Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. október 1976
Sæmundur Hafsteinsson og Jón Sigurðsson að glerja gluggaeiningu.
Allir giuggar í einingunum eru fullfrágengnir með verksmiðjugleri.
— Mynd: Júl. Júl.
Sigtryggur Kristjánsson er yfirsmiður, og hefur einnig þann starfa að stilla vélarnar, sem er mikið
nákvæmnisverk. Hér stendur hann við kílvélina. Aðbaki honutn stendur Leó Jónsson, smiður. — Mynd:
Júl. Júl.
ið, sem að rekstrinum
stendur, átti þriggja ára
afmæli fyrir nokkrum
vikum. Hluthafar eru um
eða yf ir 100 aðilar, f lestir
eða allir siglfirskir.
Frumkvöðull og driffjöður i
stofnun þessa fyrirrækis var
Hafsteinn ólafsson, trésmiða-
meistari, grindvikingur að
uppruna, búsettur og starfandi i
Reykjavik um langt árabil, en
nú framleiðslustjóri fyrir-
tækisins. Astæðan til þess, aö
verksmiðjan var sett niður á
Siglufirði var sú stefna vinstri
stjórnarinnar og hinnar
nýstofnuðu Framkvæmda-
stofnunar rikisins að styrkja
meö nýjum atvinnutækjum
stöðu landsbyggöarinnar, ekki
sist þeirra staða, sem áttu við
atvinnuvandamál að striða.
Ragnar Arnalds, alþingismað-
ur, sem þá var stjórnarformað-
ur Framkvæmdastofnunarinn-
ar, kom með Hafsteini til Siglu-
fjarðar sumarið 1972 til að
athuga möguleika á að koma
slikri verksmiðju á fót þar, en
Siglufjörður hafði átt við at-
vinnuskort að búa eftir að sild-
veiðunum norðanlands lauk, og
þar var margt litiö notaðra
bygginga, sem byggðar höfðu
verið i þágu sildarframleiðsl-
unnar. Eitt þeirra var hún
Tunnuverksmiðju rikisins, ný-
legt hús og að mörgu leyti mjög
heppilegt til framleiðslunnar.
Þetta hús fékk fyrirtækið til af-
nota og fer öll starfsemi þess
þar fram.
Svo sem mörg önnur islensk
iðnfyrirtæki, voru Húseiningar
h/f stofnaðar af hálfgerðum
vanefnum og áttu við margs-
konar byrjunarerfiðleika að
striða, ekki sist fjárhagslega. I
þvi sambandi er vert að geta
þess, að Framkvæmdastofnun
rikisins hefur frá upphafi veitt
þvi margháttaða aðstoð og
fyrirgreiðslu, og bæjarbúar og
bæjaryfirvöld i Siglufirði verið
samtaka um að hlynna að þvi.
Er nú svo komið, að telja má, að
byrjunarörðugleikarnir séu að
mestu yfirunnir og að
framleiðsla og rekstur fari ört
vaxandi á næstu árum aö öllu
eðlilegu.
Verksmiðjan framleiðir hús
eftir stöðluðum teikningum, sé
þess óskað, en einnig húshluta,
sumarbústaði o.fl. Húsin munu
Umsjón: Magnús H. Gíslason
Kristinn Röenvaldsson, húsasmiður og Leó Jónsson aö starfi i
verksmiðjunni. — Mynd: Júl. Júl.
Húseiningar h/f, framleiðir einingahús úr atvinnufyrirtækjum
verksmiðja sem timbri, er eitt af yngstu Siglufjarðar. Hlutafélag-
Húseiningahús viðFossveg á Siglufirði. Nýlega hafa verið gerðar breytingar á útliti húsanna. Þessi eru
af eldri gerðinni nema það, sem lengst er i burtu á myndinni. Þessi hús eru byggð i talsverðum halla og
öll á steyptri neðri hæð. — Mynd: Júl. Júl.
vera nokkuð ódýrari en
steinsteypt hús og miklu fljót-
legri i byggingu. Eftir að
grunnur hefur verið steyptur er
hægt að gera þau fokheld á 4-5
dögum, og heildarbyggingatimi
meðaleinbýlishúss, frá þvi að
grunnur er grafinn og þar til
húsið er fullfrágengið ætti alls
ekki að þurfa að fara fram úr 3-4
mánuðum. Húsin fullnægja
öllum þeim kröfum, sem settar
hafa verið fyrir lánum úr
byggingarsjóðum þess opinbera
og flestum eða öllum byggingar
samþykktum á landinu.
Um 40 hús hafa veriö seld frá
verksmiðjunni, m.a. til
Garðabæjar, Borgarness,
Raufarhafnar, Þórshafnar,
Seyðisfjarðar og nokkurra staða
i sveitum landsins. Flest hús
hafa þó verið sett upp á
Siglufirði, en þar hafa veriö eða
eru að risa 10 hús framleidd i
verksmiðjunni. Stærsta húsið,
sem verksmiðjan hefur selt, er
hið glæsilega starfsmannahús
við Kröflu, 370 ferm. að flatar-
máli. Fyrstu einingarnar voru
fluttar þangað austur 25. mai og
húsinu skilað fullfrágengnu til
iveru 31. júli.
Að staöaldri vinna hjá fyrir-
tækinu um 15 manns.
Framkvæmdarstjóri er
Matthias Sveinsson, en
Að staðaldri vinna hjá fyrir-
tækinu um 15 manns. Fram-
kvæmdarstjóri er Matthias
Sveinsáon, en framleiðslustjóri
Hafsteinn ólafsson, tæknifræð-
ingur Sigurður Hlöðversson, en
vélamaður og yfirsmiður Sig-
tryggur Kristjánsson. Fram-
leiðslan er mjög vélvædd á is-
lenskan mælikvarða, og um eða
yfir helmingur starfsmanna
faglærðir byggingariðnaðar-
menn, Söluumboði hefir verið
komið á laggirnar i Reykjavik,
að Skipholti 15.
Framleiðslan fer fram i
svonefndum önnum. Eru i
hverri önn framleidd ca. 15 hús.
Húsbyggingar á Islandi hafa
lengi verið framkvæmdar sem
einskonar módelsmiði. Nú hafa
risið upp nokkrar eininga-
verksmiðjur i þeim tilgangi, að-
framleiða hús með nýtisku
tækni og stytta þannig
byggingartima og lækka
byggingarkostnað. Slik húsa-
framleiðsla hefur lengi þótt
sjálfsögð i nágrannalöndum
okkar og hlýtur að vera það sem
koma skal hér á landi. bs-