Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Erlendar fréttir í stuttu máli ÆtlarPalme að hafa það? STOKKHÓLMI 31/8 NTN — Niðurstöður siðustu skoðanakönn- unar um fylgi sænsku stjórnmálaflokkanna, sem nú hafa verið kunngerðar, benda til þess að vinstri flokkarnir hafi stóraukið fylgi sitt frá þvi í júni, er næsta skoðanakönnun á undan fór fram. Samkv. niðurstöðum slöustu skoðanakönnunár eru nú 47% sænskra kjósenda hlynntir Sósialdemókrataflokknum og Vinstriflokknum — kommúnistum (VPK), en 51% hallast að mið- og hægriflokkunum þremur, Miðflokkniim, Hófsama sameiningarflokknum og Þjóöarflokknum. Forskotiö, sem þess- ir þrir flokkar hafa framyfir sósialdemókrata og kommúnista, hefur minnkað um helming siðan i júni, ef marka má niðurstöð- ur skoðanakannananna. Harðari aðgerðir gegn IRA DUBLIN 31/8 Reuter — Liam Cosgrave, forsætisráðherra Irlands, hefur beðið þingið að lýsa yfir neyðarástandi i landinu i þvi skyni að koma i gegn lögum um haröari aðgerðir gegn IRA, hinum ólöglega trska lýð- veldisher. Samkvæmt þessum lögum fá her og lögregla rýmri hendur I viðureigninni við IRA, hægt verður aö halda mönnum lengur i varöhaldi án þess að ákæra sé fram borin, refsingar fyr- ir þátttöku i IRA verða stórauknar, og svo framvegis. Talið er liklegt að þingið veröi við tilmælum forsætisráöherrans. Helsta ástæðan til þess að írlandsstjórn tekur þetta skref mun vera drápið á breska ambassadornum I Dublin I júli. NAMIBÍA: S-Afríka að láta undan? WINDHOEK 31/8 Reuter — Samkvæmt heimildum I Namibiu er Suður-Afrikustjórn nú reiðubúin að leyfa fulltrúum frá Sam- einuðu þjóðunum að fylgjast með kosningum I Namibiu og jafn- vel að fallast á þátttöku SWAPO, siálfstæðishreyfingar blökku- manna i landinu, I viðræðum um sjálfstæði Namibiu. Er hér um aö ræða verulegt undanlát af hálfu Suður-Afriku, ef rétt er frá hermt, þvi að til þessa hefur suöurafriska stjórnin bannað Sam- einuðu þjóðunum öll afskipti af Namibiu og þvertekið fyrir að ræða við SWAPO. Aður hefur Suður-Afrika gefiö eftir með þvi að lýsa þvi yfir að Namibia fengi sjálfstæði i árslok 1978, en hingaö til hafa suðurafriskir ráðamenn meðhöndlað landið sem hluta af Suður-Afriku. Yfirlýsingin um sjálfstæöi var gefin fyrr i þessum mánuði. SWAPO hefur háð skæruhernað gegn suðurafrískum yf- irvöldum siðastliðin tiu ár. Talið er að Namibia verði eitt helsta umræðuefni þeirra Kissingers, utanrikisráðherra Banda- rikjanna, og Vorsters, forsætisráðherra Suður-Afriku, er þeir hittast I Sviss um helgina. Mannfall eykst i Ródesíu SALISBURY 31/8 Reuter — Svartir ródesiskir skæruliðar réðust á búðir Ródesiuhers í norðausturhluta iandsins I gær og særðust sex ródesiskir her- menn alvarlega i árásinni, samkvæmt tilkynningu frá stjörninni. I sömu tilkynningu segir að siðustu þrjá dagana hafi stjórnarhermenn fellt 22 skæruliða, en alls hafi 58 skæruliðar fallið siðastliðna viku. Hefur mannfallið sjald- an verið meira á jafnskömm- um tirna siðan skærustriðið hófst i Ródesiu I desember 1972. Ródesisk yfirvöld halda þvi