Þjóðviljinn - 21.08.1976, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. ágúst 1976
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPtTALINN
YFIRSJtJKRAÞJÁLFARI óskast til
starfa á endurhæfingadeild nú þegar,
eða eftir samkomulagi.
DEILDARSJOKRAÞJALFARI
óskast til starfa á sömu deild
SJÚKRAÞJÁLFARAR óskast jafn-
framt á sömu deild.
Upplýsingar um stöður þessarveitir
yfirlæknir deildarinnar, simi 24160.
LÆKNARITARI óskast til starfa á
barnadeild spitalans. Stúdentspróf
eða hliðstæð menntun i tungumálum
ásamt góðri vélritunarkunnáttu
nauðsynleg. Reynsla i læknaritara-
starfi æskileg. Staðan veitist frá 20.
september. Umsóknareyðublöð á
Skrifstofu rikisspitala. Umsóknar-
frestur til 5. sept. n.k.
BLÓDBANKINN
SENDIMAÐUR óskast i hluta starfs
frá 1. september n.k. Nánari upplýs-
ingar i Blóðbankanum simi 21511.
Reykjavik, 20. ágúst, 1976.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 11765
Frá mennta-
málaráðuneytinu
Óskað er eftir fósturforeldrum fyrir fjölfötl-
uð böm sem stunda nám i öskjuhliðarskóla.
Sum af þessum bömum fara heim til sin um
helgar.
Menntam áiaráðu neytið
Verk- og tæknimenntunardeild.
Frá Mýrarhúsaskóla
Nemendur 4., 5., og 6. bekkjar mæti i skólann
miðvikudaginn 1. september kl. 9 árdegis.
Nemendur 6 ára deilda og 2. og 3. bekkjar
mæti i skólann þriðjudaginn 7. september kl.
9 árdegis.
Foreldrar nýrra nemenda sem hafa enn ekki
haft samband við skólann geri það sem fyrst i
simum 17585 eða 20980.
Skólastjóri.
Blikkiðjan
Ásgarði 7,
Garðahreppi
!
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
F egrunarverðlaun
1 Kópavogi
Njósnaði
fyrir
rússa
Bonn 16/8-ntb. — Vestur-
þýska dagblaöiö Die Welt
skýrir frá þvi I dag aö tveir
menn hafi veriö handteknir i
Vestur-Þýskalandi fyrir
skömmu grunaöir um aö
hafa á prjónunum aö seija
sovétmönnum teikningar af
orrustuvélinni Tornado sem
Nató er meö i smlöum.
Tornado-vélin er búin há-
þróuöustu tækni sem til er,
þ.á m. sérstöku tæki sem
koma á i veg fyrir að vélin
sjáist á venjulegri ratsjá.
Allar upplýsingar um hana
eru meðhöndlaöar sem al-
gjört hernaöarleyndarmál.
Að sögn Die Welt voru sovét-
menn reiðubúnir að greiða
hálfan annan miljarð is-
lenskra króna fyrir teikning-
arnar.
Vélarnar verða fram-
leiddar i þýskri verksmiöju
og þær á að afhenda á næsta
áratug. Vestur-þýski flug-
herinn hefur þegar pantaö
322 vélar af þessari gerð, sá
breski 375 og sá italski 100.
Að sögn blaðsins var belgiu-
maður einn hándtekinn I
Milnchen 29. júli sl. með
troðfulla ferðatösku af
mikrófilmum sem á voru
myndir af teikningunum.
Nokkru siðar var vestur-
þýskur rafmagnsverkfræð-
ingur handtekinn.
Yfirvöld i Vestur-Þýska-
landi hafa ekki viljað tjá sig
um þessa frétt blaðsins.
