Þjóðviljinn - 04.09.1976, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. september 1976
DJÚÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eióur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsbiaði:
Árni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
HUGAÐ AÐ STEFNUSKRA
Nú nýlega voru send út frumdrög að
stefnuskrá fyrir Alþýðusamband Islands.
Stefnuskrárdrögin á að ræða i félögunum
nú á þessu hausti, enda sú umræða for-
senda þess að stefnuskráin geti orðið
raunveruleg sem slik, þannig að allir
félagsmenn verkalýðssamtakanna finni
þá skyldu hvila á sér að hrinda henni i
.framkvæmd. Ætlunin er siðan, að aflokn-
um umræðum i félögunum, að leggja
drögin fyrir Alþýðusambandsþingið i
haust á 60 ára afmæli ASl.
Það er vandasamt að semja stefnuskrá
fyrir Alþýðusambandið. Þar þarf i senn að
tryggja pólitiskan og faglegan styrk sam-
bandsins, þar þarf að leggja linurnar fyrir
það hvernig alþýðusamtökin ætla að ná al-
þýðuvöldum á íslandi,hvernig þau ætla að
hnekkja forræði auðstéttarinnar i efna-
hagslifinu og hugmyndalegu forræði henn-
ar hvarvetna i þjóðlifinu.
Þjóðviljinn birtir á morgun, sunnudag,
grein um þessi efni, en hér skal i byrjun
umræðunnar minnt á þau höfuðatriði sem
stefnuskrá Alþýðubandalagsins leggur
áherslu i verkalýðsmálum. Skal það tek-
ið fram til upprifjunar, að þessi kafli
stefnuskrárinnar um verkalýðsmál var
einróma samþykktur á landsfundi Al-
þýðubandalagsins haustið 1974.
Fyrst er staða verkalýðsstéttarinnar
skilgreind þannig:
„Verkalýðurinn er sú stétt sem arðrán
auðvaldsins bitnar harðast á.Það er hann
sem einkum stendur undir gróða þess, og
milli hans og auðstéttarinnar er hags-
munaandstæðan skörpust. Verkalýðs-
stéttin er jafnframt fjölmenn og búseta
í þéttbýli ogborgum, sameiginlegar þarfir
og hagsmunir hafa greitt henni leið til
samtaka. Hún hlýtur þvi að verða höfuð-
andstæðingur auðvaldsins, það meginlið
og sú forystusveit sem rís gegn valdi þess
og arðráni og leitast við að fylkja öðrum
hópum kúgaðrar alþýðu undir merki sitt.”
Stefnuskráin leggur áherslu á að Alþýðu-
bandalagið taki við núverandi aðstæður
tillit til eftirfarandi meginatriða:
1. Að verkalýðsfélögin lúti ekki pólitisku
áhrifavaldi þeirra aðila sem ganga erinda
atvinnurekenda.
2. Að þau slaki ekki á kröfum sinum um
mannsæmandi kjör og aukin réttindi
vegna hlifisemi við auðvaldið og skipulag
þess, heldur verði andstaða auðstéttanna
i þvi efni þeim frekari röksemd og hvatn-
ing til að breyta þjóðskipulaginu sér i hag.
3. Kappkostað verði að efla sem mest
samheldni verkalýðsstéttarinnar og allrar
alþýðu, bæði i kjarabaráttunni og á öðrum
sviðum. Það hefur löngum verið helsta
fangaráð auðvaldsins að deila og drottna,
tefla einum hóp launamanna gegn öðrum
o.s.frv. Gegn slikri viðleitni verður
verkalýðshreyfingin að snúast af einhug
og hafa það jafnan i huga við mótun stefn-
u i launamálum hverju sinni. Verkalýðs-
samtökin verða að standa að þvi sem
órofa heild að bæta hag sinn og þá ekki sist
þeirra hópa sem lægst eru launaðir. Eins
ber þeim að efla samstarf við önnur þau
samtök launafólks sem eru i svipaðri að-
stöðu.
4. Jafnframt þvi sem efnaleg lifsskil-
yrði verkalýðsstéttarinnar eru bætt,
kaupmáttur launa aukinn og dregið úr
vinnuþrældómnum, ber að hamla gegn
þvi gildismati að efnisleg gæði af
þessu tagi séu einhlit. Verkalýðssam-
tökunum er lika skylt að stefna að si-
auknum áhrifum á vinnustað og i öðru
umhverfi alþýðu. Þau hljóta að krefjast
þess að lifeyrissjóðir verkafólks séu efld-
ir, t.d. með verðtryggingu, og verkalýðs-
hreyfingin öðlist umráðarétt yfir þeim.
