Þjóðviljinn - 04.09.1976, Page 12
J2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. september 1976
tmyndunarveikin veröur sýnd aö nýju á komandi leikári. Verkiö var á dagskrá sl. vor, og fyrsta sýning I haust Unnið á smiðaverkstæðinu. Ljósm. Einar Karlsson.
verður undir lok mánaðarins. Hér eru þau Anna Kristin Arngrimsdóttir, Bessi Bjarnason og Hérdis Þorvaldsdóttir
I hlutverkum sinum.
Yfir 20 leikhúsverk
á komandi starfsári
Litla sviðið hefur skipað sér
fastan sess i starfinu
Baldvin leikstýrir upplestri á
„Don Juan i Helviti”. Lesarar
eru þau Gunnar Eyjólfsson,
Margrét Guðmundsdóttir,
Erlingur Gislason og Ævar
Kvaran.
A komandi starfsári Þjóðleik-
hússins verða yfir tuttugu verk
tekin á svið og þá ýmist á það
stóra eða Utla, sem er i Þjóð-
leikhússkjallaranum. Kjallar-
inn hefur að sögn Sveins
Einarssonar leikhússtjóra verið
notaður fyrir leiksýningar I rúm
tvö ár með mjög góðum
árangri og skipar nú fastan og
ómissandi sess i leikhússlifinu.
SagðiSveinn þaðalgengt að stór
leikhús réðu yfir a.m.k. einu
litlu sviði en i kjallara þjöðleik-
hússins komast fyrir um eitt
hundrað áhorfendur með góðu
móti.
Atta sýningar á stóra sviðinu
hafa nú þegar verið ákveðnar.
Byrjað verður á frumflutningi
leikritsins Sólarferð eftir Guð-
mund Steinsson og fjallar það
um lif nokkurra islendinga á
suðrænni sólarströnd úti i hin-
um stóra heimi. Leikstjóri er
Brynja Benediktsdóttir en leik-
myndir gerði Sigurjón Jóhanns-
son. Fyrsta sýning verður 18.
september og er það jafnframt
fyrsta sýning þjóðleikhússins á
nýju leikári.
Þýska verkið Vojtsek eftir
Georg Buchner verður næst á
dagskránni. Buchner, sem er i
dag viðurkenndur sem eitt af
höfuðskáldum þjóðverja, var á
sinum tima hálfgert undrabarn.
Hann var uppi á rómantiska
timanum og dó kornungur eins
og flest önnur misskilin skáld og
andans sjeni. Hann skrifaði þó
þrjú leikrit áður en hann dó, að-
eins 23ja ára gamall. Verk hans
voru hins vegar sjaldan tekin til
sýninga fyrr en nú siðari árin að
þau hafa vakiö sifeilt meiri at-
hygli og aðdáun.
Leikstjóri verður enginn ann-
ar en Roif Hadrich, sá sami og I
eina tið stjórnaði kvikmyndun
Brekkukotsannáls. Honum tii
aðstoðar verður Gisli Alfreðs-
son. Þýðandi verksins er Þor-
steinn Þorsteinsson, leikmyndir
gerir Sigurjón Jóhannsson.
Leikritið verður frumsýnt 4.
nóvember.
Jólaleikritið verður að. þessu
sinni „Gullna hliðið” hans
Daviðs Stefánssonar, sem byggt
er á þjóðsögunni um „Sálina
hans Jóns mins”. Leikstjóri
verður Sveinn Einarsson en
leikmyndir gerði Björn Björns-
son. Nokkuð er liðið á annan
áratug frá þvi Gullna hliöiö var
siðast á dagskrá Þjóðleikhúss-
ins og sagði Þjóðleikhússtjóri
þaðljúfa skyldu rikisleikhússins
að taka þessi „klassisku” verk
til sýninga öðru hvoru.
Tónlistin i Gullna hliðinu
verður sú sama og fyrr, eða eft-
ir Pál Isólfsson. Sviðsetning
verður hins vegar öll ný og leik-
ritiðiheildsinnimeðannan svip
en áður.
