Þjóðviljinn - 04.09.1976, Side 1

Þjóðviljinn - 04.09.1976, Side 1
Blaðamanna fundur með HELGARBLÖD ÞiÓÐVILJANS UOWIUINN umboðs- dómaranum i Laugardagur4. september 1976.—41. árg. —196. tbl. ávísanamálinu: „Fastakúnnar” í tékkasvikamálum hiá Borsrardómi Hrafn Bragason umboösdómari. Seðlabankinn lítur á afgreiðslu sína sem kœru Regina Bergmann situr hér við sauma i fataverksmiðjunni Dúk hf., en þar hefur hún starfað i 6 ár. Tilefni myndatökunnar var það, að i gær hófst iðn- kynningarár, sem islensk iðnkynning nefnir svo. Nánar er sagt frá upphafi iðnkynningarársins á baksiðu blaðsins. (Ljósm. —eik.) Jónas Haralz, bankastjóri: Bankinn segir ekkert xmi ráðherralánið „Viö höfum ekkert að segja um þetta mál að svo stöddu," sagði Jónas Haralz, bankastjóri í Landsbanka íslands/ þeg- ar blaðið bar undir hann upplýsingar Vilmundar Gylfasonari Dagblaðinu í gær þess efnis, að Einar Ágústsson, utanrikisráð- herra, hefði að sinu mati notið óeðlilegrar lánsfyr- irgreiðslu i bankanum. Bankastjórinn vísaði til þagnarskyldu banka- starfsmanna og kvað þetta mál þurfa að ræðast nánar innan bankans, áð- ur en nokkuð yrði um það sagt af hans hálfu. Málavextir eru þeir að sögn Vilmundar að 29. april sl. hefur utanrikisráðherra fengið i Landsbankanum persónulegt lán upp á 5,7 miljónir króna gegn sjöunda veðrétti i húsi sinu að Hlyngerði 9, Reykjavik. Lán- ið er til átta ára og veitt rétt eft- ir að tilkynnt var að vextir myndu hækka 1. mai með út- gáfu vaxtaaukalána. Lán ráð- herrans ber þvi eldri og la^gri vexti. Vilmundur fullyrðir að þegar skuldabréfið var sent fó- geta hafi þvi fylgt orðsending frá Landsbankanum þess efnis að tilkynning um það ætti ekki að birtast i Kaupsýslutiðindum. Utanrikisráðherra er erlendis og tókst ekki að ná tali af honum i gær. A það skal bent, að sam- kvæmt veðskuldabréfi er ekkert athugavert við veðtryggingu umrædds láns. Hinsvegar hljóta að vakna spurningar um mismunun i bankafyrirgreiðslu þegar þess er gætt, að lánastofnanir eru nú að ræða enn frekari útlánatak- markanir og almennir borgar- ar, sem eru að koma sér upp húsi, fá litla úrlausn i bönkum. Á fundi með fréttamönn- um í gær neitaði Hrafn Bragason, setudómari í á- visanasvikamálinu, að birta nöfn á þeim reikn- ingshöfum, sem við málið eru riðnir. Fram kom að Seðlabankinn hefur stað- fest að frá hans hálfu sé um kæru að ræða á þessa reikningshafa. Samt liggur ekkert fyrir um það hvort einhver banki telji sig hafa tapað á umsvifum tékka- hringsins. Þótt setudómarinn telji að mfnbirting komi ekki til greina fyrr en að rann- sókn lokinni, sem tekið getur mánuði eða ár, að hans sögn, kom fram að bankaráðsmenn í þeim bönkum þar sem tékka- Framhald á bls. 14. Sjá baksíðu Horfur á kartöflu- skorti Telja má vist, að kartöf luskortur segi til sín á komandi vetri. Uppskeran hérlendis verð- ur væntanlega minni en oft áður, og uppskerubrestur hefur einnig orðið í mörg- um Evrópulöndum. Samkvæmt upplýsingum frá Grænmetisverslun rikisins er kar'töfluuppskera þó góð á Norðurlandi. Hér sunnanlands, þar sem meginið af kartöflum landsmanna hafa verið ræktaðar til þessa eru uppskerustörf að hefjast F,r bleyta mikil i jarð- vegi, og litið undir og smátt. — úþ. . ÞJÓÐVILJA- HIJSIÐ Málarar og aðrir lagtæk- ir menn óskast í vinnu við ÞjóövíIjahúsið á morgun, sunnudaginn 5. september. Vinna hefst kl. 9. Stefnu- skrá og rokk Helgarblöðin eru 36 siður, 16siður i dag og 20 á morgun. Framvegis gerum við ráö fyrir að sunnudagsblöðin verði 24 siður þegar sumar- leyfahrotan er gengin yfir. Að vanda koma margir utanblaðsmenn við sögu i helgarblöðunum : Flosi Olfasson, Jóhann J. E. Kúld, Þórunn Sigurðardóttir, Kristján Frimann, Ingibjörg Haraldsdóttir og fleiri. Mjólkursamsalan. 1 sunnudagsblaðinu er nokkur kynning á þvi umrædda, að ekki sé sagt umdeilda, fyrirtæki Mjólkur- samsölunni i Reykjavik, það efni birtist i opnu sunnudags- blaðsins. Þar er ekki rætt um mjólkursölumálin, enda við- horf blaðsins til þess máls kunn af fréttaskrif um undanfarinna mánaða. Þá er i sunnudagsblaðinu grein með mörgum myndum um rokkhátiðina i Laugardals- höll, þar san meðal annarra lék listir sinar sá einbeitti trommuleikari sem myndin er af. Kjör opinberra starfsmanna Svavar Gestsson skrifar stjórmnálagrein sunnudags- blaðsins og fjallar hún um stefnuskrá Alþýðusam- bandsins sem nú er i bigerð. Hvernig stefnuskrá? heitir greinin ogerhúnhugsuð sem fyrstu skrefin i umræðu af hálfu Þjóðviljans um stefnu- skrá.-mál. I laugardagsblaðinu er að vanda þátturinn Vinna og verkafólk. Að þessu sinni i umsjá Guðjóns Friðriksson- ar blaðamanns. Þar er rætt um kjör opinberra starfs- manna — þar birtast fróðleg- ar upplýsingar i framhaldi af fyrri skrifum um þau mál. Myndlistarþáttur Kristj- áns Frimanns, Afdrep, sem birst hefur á laugardögum, er ætlaður til kynningar á myndlist almennt og er hann þannig frábrugðinn öðrum myndlistarskrifum dagblað- anna, sem einkum fást við sýningar á hverjum tima. Frakkland 1 báðum helgarblöðunum eru erlendar greinar frá Frakklandi. 1 laugardags- blaðinu er fjallað um vanda blaðaútgáfu þar i landi, en i sunnudagsblaðinu er grein um stjórnarskiptin i Frakk- landi. Einar Már Jónsson skrifaði báðar þessar grein- ar, en hann hefur dvalist langdvölum i Frakklandi eins og lesendur Þjóðviljans þekkja.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.