Þjóðviljinn - 04.09.1976, Page 5
Laugardagur 4. september 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Nýr blaðakóngur söls-
ar undir sig yöld í
Frakklandi
t Frakklandi er oft sagt, að
þeir atburðir, sem menn vilja
ekki að veki of mikla athygli eða
jafnvel ólgu, gerist I ágústmán-
uði, þegar mestur hluti þjóðar-
innar er i sumarfrii og meira
ber á erlendum ferðamönnum i
Paris en Parisarbúum sjálfum.
Það gefur þvi til kynna að eitt-
hvað gruggugt hafi verið i spil-
inu með sölu stærsta dagblaðs
Frakklands France-Soir, fyrst
þessi timi var einmitt valinn til
að ganga frá þeim viðskiptum,
sem virtust þó hafa verið i
undirbúningi nokkuð lengi. Sjálf
salan var nokkuð undarleg:
þegar útgáfufyrirtæ kið
Hachette, sem gaf út m.a.
Franco-Soir, ákvað að selja
blaðið vegna þess að of mikill
rekstrarhalli væriá þvi, var það
78 ára gamall maður, Paul
Winkler, sem keypti það. Hann
hafði auðgast mikið á þvi að
gefa út alls kyns heimilisblöð og
teiknimyndablöð og átti þvi
auðvelt með að kaupa
France-Soir, en margir veltu
þvi þó fyrir sér hvað þessi
aldraði maður, sem fengist
hafði við alit aðra biaða-
mennsku, ætlaði að gera við
fyrir meðal franskra blaða-
manna að hann hefur séð sig til-
neyddan til að fara varlega og
dylja gerðir sinar eftir megni.
Skjótur ferill
Robert Hersant hóf feril sinn
á striðsárunum, þegar hann var
ákafur fylgismaður Pétains
marskálks, lepps þjóðverja i
Frakklandi. Af þeim sökum sat
hann nokkrar vikur i fangelsi
eftir striðið, og þegar hann var
kosinn á þing skömmu eftir
1950, ógilti franska þingið þá
kosningu. Hannfékk þó um siðir
sakaruppgjöf og náði kosningu
sem þingmaður fyrir kjördæmi i
vesturhluta Frakklands. Blaða-
mennskuferill hans hófet fyrir
fulla alvöru árið 1950, þegar
hann stofnaöi blað um bifreiðir
og bilamennsku „l’Auto-
Journal”, sem sló þegar mjög
i gegn og seidist i stórum
úpplögum. Én i stað þess að láta
sér þennan árangur nægja og
auðgast á þessu blaði sinu vildi
hann halda áfram á þessari
braut. A næstu tuttugu árum
keypti hann smám saman öll
þau sveitabioö, sem föl voru, og
fréttablað, sem auk þess átti i
fjárhagsvandræðum.
Skýringin kom einum og
hálfum mánuði siðar. Þá var
allt i einu tilkynnt að Paul
Winkler hefði komist að þvi að
hann heföi ekki bolmagn til að
standa undir hallanum og þvi
tekiö boði um að selja helming-
inn af hlutabréfum blaðsins,
manni, sem ætlaöi að rétta f jár-
hags þess við. Þessi maður var
Robert nokkur Hersant.
Þrátt fyrir sumarfrfin ollu
þessitlðindi miklum kurrmeöal
blaðamanna France-Soir og
reyndar blaðamanna um allt
Frakkland, og töldu þeir sig nú
allt I einu sjá til hvers leikurinn
hefði verið gerður. Hingað til
hafa frönsk blöð yfirleitt verið
óháðar stofnanir, óháð hvert
öðru og óháð stjórnmálaflokk-
um.