Nokkur verk verða tekin til
endursýninga fyrir áramót. Má
nefna t.d. „Imyndunarveiki”,
sem farið var með i ferðalag um
landsbyggðina sl. vor við mjög
góðar undirtektir. Leikritið
verður sýnt i fyrsta sinn þann
23. september en það var einnig
á dagskrá seinni hluta siðastlið-
ins vetrar.
Þá má nefna „Litla prinsinn”
sem sett var upp á Listahátið-
inni i vor. í þvi eru bæði notaðar
brúður og lifandi leikendur og
það ersviinn Meskel sem boðist
hefúr tilað lána brúður sinar til
uppsetningarinnar. Meskel
stjórnaði i vor uppsetningunni á
Listahátið og þótti það takast
með prýði.
Silfurtungl Halldórs Laxness
verður sömuleiðis sýnt að nýju.
Fyrsta sýning er 17. nóvember
en siðast var Silfurtunglið sýnt I
hitteðfyrra. Sl. vetur komst það
ekki á svið vegna annrikis og
veikinda, en núna verður þráð-
urinn tekinn upp að nýju.
Einnig má telja upp leikritið
„Karlinn á Þakinu” eftir barna-
tiókahöfundinn vinsæla Astrid
Lmdgren, sem einnig skrifaði
Kardemommubæinn og Dýrin i
Hálsaskógi. Gert er ráð fyrir
a.m.k. ein.u gestaleikriti fyrir
áramót.
Ekki er óhugsandi að INUK
verði tekið til sýninga hér á
landi. Eins og skýrt er frá ann-
ars staðár verður farið með
leikritið til Belgrad i þessum
mánuði en þess má geta að
INUK hefur komið á svið viða
um heim og við hinar ólikustu
aðstæður. Má nefna sem dæmi
INUK-sýningu I um tvöþúsund
INGK hefur verið boðið til Belgrad. Hér eru þau Ketill Larsen og
Brynja Benediktsdóttir I hlutverkum sinum.
INUK
boðið til
Belgrad
Leikflokkurinn INUK, sem
sýnt hefur viða um heim við
frábærar undirtektir, hefur
nú verið boðið að sýna f sept-
embermánuði á sérstöku
móti þar sem „Leikhús þjóð-
anna” stefnir saman nokkr-
um bestu leikflokkum heims
til þess að sýna verk sin.
Sagði Sveinn Einarsson
Þjóðleikhússtjóri I gær að
hér væri um að ræða ein-
hverja mestu viðurkenningu
sem hægt væri að fá fyrir
leikhúsverk.
INUK hefur ævinlega flutt
verk sitt á islensku,en þá haft
á segulbandi sérstakan sögu-
þráð sem þýddur hefur verið
á tungumál hvers þess lands,
sem sýnt hefur verið I. Eru
segulbandsspólurnar orðnar
æði margar, tungumálin
fjölmörg og meðal annars er
til skýringartexti á tveimur
spænskum mállýskum.
A sýningunni I Belgrad
verður tæknin þó notuð i enn
frekari mæli. Þar munu leik-
húsgestir sitja með sérstök
heyrnartæki og hvert orð
leikaranna þýðist yfir á
ensku eðafrönsku um leiö og
það er talað.
manna cirkustjaldi, 900 manna
óperuhúsi og þrjátíu manna
kennslustofu!!
Eftir áramót verður sjálfur
Shakespeare tekin á svið er
leikrit hans „Lear konungur’'
verður sett upp. Þýðandi er
Helgi Hálfdánarson en leik-
stjórinn er breskur og heitir H.
Pilikian. Hefur hann hlotið
ómælt lof fyrir frábærar upp-
setningar sinar á griskum leik-
verkum og öðrum 1 álika dúr.
Þá er fýrirhugað að efna til
ballettsýningar á borð við
Coppeliu.. frá þvi sl. vetur. Allt
er þó óráðið með þá sýningu, þvl
ennþá hefur ekki komið til
starfa nýráðinn ballettmeistari
I stað hins, sem hætt hefur störf-
um.
