Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Níels Hafstein skrifar um myndlist Sýning i mynd- listarhúsinu á Klambratúni þar sem eftirtaldir listamenn eru kynntir: WILL BARNET BENGT LINDSTRÖM ALEXANDER CALDER PIERO CARABELLESE CORNEILLE SALVADOR DALI CARLOS DAVILA DE CARLO WERNER DREWES ERRÖ CECILIA FRIESENDAHL MARCEL GENAY ROSALAAR GREEN MASSOLGUY ANRAUD D’HAUTERIVES LEBADANG CHRISTIAN LEPERE ESKIL NORDELL MAXPAPART PABLO PICASSO GAETANO POMPA PATRICK PROCKTOR WOLF REUTHER GEORGES ROHNER CLAUDE SAUZET JEAN EHENNE SIRY JACQUES SOISSON victor VASARELY YVARAL CORNEILLE, (Corneille Guillaume van Beverloo) Fæddist áriö 1922 i Liége, Belgiu, af hollenskum foreldrum. Býr i Paris. Corneiile stundaöi nám i teikningu á Listaakademiunni i Amsterdam og i grafik hjá Stanley W. Hayter i Paris Hann stofnaöi tvo listamannahópa, þ.e. hollenska Efiex-hópinn (1947) og Cobra-hópinn (1948). Ariö 1946 sýndi Corneille fyrst verk eftir sig, og verk hans hafa siöan veriö sýnd i mörgum listasöfnum og listamiöstöðvum i Evrópu og Ameriku. siöari er unnin sem grafik frá byrjun og nefnist „Made in Jap- an” (framleitt i Japan). bar er stefnt saman vigtólum úr hasar- blööum og japönskum hvilu- brögöum. ERRÖ smellir saman á áleitinn hátt ofvexti kynfæranna og siölausu vopnaskaki, lærdóms- list rúmsins og leikföngum æskunnar sem sífellt veröa fárán- legri.Kannski er þessi syrpa ekki við hæfi viökvæmra sálna, tildur- rófna menningarinnar, sem þó leynt og ljóst leggja blessun sina yfir óskapnaö heimsins, en hún er i áreyti sinu og ágengni margræö eins og listin á aö vera og gæti á þann hátt höfðað til skoðandans. Tæknilega eru grafikverk ERRÖs meö miklum ágætum og standast allar kröfur og er auöséö aö hann nýtur aöstoðar færustu handverksmanna og þrykk- meistara. Eru þessar myndir mikið augnagaman og vonandi verður þess ekki langt aö biöa aö málverk listamannsins veröi hengd upp með pompi og pragt þjóðinni til lærdóms og skemmtunar. Erró ' 14-i "v v /í " a’1'-i l/ k:t ——‘ Ví /uS 'A :{ /,■ . /.( -f—V . : ■■ ■ ■ ■..->,- • / " . ; ! 1 » DALI, Salvador Fæddist áriö 1904 i Figueras, Spáni. Stundaöi nám I teikningu i Madrid. Eftir tímabil meö kúbönskum áhrifum fann hann sinn eiginn stil I Paris kynntist hann Oicasso og surrealistunumog vann sér til frægöar fyrir hin súrrealistisku verk sin, bæöi I Evrópu og Bandarikjunum. Dali hefur ávallt veriö umtalaöur listamaöur og verk hans prýöa nú veggi margra tistasafna og einkasafna um víða veröld. BENGT, Lindström Fæddist áriö 1925 i Storsjö Kapell, Harjedaten, Svfþjóö. Stundaöi nám við Konstfackskolan og GrUnewalds m&larskota i Stockholm. Eftir nám við Kunstakademiuna i Kaupmannahöfn og Art Institute of Chicago 1945-47, fluttist hann til Parlsar og hefur starfaö þar siöan. Verk Lindströms má finna m.a. i Moderna museet I Stokkhólmi, CNAC i Paris, Louisiana i Kaupmannahöfn, Museum van Ooestende, Aix la Chapellex Museum I Þýskalandi, Carnegie Museum I Bandarfkjunum og Budva Buseum I Júgóstaviu. Enn einu sinni geta þrykk- listarmenn gertsér glaöan dag og hrópaö húrra. Félagiö Mynd- kynning sem Konráö Axelsson veitir forstöðu hefur flutt til landsins 57 grafikverk eftir viö- kunna listamenn, þ.