Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. september 1976 Miðvikudagur 1. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Baldur Bjarnason ásamt syni slnum Birni. Túnstæöiö var svo blautt aö feögarnir uröu aö vera stlgvélaklæddir viö heyþurrkunina. (Myndirnar á slðunni tók —eik.) Skúli Pétursson, Nautaflötum, fellir siöasta stráiö á þessu sumri. Þessa ófögru sjón, niöurrignt hey, er viöa aö sjá sunnanlands um þessar mundir. SÍÐASTA STRÁIÐ A mánudaginn var tok sólin upp á þvi aö skina hér á Suðurlandi.A sunnudaginn hafði meira aösegja ekki rignt tiltakaniega mikiö svo við Þjóöviljamenn brugöum okkur austur fyrir fjall til þess aö sjá hvort ekki kæmi fjörkippur I heyskapinn hjá vatnshrjáöum bændum þar I sveitum. A leið okkar austur i Hraun- geröishrepp sáum við viða hey I stökkum á túni. Á stökustað sáust óslegin úrsér sprottin tún og sums staðar lá hey flatt og niðurrignt. Hefur legið i þrjár vikur. Á túninu I Hraungerði I Hraun- geröishreppi var að störfum ung- ur og gjörvulegur piltur. Gekk hann með heykvisl á múga, sem þar höfðu legiö i þrjár vikur að hans sögn og rignt niður i svörðinn. Sagöi hann að ekki væri hægt að koma vélum að heyinu þvl bæði lægi það illa fyrir vélum og svo væri það svo þungt orðiö af allri vætunni, að vélarnar réöu ekki við þaö. Hins vegar ætlaði hann nú að reyna það eftir að hann hefði lokið við að lyfta þvi upp með kvislinni. Sagði hann að nóg hey væri komið I hlöður handa kúnum. Þessi ungi maður heitir Bjarni Bragason og hefur verið vinnu- maður i Hraungerði i sumar. Þá voru þar og tveir krakkar en þeir voru farnir I skóla þegar okkur bar aðgarði, og Bjarni einn með ábúendum jarðarinnar, en bóndinn lá veikur þennan fyrsta þurrkdagum þriggja viknaskeið. Merkileg tilviljun, allsendis óskyld heyskap, er sú, að Bjarni er bróðir Leifs Bragasonar frá Selfossi, sem haföi heppnina með sér I blaöaberahappdrætti Þjóð- viljans og hlaut fyrir vikið viku- ferð til Færeyja. Hestamenn i heyskap A vesturbakka ölfusár hittum viðfyrir hjónin Baldur Bjarnasor og Gunndisi Sigurðardóttui ásamt Birnisyni þeirra. Þau voru með hrifur að dreifa úr tveggja vikna gömlu grasi, sem legið hefur I regninu. Var túnstæðið gegnsósa af vatni, en þau gerðu sér góðar vonir um að upp mundi þorna nú, og þau næðu inn heyi sinu, sem þau eru að þurrka fyrir fimm hross, sem þau eiga sér til yndis og ánægju, en Baldur starf- ar sem mjólkurfræðingur á Sel- fossi. Siðasta stráið fellt Yfirleitt var sem menn tryðu þvi ekki almennilega aö þurrkur væri kominn, i þaö minnsta voru ekki margir viö heyskap. Kann það þó að hafa stafað af þvi hversu gegnsósa túnin eru orðin eftiralla vætuna, og vafasamt að þau þoli þungar vinnuvélar, amk. ekki i Flóanum. En að Nautaflötum i ölfus- hreppivar Skúli Pétursson.bóndi að slá siöustu spilduna að þessu sinni og notaði til þess sláttu- þyrlu. Hann býr i félagsbúi með bróður sinum sem á næstu spildu við og var að dreifa þvi sem þeir slógu á sunnudag. Eru þeir með 40 kyr auk geldneytis og nokkur hross. Sagði Skúli að þeir hefðu orðið nokkurn veginn nægjanleg hey handa kúnum fyrir veturinn, en fóðurgildi þess væri slikt að gefa þyrfti með þvi mjög mikinn fóðurbætir. Þeir bræður eiga eftir að hirða key af 9 hekturum lands og það sem Skúli var að slá þegar okkur bar að ætluðu þeir aö gefa hestun- um i vetur ef þeim tækist aö þurrka það. Sagði hann að þetta væri ekki mjólkurkúahey: úr sér sprottiö og farið aö tréna að ofan en ennþá grænt i rótina. Sagöi Skúli, að heyskapur væri amk. heilum mánuöi á eftír þvi, sem æskilegt mætti telja, og eng- inn heyskapur hefði átt sér stað á Nautaflötum frá 2. ágúst þár til þennan dag, sem var sá þritugasti mánaðarins. Hvað um hina? Skúli sagðist ekki hafa ástæðu