Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1976, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 1. september 1976 DWÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. AÐHLYNNING GEÐSJUKRA Þegar vinstristjórnin kom til valda urðu mjög snögg umskipti á mörgum sviðum en einna mesta athygli vakti sú mikla breyting sem varð á viðhorfi stjórnar- valda til hverskonar félagslegrar þjón- ustu. Hefur verið gerð grein fyrir þeim málum hér i Þjóðviljanum margoft á undanfömum misserum sem eðlilegt er, enda sýna þau i hnotskurn pólitiska stefnu og mismun á pólitlskri stefnu tveggja rikisstjórna. Eitt þeirra mála sem varpar hvað skýrustu ljósi á þennan umrædda mismun er bygging geðdeildar við Land- spitalann og verður það mál nú rakið nokkrum orðum. Þegar vinstristjórnin tók við sumarið 1971 höfðu þegar um langt árabil verið nokkrar umræður i fjölmiðlum og viðar um nauðsyn þess að bæta aðhlynningu geðsjúkra á íslandi. Lögðust þar allir á eitt i orði að þvi er virtist. í samræmi við þennan almenna vilja beitti heilbrigðis- ráðherra vinstristjórnarinnar Magnús Kjartansson sér einarðlega fyrir þvl að hafist yrði handa um byggingu geðdeildar i tengslum við Landspitalann. Þessi ákvörðun heilbrigðisráðherra kom af stað heiftarlegum deilum, voru þær magnaðar upp á siðum Morgunblaðsins, sem þá var i stjórnarandstöðu, og Tímans, sem þá var ríkisstjórnarblað eða átti að heita það. Svo fór þó sem betur fer að úrtölumenn létu und an siga og hafist var handa um fram- kvæmdir. Var tryggt fjármagn til verkanna og fyrir lágu ljósar áætlanir um gang málsins af hálfu þar til skipaðra að- ila. Virtist þvi ekkert að vanbúnaði um framhaldið. En sumarið 1974 urðu stjórnarskipti og þá var blaðinu þvi miður snúið við. Það var ekki og er ekki vegna þess að einstökum ráðherrum núverandi rikisstjórnar sé á einn eða annan hátt I nöp við þá starfsemi sem fram átti að fara i geðdeildarbyggingunni. Ástæðan er ein- faldlega sú að það eru önnur mál sem hafa forgang I þeirra huga eins og til dæmis það að aflétta verðlagseftirliti svo nýjasta dæmið sé nefnt. „Samdráttarstefna rikisstjórnarinnar ræður mestu um tafir framkvæmdanna” við geðdeildina, segir ólafur Jensson læknir i viðtali við Þjóðviljann i gær. ólaf- ur á sæti i yfirstjórn framkvæmda á Land- spitalalóðinni. Tómas Helgason yfirlæknir Kleppsspit- alans sagði meðal annars i viðtali við Þjóðviljann á laugardaginn um tafir á framkvæmdum: „Þetta eru óskaplega furðuleg vinnubrögð og hörmulegt að svona skyldi fara með geðdeildina, þegar á það er litið að við sem að undirbúningi þessarar deildar unnum vorum búin að skila öllum teikningum og áætlunum i minnstu smáatriðum 1973...” Um ástandið i umönnun geðsjúkra hér á landi sagði yfirlæknirinn: „Astandið hér er nú sllkt að við erum i stökustu vandræðum með að anna umsóknum og verðum að neita fjölda fólks sem til okkar leitar. Slikt er mjög afleitt þar sem geðrænir sjúkdómar eru þess eðlis að sjúklingarnir verða að komast undir meðferð strax. Gott dæmi um ástandið sem skapast við svona að- stæður er sú staðreynd að á sl. 5 árum höf- um við fengið inn á spitalann miklu meira af veiku fólki en áður. Þessi aukning kem- ur