Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.08.1976, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. ágúst 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Togarinn Runólfur í fiskirannsóknum: Þjóðverjar sitja að bestu karfamiðuimm Togarinn Hunólfur fór nýfega um nokkurra vikna skeiö rann- sóknarferöir fyrir Hafrann- sóknarstofnun. Þessar feröir voru meira á heimaslóöum en oft áöur i slikum feröum og eins var leitaö á meira dýpi en áöur. 1 viötali viö timaritiö Sjávarfréttir segir dr. Jakob Magnússon leiöangurs- stjóri aö þetta hafi veriö gert vegna þess, aö þaö sé ekki nema takmarkaö sem togararnir sækja á fjarlæg miö viö núverandi afla- brögö. Aöspuröur segir dr. Jakob um möguleika á frekari karfaveiö- um, aö nokkur karfaafli hafi fengist á nokkrum svæöum, eink- um þó i kantinum vestur af Eldey og út af svokölluöum Jökulenda. Þá hafi einnig i fyrsta leiöangrin- um verið nokkurt magn á Dohrn banka, en i öörum leiöangrinum hafi sýnu mestur afli hins vegar veriö á Dohrnbanka og Gauss- bankasvæðunum, en á siöar- nefndu svæöunum hafi verið tals- vert um smákarfa i aflanum. 1 öllum leiðöngrum togarans Runólfs var lokaöa karfasvæöið við Hrygginn kannaö.og segir dr. Jakob, að þetta hafi verið i fyrsta skipti sem tækifæri hafi gefist til að gera þessu svæöi rækileg skil. Þessar athuganir hafi sýnt svo ekki sé um villst aö lokun hólfsins hafi veriö fyllilega réttmæt, en hins vegar þurfi að vera ákveðinn sveigjanieiki um upphaf lokunar- tima hvers árs þar sem augljós- lega sé breytilegt hvenær smákarfinn leggist á slóðina. Svæði þjóðverjanna. Um karfasvæöi þau sem vestur- þjóðverjar sækja mest hér við land, sagöi dr. Jabob: — Það er alkunna aö þjóöverjar hafa tekið meirihluta karfa- aflans við Island og það gera þeir enn. Þeir taka þennan afla aðallega á tveimur svæðum, i hinum svokallaða Rósagarði og á Reykjanes- svæðinu. Þarna er um mikil og góð karfamið að ræða, sem is- lendingar hafa mjög litið nýtt. A þessum svæðum er að meginhluta mjög góður og stór karfi, sem er betri til vinnslu en oft gerist og gengur með þann karfa sem land- aö er til vinnslu hérlendis. Ég tel að á þessum svæðum séu góð framtiðarveiðisvæði fyrir islenska togaraflotann. Það er hins vegar ekki við þvi aö búast að þessi svæði verði neitt sótt að marki af islendingum meðan þjóöverjar sitja að þéim. Kemur þar sennilega tvennt til, is- lendingar treysta sér ekki i sam- keppni við þjóðverja á þessum svæðum og einnig þekkja þeir svæöin ekki eins vel og þjóðverj- ar. Þjóðverjar hafa mikla reynslu og þekkja svæðið eins og fingurna á sér og eru komnir upp á lag með aö nýta þaö til hins itrasta. Ég tel varla efamál að þegar þjóðverjar fara alfarið af Islandsmiðum þá skapist þarna mikilvæg athafna- svæði fyrir islenska togaraflot- ann. — hm Veðrið stjórnar veiðunum I athyglisverðu viðtali við dr. Jakob Magnús- son í síðasta tölublaði timaritsins Sjávarfréttir um rannsóknarleiðangra togarans Runólfs á veg- um Haf rannsóknar- stofnunar, segir dr. Jakob meðal annars um það, hvort niðurstöður þessara rannsóknarleið- angra benti til þess aö unnt reynist að minnka sóknina í þorskinn og af la i hans stað annarra fisk- tegunda, jafnvel fisk- tegunda, sem ekki hefðu verið nýttar hérlendis til þessa: — Staðreyndin er sú að áhugi fyrir þessum veiðum, jafnt karfaveiðum sem á öðrum áðurnefndum fisktegundum, er takmarkaöur meðan nokkurs þorskafla er von. Þarna kemur fyrst og fremst til hinn mikli verðmismunur á karfa og þorski. Það var nokkurt skref i rétta átt, þegar veröið á karfan- um var hækkaö á dögunum, en samt sem áður var verðmis- munurinn of mikill til þess að þaö hefði afgerandi áhrif á að draga úr sókninni i þorskinn. Þetta stóð heldur