Þjóðviljinn - 04.09.1976, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. september 1976
AF HARÐINDUM
Nýafstaðin er samkunda, sem bændur
landsins stof na til ár hvertog nefnd hef ur ver-
ið Búnaðarþing. Með því að landbúnaður hef-
ur frá því land byggðist og til skamms tíma
verið aðalatvinnuvegur landsmanna, — síðar
þó ásamt með sjávarútvegi — þá er það ekki
að undra, þótt búnaðaring veki almenna at-
hygli. Fjölmiðlar hafa að undanförnu helgað
bændastéttinni dagskrár og blaðrými sitt í rík-
um mæli, og gefst oss þéttbýlingum því kostur
á að kynnast málefnum bændastéttarinnar
betur þessa daga en endranær. ( ræðu og riti
hafa bændur og forsvarsmenn þeirra að
undanförnu tíundað fyrir alþjóð hin kröppu
kjör og það neyðarástand sem þeir mega búa
við, en landsmenn sitja hnípnir undir sultar-
söng bænda og við sem í þéttbýlinu búum lof-
um guð fyrir það að búa í þéttbýlinu þar sem
smjör drýpur af hverju strái og þurfa ekki að
sitja síf randi ár ef tir ár og áratug eftir áratug
með sultardropann á nefinu mænandi á sam-
eiginlega sjóði landsmanna í von um að fá
meiri styrki, og lán með minni vöxtum, til að
vega á móti því árferði sem herjað hefur á
íslenska bændastétt í ellef uhundruð ár.
,,Það er ekki búmaður, sem ekki kann að
berja sér" segir gamall íslenskur málsháttur.
Ef þessi speki stenst, er líklegt að aldrei hafi
setið bújarðir landsins jafnmikið búmannaval
og um þessar mundir, því þó að barlómur
bænda haf i dunað i eyrum landsmanna allt frá
því ég man eftir mér, virðist mér kveinstaf-
irnir aldrei hafa verið sárari en um þessar
mundir.
Þennan sultarsöng hafa búhöldar landsins
sungið í sjónvarpi og útvarpi en grenjað svo í
blöðum að prentsvertan hefúr runnið til í tára-
flóðinu.
Ekki væru tök á því hér að tíunda nema lít-
inn hluta af öllum þessum búmannsraunum og
bændaspjöllum, en hins vegar langar mig til
að setja hér á þrykk ræðu(eins og ég mundi
halda, væri ég formaður bændasamtakanna
og á búnaðarþingi.
Góðir bændur. Enn hafa sumarharðindi
dunið yfir bændur lándsins og er það þrítug-
asta og fyrsta árið i röð. Það sem einkum hef-
ur einkennt harðindi þessa árs, eru af leiðingar
sumarharðindanna í fyrrasumar og vetrar-
harðindanna síðastliðinn vetur og síðan
sumarharðindin í sumar. Eins og hver maður
getur sagt sér sjálfur, þarf sterk bein til að
þola þrjátíu ára harðindi, en þegar enn eitt ár
bætist við, þá er liklegt að mörgum finnist
mælirinn fullur. Það er staðreynd að margir
bændur hafa brugðið búi á þessum þrjátíu ár-
um og eins og horfir nú megum við búast við
að eitthvað af bændum hætti búskap á næstu
þrjátíu árum að óbreyttu ástandi.
Síðastliðið sumar hef ur einkum einkennst af
gífurlegri grassprettu, sem hefur það í för
með sér að gras vex úr sér og missir þar með
næringargildið. Illt er að segja um hvort er
háskalegra bændum mikil grasspretta eða lítil
en í báðum tilfellunum er mikil vá fyrir dyr-
um. í óþurrkunum í sumar hafa bændur á
óþurrkasvæðunum ekki séð sér fært að nota
súrheysturna sína af skiljanlegum ástæðum
og er illt til þess að vita að súrheysturnar á
suðvesturlandi skuli standa tómir. Eitt af því,
sem ekki hefur tekist að kanna til hlítar og fá
afgerandi niðurstöðu er það, hvernig á því
stendur að sumir bændur luku heyskap í byrj-
un ágúst, en aðrir hafa ekki komið einni ein-
ustu tuggu i hlöðu. Hér er um mjög f lókið mál
að ræða og hef ur þegar verið veitt nokkurt fé
úr rannsóknarsjóði ef vera kynni að komast
mætti til botns í því hverju þetta sætir.
