Þjóðviljinn - 10.08.1976, Blaðsíða 8
Þriöjudagur 10. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
r
r
r 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. ágúst 1976
Búist tii ferðar úr Laugum.
Hluti hópsins á Bláhnjúk I Landmannalaugum.
Það virðist vera eitthvað mjög spennandi sem Guðrún Hallgrímsdóttir er að segja við
greinarhöfund og Alfreð Arnason —fyrir miðju). Ljósm. —ÞH og vh)
Innri-Emstruá vaðin.
Klukkan átta á föstu-
dagskvöldi í upphafi versl-
unarmannahelgar var
margt um manninn við
Umferðarmiðstöðina í
Vatnsmýrinni. Tugir lang-
ferðabila voru að leggja
upp í ferðir til hinna ýmsu
staða á landinu/ margir
stefndu á skipuleg fjölda-
mót eins og Rauðhettu eða
i Húsafell. Hjá bensinsöl-
unni vestan megin stóðu
nokkrar rútur frá útivist
en keppinautif'inn skæð-
asti, Feðafélag islands,
hafði stillt sínum rútum
upp fyrir austan Umferð-
armiðstöðina.
Hjá síðastnefnda fyrir-
tækinu kom einnig saman
15 manna hópur sem kall-
aði sig Kommatrimm.
Hann var á leið í Land-
mannalaugar, en þaðan
skyldi lagt upp i gönguferð
yfir Emstrur í Þórsmörk.
Hér á eftir er ætlunin að
greina frá þeirri för.
Fjallabillinn frá Vestfjaröaleið
rann þýölega eftir steyptum Suð-
urlandsveginum til Selfoss þar
sem hópnum bættist einn nýr fét-
lagi. Austan við Selfoss hóf Þór
Vigfússon varaþingmaður í Suð-
urlandskjördæmi að segja sögur
af draugum og mönnum sem kyn
sitt áttu að rekja til þeirra sveita
sem um var ekið. Meðal þeirra
var Móri einn sem haföi valiö sér
starfssvæði i Flóanum austan-
veröum og nokkuð upp á Skeiö.
Hann var svo sem ósköp mein-
laus, lagði einna helst stund á að
hrella bilafólk, sprengja hjá þvi
hjólbarða eða skella á það hurö-
um. Að sögn Þórs gerði hann
þetta eingöngu til aö ná sér i fé -
lagsskap en ekki af neinum illum
hvötum.
Ferðin ’upp í Laugar gekk frið-
samlega fyrir sig og bar litt til
tiðinda, farin var leiðin upp
Þjórsárdal, framhjá orkuverun-
um miklu i Búrfelli og við Sigöldu
en síðan til suöurs.
í EMSTRUFERÐ
MEÐ
KOMMA-
TRIMMI
Sjö jökla sýn
I Laugum bættist enn einn fé-
lagi i hópinn þannig að þegar upp
var lagt taldi hann 17 manns. A
laugardag var byrjað á upphitun-
argöngu á Bláhnjúk en þaöan er
geysiviðsýnt til vesturs, norðurs
og austurs. Sáum við til sjö jökla,
allt frá Þórisjökli i vestri, Hofs-
jökli og Tungnafellsjökli i
norðri til öræfajökuls sem skart-
aði sinu fegursta bakaður i sól I
austurátt.
Upp úr hádeginu þegar menn
höfðu striplast naktir i laugunum
voru bakpokar axlaðir og lagt upp
i hraunið ofan viö skála Ferðafé-
lagsins, stefnan tekin á Brenni-
steinsöldu sem likt hefur verið við
litaspjald málara þvi þar má
greina litrófið. Þaðan var stefnt
til suðvesturs eftir öldóttu liparit-
landslagi til Hrafntinnuskers.
Veöur hafði verið þurrt og sólar-
laust en þegar komið var suður
fyrir Brennisteinsöldu byrjaði að
rigna. Þar sem við vorum i 7-800
metra hæð lögðust ský yfir hópinn
og sást ekki mikið af umhverfinu.
Frans Gislason sem kjörinn hafði
verið annar tveggja fararstjóra
rambaði þó áreynslulaust rétta
leið. Þegar klukkan var að veröa
11 um kvöldið bólaði þó enn ekki á
Ishellunum i skerinu vestanverðu
sem vera átti fyrsti áningarstað-
ur. Menn voru orðnir blautir inn
að beini og skapiö ekki upp á sitt
besta. Varð þvi úr aö slá upp
tjöldum einhvers staðar i miðri
þokunni.