En undanfarin ár hefur það allt i
einu borið til að einn maður,
Robert Hersant, hefu reynt að
sölsa undir sig öll þau blöð, sem
hann hefur getað náð I, og reynt
að byggja upp blaðahring af þvi
tagi sem blaðakóngurinn ill-
ræmdi, Axel Springer, hefúr
komið sér upp i
Vestur-Þýskalandi. Þessi
hringmyndun er þó ekki
aöeins i andstæðu við sjálf-
stæðishefö franskra blaða
heldur brýtur hún einnig i bág
við frönsk lög, sem mæla svo
fyrir að ekki megi sami
maðurinn eiga fleiri en eitt
fréttablað. Þótt þeim lögum sé
ekki framfylgt, hafa aðgeröir
Hersants samt mælst svo illa
beitti til þess ýmsum brögðum.
Stundum keypti hann blöð, sem
áttu í fjárhagserfiöleikum og
eigendurnir vildu losa sig við,
en stundum notaði hann ýmis
brögð til að ná undir sig hluta-
bréfum blaða, sem rekin vom
sem hlutafélög. Þannig tókst
honum að eignast fjölmörg dag-
blöð, sem flest koma út i vestur-
hluta Frakklands, og mörg
vikublöð og sérhæfð blöð.
Fyrir fáum árum keypti hann
svo eitt helsta dagblað Parisar,
„Le Figaro” þrátt fyrir mikil
mótmæli blaðamanna. Þá var
svo komiö að hann átti alls tólf
dagblöð, niu vikublöð og ellefu
tæknileg blöð. Talið var þá aö
einnblaðalesari af hverjum sex
Iæsieittafdagblöðum Hersants.
Hersant hefur yfirleitt verið
fremur fámáll um gerðir sinar
og ekkert haft fyrir þvi að út-
skýra hvert sé hans markmið.
En hann hefur þó oft grobbað af
þvi að ekkert tap sé á blöðum
hans og hann hafi rétt við fjár-
hag blaða sem stóðu sig mjög
illa, þegar hann eignaðist þau.
Af ýmsum orðum hans má ráöa
að hann liti á blöð sem hverja
aðra framleiðsluvöru, t.d.
þvottaduft.sem framleiða eigi I
þviskynieinuaðseljasem mest
og hagnast sem mest án þess að
láta nokkur önnur sjónarmið
trufla sig. Þó er ekki vist að
þetta sé að öllu leyti rétt, þvi aö
stefna blaöa hans miðast ekki
aðeins við sölusjónarmið: þau
blöð sem hann kaupir verða
alltaf lágkúruleg og hægri sinn-
uð. Árið 1971 tókst honum t.d. að
Fundur biaðamanna I France-Soir: þegar þeir fréttu um sölu biaðs-
ins lögðu þeir niður vinnu og gerðu verkfall, sem stóð enn þegar
siðast fréttist.
Robert Hersant
komast yfir sjálfstætt dagblað,
„Paris-Normandie”, sem þá
var fremur vinstri sinnað, m jög
virt og bar sig vel. En hann
breytti stefnu þess og gerði það
að stuðningsblaði Heans
Lecanuet, borgarstjóra Rúðu-
borgar og ráðherra i stjórnum
Chiracs og Barres, þótt það
kostaði lesendatap og taprekst-
ur á blaðinu. Leyndardómur
þessarar fjármálastjórnar, sem
Hersant gumar svo af, er nefni-
lega ekki aðeins fólginn i vissri
útsjónarsemi við rekstur,
heldur lika hæfileikum við að
finna fjármagn þannig að blöð
hans geti borið rekstrartap án
þess að vandræði hljótist af þvi.
Hvaðan kemur
fjármagnið?
Vitanlega er ljóst að ýmis af
blöðum Hersants, t.d.
„L’Auto-Joumal” færa honum
mikinn hagnað, en engum dett-
ur i hug að það sé þó nægilegt til
þess að hann geti staðið undir
taprekstri blaða, sem bera sig
miður vel, og þar að auki keypt
á stuttum tima tvö af helstu
dagblöðum Parisar, Le Figaro
og Franco-Soir. Þess vegna
gerist sú spruning áleitin i
Frakklandi: hvaðan koma pen-
ingarnir? Ekkert svar hefur
fengist við þessu, heldur er allt
kapp lagt á að fela uppruna
fjármagnsins: þegar Hersant
keypti ,,Le Figaro” fyrir fáum
árum, borgaði hann blaðið ekki
með ávisunum á bankareikning
eins og eðlilegast hefði verið,
heldur kom hann á skrifstofu
eigandans með ferðatöskur út-
troðnar af 500 franka seðlum!
