Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1976 DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Otgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. HÆTTULEGT FORDÆMI Stundum má lesa i blöðum mikla vandlætingarpistla um fólk sem ekki hlýði settum reglum þjóðfélagsins i hinum smæstu atriðum. Vissulega eru þetta oft þarfar áminningar, en það er annarlegt að sjá og heyra að umvandanirnar eru oft þeim mun eindregnari sem brotin virðast smærri — og mörgum vill gleymast að stundum eru framin miklu alvarlegri lögbrot, sem aldrei hafa verið gagnrýnd i þessum blöðum og flestir hafa raunar gleymt. Stjórnarskráin er grundvallarlög- bók islendinga og þó að margt hafi þar úrelst nokkuð og margt vanti i þá bók, ber engu að siður að umgangast stjómar- skrána sem meginrit islenskra laga. Þeir semfyrstogsiðasteiga að hafaeftirlit með þvi aðsvo sé gert eru þeir sem skipa rikis- stjórn íslands á hverjum tima, þ.e. fram- kvæmdavaldið. En á þessu hefur orðið mjög alvarlegur misbrestur i tið núverandi rikisstjórnar. Þegar samn- ingarnir voru gerðir i Osló ákvað rikis- stjórnin að láta þá taka gildi nær sam- stundis — áður en alþingi hefði komið saman til þess að fjalla um málið. Raunar lýsti forsætisráðherrann þvi fyrir að á- stæðulaust væri með öllu að kveðja þing saman af þessu tilefni. Þó er alveg aug- ljóst, að ákvörðunin um gildistöku Oslóar- samningsins um veiðar breta i islensku landhelginni er skýlaust stjórnarskrár- brot; þar fer ekkert á milli mála. Hefur forseti lagadeildar Háskóla Islands, Sigurður Lindal, prófessor, bent á þessa staðreynd i blaðagrein mjög harðorðri. En það er i senn til marks um pólitiskt blygðunarleysi ráðamanna og um lágkúru opinberrar umræðu að enginn, ekki einn einasti maður úr stjómarliðinu, hefur séð ástæðu til þess að svara grein Sigurðar Lindals með rökum. í mesta lagi hefur verið hreytt skætingi i þá sem telja fram- kvæmd Oslóarsamningsins lagabrot. Hér er farið út á ákaflega háskalega braut. Þegar stjórnvöld hafa einu sinni brotið reglur stjórnarskrárinnar er hættan á endurtekningu yfirvofandi. Þar með væri öllu svonefndu „réttaröryggi” varpað fyrir róða, almenningur i landinu stæði eftir vamarlaus fyrir hverskonar gerræði valdhafanna. Þá er skammt eftir i stjórnarfar sem ýmsir forustumenn Sjálf- stæðisflokksins dáðust að á æskuárum, en islendingar vilja sist af öllu- fá yfir sig. Þess ber að geta að þessar athugasemd- ir og ábendingar eru ekki til orðnar fyrir neina pólitiska illkvittni; hér er um að ræða grundvallaratriði, sem er brýn nauðsyn að hafa i huga. Sérstaklega þó vegna þess að langt er : frá þvi að um- gengni ihaldsstjórnarinnar við stjórnar- skrána sé einsdæmi. Áður hafa slikar rikis stjórnir þverbrotið stjómarskrána — og í annan tima hefur núverandi rikisstjórn sýnt að hún virðir bókstaf almennra laga að engu þegar henni býður svo við að horfa. Má i þessu sambandi nefna sem dæmi að hvað eftir annað hafa verið brotin lög á opinberum starfsmönnum við úr- skurði um kjör þeirra. Þá má minna á að ein bæjarstjóma landsins þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fomstu hefur á- kveðið að hundsa með öllu jafnréttislögin frá sl. vori. Þannig ryðja ráðamenn braut- ina fyrir lögbrot — sem þeir láta blöð sin vara við þegar um er að ræða aðra aðila i þjóðfélaginu. íslenskir sósialistar telja sér skylt að vara við hættum af þvi tagi sem hér hafa verið nefndar. Ef geðþóttatúlkun laganna af hálfu misviturra stjórnarvalda verður allsráðandi er réttarstöðu almennings hætt komið. Þá lifum við ekki lengur i landi þar sem lög eru gild og virt— ólög og niðingsskapur i framkomu stjórnvalda i garð almennings yrði næsta skrefið. Þess vegna eru stjórnarskrárbrot eins og það sem stjórnvöld gerðu sig sek um við fram- kvæmd Oslóarsamningsins hættulegt for- dæmi handa gerræðisöflum. —s. erindi pólitiskra öfgamanna eins og tiðkast hefur til þessa.” Einkenni Norræna hússins hefur þvert á móti verið mjög alhliða starfsemi sem ekki hef- ur einskorðast við sérstaka hópa, listastefnur eða lönd. Ein- hvern veginn læðist að manni sá grunur að það sé einmitt ein- hliða starfsemi, sem Gréta Sigfúsdóttir vill að Norræna húsið standi fyrir. Þegar lesin eru vanstillingarskrif af þessu tagi i Morgunblaðinu dettur klippara þessa þáttar alltaf i Carter á völ á færustu ráðgjöfum, en á hverja hlustar hann? hug það sem ein ágætis ihalds- kona sagði við hann fyrir nokkru: ,,Ég hata þessa and- skotans öfgamenn, það ætti að skjóta þá alla saman.” Það er nefnilega stutt öfganna milli hjá mörgum. Embœttismönnum ekki alls varnað Ráðherrar koma og fara, rikisstjórnir setjast að völdum og falla, en