Augljóst er að heynýting verður mjög slæm
hjá þeim bændum sem ekki ná þvi að bregða
Ijá í gras í haust, en gengið verður frá því á
næstunni að útvega þeim styrk úr heynýt-
ingarsjóði svo að þeim verði gert kleift að
kaupa aftur til landsins heyið sem Búnaðarfé-
lag Islands beitti sér fyrir að selt yrði til Fær
eyja á dögunum. Eins og nú horfir er Ijóst að
svo mikið framboð verður á kjöti í haust að
vísast er að kjöt hríðfalli í verði en bændur
verða að fá þann skaða bættan úr kjötfjalls-
sjóði. Þá er líklegt að við það að slátra
mjólkurkúm minnki framboð á mjólk og
verða bændur fyrir miklum búsif jum af þeim
sökum. Það er ekki nema sanngirniskrafa að
minnkandi framleiðslu af mjólk og mjólkur-
afurðum verði mætt með auknum framlögum
til bænda úr m jólkurþurrðarsjóði, en
markaðsstyrk verða bændur að fá ef ekki
verður hægt í framtiðinni að selja ost til
Bandaríkjanna en á því eru allar líkur a.m.k.
ef ekki verður hægt að framleiða ost til út-
f lutnings.
Af því sem að framan greinir má það vera
Ijóst að framtíðin er æði uggvænleg á þessu
þrítugasta og fyrsta harðindaári, sem nær
hefur riðið íslenskum landbúnaði að fullu. Og
við allt þetta bætist svo hækkandi verð á til-
búnum áburði, en eins og allir vita hefur í
undanfarin þrjátíu ár ekki verið hægt að bera
húsdýraáburð á islensk tún vegna þess að eng-
ir styrkir hafa fengist til þess. Það stendur þó
til bóta. Með stofnun mykjusjóðs eygja bænd-
ur nýja von til þess að hægt verði að kljúfa það
að bera skarn á hóla.
Hvað sagði raunar ekki fyrrverandi for-
maður stéttarsambandsins:
Ef samstaða vor er virk
má veðrið bregðast um sláttinn
þá biðjum við bara um styrk
og bregðum okkur í háttinn.
I odda skerst
sjómanna og
milli norskra
fiskifræðinga
A aðalfundi Fiskifélags Noröur-
Þrændalaga i Noregi, sem hald-
inn var i byrjun ágústmánaöar,
skarst mjög i odda á milli sild-
veiöisjómanna og fiskifræöinga.
Fullyrt er, að deilan um stærð
norska sildarstofnsins hafi aldrei
komist á þaö stig fyrr sem þarna
varð. Þarna var mættur frá
Fiskimálastjórninni i Björgvin
Odd Nakken haffræöinguf til að
útskýra sjónarmið haf- og fiski-
fræðinga sem er byggt á þeirra
rannsóknum á ástandi norska
siidarstofnsins, sem þeir telja nú,
að muni vera i kringum 500 þús.
tonn. Norges Fiskarlag heldur þvi
hinsvegar fram, að sildarstofninn
sé nú ekki undir 2 miljónum
tonna, svo þarna ber mikið, á
milli. Á staðhæfingu sinni um
tveggja miljóna tonna sildarstofn
byggir svo Norges Fiskarlag
kröfuna um 100 þús. hektólitra
veiði i ár og 150 þús. hektól. veiði
næsta ár.
Blaðið Fiskaren sagði um þessa
deildu i blaöagrein, aö nú væri
farið að herða svo mikiö aö af-
komu sildveiöisjómanna i Norð-
ur-Noregi, sérstaklega minni bát-
anna, og þess vegna væru nú viö-
brögð þeirra harðskeyttari en
annars hefðu orðið.
Formaður Fiskifélags Norður-
Þrændalaga Arnulf Finnestrand
réðst heiftarlega á norsku haf-
rannsóknarstofnunina og störf
fiski-og haffræðinga þar, viðvikj-
andi rannsóknum þeirra og stað-
hæfingum um stærö norska sild-
arstofnsins. Hann sagöi að hrun
stofnsins og leyfð veiði á smásild
árið 1969 hefði byggst á skökkum
rannsóknum fiskifræðinga i Nor-
egi. Hann taldi það fyrst og
fremst sök fiskifræðinga hvernig
farið hefði fyrir norska sildar-
stofninum. Ctreikningar þeirra
um stærð stofnsins hefðu allir
verið rangir.
Þegar Odd Nakken haffræðing-
ur stóð upp til að svara formann-
inum, þá sagðist hann vera sam-
má!a þvi sem Arnulf Finnestrand
hefði sagt um ástand sildarstofns
ins fram að árinu 1970. Það væri
staðreynd sem hann ætlaði ekl-i
að mótmæla, að fiskifræðingum
heföi skjátlast um stærð sildar-
stofnsins á árunum fyrir 1970. En
hér skiljast lika vegir með mér og
formanninum, sagði hann. Eftir
árið 1970 höfum viö alltaf sagt að
stofninn væri rnjög litill. Einstaka
árgangar hafa veriö sterkari en
aðrir, en það hefur ekki nægt til
þess, að við höfum getað lagt til
að veiða sildina. Hann sagðist
viðurkenna að erfitt væri að á-
kveða hvað sildarmagnið væri
mikið, en við höfum farið svo
margar rannsóknarferðir á slóðir
sildarinnar á þessu sumri og á
þeim rannsóknum reyndu þeir
eftir bestu getu að ákveða stærð
stofnsins. Hann sagöi að magn
smásildarinnar nú samkvæmt
rannsóknum benti til þess að sild-
arstofninn væri á uppleið.
