Þjóðviljinn - 21.08.1976, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. ágúst 1976
REYKJftVÍKURSKAKMOTIÐ 1976
Friðrik og
Timman
stigaliæstir
Þeir Friðrik ólafsson og hollendingurinn Timman, sem hér sjástetja
kappi saman, eru i efsta sæti hvað skákstigastyrkleika snertir.
islensku stórmeistararnir eru á heimavelli að þessu sinni, en hér
ráða þeir ráðum sinum úti I Amsterdam fyrir skömmu.
A þriðjudaginn hefst í Haga-
skóla Reykjavikurskákmótið
1976. Atta islenskir og átta út-
lenskir skákmenn taka þátt, þar
af sjö stórmeistarar að þeim
Friöriki Ólafssyni og Guðmundi
Sigurjónssyni meðtöldum. Frið-
rik er stigahæstur einstaklingur
mótsins ásamt hollendingnum
Timman, en báðir hafa þeir 2550
stig. i þriðja sæti hvað styrkleika
viðvlkur kemur Guömundur
Sigurjónsson með 2530 stig, en i
heild sinni er þetta mót af styrk-
leikagráðu 9, sem þykir nokkuð
þokkalegt.
Listi yfir keppendur mótsins er
þessi (tölur i svigum sýna skák-
stig hvers og eins)
Friðrik Ólafsson (2550)
Timman , Hollandi (2550)
Guðmundur Sigurjónsson (2530)
Naijdorf, Argentinu (2510)
Tukmakov, Hússlandi (2490)
Vukcevic, Bandarikjunum (2490)
Westerinen, Finnlandi (2485)
Keene, Bretlandi (2460)
Antosin, Rússlandi (2460)
Matera, Bandarikjunum (2420)
Björn Þorsteinsson (2415)
Haukur Angantýsson (2400)
Ingi R. Jóhannsson (2395)
Margeir Pétursson (2390)
Helgi ólafsson (2370)
Gunnar Gunnarsson (2310)
Sjöaf þessum skákmönnum eru
stórmeistarar, Friörik, Timman,
Guðmundur, Najdorf, Tukmakov,
Westerinen og Antosin.
í sérstökun bæklingi
sem Taflfélag Reykjavikur hefur
gefið út vegna Reykjavíkurskák-
mótsins er m.a. að finna eftir-
farandi upplýsingar um stór-
meistarana fimm, sem hingað
koma erlendis frá til þátttöku i
mótinu:
Vladimir Antoshin
Sovétrikjunum
Fæddur 14.5. 1929
Skákstig: 2460
Antoshin var 17 ára gamall,
þegar hann fór að leggja skákina
fyrir sig af alvöru. Hann tók
skjótum framförum, og á
meistaramóti i Moskvu 1952 varð
hann i 2.-4. sæti ásamt Kotov og
Simagin. Antoshin hefur teflt á
heimsmeistaramótum stúdenta
og i Frakklandi 1955 fékk hann
bestu útkomu allra 3. borðs
manna i keppninni, 5 vinninga af
6 mögulegum. A næsta heims-
meistaramóti stúdenta tefldi
Antoshin á 4. borði og fékk þar
hæsta vinningshlutfallið, 4
vinninga af 5 mögulegum.
Arið 1963 hlaut Antoshin stór-
meistaratitil i skák.
Vladimir Tukmakov
Sovétrikjunum
Fæddur 25.3. 1946
Skákstig 2490
Tukmakov vakti fyrst á sér
verulega athygli er hann tefldi á
heimsmeistaramóti stúdenta
1966. Hann var þá varamaður i
sovésku skáksveitinni, og vann
allar sinar skákir, 9 að tölu. Árið
eftir var hann kominn upp á L
borð ogfékk þar bestu útkomuna,
8 1/2 vinning af 11 mögulegum.
Eftir þetta tefldi Tukmakov á 1.
borði allt til 1972, en þá kom
Karpov til sögunnar og tók við
forystunni.
Tukmakov var meðal keppenda
á Reykjavíkurskákmótinu 1972,
og hafnaði i 6. sæti með 10
vinninga af 15 mögulegum, og sá
árangur veitti honum stór-
meistaratitil.
Jan Timman
Holiandi
Fæddur 14.12. 1951
Skákstig 2550
Timman er islenskum skák-
áhugamönnum að góðu kunnur
þvi hann hefur tvisvar áður teflt
hér á landi. Hann var meðal
keppenda á Reykjavikurskák-
mótinu 1972 þar sem hann hafnaði
i 7. sæti með 9 1/2 vinning af 15
mögulegum. Timman skorti að-
eins 1/2 vinning upp á að ná stór-
meistaratitli á mótinu, en hann
tapaði úrslitaskákinni gegn Frið-
rik i siðustu umferð.
Næst tefldi Timman hér á
svæðamótinu 1975, og var talinn
eiga góða möguleika til að kom-
ast áfram á millisvæðamótið.
Framan af gekk allt sam-
kvæmt áætlun, eða þar til Timm-
an átti að tefla við Laine, frá
Guernsey. Þá ruglaðist Timman
heldur betur i riminu, mætti ekki
til leiks fvrr en klukka hans var
fallin og varð þvi að sætta sig við
tap gegn neðsta manni mótsins.
Þetta setti hollendinginn unga út
af laginu, og hann missti af
svæðamótinu i þetta sinn.