embættismennirnir sitja kyrrir hvaö sem á gengur, og fara sinu fram. Þetta er okk- ar kerfi. öðruvísi er málum háttað vestur i Bandarikjunum. Þar er hressilega skipt um i flestum embættum i ráðu- neytum, i Hvita húsinu og i utanrikisþjónustunni, þegar nýr forseti tekur við völdum Stan ley Karnow fjallar um þessa endurnýjunarreglu i fróð- legri grein i Newsweek frá 2. ágúst, og er ekki alltof hrifinn. Sannieikur- inn er sá að forsetaefnið og for- setinn, ef hann hefur heppnina með sér, hlustar meira á trúnaðarvini sina heldur en kunnáttumenn og færustu em- bættismenn, þótt hann eigi kost á þeirra ráðum. Þetta felst ein- mitt i þvi að þegar einhver bandariskur stjórnmálamaður gefur kost á sér til embættis, að ekki sé talað um forsetaembætt- ið, þorir enginn aö trúa á sigur- möguleika hans nema fáeinir nánir vinir og helstu samstarfs- menn úr heimafylkinu. Takist baráttan vel og séu sigurmögu- leikar farnir að aukast safnast um forsetaefnið, t.d. eins og Carter nú, skari sérfræðinga i ýmsum málaflokkum, sem gera sér vonir um embætti að kosningum loknum. En það eru samt sem áður „heima- mennirnir” sem forsetaefnið hlustar á, og ráða mestu um stefnu hans og embætta- veitingar. Þannig er t.d. haft á orði að Robert Kennedy hafi haft meiri áhrif á bróður sinn en allir ráðherrar hans samanlagt. Og helsti ráðgjafi Johnsons i Vi- etnammálinu var saksóknarinn i Washington, Abe Fortas, þótt hann vissi ekkert um Vietnam. Samt kaus Johnson heldur dóm- greindarleysi Fortas i þessu máli en hollráð færustu sérfræð- inga. Karnow þessi óskar sér blandaðs kerfis, þar sem „gras- rótarmenn” hafi möguleika á að komast til mikilla áhrifa, en um leið sé tekin upp æviráðning sumra embættismanna. Virðing stjórnmála- manna Þegar gluggað er i erlend blöð fer ekki hjá þvi að manni detti i hug að meira mark sé tekið á orðum stjórnmálamanna viða erlendis en hér heima. Fjöl- miðlum þykja það tiðindi þegar áhrifamenn stjórnmálaflokka eru að flytja ræður og gefa yfir- lýsingar um ýmis málefni. Ummæli þeirra eru birt og fjall- að um þau. Hér heima sýna fjölmiðlar is- lenskum stjórnmálamönnum dæmafátt afskiptaleysi, nema þeir séu aö þenja sig i þingræö- um. Hvað þeir eru að segja við kjósendur sina úti á lands- byggðinni að sumarlagi virðist engum koma við. Að segja frá þingræðum er hefðbundin kvöð, en strax og dyrum Alþingis- hússins er lokað fara fjölmiðlar I stjórnmálamannafri. Nokkuö merkilegt fyrirbr.igði, eða hvað? Þróunaraðstoð Nú hafa islendingar fengiö tækifæri til þess að reka af sér slyðruorðið I þróunarmálum. Eins og kunnugt er verjum við aðeins prómillum af þjóðartekj- um til þróunaraðstoðar, og fá- um raunar meira i okkar hlut en viö veitum.þótt við höfum sam- þykkt á þingi Sameinuðu þjóð- anna að stefna að 1% markinu, það er að segja að verja 1% af þjóðartekjum til þróunarmála. Við erum, ef einhver skyldi ekki muna eftir þvi, i hópi rikari þjóða heims. Kenyamenn hafa óskað eftir þvi að fá gefins eða að láni til langs tima tvo skuttogara ásamt með sérfræðiaðstoö til þess að koma sér á legg i nú- timafiskveiðum. Við þessari málaleitan ætti að bregðast myndarlega, og smásálarskap- ur dugar ekki, ef við ætlum að halda einhverju áliti á alþjóða- vettvangi. Einkamál í einkamálaþætti Visis má lesa eftirfarandi auglýsingu: 1ÍIMÍAMÁL Areiftanlegur karlmaður tekur aö sér aö gera 1 eitt og annað fyrir hóflega borg-l un. Tilboö sendist Augld. Visis | I merkt „trúnaöarmál 77". Skyldi hann fyrir utan eitt og annað taka að sér að gera hitt? — ekh Gréta Sigfúsdóttir Af öfgamönnum Lista- og bókmenntalifi lands- manna er stjórnað af ,, listpóli- tiskri áróðursvél Alþýðubanda- lagsins” og „þægir” listamenn og rithöfundar dansa eftir flokkslinunni undir ströngum aga flokksins. Þetta er niður- staða Grétu Sigfúsdóttur, rit- höfundar, I Morgunblaðsgrein I gær á leiðarasiðu blaðsins. Satt að segja held ég að Al- þýöubandalagsmenn almennt hafi ekki gert sér grein fyrir þvi, að þeir væru þátttakendur i svona stórkostlegu samsæri, sem þar fyrir utan er aö mati Grétu velheppnað. I greininni lýsir hún réttlætiskennd sinni og sannri jafnaðarmennsku i lista- pólitikinni og dregur upp fagra mynd af sjálfri sér. Það er bara synd að rithöfundur, sem er svona góðum eiginleikum bú- inn, skuli draga eins ofsafengn- ar niðurstöður af fyrirbærum samtimans og Gréta gerir. Er þaö I sanngirnis nafni nokkur meining að taka svona til orða um starfsemi Norræna hússins: „Annað mál er — að þaö er heil- birgð krafa að Norræna húsið gegni hlutverki sinu sem sam- norræn menningarmiðstöð á hlutlausan hátt og reki ekki

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.