Mótmœli
við sovéska
sendiráðið
Tvenn samtök svonefndra
marx-leninista hafa boöað
mótmælastöðu viö sovéska
sendiráðiö i dag i tilefni
þess að 8 ár eru liðin frá inn-
rás herja Varsjárbandalags-
ins I Tékkóslóvakiu
Svonefndur Kommúnista-
flokkur Islands ml boðar
mótmælastöðu kl.láidag,
en EIK (m-1) þ.e. Einingar-
samtök kommúnista, hafa
boðað mótmælastöðu 30
minútum siðar. 1 fréttatil-
kynningu frá hinum siöar-
nefndu kemur fram að þessi
tvö samtök m-1 náðu ekki
samkomulagi um að mót-
mæla sovésku drottnunar-
stefnunni.
Borgin
kaupir
ljósmynda-
plötur
Á slðasta borgaráðsfundi
var samþykkt að taka boði
Guðrúnar Kaldal þess efnis
að borgin kaupi safn ljós-
myndplatna Jóns Kaldals,
ljósmyndara og var Siguröi
Sigurjónssyni faliö að ganga
frá kaupunum
Verð hverrar plötu mun
veröa samkvæmt gjaldskrá
Ljósmyndarafélagsins, eða á
að giska þrjú þúsund krónur
fyrir stykkið.
Verjunv->
0BgróÖur
verndum
JandQíE^
Fimmtudaginn þann 12. ágúst
s.l. fór fram i Félagsheimili
Kópavogs afhending verðlauna
og viðurkenninga fyrir fagra
garða og fleira árið 1976 — I
kaffisamsæti sem Fegrunar-
nefndin bauð til.
Athöfnin hófst með þvi að
formaöur Fegrunarnefndarinnar
Einar I. Sigurðsson sagði nokkur
orð, en siðan hélt forseti bæjar-
stjórnar Axel Jónsson, alþ.m.
ræöu og afhenti verðlaun og
viðurkenningar.
Eins og á undanförnum árum
lögðu Rotary- og Lionsklúbbar
Kópavogs til tvenn verðlaun og
Fegrunarnefndin önnur tvenn.
Þeir sem hlutu verðlaun og
viðurkenningar I ár voru þessir:
1 fréttabréfi Náttúruvemdar-
samtaka Austurlands er vakin at-
hygli á ýmsum þeim aðgeröum
sem nauösynlegar eru til aö
draga úr mengun á Austfjöröum.
Er þar bent á, aö nauðsynlegt sé
aö endurskoða starfsleyfi ýmissa
verksmiöja og einnig gefa þeim
kost á aö hagnýta nyja tækni til
mengunarvarna. t fréttabréfinu
er sértaklega fjallaö um
mengunarvarnir i fiskimjöls-
verksmiöjum og segir þar m.a.:
Heilbrigðiseftirlit rikisins hefur
nýverið sent frá sér fróðlega
„greinargerð um varnir gegn
mengun og óþef frá fiskimjöls-
verksmiðjum” (Reykjavik, mars
1976) og er hún samin af Eyjólfi
Sæmundssyni, verkfræðingi. Þar
er þess getiö, að flestallar starf-
hæfar fiskimjölsverksmiöjur á
landinu, um 50 talsins, hafi á sin-
um tima fengið starfsleyfi I sam-
ræmi við reglugerð frá árinu 1972
um varnir gegn mengun af völd-
um eiturefna og hættulegra efna,
og I þeim nær eingöngu verið sett
skilyrði um hækkun reykháfa,
mismikið eftir aðstæðum.
Þá segir orörétt 1 greinagerð-
inni:
„Síðan hefur hins vegar orðiö
ör þróun i gerö búnaðar til þess að
draga úr lykt frá slikum verk-
smiðjum.jafnframtþvisem kröf-
ur yfirvalda I nágrannalöndum
okkar hafa beinst inn á aðrar
brautir. Heilbrigðiseftirlit rlkis-
ins hefur kynnt sér þessi mál
rækilega, m.a. með þvi aö stofna
til kynnisferðar efnaverkfræðings
stofnunarinnar til Noregs. Er niö-
urstaöa þess sú, aö timabært sé
aö endurskoöa starfsleyfin og
rýmka þannig ákvæöi þeirra, aö
verksmiöjurnar geti fært sér i
nyt nýja tækni til lausnar vanda-
máisins.... Niðurstaða Heilbrigö-
iseftirlits rikisins er i grófum
dráttum sú, aö miðáð við allar að-
stæður hérlendis beri yfirvöldum
að samþykkja eftirtaldar megin
leiðir tU lausnar vandans fyrir
Fegurstu garðar ásamt Ibúðar-
húsum voru: Fagrabrekka 47,
Borgarholtsbraut 32 og Birki-
hvammur 1.