ekki lengi. Þorskverðið var hækkað aftur þannig að bilið jókst á ný og þvi hjakkar i svipuöu fari. Þá er það einnig staðreynd aö margar fiskvinnslustöðvar vilja helst ekki taka annan fisk en þorsk til vinnslu. Ofan á allt þetta bætist svo að veiðarfæraeyðsla er jafnan mun meiri á karfaveið- um en á þorskveiðum, og það að nota 135 mm möskva þýðir að verulegt magn af vinnsluhæfum karfa smýgur úr vörpunni. Togararnir þurfa þvi allt að tvisvar til þrisvar sinnum meiri afla af karfa en þorski til þess að það borgi sig fyrir þá að stunda þær veiðar, og halda þvi fremur áfram þorskveiðunum, þótt litið gefist. Þá má benda á enn eitt atriði: Þorskur og fleiri fisktegundir eru verölagðar eft- ir stærð, en það er karfinn ekki. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er ekki gert, en slikt gæti haft verulega þýðingu fyrir karfaveiðar og öflun betra hrá- efnis. Um aðrar fisktegundir er það að segja að undirstrika má, að sókn i þær verður ekki hafin fyrr en búið er að ákveða eitthvert verð á þeim. Nokkur bót i máli er að nú hefur loksins verið ákveðið verð á langhala — það er að visu lágt, en þó þannig að það borgar sig fremur að hirða þann fisk sem kemur upp með karfanum en að henda honum. Brýna nauðsyn ber til þess að verðleggja flestar þær tegundir sem veíöast á karfaslóðunum, og benda þá sérstaklega á i þvi sambandi gulllax og litla karfa. Þá er og nauösynlegt aö gera vinnslustöövunum það skylt að taka á móti öllum verð- Jakob Magnússon lögðum fiski til vinnslu. Þegar þetta hefir verið fram- kvæmt þyrfti að taka til athugunar að leyfa smærri möskva á djúpslóðum. Fyrr en það hefir verið gert er tæpast þess að vænta að gulllax og reyndar fleiri tegundir, sem halda sig á þessum slóðum, verði nýttar að nokkru marki, þar sem þær smjúga þá möskva, sem nú er gert að nota. — Ef úr þessum atriðum verö- ur bætt, gæti það stuðlað að meiri f jölbreytni i veiðum okkar islendinga, en eins og málum er nú háttað liggur fyrir nauðsyn þess að nýta vel þann afla sem veiðist. Með þvi að ákveðið yrði verð fyrir þær tegundir sem unnt er að veiöa, gæti nýting afl- ans oröiö betrksagði dr. Jakob Magnússon að lokum. Jónas Guðmundsson sýnir nú á Selfossi 1 gær var opnuð i Listasafni Arnessýslu á Selfossi, sýning á máiverkum eftir Jónas Guö- mundsson, iistmálara og rit- höfund, en þar sýnir hann rúmiega 30 oliu- og vatnslita- myndir. Verulegur hluti verkanna var nýveriö á sýningu í Nöm- berg i Vestur-Þýskalandi, en nokkur hafa ekki verið á sýn- ingu áöur, þar á meðal oliu- málverkin, sem öll eru unnin á þessu ári. Sýningin veröur opin dag- lega á venjulegum safiitima eða frá kl. 16.00-18.00, nema á laugardögum og sunnudögum, þá er opið frá kl. 14.00-20.00. Myndirnar eru flestar til sölu, en sýningunni lýkur sunnudaginn 20. ágúst, n.k. Formála aö sýningarskrá ritar Guðmundur Danielsson, rithöfundur, og segir þar frá helstu æfiatriðum listamanns- ins, ætt og uppruna. Jónas Guðmundsson URVALS UNGHÆNUR 500 kr. kflóið lOsfk. íkossa 590 kr. kílóið í lausu G^ЮTnj^D®@1J®tl)D[Rí3 cLaugal»k 2. REYKJAVIK, simi 3 5o2o Mikið úrval bóka Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk- ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum, Tékkóslóvakiu, Póilandi og Ungverja- landi. ERLEND TÍMARIT Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi 28035. V örubilst j ór ar Óskum eftir vönum vörubilstjórum strax. Upplýsingar i sima 50877 og 53877. Loftorka sf. F óstrur vantar til starfa við dagvistunarstofnanir Akureyrarbæjar. Upplýsingar eru gefnar á Félagsmálastofnun Akureyrar, Geisla- götu 5, simi 96-21000. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. september. F élagsmálastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.