Form'aður félags nótaveiði-
manna Hans Svensgar var enn
þá haröskeyttari og óbilgjarnari i
garð fiskifræðinganna heldur en
Arnulf Finnestrand hafði verið.
Hann sagði að ef hann hefði borið
sig að á sama hátt við sildveiði,
eins og hafrannsóknarmenn við
rannsóknir sinar, þá hefði hann
liklega aldrei fiskað neina sild.
Það er þekkt að haffræðingarnir
taka ekkert tillit til breytinga á
tungli, flóði eða fjöru, dags eöa
nætur, sagði hann. Þess vegna
þykir mér ekki undarlegt þó þeir
finni ekki meiri síld enraunerá.
Nú er svo komið, sagði hann, að
ekki einn einasti sjómaður trúir
þeim lengur. Svo hélt hann áfram;
Við erum vonsviknir yfir þvi að
ekkert tillit skuli vera tekið til
reynslu okkar á þessu sviði.
Næst þegar svo Arnulf Finne-
strand form. Fiskifélagsins kom i
ræðustólinn, þá beindi hann þvi til
haffræðinganna aö ennþá væri
timi til fyrir þá að viðurkenna að
þeim skjátlaðist og bæri að gera
það. Odd Nakken haffræðingur
svaraði þessu á þá leið, að hann
reyndi að leysa sin störf af hendi
eins samviskusamlega og honum
væri unnt. Hann færi til rann-
sókna og safnaði gögnum, sem
siðan væru lögð til grundvallar
útreikningum um stofnstærð. En
siðan væri það fiskimálastjórans
og stjórnmálalegra yfirvalda að
taka endanlegar ákvarðanir. Þá
sagðist hann telja ekki bara æski-
legt, heldur brýna nauðsyn á þvi,
að komið yrði á nánara samstarfi
á milli fiskimannanna og fiski-
fræðinganna.
Moberg hjá fiskimálastjórninní i
Björgvin hafði þetta um málið að
segja, eftir þvi sem fram kemur i
norskum blöðum. Hann sagði það
vera eðlilegt og sjálfsagt aö fiski-
málastjórnin kynnti sér niður-
stöður haffræðinga um ástand
fiskistofna og tæki sinar ákvarð-
anir út frá þeim. Enda væri haf-
rannsóknarstofnunin hluti af
„Fiskeridirektöratet”. Ef breyta
yrði á annan hátt, þá væri það
stjórnmálalegra yfirvalda að á-
kveða það.
Þessar umræður um ástand
norska sildarstofnsins stóðu uppi-
haldslaust yfir i 10 klst. fyrsta dag
aðalfundarins, svo það bendir til
þess, að nokkur hiti sé kominn i
þetta mál meðal sjómanna sem
trúa þvi ekki að sildarstofninn sé
ennþá svo illa leikinn að hann þoli
ekki 100 þúsund hektólitra veiði
eins og Norges Fiskarlag hefur
fískimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^
beðið um. Moberg hjá fiskimála-
stjórninni sagðist ekki gera ráð
fyrir að hún hvikaði frá fyrri af-
stöðu sinni til þessa máls.
Samþykkt var á aðalfundi fiski-
félagsins i Norður-Þrændalögum
áskorun á Norges Fiskarlag að
sjá til þess að leyfð yrði veiði á
takmörkuðu magni af sild i ár til
manneldis, hvað svo sem fiski-
málastjórnin i Björgvin segði.
Þessi deila á milli haffræðinga
og fiskimanna i Norður-Noregi
hófstsnemma i sumar eða vor, og
var þá send áskorun á norska
sjávarútvegsráðuneytið um að
leyfa veiði á takmörkuðu magni
af sild i ár til manneldis. Sjávar-
útvegsráðuneytið sendi málaleit-
un þessa fiskimálastjórninni og
bað um að ástand sildarstofnsins
yrði athugað að nýju þar sem svo
mikið bæri á milli um stofnstærð
sildarinnar á milli fiskimanna og
fiskifræðinga. Niðurstaða máls-
ins varð svo sú, að hafrannsókn-
arstofnunin endurtók fyrra álit
um stærð norska sildarstofnsins.
Siðan hefur ekki neitt af málinu
frést i norskum blööum fyrr en
eftir þennan aöalfund fiskifélags-
Framhald á bls. 14.