Lokaðir hellar
Sunnudagurinn 1. ágúst rann
upp, ekki bjartur og fagur eins og
I ævintýrunum heldur æði þoku-
kenndur og hráslagalegur. Eftir
að hafa innbyrt hafragrautinn
var haldið af stað og skyldi nú enn
leita hellanna. Þeir birtust fyrr en
varði og kom i ljós að ekki hefði
þurft að ganga nema svo sem
hálfan kilómetra til viðbótar
kvöldið áður til að finna þá.
íshellar þessir eru I skerinu
vestantil þar sem jökulhettan
slútir yfir dalverpi sem kraumar
af jaröhita. Þegar þangað kom
reyndust þeir mun tilkomuminni
en oft áður að sögn kunnugra þvi
stór stykki höfðu fallið úr jöklin-
um og lokað þeim aö miklu leyti.
En það er samt alltaf jafn mikið
ævintýri að sjá þessi tvö náttúru-
öfl, jarðhitann og isinn, takast á:
jökullinn leitast við að teygja sig
niður á við en verður að lúta i
lægra haldi fyrir kraumandi
hverum sem bræða hann og
breyta i vatn.
Nú var sveigt til austurs i átt til
Kaldaklofsfjalla. Hópurinn pauf-
aðist áfram og bölvaði rigning-
unni, i hófi þó, þvi aldrei var að
vita nema styggð kæmi að veður-
guðunum og þeir reiddust enn
meir. Þegar upp i fjöllin kom
voru fararstjórar ekki á eitt sáttir
um staðsetningu fjallsins Há-
skerðings sem er hæsti tindurinn i
fjallaklasanum. Agreiningurinn
náöi hámarki þegar kom að gili
einu djúpu og löngu. Vildu sumir
fara vestan viö það en aðrir aust-
an viö. Varð siðarnefnda skoðun-
in ofan á. Hópurinn fetaði sig eftir
austurbrún giisins en skyndilega
beygöi það til austurs, þvert á
markaöa stefnu. Kom þá upp
klofningur i liöið, sumir vildu fara
niður i gilið og upp hinum megin
en hinir snúa til baka og krækja
fyrir það. Varð hvorttveggja ofan
á og skipt liði.
Kveðskapur i Hvanngili
Nú voru margir orðmr æoi
þreyttir á þessu ráfi i þokunni þvi
hún byrgði fyrir alla útsýni. En
lóks fór að halla undan fæti og
hjarnaði þá heldur við geö
manna. Þegar komið var fram á
fjallsrana vestast i Kaldaklofs-
fjöllum rofaði heldur til i lofti og
blasti þá við Álftavatn framund-
an. Þangað var stefnt þvi
skammt austan við það sýndi
kortið veg sem lá rakleiðis til
Hvannagils sem átti að vera næsti
næturstaður. Bakpokar höfðu
þyngst um allan helming sakir
rigningarinnar og siðustu kiló-
metrana var eins og þeir ætluðu
að slipa göngumenn svo hver
brekka virtist ætla að gera end-
anlega út af við þá. En mikill
varð fögnuðurinn þegar sú sið-
asta var klifin og leitarmanna-
kofinn I hvanngili blasti við.
Þangað var komið klukkan rúm-
lega 11 um kvöldið og voru menn
svo kátir yfir þvi að komast i
húsaskjól og losna við hundbiauta
leppana að kviðlingar flugu um
svefnloftið. Arni Björnsson þjóð-
háttafræðingur hafði eftir svo-
hljóðandi fyrripart sem var eins
og snýttur úr nefi göngumanna:
Vond er gigt i vinstri öxl
verri þó i hægri mjöðm.
Að sögn Árna hafði þessi fyrri-
partur legið lengi óbotnaður hjá
garði þar til Helgi Hálfdánarson
tók sig til og bætti svo um:
Aldrei var þó Aldous llöxl
eins vont skáld og Kristmann
Göðm.
En þegar menn voru að ferðbúast
á mánudagsmorgni hafði Þór
Vigfússon bætt enn betur um:
Við Kommatrimmsins kulda-
bögsl
kærri er ull en svikin böðm.
Hér verður að skýra tvö orð.
Bögsl er fleirtala af bagsl sem
dregið er af sögninni aö bagsla.
Böðm er dregið af baðmull. Þetta
voru orð að sönnu þvi hafi einhver
haft eitthvað út á blessaö föður-
iandið að setja var sú andúð nú
rokin út i veður og vind.
