Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur I. september 1976 V erkamannabústað irnir í Seljahverfi tengdir SJ Frá og meö 1. september n.k. veröa nýju verkamannabú- staöirnir I Seljahverfi tengdir leiöakerfi SVR. Veröur þaö gert á þann hátt, aö breytt veröur leiö- inni Hólar — Bakkar, sem frá og meö þeim tima heitir Hringleiö — Breiöholt. Fyrst um sinn veröur ekiö á hálftima fresti mánudaga til föstudags frá kl. 07-19 og er leitast viö aö tengja þessa leiö viö leiö 12 á gatnamótum Stekkjar- bakka viö Miöskóga. Þá veröur einnig sú breyting á R. akstursleiöinni, aö hætt veröur aö aka Arnarbakkahringinn, en þess i staö veröur ekiö aö versluninni Breiöholtskjöri og þar snúiö viö. Hér er um aö ræöa skamm- timalausn, en fyrirhugaöar eru á næsta vori gagngeröar breyting- ar á Breiöholtsleiðunum. Áætlun hringleiöarinnar og leiðbeiningar munu liggja frammi i farmiöasölu SVR á Lækjartorgi og Hiemmi. svo og hjá vagnstjórum á þessari' nýju leiö og leið 12. Taflan sýnir minútur yfir heila klukkustund. A 30 min fresti má-fö kl. 07-19. Frá Suðurhólum 48 18 Miöskógar-Stekkjarb. 56 26 Olduselsskóli 59 29 Mætir leið 12 Miöskógar-Stekkjarb. 02 32 Breiöholtskjör 07 37 aö Hlemmi. Að Suöurhólum 12 42 J EndastöA: Suöurhólar (timajöfn- un). Leið: Suöurhólar — Austurberg — Norðurfell — Breiöholtsbraut — Stekkjarbakki — aö öldusels- skóla. Til baka Stekkjarbakka aö ■Breiöholtskjöri og þaðan um Breiðholtsbraut — Noröurfell — Austurberg — Suðurhóla. Verkamannabústaöir: Fyrsti vagn fer frá öldusels- skóla kl. 06.57 og siðan á hálftlma fresti samkvæmt áætlun. Tengist hann beint við leiö 12 við Miö- skóga. F'arþegar á leiö i Verka- mannabústaöina taka leið 12, sem fer frá Hlemmi 8 minútur yfir heilan og hálfan tima, og siöan hringleiöina viö Miöskóga, en þar veröur fjögra minútna biö. Húsgagnaverslun opnuð í Síðumúla Nýveriö var opnuð ný hús- Öskar Sigurðsson, bólstrari, sem gagnaverslun viö Siöumúla 34 i lengi hefur starfað hjá verslun- Reykjavik. Eigandi hennar er inni Hibýlaprýöi. Verslunin mun aöallega selja innlenda fram- leiöslu, einkum það, sem eigandinn setur upp sjálfur og bólstrar. Jafnframt mun þó hægt að fá húsgögn i verslun þessari frá ýmsum framleiöendum. A meðfylgjandi mynd eru, talið frá vinstri: Olgeir Erlendsson, verslunarstjóri, óskar Sigurös- son, eigandi verslunarinnar, og Bjarni óskarsson. Þing samtaka norrænna háskólamanna að Hótel Sögu Launastefna háskóla- manna á dagskrá Geðdeild Framhald af bls. 16 hægt aö halda áfram viö vegna tækniöröugleika. Yfirstjórnin hefur ekki enn gengiö frá þvi máli, en aö sögn Páls Sigurðssonar ráöuneytis- stjóra liggur sennilega þegar fyr- ir samþykki háskólaráös um aö 48 miljónir sem áttu aö fara i tann- lækna- og læknadeildarhús, fari i geðdeildarbygginguna. Páll tók Hvað er Framhald af bls. 9 drekka stilltu sér upp iturvaxin fljóö, svo fáklædd að ég vil ekki einu sinni lýsa þvi. Og svo kom laugardagur. Hann þó fram, aö það væri ekki nægi- legt til að ljúka þvi sem þyrfti. Þannig virðist engin stefnu- breyting hafa oröiö hjá heil- brigðisyfirvöldum frá þvi i vetur i málefnum geödeildarinnar, og likurnar aukast fyrir þvi, að Tómas Helgason reynist sann- spár, þegar hann telur að deildin verði ekki komin i gagniö fyrr en áriö 1982-3, tiu árum eftir aö öll- um undirbúningi hennar var lokiö i minnstu smáatriöum. —hm