Fegursti sölustaður og viður-
kenning fyrir aðild að aukinni
ræktunarmenningu bæjarbúa
fékk Gróðrarstöðin Rein við
Hllðarveg, eigandi Agústa
Björnsdóttir.
Auk þess fengu eftirtaldir
garðar viðurkenningu: Borgar-
holtsbr. 30, Holtagerði 41,
Hlégeröi 23, og Digranesvegur 62.
Fyrir litaval á Ibúðarhúsum:
Nýbýlavegur 45A og Digranesv.
14.
Snyrtilegasta iðnaðarhúsið
dæmdist vera Smiöjuvegur 6, en
þar er Skeifan til húsa.
þær verksmiðjur sem verulegum
óþægindum hafa valdið. Gætu
þær valið á milli þeirra, auk
þeirrar leiðar að reisa háa reyk-
háfa.
1. Tekinn verðu upp þvottur út-
blásturslofts I efiiahreinsiturn-
um af viöurkenndri gerð.
2. Tekin verði upp brennsla
lyktarefna i eldhólfi þurrkara
með svonefndri Hetland-að-
ferð.
3. Breytt verði um framleiðslu-
hætti og tekin upp gufuþurrkun,
samfara brennslu lyktarefna
undir gufukötlum eða eyðingu
þeirra i efnahreinsiturnum.
Þess er getið að kröfur norskra
yfirvalda 1 þessum efnum séu
miklum mun umfangsmeiri og ýt-
arlegri en fram hafa verið settar
hérlendis og ná bæði til loft- og
sjávarmengunar. Aætlaðer að það
muni kosta fiskimjölsverksmiðj-
ur I Noregi að meðaltali um 5
miljónir norskra kl. (155 m Isl.
kr.) aö fara að settum reglum, en
norska rlkið hlaupi undir bagga
með útvegun lána fyrir allt að
70% af kostnaðinum. Fjöldi
rekstrardaga norskra verksmiðja
er talinn sambærilegur viö stóran
hluta hinna Islensku, þ.e. um 30
sólarhringar að meðaltali á ári.
Greinargerð þessi mun hafa ver-
ið send heilbrigðisnefndum i
sjávarplássum, og eru áhuga-
menn hvattir til að kynna sér
hana og stuöla að nauðsynlegum
úrbótum á þessu sviði hérlaidis.
Myndarlegra aðgeröa er þó
varla að vænta á þessu sviði fyrr
en verulegur þrýstingur kemur
frá almenningi.Hins vegar þyrftu
eigendur fiskimjölsverksmiöja
einnig að átta sig á, að þaö er tvi-
sýnn hagnaður að biða lengur en
oröið er með að skrúfa fyrir
peningalyktina og fylgja fordæmi
grannþjóöa okkar um mengunar-
varnir sem duga.
Yerkafólk óskast
Starfsfólk óskast strax til jarðvinnu-
framkvæmda. Upplýsingar i dag laugar-
dag i sima 50877
Loftorka H/F.
Laus staða
Laus er til umsóknar staða rannsóknar-
lögreglumanns við rannsóknarlögregluna
i Reykjavik. Upplýsingar um starfið gefur
yfirrannsóknarlögregluþjónn. Umsóknar-
frestur er til 15. september n.k.
Y firsakadómarinn.
Mengunarvarnir
vegna olíu