Heikki Westerinen
Finnlandi
Fæddur 28.4. 1944
Skákstig: 2485
Westerinen hefur um árabil
verið skæðasti skákmaður Finn-
lands. Hann þykir sérlega harð-
skeyttur sóknarskákmaður og
teflir af mikilli leikgleði. Hann
gerir venjulega fá jafntefli og er
þvi vinsæll meðal áhorfenda.
Westerinen varð alþjóðlegur
meistari árið 1967 og á siðastliðnu
ári var hann útnefndur stór-
meistari i skák.
Miguel Najdorf
Argentin u
Fæddur 15.4. 1910
Skákstig: 2510
Najdorf er pólskur að uppruna
en hefur verið búsettur i
Argentinu siðan 1939. Najdorf
hefur sett mark sitt á skáksögu
undanfarinna áratuga, og var til
skamms tima einn allra öflugasti
skákmaður heims. Hann hefur
tekið þátt i tveim áskorendamót-
um i Budapest 1950, og ZÐrich
1953.
Najdorf átti um skeið heims-
metið i blindskákafjöltefli. Árið
1947 tefldi hann á 45 borðum i
Brasiliu og tók keppnin 23 1/2
klukkustund. Najdorf vann 39
skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði
aðeins 2 skákum.
Þrátt fyrir aldurinn er litinn
bilbug á Najdorf að finna. Það
sýnir best árangur hans á skák-
þingi Argentinu 1975 er hann varö
i 1.-2. sæti ásamt Panno með 15
vinninga af 20 mögulegum.
Skrifstofumaður
Raunvisindastofnun Háskólans óskar að
ráða skrifstofumann, karl eða konu nú
þegar. Verslunarskólamenntun eða hlið-
stæð menntun æskileg. Laun skv. kjara-
samningi opinberra starfsmanna. Nánari
upplýsingar um starfið veittar i sima
21340 kl. 10-12 næstu daga. Umsóknir send-
ist Raunvisindastofnun Háskólans,
Dunhaga 3, fyrir 31. ágúst n.k.
Frímerkj asafnarar
Sérstimpill Reykjavikurskákmótsins á sérút-
gefnum umslögum með merki mótsins og einnig
með teiknuðum myndum af islensku keppendunum
eftir Halldór Pétursson.
Umslögin verða til sölu á keppnisstaö i Hagaskóla,
opnað verður kl. 2 þann 24. ágúst, upplag mjög tak-
markað. Pöntunum veitt rnóttaka í sima 83540 kl.
10-2 sunnudaginn 22. ágúst.
REYKJAVÍKURSKÁKMÓTIÐ
Taflfélag Reykjavikur.
Rokkhátið
1. september
Ákveðið hefur verið að
efna til rokkhátíðar i
Laugardalshöllinni 1. sept-
ember næstkomandi. Yfir-
skrift hennar verður á
ensku: „Rock'n'Roll Festi-
val".
Á hátiðinni koma fram fimm
rokksveitir: Paradis, Celsius,
Fresh, Eik og Cabaret, Eins og
sjá má af þessari upptalningu er
blómi Islenskrar rokk- og dans-
hljómsveita (sumir myndu
kannski segja „brennivínshljóm-
sveita”) á ferð. Búast má við að
hátíöin standi yfir I hátt á þriðju
klukkustund.
Miðaverö á hátiöina er 2.000
Jcrónurogerforsala þegar hafiná
eftirtöldum stöðum: Reykjavik:
Myndiöjan Astþór Bankastræti,
Hafnarstræti ög i Breiðholts-
hverfi, hljómdeildir Karnabæjar
viö Laugaveg og Austurstræti;
Akranes: Verslunin Eplið,
Keflavik: hljómdeild Vikurbæjar,
Selfoss: Radió- og sjónvarps-
stofan.
Það er óttar Felix Hauksson
sem er helsti skipuleggur
hátíðarinnar en hægri hönd hans
er Evald Sæmundsen. —-ÞH
Unnið að lagningu byggðar.linu
Líklega farið
fyrir HvaKjörð
Eins og alþjóð veit þá er nú
nokkuð siðan hafist var handa um
iagningu svonefndrar „byggðar-
linu” milli Norður- og Suður-
lands. i fyrsta áfanga var lfna
lögð frá Akureyri til Varmahlíðar
I Skagafirði. Slðan var byrjað á
linulögn að sunnan og norður i
Varmahllð.
Þegar blaðið leitaði frétta af
þvi i gær, hversu miöaði lagningu
byggðarlinunnar varð Samúel
Asgeirsson hjá Rafmagnsveitum
rikisins fyrir svörum.
— Við erum bjartsýnir á það að
lagning byggðarlinunnar komi til
með að standast a.m.k. nokkurn-
veginn þá áætlun, sem um hana
var gerð, sagði Samúel. Að þvi er
stefnt, að ljúka llnulagningunni
fyrir næstu áramót. Hinsvegar er
rétt að hafa á þann fyrirvara, að
afgreiðslu á efni til spennistöðva
erlendis frá gæti seinkað. Þó er
alls ekki nein sérstök ástæða sjá-
anleg nú til að gera ráð fyrir þvi.
En það höfum við ekki i hendi
okkar. Línan frá Rarik endar við
Andakil eins og er. en gæti komið
til með að enda viö Grundar-
tanga.
Nú eru þrir vinnuflokkar að
störfum við lagningu byggðarlin-
Framhald á bls. 14.