Jafnframt séu verkafólki skapaðir raun-
hæfir möguleikar til að taka sér orlof og
njóta þess sem best. Haldgóð fræðsla og
nýting tómstunda til menningar og unaðs-
auka eru mikilvægar forsendur þeirrar
andlegu reisnar sem verkalýðurinn og al-
þýða öll þurfa ekki sist á að halda.
5. Eftir þvi sem verkalýðshreyfingin
verður viðtækari og fjölskipaðri eykst sú
hætta að skrifræði og foringjavald láti þar
meira til sin taka, og það þvi fremur ef
langur vinnudagur eða aðrar aðstæður
tálma þvi að almennir félagsmenn sinni
málum sinum sem skyldi. Má þá svo fara
að margir þeirra setji um of traust sitt á
leiðsögn einstakra verkalýðsforingja og
láti sér nægja þá fyrirgreiðslu eina er
skrifstofurekstur verkalýðsfélagsins veit-
ir. Það er þvi rik nauðsyn að snúast gegn
slikri framvindu og laga félagsstarfið að
nýjum aðstæðum svo að lýðræði og frum-
kvæði félagsmanna njóti sin sem best. Og
þar nægir ekki sú aðferð ein að stytta hinn
raunverulega vinnudag, svo sjálfsagt sem
það er. Þar verður lika að koma til aukin
félagsmálastarfsemi verkalýðshreyfing-
arinnar, margvisleg fræðsla og starfs-
þjálfun og virk tengsl við vinnustaðinn.”
Hér er drepið á fimm meginatriði sem
islenskir sósialistar leggja áherslu á i
verkalýðsmálum og hljóta að verða höfð
til viðmiðunar við gerð stefnuskrár
Alþýðusambands íslands. Jafnframt ber
að minna á alþjóðlegar skyldur verka-
lýðshreyfingarinnar, samstöðu hennar
með alþýðu heimsins i baráttunni gegn
arðráni og kúgun, hernaðarbandalögum
og fjölþjóðahringum. —s.
Enginn sýslumaöur eöa bankastjóri er nú á Alþingi.
Eftirlegukindur
frá liðinni tíð
1 siðustu tveim þáttum hefur
verið rætt um embættismann 1
dómsmálaráöuneytinu, sem
hefur opinberlega byrjað að
gefa sig að pólitik og gegna
trúnaðarstööu i stjórnmála-
flokki dómsmálaráðherra eftir
aö embættisferill hans er haf-
inn. Viönánari athugun kemur i
ljós aö þau dæmi sem Eirikur
Tómasson nefnir I svarbréfi I
gær þeirri skoðun til stuðnings,
að embættismönnum í ráðu-
neytum og dómgæslumönnum
sé ekki bannað að vasast opin-
berlega i flokkapólitik eru
nánast eftirlegukindur frá horf-
inni tið.
Það hafði lengi veriö til siös i
islenskri pólitik að menn
gegndu mörgum störfum i senn:
bankastjóri, bæjarfulltrúi, þing-
maður og launaður nefndarfor-
maður I mörgum nefndum gat
verið einn og sami maðurinn.
Sýslumenn sátu margir á
Alþingi o.s.frv.t upphafi siðasta
áratugs fór mjög að brydda á
gagnrýni á þetta fyrirkomulag.
tingmennska var talin ærið
sta'rf fyrir einn mann, og þaö
taliðsiðleysi að gegna trúnaðar-
störfum istjórnmálaflokki sam-
hliða dómgæslu eða ráöuijeytis-
störfum.
í þessum málum varö
smámsaman hugarfarsbreyting
og hið tvöfalda siðgæði sem felst
i þvi aö gegna i senn störfum i
embættismannakerfinu og fyrir
stjórnmálaflokka hefur veriö á
undanhaldi. Þessvegna er
dæmið um Eirik Tómasson
raunar sérstæöara en við fyrstu
athugun.
Afleiðingar
hugarfars•
hreytingar
Til þess að rökstyðja undan-
farandi hugleiðingar skulu hér
tilfærð nokkur dæmi um afleiö-
ingar þeirrar hugarfarsbreyt-
ingar sem átt hefur sér stað.
Á þvi Alþingi sem nú situr er
enginn sýslumaður. Liklega er
þetta i fyrsta sinn sem það ger-
ist. Friðjón Þórðarson, sýslu-
maður Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu þegar hann var kjör-
inn á þing, sagði af sér embætt-
inu.
J'ón Sólnes, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagði af sér
bankast jóraembætti, þegar
hann var kjörinn á þing. Enginn
bankastjóri á nú sæti á Alþingi.