á m. nokkra úr stórskotaliöinu: Alexander Calder, Pablo Picasso, Salvador Dali, Victor Vasarely og ERRÓ. Hér er um aö ræöa ágætt framtak og velþegiö af listunnendum. Sýningin skiptist nokkurn veginn I tvennt þarsem annars vegar eru myndir tuttugu og átta lista- manna er eiga flestir eitt verk, og hins vegar i'slendingurinn ERRÓ með 23 myndir. Af erlendu þátt- takendunum vekja mesta athygli sviinn Bengt Lindström, betginn Corneille, fransmaöurinn Jacqu- es Soisson og spánverjinn Salva- dorDali,en allir þessir listamenn eru i senn frábærir handverks- menn og flinkir teiknarar meö ó- skeikult formskyn og tilfinningu fyrir litum. Myndheimi Vasarel- ys er búið aö útjaska svo viöa að frumlegheit hans hafa dofnað i augum kunnugra,— viröist sonur hans Yvaral vera einn af þessum sporgöngumönnum. íslendingar eru smám saman aö vakna til meövitundar um list ERRÓs, hins viöfræga mynd- listarmanns sem ungur hleypti heimdraganum og settist aö erlendis; hingaötil hafa þeir ver- iö undarlega tómlátir gagnvart list hans og ávallt sett upp hunds- haus þegar á hana er minnst. Aö visu hefur ERRó verið ágætt nafn i upptalningunni: Ólafsson og Laxness, Gullfoss og Geysir og eldfjalliö Hekla!, en sanngjarnt mat á framleiöslu hans hefur aldrei séö dagsins ljós á þeim vettvangi sem einna helst kemur til greina og er þar átt við Lista- safn Islands, Menntamálaráöu- neytiö og islenska listamenn al- mennt. Um ágæti ERROs þarf enginn aöefast.hann er tvimæla- laust einn i hópi fremstu lista- manna þessarar aldrar, rann- sóknarefni listfræöinga og umset- inn af galleristjórum, rit- höfundum og söfnurum. Allar helstu bækur um myndlist geta hans lofsamlega og timarit um nútimalist birta iðulega greinar um lif hans og starf. Alain Jouffroy skrifar i Art Internation- al: „Leiðabók málara eins og ERRÓ er i fullu samræmi viö hug myndir og merkustu þjóðfélags- lega og pólitiska atburöi hvers tima. Hann er óþreytandi feröa- maöur, viröir allt fyrir sér for- vitnum augum, skráir og geymir hjá sér allt sem hann sér á ferö- um sinum og leggur fram i mál- verkunum niöurstööu sjónreynslu sinnar: ekkert fer fram hjá hon- um, hvorki auglýsingaspjöld né myndasögur, barnabækur, visindarit, kvikmyndir, frimerki, niöursuöuvörur eöa lyfjaumbúö- ir, ekki heldur hlutirnir sjálfir: vélar, skurötækningatól, flugvél- ar, bilar, vopn, rafeindatæki, listasögubækur. Hvar sem hann fer viðarhann aö sér hundruöum gagna, sem hann safnar og flokk- ar i skápa og skúffur, en úr þeim gerir hannsiöansafnmyndir. Þær fyrstu sem i sjálfu sér boöa popp-listina eru frá árinu 1959. Af viöfeömi forvitni hans og þekk- ingar var árið 1960 hægt aö spá þvi, aö hann yröi einhvern tima með merkustu málurum siöari helmings tuttugustu aldarinnar. Þegar margir málarar tak- mörkuðu sköpunarþrá sina við þröngt svið tilbrigða um eitt og sama stef, haföi ERRÓ vit á aö vikka hinn myndræna sjónhring til alls, sem kallað hefur verið „siömenntun imyndarinnar” og skapa sjálfum sér verksvið, sem kerfisbundið innbyrðir öll þau sviö, sem myndin nær til: manns- likamann, liffærafræöi, læknis- fræöi, grasafræöi, dýrafræði, iön- aö, tiskusýningar, stjórnmála- áróður, sögu og landafræði.” Og Alain Jouffroy segir ennfremur: „Sagt er, aö ERRÓ reiöist aldrei viö neinn. Aö minnsta kosti deilir list hans á engan mann, og enda þótt hún takmarkist ekki, eins og hjá mörgum, viö hreina og beina staðhæfingu, veitir hún sliku magni glaöværöar og heilbrigöi inn f allan alvöruþungann og fáránleikann, að maöur getur ekki annaö en haldiö áfram aö berjast gegn hvers kyns kúgun, hvers konar haröstjórn, hvers konar gæslu og höftum hugsunar og hugmyndaflugs.” Myndum ERRÓs á sýningunni aö Klömbrum má skipta i tvo flokka.hinnfyrrigeymir grafiska endursögn málverka hans, hinn MYNDKYNNING

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.