðar af alþýðufólki um allt land. Þingmannin- um væri nær að sjá til þess að rikisstjórn hans stæði við marggefin fyrirheit um byggingu ibúða úti á landi. íslendingar þurfa að eiga sér myndar- legan höfuðstað. Allt naggið og allur smá- sálarskapurinn i garð Reykjavikur sem sést hefur i áróðri undanfarinna ára verð- ur að hverfa. Það kann að vera að barna- legur áróður hreppapólitikusa geti tryggt þeim aukaatkvæði i kosningum um stund- ar sakir, en slikt er skammgóður vermir. íslenskt alþýðufólk til sjávar og sveita veit að það á samleið með launamönnum i höfuðstaðnum.Andstæðingur þess er auð- stéttin i Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum. — s gætt, aö Sjálfstæöisflokkurinn hefur fjármagniö til þess aö standa undir rekstri, og Fram- sókn m.a. kaupfélögin sem hluta af flokksvélinni. Samt sem áöur er það miður aö Alþýöu- flokkurinn skuli ekki lengur geta treyst á sina eigin liösmenn til átaka. En óneitanlega er áhyggjuminna fyrir Benedikt Gröndal að sinna formennsku i flokki sem er meö starfsmenn sina á launum hjá norrænum krötum og blaðamenn hjá verslunarkapitalinu i Reykja- prenti h.f., heldur en aö þurfa aö treysta á mátt sinn og megin. SUF vill þyngri refsingar Ungir framsóknarmenn sjá það helst til ráða i dómsmála- sukkinu, að þyngja refsingar. Telja þeir aö umburöarlyndi i þessum efnum geti reynst hættulegt: A siöu Sambands ungra framsóknarmanna i Tim- anum á laugardaginn, getur að lita þessa röksemdafærslu: „Þetta þjóöfélag og um leiö dómstólar er mjög umburöar- lynt viö afbrotamenn. Smæö þjóöarinnar og innbyröis skyld- leiki á þar vafalaust hluta or- sakar. Þetta gerir það hins- vegar aö verkum aö refsingar hérlendis eru vægar, svo vægar aö menn halda þvi fram aö hér- lendis sé enginn dæmdur fyrir afbort nema hann játi skilyrðis- laust. Nú er þaö lenzka aö segja aö refsingar bæti engan, en hvað er þá tSl ráöa. Þurfa borg- arar þessa lands, sem leggja sig i framkróka við aö fylgja lögum landsins, og er þaö eölilegt, aö búa viö sifellda hættu af likams- meiöingum, ránum, innbrotum og fjársvikum. Á þessi hluti þjóöfélagsins ekki kröfu á öruggu umhverfi, eða er ástæöa til þess aö taka meira tillit til af- brotamannsins? Vissulega er það rétt að margir snúa til baka af ógæfubrautinni, en þeir eru lika margir sem leggja afbrot i vana sinn. Er þaö til aö mynda rétt aö i mörgum stærri fjár- svikamálum komi nöfn sömu manna fyrir margsinnis, i hinum ýmsu málum? Er þab fyrir siöanefnd Blaöamanna- félags Islands. Nógar heimildir voru samt fyrir þvi að við stofnun flokksins og fyrstu ára- tugina hlaut hann styrk frá Noröurlöndum. Siöustu árin hcifa kratar á Norðurlöndum sem minnst viljaö vita af Alþýðuflokknum hér, en nú viröist oröin stefnubreyting þar á. Þeir hafa séö sem var að viðar er vanþróun en i þriöja heiminum. 1 vetur var upplýst aö Sam- band krataflokka á Noröur- löndum stæði straum af ferða- kostnaði Alþýöuflokksmanna á Norræn þing og fundi. Nú er það einnig komið á daginn, aö Allýöuflokkurinn fær fé frá Norðurlöndum til að greiða laun nýráðins færölustjóra sins. 1 viötali viö Dagblaöiö segir Benedikt Gröndal: „Þessum peningum er varið til aö borga fræöslustjóra Alþýðuflokksins laun. Samstarf alþýöu- hreyfinganna á Norðurlöndun- um er geysimikið og eykst stöðugt og ber nauðsyn til að efla og styrkja þá starfsemi”. Ekki veitir litlu flokkunum af þvi aö efla flokksmaskinur sinar, sérstaklega þegar þess er rétt aö menn sem hafa framið stærstu afbrot eftir islenzkum lögum og hlotiö allt aö sextán ára fangelsi sitji inni þrjú til fjögur ár? Eru þeir þá skað- lausir eða læknast þeir á þvi aö vera frjálsir i þjóðfélaginu, er áhættan þess virði að gera til- raunir af þessu tagi? An þess að hér sé verið með nokkrar full- yrðingar þá er nauösynlegt að hver og einn spyrji sjálfan sig spurninga af þessu tagi. Ef fólkið I landinu vill þyngri refs- ingar þá þarf enga nýja laga- setningu til þess, dómsstólar hafa heimild til töluvert þyngri stefnu i refsimálum en nú er rekin. Vist er um þaö aö umburöar- lyndiö getur reynzt hættulegt”. Flosi Ólafsson er sýnu meiri „húmanisti” i Vikuskammti sinum i Þjóðviljanum á laugar- daginn. Það er lika aöferð að loka augunum fyrir þvi sem aflaga fer og afneita þvi. Hún hefur þann kostinn að vera margreynd og þaulprófuö á ýmsum sviðum þjóölifsins. Og enn er Island ekki sokkið. Flosi gefur lögreglunni eftirfarandi ráð: Okkar stolta lögguliö lengst mun af þvi státa aö vera ekki aö eltast viö aöra en þá sem játa. Þróunaraðstoð til A Iþýðuflok ksins Þaö hefur verið mikið hitam. i islenskri pólitik, hvort stjórn- málaflokkar hafi fengiö aöstoö erlendisfrá til starfsemi sinnar. Brigsl um þetta hafa gengið á vixl, en sjaldan veriö studd öörum rökum en nauðsyninni á að klekkja á andstæðingnum með einhverju móti. í þessu þrasi hefur m.a. sú skoöun komið sterklega i ljós, aö stjálf- stæöi isl. flokka væri hætt, ef þeir þægju fé frá skoöana- bræðrum eða heimshreyfingum einhverra stjórnmálastefna. Alþýöuflokkurinn hefur ekki veriö nein undantekning hvaö snertir viökvæmni gagnvart brigslum um erlenda aöstoð. Minna má á þegar Þjóðviljinn spuröi Gylfa Þ. Glslason og hann svaraði snfg'jUr upp á lagiö aö vanda: „Ég legg hausinn aö veöi fyrir þvf aö Alþýðuflokkurinn hefur aldrei þegið peninga erlendis frá.” Siöan kæröi hann Þjóöviljann Gylfi Gröndal

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.