Allt bendir þvi til þess að á
bak við veldi Hersants séu ein-
hverjir bankar, sem vilji ekki
látanafnssins getiö,en hæpiðer
þó að þeir geri slikt án sam-
þykkis voldugra stjórnmála-
manna. Ýmsir hafa verið gmn-
aðir um að styðja Hersant bak
við tjöldin, einkum Chirac, fyrr-
verandi forsætisráðherra, og
Poniatovski innanrikisráð-
herra. En hvort sem það er rétt
eða ekki, er enginn vafi á þvi að
valdhafar Frkklands nú telja
það mjög heppilegt að sem flest
blöð komist I hendur manns,
sem er tryggur og trúr stuðn-
ingsmaður meirihlutans nú:
þetta blaöaveldi er hið ákjósan-
legasta vopn fyrir stjómar-
flokkana og kemur það vafa-
lausti ljós i næstu kosningabar-
áttu.hvernig ætlunin er að beita
þvi. Hins vegar hlýtur þessi
myndun blaðasamsteypa, fyrst
Springer-hringurinn I Vest-
ur-Þýsaklandi, siðan
Hersant-hringurinn i Frakk-
landi, að vera áhyggjuefni
hverjum þeim sem álita að
frjáls blaðamennska sé grund-
völlur lýðræðis i Evrópu.
e.m.j.
Pitmans-próf í Ensku
Mimir hefur nú fengið full réttindi til að
þjálfa nemendur til Pitmans-prófa.
Kennsla fer fram hérlendis, úrlausnir
prófa eru dæmdar ytra. Pitmans-próf eru
viðurkennd hvarvetna á Vesturlöndum.
Mikil eftirspurn er eftir skrifstofufólki
sem getur skrifað ensk verslunarbréf
sjálfstætt. Þjálfun i enskum bréfaskrift-
um til Pitmans-prófs fá islendingar i
Mimi. Þeir sem standast próf fá Pitmans-
skirteini frá Englandi.
Mimir — Brautarholti 4
simi 10004 og 11109 (kl. 1-7 e.h.)
.
Laus staða
Kennarastaða i náttúrufræði við Mennta-
skólann að Laugarvatni er laus til um-
sóknar.
Laun samkv. launakerfi starfsmanna
rikisins.
Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum
um námsferil og störf, sendist mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykja-
vik, fyrir 16. september n.k.
Menntamálaráðuneytið
1. september 1976.
^fjj^Blómabúðin MÍRA
Suðurveri við Stigahlið 45—47, simi 82430
Miðbæ við Háaleitisbraut simi 83590
Blóm og gjafavörur i úrvali
Tilboð óskast
i kranabifreið (wrecker), vörubifreiðar,
strætisvagn, traktor og gaffallyftara 10
tonna er verður sýnt að Grensásvegi 9
þriðjudaginn7. sept. kl. 12. — Tilboð verða
opnuð i skrifstofu vorri kl. 5.
Sala varnarliðseigna.
Herstöðva-
andstæðingar!
Skrifstofa okkar er opin alla virka daga kl. 1
6. Þar fæst Dagfari, merki Kef lavíkurgöng-
unnar, plata Böðvars Guðmundssonar og
platan Sóleyjarkvæði. Póstsendum um land
allt.
Látið skrá ykkur á landsfundinn!
Samtök Herstöðvaandstæðinga,
Tryggvagötu 10, sími 17966.
^■■■■■■■■■■■■■^^■■■■■■■HHa^MÍ
Blikkiðjan Garðahreppi
Önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
1
I
I
i