var heitastur. Þá kastaöi blaöa- maður sér i sjóinn i bláum nær- buxum. Klukkan 1 um nóttina sýndi hitamælir 21 stig og fólk sat úti i garöi á ágústnóttinni. Hvers vegna skyldu menn fara til Mallorka? — GFr 1 dag hefst á Hótel Sögu I Reykjavik þing samtaka nor- rænna háskólamanna. Þingiö Jón Framhald af 16. siðu. Hefur það ekki einnig hvarflaö aö Kr. aö taka tillit til fjarveru sjómanna vegna skyldustarfa á hafi úti sem útilokar þá frá aö neita réttar sins? Ég minnist þess aö hafa einu sinni hringt i Kr. og beöið hann um aö fara fram á þaö viö útgerðarmenn og skipstjóra aö þeir frestuðu þvi að fara á sjó, þar til áhafnir bátanna heföu neytt atkvæðisréttar sins i sambandi við atkvæöagreiöslu sem þá stóð yfir um bátakjarasamninga, og var þarna um aðeins rfokkrar klukkustundir aö ræöa. Þessu synjaöi Kr. og taldi ekki ástæöu til aö stööva bátana út af at- kvæðagreiðslunni. Þá vil ég enn benda Kr. á, að augu sjómanna eru enn frekar aö opnast fyrir þvi ranglæti, sem þeir eru beittir i launum miöaö viö aörar stéttir i þjóöfélaginu. Þá vegur ekki svo litiö i viöhorfi sjómanna til samninga nú, aö enn skuli þeir þurfa aö greiða til stofnsjóös fiskiskipa eftir þær upplýsingar, sem Kristján Thorlacius for- maður BSRB og Bergur Guöna- son lögfræðingur gáfu upp um skatta og fyrningar útgeröarinn- ar, þar sem sýnt var fram á meö rökum aö útgeröarmenn hagnast vel á sinum rekstri. Þá vil ég einnig benda Kr. á,og sjómönnum einnig, að til eru margir út- geröarmenn sem telja núverandi skiptaprósentu of lága, þeir geti greitt hærri skiptaprósentu, og dæmi eru um aö þeir hafi gert þaö sumir hverjir. Eitt get ég full- vissaö Kr. um.aö sjómönnum var ekki hlátur i huga þegar þeir felldu samningana nú i annað sinaen þeim þykir þaö napurt aö útgeröarmenn skuli hafa i for- svari fyrir sig mann, sem getur hlegið að sliku sem þarna er um að ræöa. Aö lokum vil ég benda Kr. á aö ef fleiri sjómenn heföu haft tækifæri til að koma á kjör- staö, heföu samningarnir veriö felldir meö enn meiri mun en kom fram i þessari atkvæöagreiöslu”. sitja 170 fulltrúar. Samtök háskólamanna á Noröuriöndum hafa innan sinna vébanda yfir 350 þúsund háskólamenn, sem starfa ýmist hjá opinberum aöiium, einkaaöilum eða sjálf- stætt. Bandalag háskólamanna hefur veriö aöili að Nordisk akademikerrád frá þvi áriö 1962, en i þvi ráöi eiga sæti 15 fulltrúar frá hliöstæöum sam- tökum i Danmörku. Finnlandi, Noregi og Sviþjóð. Haldnir eru fundir i Norræna háskóla- mannaráöinu einu sinni til tvis- var á ári og undanfarin ár hafa fulltrúar frá BHM sótt þessa fundi. Þriöja hvert ár er haldiö þing norrænna háskólamanna og var þingiö siðast haldiö i Finnlandi og sóttu þaö tveir full- trúar frá BHM. Valur Framhald af bls. ll! þeir þó alltof „nettir”, iosuöu sig seint viö boltann og gáfu eftir I návigum. Vantaöi meiri hörku á þeim vigstöövum. Dómari i þessum mikla bar- áttuleik var Magnús Pétursson. Leikurinn var ekki auðdæmdur, Magnús flautaöi e.t.v. nokkuö mikiö, en meö þvi tókst honum þó aö halda leikmönnum vel I skefjum. Guömundur Þor- björnsson fékk gula spjaldiö. —gsp * POSTSENDUM TROLOFUNARHRINGA JoOáimrS Inísson í..iiig.ibrgi 30 finmi 10 200 DWÐVIUINN Áskrirtarsími 1 75 05 A þinginu i Reykjavik verða flutt framsöguerindi um eftir- talin efni: Hlutverk samtaka háskólamanna i þjóöfélaginu sérstaklega meö