fram að nærri 900 skæru- liöarhafi verið felldir þaðsem af er árinu. Merki útgefið af baráttusam- tökum blökkumanna i Ródes- fu. Þarlendir blökkumenn kalla landið Zimbabwe eftir fomum og miklum bygginga- rústum. Yfir 40.000 falln- ir í Líbanon Aukin ihlutun sýrlendinga i vœndum? BEIRUT 31/8 Reuter — Elias Sarkis, kjörinn forseti Libanons, skrapp i dag til Damaskus og ræddi við Hafes al-Assad Sýr- landsforseta, að þvi er útvarp falangista skýrði frá I kvöld. Munu þeir hafa rætt um mögu- leikana á að koma á friði I Liban- on, en talið er að yfir 40.000 manns hafi verið drepnir i strfð- inu þar, sem nú hefur staðið yfir i meira en 16 mánuði. Rúmur helmingur Libanons er nú sagður á valdi sýrlendinga, sem að sögn hafa um 13.000 manna her i landinu. Fréttirhafa borist um að sýrlendingar hafi sent 20.000 manna her inn I Libanon til við- bótar um sfðastliöna helgi, en Sýrlandsstjórn segir það lygimál. Dregið hefur úr bardögum i Libanon siðustu dagana og um meiriháttar orrustur er ekki að ræða i bráðina, en viða eru minniháttarátök. Vopnahlé hefur verið samið yfir fimmtiu sinnum frá þvi að striðið hófst, og eru menn vondaufir um að nýtt vopnahlé yrði haldið, þótt sam- komulag næðist um það. Sarkis á að taka við embætti 23. septem- ber og grunar marga að sýr- lendingar munu taka til sinna ráða ef hinum striðandi fýlking- um libana tekst ekki að semja sátt fyrir þann tima. Araba- bandalagið heldur friðarum- leitunum áfram, en talið er að þær verði erfiðar framvegis sem hingað til, meðal annars vegna þess að bæði vinstri- og hægri- sinnaðir Ubanir, svo og palsetinu- menn, eru margklofnir innbyrðis, einkum libanskir hægrimenn. Sýrlenska stjórnin hefur gegn- um sendiráð sitt i Moskvu sent yf- irlýsingu til sovéskra frétta- stofnana og vestrænna frétta- ritara þar i borg, og er þar um að ræða varnarorö sýrlendinga vegna ihlutunar þeirra i Libanon. I yfir lýsingunni er farið hörðum orðum um PLO, aðalsamtök palestinumanna, þau sökuð um að vera ekki lengur frelsishreyf- ing, heldur yfirgangsaöili, og hafi ágengni PLO leitt til þess að sýr- lendingar skárust ileikinn. Sovét- rikin hafa lagt aö sýrlendingum að hætta ihlutun i Libanon. F ramkvæmdastof nun: Byggðadeild stofnuð Vextir af lánum úr Byggðasjóði hœkkaðir úr 10 i 12% A fundi stjórnar Framkvæmda- stofnunar rikissin á Isafirði sl. fimmtudag var tekin ákvörðun um stofnun sérstakrar byggða- deildar við stofnunina og jafn- framt gerð tillaga til rikisstjórn- Ihaldssamur erkihiskup veldur páfa vandrœðum: Messar á latínu og hælir Franco GAND ALFSKASTALA 31/8 Reuter — Páll páfi ráðfærði sig I dag við postullegan nuncio (am- bassador) Vatikansins i Frakk- landi og einnig Vincenzo Fagiolo, erkibiskup af Chieti, sem er þekktur sérfræðingur i kirkjulög- um. Fóru viðræðurnar fram i sumarsetri páfa, Gandálskastala (Castelgandolfo) og fjölluðu um franska erkibiskupinn Marcel Lefebvre, sem er ihaldssamur mjög og hefúr andæft ýmsum ný- mælum sem páfi hefúr fyrirskip- að, einkum varðandi messugerð. Erkibiskupinn, sem er