Þjóðviljinn - 04.09.1976, Side 3
Laugardagur 4. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Höfða-
borg
HÖFÐABORG 3/9 (Reuter) —
Lögreglan beitti kylfum, táragasi
ogskotvopnum til að hrekja hópa
af ungum kynblendingum burt úr
miðbæ Höfðaborgar. óslaðfestar
fréttir herma að einn ungiingur
hafi beðið bana i skothríðinni, og
hafa þá f jórir menn fallið i Höföa-
borg og úthverfum hennar i
þessum óeiröum sem nú hafa
staöið yfir i tvo daga. Þessi tala
hefur þó ekki verið staðfest, og
halda talsmenn lögreglunnar þvi Opinberar heimildir segja að 280 hafi beðið bana siðan kynþátta-
fram að ekki hafi fallið nema óeirðir hófust i Suður-Afrlku, en sú tala gæti verið miklu hærri.
Ennþá óeirðir
tveir menn i gær.
Óeirðirnar i dag hófust með þvi
að hópar ungra kynblendinga
komu niður i miðbæ Höfðaborgar
i dag með lestum og strætis-
vögnum til að mótmæla stefnu
stjórnarinnar i kynþáttamálum.
Með þeim voru nokkrir svert-
ingjar,ogtelja fréttamennað það
sýni að þessir tveir hópar standi
nú saman i mótmælunum, þótt
réttarstaða þeirra sé ólik. í
Suður-Afriku eru nú fjórar milj-
ónir hvitra manna, tvær og hálf
miljón kynblendinga og fimmtán
miljónir svertingja. Aður en
óeirðirnar hófust i sumar, stóðu
kynblendingar oft með hvitum
mönnum i kynþáttadeilunum,
enda búa þeir við betri kjör en
svertingjar. En óeirðirnar nú,
sem staðið hafa yfir i ellefu vikur
og kostað meira en 280 mannslif
hefur leitt til aukinnar róttækni
meðal kynblendinga.
Lögreglan i Höfðaborg réðst á
kynblendinga i dag um leið og
þeir geröu sig liklega til að hefja
mótmælagöngu. Hvitir menn i
innkaupaferðum urðu einnig fyrir
táragasiog olli gasið miklum ótta
meðal fólks i verslunarmiðstöð
neðanjarðar.
Meðan þessir atburðir gerðust i
Suður-Afriku, lagði John Vorster,
forsætisráðherra landsins, af
stað til Ztlrich, þar sem hann mun
eiga þriggja daga viðræður við
Henry Kissinger, utanrikisráð-
herra Bandarikjanna. Taliðer að
umræðurnar muni f jalla bæði um
ástandið i' Suður-Afriku og fram-
tið Namibiu, sem suður-afriku-
menn hafa á valdi sinu en Sam-
einuðu þjóöirnar hafa krafist að
fái sjálfstæði.
Auglýsing
Athygli fiskverkenda og
fiskvinnslustöðva
er vakin á reglugerð menntamálaráðu-
neytisins dags. 22. mai s.l. um eyðingu á
hrafni, svartbaki og öðrum skaðlegum
máfategundum, þó ekki á Vestfjörðum og
svæðinu frá Hvitá i Borgarfirði að Hrúta-
fjarðará.
Eru viðkomandi hvattir til aðgerða i þessu
máli og bent á að hafa samband við veiði-
stjóra eða trúnaðarmenn hans.
Sjávarútvegsráðuneytið,
3. september 1976.
Frá Barnaskólum
Reykjavíkur
Börnin komi i skólana mánudaginn 6.
september n.k. sem hér segir:
6. bekkur (börn fædd 1964) komi kl. 13.
5. bekkur (börn fædd 1965) komi kl. 13.30.
4. bekkur (börn fædd 1966) komi kl. 14.
3. bekkur (börn fædd 1967) komi kl. 14.30
2. bekkur (börn fædd 1968) komi kl. 15.
1. bekkur (börn fædd 1969) komi kl. 15.30.
Forskólabörn (6 ára) sem hafa verið inn-
rituð, verða boðuð simleiðis frá skólanum.
horfur á upp-
Sovétríkjunum
Góðar
skeru í
MOSKVU 3/9 (Reuter)
Sovéskir leiðtogar gáfu það i skyn
i dag að hveitiframleiðsla Sovét-
rikjanna yrði nægilega mikil i ár
til að brauðfæða landið, en hins
vegar væri skortur á kjöti og
öðrum búfjárafurðum I ýmsum
hlutum þess. Spáðu þeir góðri
uppskeru i ár þrátt fyrir erfið
veðurskilyrði.
I ræðu sem Bresnéf hélt á fundi
i Alma-Ata, höfuðborg Mið-Asiu-
lýðveldisins Kasakstan sagði
hann að þegar væri sýnt að Sovét-
rikin fengju næga hveitiuppskeru
i ár. Hins vegar vildi hann díki
giska á það hve mikil uppskeran
yrði.