til að bera sig illa, þótt hey- skapartið hefði verið stirð og leiðinleg. Til væru bændur uppi I Arnessýslu og sjálfsagt viöar á Suðurlandi, sem ekki ættu eitt strá komið i hlöðu. Þegar þetta er skrifað á mánudagskvöld, er orðinn skýjaður himinn og ef til vill verður farið að rigna þegar þetta er lesið, og jafnvel búið að rigna um hrið. Viö skulum þó vona að svo verði ekki, heldur hangi hann þurr um nokkurt skeið. En ef ekki? Hvaö þá um framtið þeirra búa,þar sem ekkihefurenn, þann 30. ágúst, tekist að hirða eitt strá i hlöðu? —úþ Bjarni Bragason, vinnumaður i Hraungerði, rótar til niöurrigndu heyinu. Bólstrarnir fjærst voru settir upp fyrstu dagana I ágúst, og ef þornar upp aö einhverju markinú verður heyinu dreift Gunndis Sigurðardóttir snýr til þurrkunar á nýjan leik. Spiidan, sem veriö er aö snúa á, var slegin þann 29. ágúst. blautu heyinu. Meöfram ströndinni voru börn að busla og synda i sjónum Þórarinn Magnússon bæjarverkfræðingur varð lika að fara i sjóinn. Hvað er betra en sólarsýn í Neskaupstað? Hvað er betra en sólarsýn, þá sveimar hún yfir stjörnu- rann? Hún vermir, hún skin og hýr gleöur mann. Þetta er upphaf kvæðis sem austfirðingur orti fyrir þremur öldum um dásemdir og mildi sól- arinnar. Hann hét Bjarni Gissur- arson og var prestur i Þingmúla. Og enn gleöur Drottinn austfirð- inga með þvi að senda þeim brennandi sólargeisla og gerir þá brúna, sællega og ánægða meðan aörir islendingar sitja gneypir og horfa i gaupnir sér. Þegar regnið lamdi reykvik- inga án afláts i siðustu viku varð undirritaður blaðamaður njót- andi þeirrar náðar ritstjórnar Þjóðviljans að vera sendur austur i sólina, og það er eins og að koma i aðra veröld. Svo mikill var hit- inn að norðfirðingar sliguðust nær. Bjart og tært loftiö gerði geisla sólar óbærilega. Lækir seytluöu niður hliðar svo værukærislega aö hálfur bærinn varð vatnslaus. Hálfber bæjar- verkfræöingurinn hrukkaöi ennið og mældi rennslið. Það reyndist vera 10 sinnum minna en venju- lega. Og áhyggjumál hins unga og öra Þórarins Magnússonar voru ekki bara af vatnsleysinu. Af mikilli eldhyggju hafa rauðir norðfirðingar með Loga i broddi fylkingar malbikað aðalgötu bæj- arins i sumar. Hún er meira en 2 km að lengd. Þegar hitastigið er 26 stig dag eftir dag er malbik i hættu. Bæjarbúar óðu það I ökkla þessa daga. Þegar bæjarstarfs- menn voru búnir að sandbera það eftir hádegi á föstudaginn var þrek þeirra á þrotum. Þó að þeir væru klæddir stuttbuxum einum fata rann svitinn án afláts niður bera bringuna. Gripið var til þess ráðs að gefa þeim fri. I Fannadal var boöið upp á ropvatn og pólskt biskvi, kennt við prins. Magnvana reyndu menn hanaslag en hann fór illa. A blátærum rjómalognsfiröi létu árabátar reka. Krakkar og fullorðnir busluðu i sjónum með- fram allri ströndinni. Þetta var á Islandi. 1 biðröðinni við sjoppugatið til að fá sér Is eða eitthvaö kalt að Framhald á bls. 14. Yngri deildin af hinu myndarlega dagheimili norðfirðinga var að koma úr berjamó ofan úr fjalli þegar þessi mynd var tekin af þeim ásamt fóstrunuin. Berjaspretta er með besta móti eystra, allt blátt og svart. Frændurnir Davið Samúelsson og Hilmar Sverrisson. Davið á heima I Þorlákshöfn og var í heimsókn hjá ömmu sinni. Hann var minna brúnn en Hilmar. Svona litur vatnsbóliðút. Botninn er farinn að springa af þurrki og litiö vatn sést. A fimmtudag hitti blaðamaður þessa beru menn þar sem þeir voru að smiða i hitanum. Þeir höfðu heyrt talað um að rigndi mikiö I Reykja- vík. Nöfn þeirra eru frá vinstri Guömundur Sólheim verkamaöur, Jó- hann Kristinsson trésmiðalærlingur, John Feltam trésmiöaiærlingur, Sævar Asgeirsson trésmiðalærlingur og Edgar Sólheim verkamaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.