Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Lengst til hægri Sangad Tsjaloryo aðmlráll, forsprakki herforingjaklfkunnar, aðrir eru (frá vinstri) Bamrungpong, fyrrum æðsti maður hcrsins, Sjamanand næstæðsti maður hersins og Kamol Detsja- tungka yfirmaður flughers. Valdaránið í Thailandi: Skamma stund verða herforingjar fegnir í f yrri viku geröi herf or- ingjaklika í Thailandi end- ir á tilraun með þingræöis- lega stjórn sem þar hafði staðið í þrjú ár. Vinstri- sinnaðir stúdentar höfðu mótmælt því að Thanon Kittikatsjorn, fyrrum ein- ræðisherra, hafði verið leyft að snúa heim úr út- legð — og hægrihópar höfðu svarað með því að ráðast á stúdenta og slátra tugum þeirra á herfileg- asta hátt. Þá léku herfor- ingjarnir vel undirbúninn leik: tóku öll völd í nafni friðar og kommúnista- hættu, komu á fullri rit- skoðun og hófu fjölda- handtökur. Þrjú ár Þar með er hafið nýtt timabil i sögu Thailands: þeir umbóta- sinnar og frjálslyndir sem hafa reynt (með erfiðismunum) að starfa innan ramma laga munu að öllum likindum taka upp sam- starf við þær byltingarsinnuðu skæruliðasveitir sem hafa barist lengi i landinu norðan- og austan- verðu. Verða nú hnifskörp skil á milli þeirrar fylkingar og yfir- stéttanna og hersins, sem hefur aldrei fyrirgefið stúdentum það, að þeir meö uppreisn sinni árið 1973 hentu herforingjastjórn þeirri sem þá sat á dyr. Thailand hefur oftast nær allar götur siðan 1932 lotið hægrisinn- aðri herforingjastjórnum. Stúd- entauppreisnin 1973 rauf þann vitahring að þvi er virtist: haft var hátt um lýðræöi og jafnvel sósialista i þessu landi, sem mjög var frægt fyrir spillingu i stjórn- sýslu og sjaldgæfa hollustu við Bandarikin. Ný stjórnarskrá var að minnsta kosti sett og kosiö til þings. Færra varð um efndir en fyrirheit, en á yfirborðinu var flest með kyrrum kjörum um tveggja ára skeið. Túrismi stóð með miklum blóma — mikil fá- tækt barnmargra bændafjöl- skyldna tryggöi það að feikinógur starfskraftur var handbær til að gera Bangkok að ódýrasta og stærsta hóruhúsi heims. Sviptingar En árið 1975 skipast veður i lofti. Vinir Bandarikjanna i Indó- kina ultu úr sessi. Kukrit Pramoj þáverandi forsætisráðherra telur vænlegast að senda heim um 40 þúsundir bandariska hermanna sem höfðu bækistöðvar i landi hans og mælast til betri sambúð- ar við grannriki sin. En hin fé- lagslegu vandamál sem hrjáðu landið voru ekki leyst fyrir það. Verklýðsfélögin i Bangkok gerð- ust ákveðnari: verkafólk f vefn- aði gerði uppreisn gegn japönsk- um yfirboðurum sinum sem höfðu flutt allmikið af framleiðslu sinni til Thailands i leit að ótrúlega ódýru vinnuafli. Sum lúxúshótel urðu meira að segja aö loka vegna verkfalla. Smábændur og sveitaverkamenn tóku að bindast samtökum um að krefjast jaröa- skiptinga og endurskoðunar á leigusamningum. En hægrisinnar og herinn sátu ekki heldur auðum höndum. Vinstrisinnar voru ofsóttir með ýmsum hætti, Bonsanong, for- maður Sósialistaflokksins var skotinn til bana á götu úti. I vor var efnt til kosninga i landinu sem svo hétu — þá misstu vinstri- flokkarnir, Sósialistaflokkur Thailands, Sameinaða sósialista- fylkingin og skyldir flokkar flest- öll þingsæti sín, fengu 4, höfðu 36. Og ber mönnum saman um að á- stæðan hafi verið hermdarverka- fargan hægrisinna gegn vinstri- öflum og beint kosningasvindl. Undirbúningur Herinn hefur eftir föngum reynt að koma i veg fyrir að stjórnin I Bangkok kæmi á vinsamlegum samskiptum við Laos, Vietnam og Kambodju. Meöal annars hömuðust herforingjar og hægri- sinnar mjög gegn vináttusamn- ingi sem Ratakul utanrikisráð- herra gerði I Vientiane og Hanoi fyrir tveim mánuöum. Valdarán herforingjanna er talið tengt þessum samningi meðal annars. Liður i undirbúningi þess var endurkoma Thanom Kittikat- sjorns fyrrum einræðisherra i september. Thanom kvaðst vera kominn i einkaerindum og fór um göturnar sem búddamunkur meö betliskál. En fáir trúa þvi að hann hafi komið ótilkvaddur og án póli- tisks tilgangs. Kurkrit Pramoj, fyrrum forsætisráðherra hefur játab, að Thanom hafi verið smyglað inn i landið af herfor- ingjaklikunni til að ögra stúdent- um til andmæla og til að sameina herinn á bak við „sterkan mann”. Seni, bróöir Kúkrits, sem tók við forsætisráðherraembætti