af þvi að fólk kemst ekki strax undir læknishendur og sjúkdómurinn versnar stöðugt meðan það biður eftir plássi. Svo fáum við það framani okkur að sú fram- kvæmd sem við höfum bundið svo miklar vonir við á ekki að komast i gagnið fyrr en eftir svo mörg ár að hún kemur ekki einu sinni til með að halda i horfinu, hvað þá annað.” Talið er að hér á landi þurfi að vera vist- unarrúm fyrir um 440 geðsjúka, en rúmin eru alls nú 227, og tala þeirra hefur staðið í stað um árabil og gerir augljóslega í mörg ár enn,fari svo fram sem horfir. En von- andi verða skrif undanfarinna daga til þess að fjárveitingavaldið, alþingi og al- þingismenn geri sér ljóst i hvert óefni stefnir, þannig að tryggt verði nægjanlegt fjármagn þegar i stað svo unnt verði að halda áætluðum framkvæmdahraða og vinna upp tafir sem orðið hafa. Allar þær grannþjóðir okkar sem við tökum gjarnan mið af leggja áherslu á að bæta félagslegan aðbúnað og aðhlynningu sjúkra. Eins og sakir standa er ísland eina landið sem virðist vera að dragast aftur úr fremur en hitt. Það er ekki fagur vitnis- burður um hið rika islenska þjóðfélag. Að- búnaður sjúkra og félagsleg þjónusta hvers þjóðfélags er nefnilega til marks um siðferðilegan þroska og mannlega reisn; vanræksla þessara þátta er til marks um lágt menningarstig og brenglað gildismat. Stefnuskrá ASI Miöstjórn ASl hefur nú sent frá sér frumdrög aö stefnuskrá Alþýðusam bandsins, sem ætlúnin er aö afgreiða á þinginu 29. nóvember til 3. desember. Þetta er talsvert plagg, nálega 20 siður, og er þaö hugmynd miöstjórnar aö eingöngu sé litiö á það sem umræðugrundvöll. Verkalýösfélögunum er ætlaö aö ræöa frumdrögin og skila inn breytingartillögum siöari hluta októbermánaöar. Miöstjórnin mun siöan fara yfir tillögurnar og skila umsögn um þær og eigin tillögum um breytingar á afmælisþinginu. Allar tillögur, sem frá verkalýösfélögunum koma, verða lagðar fyrir þingiö. Hér er um mikið verkefni aö ræöa og raunar timamót I sögu Alþýöusambandsins. Þaö hefur ekki haft formlega stefnuskrá i 34 ár, eða siöan fullur aðskilnað- ur varö meö Alþýöuflokknum og Alþýöusambandinu 1942. Mikið er um þaö rætt að litil þátttaka sé I störfum verkalýös- félaga. Stundum hefur veriö sagt aö þaö stafi meðfram af þvi aö verkefni þeirra sé eingöngu daglegt launaþras, sem fólki finnst alltof oft aö starfsmenn þeirra séu einfærir um aö standa i. Nú er um það aö ræöa aö félagar Alþýöusambands Is- lands láti i ljós vilja sinn um framtiðarþjóöfélagiö og þau baráttumál,sem eiga aö liggja til grundvallar starfsemi ASÍ á næstu árum. Þaö er þvi ærin ástæöa fyrir verkafólk aö taka virkan þátt i þeirri stefnuskrár- umræöu sem i vændum er innan verkalýösfélaganna. Þar ætti enginn aö skerast úr leik, þvi aö stefnuskrá ASt getur oröiö merkilegt pólitiskt plagg, sem ekki hefur einvöröungu áhrif á starfsemi verkalýössam- takanna, heldur á stjórnmála- viöhorf I landinu i heild. Ljót saga Það er ljót saga, sem Halldór Halldórsson rekur i kjallara- grein i Dagblaöinu i fyrradag. Hún kemur þó siöur en svo á óvart, sen er samt ein skýrasta staðfesting á þvi hve spillingin i viöskiptaneiminum er mikil sem fram hefur komið. Saga þessi úr viöskiptunum