Söngleikurinn Helena fagra
verður fluttur I nýrri leikgerð
Kristjáns Árnasonar, sem fer á
sinn skemmtilega hátt, eigin
leiðir I staðfæringum og þýðing-
um. Kristján bjó t.d. til leikgerð
Lýsiströtu og vakti hún mikla
og verðskuldaða athygli. Notuð
verður tónlist Offenbachs, en
þótt ótrúlegt megi virðasthefur
tónlist þessa vel þekkta manns
aldrei komist á islenskt leik-
hússsvið.
Barnaleikritið sem frumsýnt
verður i vetur er „Dýrin i
Hálsaskógi”, sem siðast var
sýnt fyrir u.þ.b. fimmtán árum.
Mikið hefur verið spurt um sýn-
ingar á þessu vinsæla leikriti
Thorbjörns Egner, sem einnig
samdi Kardemommubæinn.
Sagði Þjóðleikhússtjóri að
undanfarið hefði varla linnt lát-
um vegna áhuga almennings að
fá leikritið á ný til sýninga.
Eitt verkefni í viðbót verður
frumsýnt undir lok starfsársins.
Ekki vildi Þjóðleikhússstjóri
upplýsa hvaða leikrit það yrði,
sagði gott að eiga eitthvað i
pokahorninu fram eftir vetri og
geta þá jafnvel hagað valinu á
einuleikriti til viðbótar eitthvað
„eftir vindi”.
Vikjum þá að „Litla sviðinu”
i leikhússkjallaranum. Þar
verðureinnig nóg um að vera og
er þá fyrst að nefna sérstakan
flokk nútlmaleikrita sem sýnd-
ur verður I vetur.Er þetta nýj-
ung i „kjallarastarfinu” að
bjóða upp á sérstakar „serlur”
og er gert ráð fyrir a.m.k. fjór-
um leikritum i þessum flokki.
Eitt þeirra er Islenskt, annað
norrænt og hin tvö frá megin-
landi Evrópu.
Islenska verkið er eftir Odd
Björnsson og heitir einfaldlega
„Meistari”. Leikstjóri verður
Benedikt Árnason. Skandi-
naviska verkið heitir „Nótt ást-
meyjanna” og fjallar um lif les-
biskra stúlkna. Þýðandi er
Stefán Baldursson, en leikstjóri
Helgi Skúlason, sem þarna
spreytir sig á leikstjórn I Þjóð-
leikhúsinu I fyrsta sinn. I bæði
þessi leikrit gerði Birgir Engil-
berts leikmyndir. „Nótt ást-
meyjanna” verður frumsýnd 26.
október en „Meistarinn” sýndur
I fyrsta sinn 30. des.
Þá verður umdeildur spánsk-
ur leikur, „Arrabal”, tekinn inn
I flokk nútlmaleikrita og sömu-
leiðis breska verkið „Þeir settu
handjárn á blómin” en það er
eftir Watson: Leikmyr.d gerði
Magnús Tómasson.
Hrafn Gunnlaugsson mun
leikstýra I kjallaranum leikrit-
inu „Endatafl” eftir Samuel
Beckett, en það er um tuttugu
ára gamalt en engu að slður
umdeilt og róttækt. Hrafn leik-
stýrir þarna I fyrsta sinn á fjöl-
um Þjóðleikhússins.
Loks má svo geta sérstaks
hópvinnuverkefnis á borð við
INUK. Eitt sllkt er I fæðingu
undir stjórn Stefáns Baldurs-
sonar, en hann vildi að svo
komnu máli sem allra minnst
tjá sig um verkið. Sagði hann
það ennþá langt I frá fullmótað
en að verulega leyti myndi það
fjalla um ungu kynslóðina. Með
Stefáni vinna I hópnum þau Þór-
hallur Sigurðsson, Þórunn Sig-
urðardóttir, Sigurður örn Arn-
grlmsson, og Helgi Jónsson.