tilliti til launa- málastefnu, vinnumarkaðsmál og atvinnulýöræöi; á eftir fram- söguerindum veröa hringborös- umræöur og siðan almennar umræöur. Þinginu lýkur siðdegis á fimmtudag, en á föstudag munu þátttakendur fara i dagsferð og m.a. koma að Gullfossi, Geysi og Þingvöllum. Öldungakeppni Framhald af bis. li. byrjar leikinn, en framundan eru æfingar á fimmtudag og föstudag I Laugardalnum og svo um helg- ina á Þingvöllum og Laugarvatni. Jóhannes Eðvaldsson veröur á siöasta snúningi i þessan leik. Hann á á laugardaginn erfiöan leik meö Celtic og kemst aö öllum likindum ekki til landsins fyrr en sunnudagseftirmiödag. Leiknum hefur þess vegna veriö seinkaö frá kl. 15.00 til 18.15, en von er á Búbba um 15-ieytiö til Keflavikur. Aðrir atvinnumenn okkar koma heim á föstudag eöa laugardag og dveljast með landsliðinu á Þing- völlum. Skelfiskveiðar Framhald af bls. Í6 ákvörðum veriö ókunnugt um ýmis atriöi i Stykkishólmi, sem ótviræð áhrif hafi á verölags- ákvöröun. í bréfinu segir einnig, aö sjó- menn hafi orðið fyrir talsveröum þrýstingi vegna róðrabannsins, og þvi að þeim haldiö, aö efna- hagsafkoma Stykkishólms standi og falli meö þvi hvort róiö sé á skel eöa ekki. Eins og aö framan segir hafa sjómenn og útgerðarmenn nú ákveöið aö róa á skel þar til á morgun og vænta þess, aö þá hafi verö á skel veriö leiörétt, en ef ekki sjá þeir sér ekki fært aö stunda slikar veiöar. -úþ. Djúpivogur. Alþýöubandalagiö efnir til almenns stjórnmálafundar á Djúpavogi I kvöld, miövikudaginn 1. sept. Fundurinn veröur haldinn 1 Neista og hefst klukkan 20:30. Lúðvik Jósepsson mætir á fundinum. Hornafjörður Alþýöubandalagiö heldur almennan stjórnmálafund I gagnfræöa- skólanum á Höfn I Hornafiröi fimmtudaginn 2. september, og hefst fundurinn kl. 20:30 Hrútafjörður Alþýöubandalagiö Bæjarhreppi Hrútafirði heldur félagsfund á Borö- eyri I kvöld, miövikudaginn 1. september kl. 21. Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóöviljans mætir á fundinum Hólmavík og nágrenni Aöalfundur Alþýöubandalags Steingrimsfjaröar og nágrennis veröur haldinn I Klúkuskóla Bjarnarfiröi, fimmtudaginn 2. september klukkan 21. Kjartan Clafsson, ritstjóri Þjóöviljans, mætir á fundinum. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Kjördæmisráðstefna Alþýöubandalagsins á Vestfjörðum veröur haldin aö Núpi I Dýrafiröi dagana 4. og 5. september n.k. Ráöstefnan hefst klukkan 2 siödegis laugardaginn 4. september. DAGSKRA: 1. Félagsmál 2. Stjórnmálaviöhorfið 3. Landbúnaöarmál. 4. Kosiö i trúnaöarstörf. Gestir ráöstefnunnar veröa þeir Geir Gunnarsson alþingismaöur, Jón Viöar Jónmundsson, starfsmaöur Rannsóknarstofnunar landbúnaöar- íns og Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóöviljans. — Stjórn kjördæmisráös- ins. Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Kjördæmisráöstefna Alþýöubandalagsins á Vestfjörðum veröur haldin aö Núpi I Dýrafiröi dagana 4. og 5. september n.k. Ráöstefnan hefst klukkan 2 siödegis, laugardaginn 4. september. DAGSKRA: 1. Félagsmál. 2. Stjórnmálaviöhorfið. 3. Landbúnaöarmál. 4. Kosiö I trúnaöarstörf. Gestir ráöstefnunnar veröa Geir Gunnarsson, alþingismaöur, Jón Viö- ar Jónmundsson, starfsmaöur Rannsóknarstofnunar landbúnaöarins og Kjartan Ólafsson ritstjóri Þjóöviljans. — Stjórn kjördæmisráösins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.