Fram Emstrur
Þegar lagt var af stað hafði
stytt upp og þegar komið var út
fyrir girðinguna umhverfis kof-
ann I Hvanngili braust sólin út úr
skýjum og hélt þeim i skefjum að
mestu þann dag og langt fram
eftir þriðjudeginum.
Gengið var I suðvestur eftir
sléttum söndum sem eru nyrsti
hluti Emstranna. Skapið var nú
hið besta enda fjallasýn fögur og
gott að vera til. A hægri hönd var
Stórasúla en framundan Stór-
konufell og Smáfjöll og einnig
mátti greina rönd af Mýrdalsjökli
sem átti eftir að koma mikið við
sögu. Brátt urðu á leið okkar tvær
ár, fyrst Kaldaklofskvisl, þá Blá-
fjallakvisl. Voru þær báðar auð-
vaðnar. ööru máli gegndi hins
vegar um Innri-Emstruá sem var
vatnsmikil og illúðleg að sjá. Þar
sem hópurinn kom að henni var
hún gersamlega ófær og reyndist
þvi nauðsynlegt að ganga upp
með henni I leit að vaði. Það
fannst nokkru ofar þar sem hún
rann i kvislum. Nú fengu menn
smjörþefinn af þvi sem koma
skyldi: að brjótast yfir iskaldar
jökulár sem náðu þeim i mið læri
eða lengra.
Áfram var skeiðað meðfram
Stórkonufelli, Litla-Mófelli og
Mófellshnausum. Um kvöldmál
var komið fram á brún jökulgils
sem myndast hefur við það að
Merkurjökull hopar stöðugt.
Þarna var hrikalegt um að litast:
jökullinn svartur og úfinn, fjáll-
háir jökulruðningar sem jökullinn
haföi ýtt fram af sér, stórgrýttar
eyrar og nyrsta kvisl Fremri-
Émstruár byltist fram. Akveðið
var að fresta frekari aðgerðum,
þvi áin sýndistgjörsamlega óvæð.
Var þvi tjaldað og vaknaö
snemma i þeirri von að hún hefði
minnkað nógu mikið til að yfir
yrði komist.
Upp á jökul — og niöur
Klukkan hálfsex á þriöjudags-
morgni var haldið að ánni. Hún
hafði þá ekki minnkaö neitt að
ráði svo ekki var annað til bragðs
að taka en að fara upp á jökul og
krækja fyrir hana. Datt mönnum
það snjallræði I hug að fara hátt i
jökulinn og koma ekki niður af
honum fyrr en allar kvislar
Fremri-Emstruár væru að baki.
Hópurinn kleif jökulruðningana
léttilega og hélt upp á jökul. Brátt
uröu fyrstu sprungurnar á leið
hans svo fara varð ofar og ofar.
Sói var á lofti og hrikaleg fegurð
jökulsins var ólýsanleg. Merkur-
jökull er skriðjökull sem rennur
vestur af Mýrdalsjökli niður um
breitt gil sem nefnt er Entugil. Gil
þetta dregur nafn sitt af fjallinu
Entu sem stendur bert upp úr
jöklinum norðvestan við það og
nær upp i 1265 metra hæð. Að
sunnan markast það af kletta-
belti sem gengur upp af Lang-
hálsum sunnan við syðstu kvisl
Fremri-Emstruár og nær hæst
upp i 1400 metra nafnlausan jök-
ulhnjúk.
Sprungurnar ágerðust eftir þvi
sem ofar dró i jökulinn og þegar
svona þriðjungur hans var að
baki lokaðist leiðin algerlega,
sprungurnar lágu þvers og kruss
svo langt sem augað eygði. Var
þvi ekki annað að gert en að hörfa
til baka sömu leið. Þó tókst okkur
að komast fyrir nyrstu kvíslina
eins og upphaflega stóð til. Niður
var klöngrast eftir úfnum jökul-
ruðningum og urðum uns kom að
gili sem i fyrstu virtist ókleift. Þá
kom mönnum það snjallræði i
hug að slaka fólkinu niður i
bandi og gekk það greiðlega. Gil
þetta endaði við foss einn mó-
rauðan og illilegan á hægri hönd
en á þá vinstri gnæfði jökullinn
svartur og hornóttur. Þegar gilið
var að baki mættum við engri
mótspyrnu fyrr en allt i einu að
við stóðum á bakka kvislar sem
ruddist fram úr jöklinum með lát-
um. Frans hafði farið þessa leið
árið áður og þá var engin á þarna.