, Helgi.Bergs hafði verið valinn i
öruggt. framboðssæti. fyrir
FramSóknarflokkinn i ' Suöur-
landskjördæmi, þegar honum
bauðst bankastjórastaöa I
Landsbankanum. Hann baðst
undan framboðinu þar eð þing-
mennska og bankastjórastörf
voru ekki talin fara saman.
Svo tekiðsé dæmi af mönnum
úr ungpólitlsku samtökunum
sem farið hafa inn i embættis-
mannakerfið má nefna aö
Þorsteinn Geirsson var fulltrúi
Félags ungra Framsóknar-
manna i Reykjavik þegar hann
geröist fulltrúi i fjármálaráðu-
neytinu. Hann hætti formennsk-
unni. A svipaðan hátt hefur
BjörnB jarnason, sem i rauninni
starfar sem pólitiskur aöstoðar-
maður forsætisráðherra, þótt
hann beri titilinn skrifstofu-
stjóri, hætt opinberum trún-
aðarstörfum á vegum Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna.
Hjálmar W. Hannesson hætti
flokkspólitiskum skrifum er
hann hóf störf hjá utanrikis-
ráöuneytinu.
Það hefur þvi greinilega
skapast nokkur hefð i þessum
efnum og horfir það til fram-
fara. En telja má öruggt að það
séu allmörg ár liðin frá þvi aö
nýbakaður embættismaður hóf
þátttöku I flokkspólitískum
trúnaðarstörfum. Þar með
hefur Eirikur Tómasson skipað
sér I hóp eftirlegukindanna frá
liðinni tið.
Með ofanskráðu er ekki verið
aðhalda þvi fram að flokkspóli-
tik geti ekki gegnsýrt störf em-
bættismanna, þótt þeir segi af
sér flokkspólitiskum störfum
opinberlega. En formsins vegna
er þetta óneitanlega siðlegra
fyrirkomulag, og framhjá form-
inu er ekki hægt að komast I
opinberri stjórnsýslu. Einhver
regla verður að vera á hlutun-
um, jafnvel i litlu þjóðfélagi eins
og okkar.
Ferðamannabœn
Háöfuglinn Art
Buchwaid hefur
samiö ferða-
mannabæn til
mótvægis viö
nýja opinbera
bæn Grísk-ka-
þólsku kirkj-
unnar I Grikk-
landi, þar sem
Buchwald almættiö er vin-
samlegast beðiö um að vernda
hina heigu staöi og Ibúa landsins
fyrir ágangi feröamanna Hér'
eru glefsur úr þessu hjálpræöi
feröamanna:
,,Gef oss, faðir, að flugvélinni
okkar verði ekki rænt, ferða-
töskurnar týnist ekki og að yfir-
vigtin komist i gegn óséð.
Vernda okkur frá ósvifnum
leigubilstjórum, ágjörnum
töskuberum og réttindalausum
enskutúlkum.Gef oss i dag guð»
lega leiðsögn við val á hótelum
og gef aö herbergjapöntunin sé i
lagi, og vel til tekiö og heitt vatn
á herbergjunum.
Leið okkur, faðir, á góða og ó-
dýra veitingastaði, þar sem
maturinn er góður, þjónarnir
vingjarlegir og vinið innifalið i
matarverðinu. Gef oss kraft til
þess aö skoða söfn, kirkjur,
hallir og kastala, sem „allir”
verða að sjá, og haf miskunn
meö okkur ef við tökum stund-
um lúrinn framyfir þetta allt,
þvi holdið er veikt.
(Þessi hluti bænarinnar er
fyrir karlmenn:) Góður guð,
haltu konum okkar frá
verslunargötunum og verndaðu
þær fyrir hlutum sem þær þurfa
ekki eða hafa ekki efni á. Leiddu
þær ekki i freistni, þvi þær vita
ekki hvað þær gera.
(Og þetta er ætlað konum:)
Forða eiginmönnum okkar frá
þvi að lita á útlendar konur og
bera þær saman við okkur.
Foiða þeim frá þvi aö gera sig
að fifli á næturklúbbum og
framar öllu öðru,foröa þeim frá
daðri, þvi að þeir vita nákvæm-
lega hvað þeir eru að gera.
(Og svo sameiginleg bæn:)
Og þegar ferðin er afstaðin og
viðkomin heim,gef oss þá að við
finnum einhverja sem vilja
hlusta á ferðasögurnar og sjá
allar litmyndirnar og kvik-
myndina sem viö tókum, svo að
ferðin verði ekki til ónýtis.