En Dinmukhamed Kunayev,
formaður kommúnistaf lokks
Kasakstan, sagði síðan að landið
gæti vel framleitt 27 miljónir
tonna af hveiti i ár, en það er
tveimur oghálfum sinnum meira
en uppskeran varð i fyrra, þegar
almennur uppskerubrestur varð i
Sovétrikjunum.
Bresnéf viðurkenndi einnig að
skortur væri á kjöti og öðrum bú-
fjárafurðum á mörgum hlutum
Sovétrikjanna, og er þetta I fyrsta
sinn, sem það hefur verið staö-
fest, siðan orðrómur komst á
kreik um erfiðleikai marvæla-
framleiðslu fyrr á þessu ári.
Sagði Bresnéf að kjöt- og
mjólkurframleiðsla væri nú
minni en var í fyrra, en von. væri
til að úr þvi rættist i árslok.
Bresnéf sagðist vera bjartsýnn
hvað snerti iðnaðarframleiðslu,
en sett væru lægri mörk fyrir
framleiðslu, eftir uppskeru-
brestinn i fyrr . A þessu ári hafði
framleiðslan þó aukist frá þvi' i
fyrra.
Bandariskir sérfræðingar
spáðu þvi snemma i ágúst að
hveitiframleiðsla Sovétríkjanna
kynni að verða 195 miljónir tonna,
en það myndi nægja til að brauð-
fæða landiö. Hins vegar væri það
ekki nóg til að mynda varaforða
eða sjá landinu fyrir nægu
skepnufóðri. Það markmið sem
sovéskir ráðamenn setja er 207
miljónir tonna og myndi það
alveg reisa efnahaginn við eftir
uppskerubrestinn i fyrra, þegar
hveitiuppskeran var aðeins 140
miljónir tonna. Það leiddi til þess
að nauðsynlegt varð að slátra
miklu af búpeningi.
Uppskerubresturinn I fyrra er
eitthvert versta áfall semsovéskt
efnahagslif hefur orðið fyrir um
langt árabil. Ræða Bresnéfs
bendir til þess að sovékir ráða-
menn séu nú orðnir mjög von-
góðir um að það ætli að takast að
leysa efnahagsvandann sem af
honum hlaust.
Bann við „veðurhernaði”
GENF 3/9 (Reuter) — Uppkast
að samningi um bann við
„veðurf ræðilegum hernaði”
var i dag samþykkt á afvopn-
unarráðstefnu, sem fulltrúar
30 þjóða taka nú þátt i i Genf.
Þó er enn eftir að útkljá ýmis
deilumál, og getur það tafið
fyrir endanlegu samkomulagi
að sögn sendimanna i Genf.
Þetta samningsuppkast er
byggt á texta sem fulltrúar
Bandarikjanna og Sovétrikj-
anna bræddu saman i fyrra.
Samkvæmt honum er bannað að
gera breytingar á náttúrulegu
umhverfi framkalla fellibyli,
fljóðbylgjur, jarðskjálfta eða
eitthvað af þvi tagi til að berjast
gegn óvinum.
Sendiherrar Bandarikjanna
og Sovétrikjanna sem voru
fundarstjórar á ráðstefnunm
sögðu báðir að samningsupp-
kastið væri mjög gott þótt það
væri að vi'su ekki fullkomið.
Sendiherra Bandarikjanna
sagði að það kæmi i veg fyrir
notkun veðurfarsbreytinga i
hernaði, og sendiherra Sovét-
ríkjanna sagði að það kæmi i
veg fyrir nýtt vigbúnaðarkapp-
hlaup og hönnun nýrra vopna.
Sendinefndir á ráðstefnunni
sögðu að fulltrúar Sovétrikj-
anna hefðu gert meiri háttar til-
slakanir með þvi að fallast á
ákvæði textans um kvartanir
vegna brota á samningnum.
Samkvæmt þeim á að bera allar
kvartanir fram við sérfræðinga-
nefnd, en komist hún ekki að
niðurstöðu fer málið fyrir
öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna. Að beiðni fulltrúa
þróunarlandanna var bætt i
samningsuppkastið grein um
miðlun á visindaþekkingu um
friðsamlega notkun aðferða til
veðurfarsbreytinga.
Nokkrar deilur urðu um
orðalag samningsins, og gerðu
fulltrúar Mexikó, Brasili'u og
Argentinu ýmsar athugasemdir
um merkingu orða.
Sendill óskast hálfan daginn
Þjóðviljinn óskar að ráða sendil til starfa
fyrir hádegi. Æskilegt að hann hafi vél-
hjól. Hafið samband við afgreiðsluna.
DJÚÐVIIJINN
Mikið úrval bóka
Marx, Engels, Lenin, tækni, visindabæk-
ur, skáldsögur, listaverkabækur, einnig
nótur og hljómplötur frá Sovétrikjunum,
Tékkóslóvakiu, Póllandi og Ungverja-
landi.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig, 2. hæð. Simi
28035.