sjötugur að aldri, harðneitar að messa á frönsku eins og nú á að gera sam- kvæmt páfalegri tilskipan, en vill messa áfram á latinu og sam- kvæmtreglum frá kirkjuþinginu i Trent, sem haldið var 1580. Nú hefur frést aö þessi óhlýðni preláti hyggist brjóta enn frekar af sér en hann er búinn að gera með þvi að syngja messu á latlnu i Besancon, en páfi hefur þegar bannað honum að vinna nokkur prestverk. Lefebvre hefur þegar brotið gegn þvi banni einu sinni með þvi’ að messa i Lille, við mik- inn fögnuð ihaldssamra kaþólikka. Þá leikur grunur á að hann hyggist bæta gráu ofan á svart með þvi að vigja til prests guðfræðinema nokkurn, sem ver- ið hefur i læri hjá honum. Ef Lefebvre lætur verða af þvi að messa i Besancon, er talið að hannmuni embætta á iþróttavelli þar i borg, þar eð allar kirkjur eru honum bannaðar. Lefebvre telur að nýmæli þau, sem gerð voru innan kaþólsku kfrkjunnar á öðru kirkjuþinginu i Vatikaninu fyrir tiu árum, hafi verið „vinstrisveifla”, og i dag benti hann á Franco sem dæmi um góöan þjóðarleiðtoga. Lét erkibiskupinn þessi ummæli sér um munn fara i viðtali við blaðið Corriere della Sera i Milanó. Hugsanlegt mun að Lefebvre verði settur út af sakramentinu ef hann haldur áfram aö standa upp i hárinu á Vatikaninu. Allir út að mála! ■ m i '■ ' ' ' ■ ■' VITRETÉX plastmálning myndar óvenju sterka húð. Hún hefur því framúrskarandi veðrunarþol. 1 S/ippfé/agið íReykjavikhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og33414 VITEETEI lastmálnj H0B0 arinnar um að Bjarni Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akur- eyri, yrði skipaður framkvæmda- stjóri hennar. Þá var tekin ákvörðun um hækkun vaxta á lánum byggðasjóðs úr 10 I 12% en lán sjóðsins eru óverðtryggð. Stjórn Framkvæmdastofnunar samþykkti einnig að gera þá til- lögu til rikisstjórnarinnar að hún skipaði Helga ólafsson, hagfræð- ing I stöðu framkvæmdastjóra áætlanadeildar, I stað Bjarna Braga Jónssonar, sem lætur af þvi starfi i dag og fer til starfa við Seðlabankann. EBE: Þurrkar minnka jfamleiðslu kmdbún- aðarafurða BRÚSSEL 30/8 NTB — Pierre Lardinois, sérfræðingur stjórnar- nefndar Efnahagsbandalags Evrópu i landbúnaðarmálum, sagði i dag að tjónið af völdum þurrkanna væri orðið slikt, að reynst gæti nauðsynlegt að aðildarriki bandalagsins gripu til sérstakra aðgeröa til stuðnings landbúnaðinum, og mun þar átt við stuðning frá þvi opinbera. Samkvæmt skýrslum verður kornuppskera EBE-landa um 5% minni i ár en venjulega og sykur- framleiðslan dregst einnig mikiö saman. Lardinois segir þó að ekki þurfi að óttast skort á kjöti, sykri og mjólkurmat i vetur. Landbúnaðarráðherrar EBE-landa koma saman á sér- fund út af þessum málum 9. sept. og munu þá ræða hugsanlegar neyðarráðstafnanir. „Þeir munu einnig ræða hvernig tryggja megi nægilegt framboð á landbúnaðar- vörum á forsvaranlegu verði bæði fýrir framleiðendur og neytend- ur, án þess þó að þrengt verði áb hinum frjálsa og opna markaði innan EBE,” sagði Lardinois.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.