byggir á ákæru á hendur hæstaréttarlög- manni, sem svikiö hefur út úr manni 1.2 miljónir króna fyrir milligöngu „leigubilstjóra” og er eiginkona hans, sjálf hæsta- réttarlögmaður og kennari viö Háskólann, samsek i málinu aö mati lögmanns ákæranda. Þótt engin nöfn séu nefnd dylst fæst- um hvaöa persónur hér eiga Kjallarinn Holldór Holldórsson hlut aö máli. Og ekki skortir á aö hlifiskildi sé haldiö yfir viökomandi af kunningjaástæö- um. Fjórir lögfræöingar neituðu aö taka aö sér aö gera fjárnám hjá hæstarréttarlögmanninum. Sá fimmti tók að sér fjárnámiö en þaö reyndist árangurslaust. Tilgreind hjón hafa meö sér kaupmála, konan á eignirnar, en maöurinn einungis skuldirnarj þótt þau reki lög- mannsskrifstofu I félagi. Nú er málið hjá yfirsakadómara, og ekkert gerist þvi hann er I frii. Lesendur Þjóöviljans eru hvatt- ir til þess aö kynna sér grein Halldórs. Þar er viti til varnaðar auðtrúa sálum I peningamálum, sem ekki átta sig á klækjum löglæröra manna og ósvifinna handbenda þeirra. Jafnframt er ástæöa til þess aö hvetja fólk sem orðið hefur fyrir áþekkum klækjum og óþokka- brögöum aö segja sögu sina 1 fjölmiðlum. Dómarar þurfa fri, en þurfa málin að fara i fri með þeim? Enda þótt dómarar, rannsóknarlögreglumenn og fleiri starfsmenn i réttarkerfinu séu yfirhlaönir af störfum og sjái ekki fram úr verkefnum sinum þessa stundina þurfa þeir aö sjálfsögðu sin fri og eiga ef til vill meiri siðferðilegan rétt á þeim heldur en aörir, vegna mikils starfsálags. En þaö vekur alltaf furöu þegar þaö kemur fram hvaö eftir annaö aö málin fara i fri meö þeim. Dómurum og rannsóknarlög- reglumönnum er úthlutaö ein- stökum málum, og viröast þau siöan vera algjörlega upp á viö- komandi menn komin. Veikist dómarinn, veikist máliö og er ekki tekið upp fyrr en hann hressist. Taki hann sér lögboö- iö fri, fer máliö I frl. Þessi hátt- ur er, ef dæma má af fréttum, haföur á t.d. hjá Borgar- dómaraembættinu og hjá Saka- dómi. Þaö liggur i augum uppi aö fyrirkomulag af þessu tagi hlýtur aö tefja málarekstur aö ófyrirsynju. Þarna sýnist ólög- fróöum aö bæta mætti úr. Embættin sjálf hljóta aö þurfa aö taka ábyrgö á þvi aö mái gangi fljótt og örugglega fyrir sig, hvaö sem liöur heilsufari og viöveru einstakra embættis- manna. Bara í einu starfi A þingi Sambands ungra Framsóknarmanna á Laugar vatni bar fátt til tiöinda, enda litið oröiö eftir af umbrota- mönnum I SUF. Þó var borin þar fram tillaga um það, aö framkvæmdastjóra Timáns yröi gert aö gegna þvi starfi eingöngu og engu ööru. Mun þetta hafa verið borið upp af góöum hug af mönnum, sem telja aö Kristinn Finnbogason sé dulitið of umsvifamikill á fjármálasviðinu. Viö nánari skoöun á þinginu kom þó i ljós aö tillöguflutningurinn var gjörsamlega ástæöulaus. Núverandi framkvæmdastjóri Timans gegnir eingöngu einu starfi. Eina launaöa aukastarf hans er smávegis fundarseta sem varaformaður bankaráös Landsbankans, og töldu menn þaö eölilega ekki ámælisvert. Þaö fer þvi fyrir ungum Fram- sóknarmönnum eins og Dag- blaösmönnum: Þeir sjá Krist- in allsstaöar, en geta hvergi fest á honum hendur. —ekh. Kristinn Finnbogason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.