Hún hefur þvi myndast i vetur og
sást á öllum ummerkjum það
hafði ekki gengið hávaða’laust
fyrir sig. Hún hefur greinilega
sprengt sér leið i gegnum mó-
bergshnaus þvi I hann hafði
myndast skarð og svo mikil hafa
átökin verið að hliðar þess voru
lóðréttar og eins og skornar með
rakvélarblaði.
Loks komum við að syðstu
kvislinni sem rennur eftir eyrum
nokkurn spöl þar til hinar kvisl-
arnar renna i hana og sameinuð
rennur hún svo i miklum gljúfr-
um niður i Markarfljót. Hef ég
þnð fyrir satt að Markarfljót væri
ómerkilegur lækur ef vatnið úr
Emstruánum kæmi ekki til.
Nú kom aftur upp ágreiningur:
áttum við að freista þess að vaða
kvislina eða fara enn á jökul og
krækja fyrir hana? Þeirri spurn-
ingu var ekki svarað fyrr en Helgi
Samúelsson verkfræðingur tók
sig til og kannaði hvort hægt væri
að vaða. Það reyndist kleift þar
sem hún skipti sér i þrjár eða
fjórar minni kvislar.
Þurrir hálsar
Þegar Fremri-Emstruá var
loksins að baki var klukkan farin
að ganga sex um kvöldið. Það
hafði semsé tekið okkur hálfan
sólarhring að komast yfir þessa
einu á. Lúi sótti nú að göngu-
mönnum og var þvi lagst til hvild-
ar á syðri bakka árinnar þar sem
fannst mjúkt mosabarð- En veð-
urguðirnar undu okkur ekki
langrar hvildar þvi brátt vorum
við vakin með þvi að dropar féllu i
andlitin.
Næst var gengið i vesturátt ut-
an i hliðum Langhálsa. Þorsti
sótti að mannskapnum en ekki
virtist hafa rignt i hálsana lengi
þvi enginn rann úr þeim lækur-
inn. Máttu menn ganga þurr-
brjósta þar til komið var að gili
sunnan við hálsana. Eftir brynn-
ingu var haldið áfram, krækt fyr-
ir Bjórgil og inn á Almenninga,
afrétt eyfellinga. Skapið var gott
þvi ekki var nema nokkurra
stunda gangur i áfangastað,
Skagfjörðsskála i Þórsmörk.
En það átti ekki fyrir hópnum
að liggja að hvila lúin bein á
mjúkum dýnum Ferðafélagsins.
Þegar komiö var að Þröngá
reyndist ekki unnt aö komast nið-
ur að henni þvi hún rann i gljúfr-
um. Klukkan var farin að halla i
miðnætti og menn orðnir ör-
þreyttir eftir 18 klukkustunda
gang. Var þvi afráðið að tjalda i
gilbotni einum. Eftir stuttan
svefn vöknuðu göngumenn við aö
reglulegar og snarpar vindhviður
voru á góöri leið með að slita upp
tjöldin. Reyndist nauðsynlegt aö
rifa sig upp úr hlýjum pokum og
þjóta út i slagveðrið til að festa
hæla og strekkja stög. Vindhviö-
urnar gengu fljótlega niður en þá
tók ekki betra við: þrumur og eld-
ingar svo skærar að sáust þótt
legiö væri á grúfu með lokuð
augu, að sumra sögn.
Klukkan átta á miðvikudags-
morgni vöknuðum við, tókum nið-
ur tjöldin og gengum fram hálsa
og gil, yfir Þröngá og inn i
Hamraskóga. Þaðan var greið
leið og fögur yfir i Langadal þótt
það spillti óneitanlega fyrir að
fegurðMerkurinnar var að mestu
hulin I þoku.
I Skagfjörðsskála beið okkar
matur og góðar viðtökur. Vilborg
Harðardóttir og Óli smiður Auð-
unsson frá Selfossi matreiddu
dýrindis kássu sem sporðrennt
var við mikinn glaum. Var dvalið
i skálunum i dýrlegum fögnuði
Framhald á bls. 14.
Arni Björnsson les húsiestur upp úr gestabók Hvanngiis.
Efsti hluti Emstra, Stórkonufell og Litla-Mófeli framundan.
A brún jökulgilsins meöfram Merkurjökli. Jökullinn blasir viö hrjúfur og sprunginn. Lagt á jökulinn. Framan af var hann sléttur eins og stofugólf en þaö
Mörður eldar súpu. Klettabeltið handan jökuis er syðri brún Entugjár. breyttist fljótt. Hér er verið að ráðgast um það hvernig sigrast megi á jökulsprungum. Hópurinn kominn niður af jökli, réttum megin við ána.