eftir kosningar i vor, hafði ekki bol- magn til að veita viðnám. Dagana 19. og 20. október fer fram á veguin Þróunarstofnunar Reykjavikur könnun á notkun al- menningsvagna. Tekur könnunin til Strætisvagna Reykjavikur, Strætisvagna Kópavogs og Strætisvagna Landleiða tii og frá Hafnarfirði. Könnunin fer fram með þeim hætti, að farþegar i al- menningsvögnunum, 10 ára og eldri, fá afhentan spurningasepil og blýant með tilmælum um að svara 6 spurningum, sem á seðl- inum eru. „Þjóðfrelsisstríö hafið" Herforingjarnir, sem völdin tóku, byrjuðu á að leggja undir sig fjölmiðla og handtaka um 1700 stúdenta. Þeir lofa að sjálfsögðu friði, lögum og reglu, en hitt er liklegast að þeir verði skamma stund höggi fegnir. Frjálslyndir og sósialistar á þingi hafa flúið höfuðborgina eða farið i felur. Ýmsiráhrifamenn, eins og rektor háskólans, hafa flúið land. Rót- tækir stúdentar og sósialistar hafa horfiö til heimahéraða sinna til að skipuleggja andspyrnu- hreyfingu þaðan. Aörir sameinast skæruliöum sem lúta forystu kommúnista i norður- eöa austur- héruöum landsins. ,,Nú er þjóð- frelsisstriðið hafið” hefur frétta- ritari DN i Bangkok eftir einum af foringja sósialista áður en sá hafði sig á brott úr borginni. Nið- urstaöa valdaránsins var sú að andstæðurnar skerpast. Likur benda til þess aö skæruliðahreyf- ingin verði öflugri og viðfeðmari mikiuenhúnhefurtil þessa verið. Hlutverk Bandaríkjanna Ekki er vist hvort hinir nýju valdhafar muni kveðja banda- riskan her aftur til landsins — en bandarikin hafa reynd- ar enn i Thailandi mikla fjarskiptahlerunarstöð. Það er lika ýmislegt á huldu um það, hvaða hlutverki Bandarikin kunna að hafa gengt I valdarán- inu sjálfu. Annars vegar mælir margt með þvi, að bandariskir aöilar vilji „andrúmsloft sem þar hagkvæmt er f járfestingum” þar með að verklýðshreyfingin sé slegin niður. Og svo stjórn sem einbeitt sé i andkommúnisma. Aörar raddir heyrast i þá veru, að bandariskir ráðamenn mundu ekki láta flækja sig i ævintýri sem þetta, vegna þess að þeim hafi að fenginni reynslu skilist, að skæru- liðahreyfing með kommúniskum kjarna mundi fá byr undir vængi ef að herforingjar tækju við valdataumum. Þessu má svo andæfa með þvi meðal annars, að Spurt er um, hvaðan og hvert fólk er aðfara, tilgang ferðarinn- ar, aldur farþega og hvort hann hafi skipt um vagn. Farþegar fá seðlana um leiö og þeir koma inni vagninn og eiga að skila honum útfylltum við útgöngudyr. Börn 5 til 10 ára fá afhenta spurningasejðla, en þau eiga ekki að útfylla þá, heldur aðeins að afhenda þá við útgöngudyr, eins og aörir farþegar. Tilgangur þessarar könnunar er aö afla upplýsinga um ferða- Stúdentar i Bangkok hrósa sigri 1973: þeim var ekki fyrirgefið. Póstmenn i verkfalli við aðalpóst' húsið i Bangkok i fyrrahaust. eitt er skilningur stjórnmála- manna, annað hvaö leyniþjónust- an flækist út i til stuðnings við það sem hún telur bandariska hags- muni, á hverjum tima, hernaðar- lega og aðra. Svo mikið er vist, að fréttastofa Vietnams taldi sig ekki lengi i vafa um, að Banda- rikin væru með i þessu spili. Valdaránið i Tailandi skapar skarpar andstður milli tveggja skauta eins og fyrr var sagt : miðjuöfl ýmiskonar hljóta að þegja eða kjósa sér kost til hægri eða vinstri. í vor sagði viöförull Islenskur Asiubúi nýkominn frá Thailandi við undirritaðan i Singapore „Thailand verður rautt innan fimm ára”. Má vera að ekki liði einu sinni fimm ár þangað til. mynstrið með almenningsvögn- unum. Einnig er aflað upplýsinga um aldursskiptingu farþega. Mun þetta einnig vera liður i endur- skoðun aðalskipulags Reykja- vikur, með það fyrir augum aö gera sér grein fyrir hvernig um- ferð i borginni er háttað. Þá á könnunin einnig að gefa upplýs- ingar um notkun almennings- vagna i hinum ýmsu hverfum borgarinnar. — S.dór. ALMLNNINGSVAGNAKONNUN 19,—20. október 1976 Eftirfarandi upplýsingar óskast um þó ferð, sem þú ferð nú: 1 HVAÐAN kemur þú? 3 HVERT er ferðinni heitið? 5 ALÐUR þinn? ^33 /6 1 □ 10—12 ára gata húsnúmer gata húsnúmer 2 □ 12—20 áro (eða nafn stofnunar eða fyrirtækis) (eða nafn stofnunar eða fyrirtækis) 3 □ 21—30 ára 2 Hvert VAR ERINDI þitt þar? 4 Hvert ER ERINDI þitt þar? 5 □ 41—50 ára 1 55 ég bý þar 1 □ ég bý þar 2 □ ég vinn þar eða fór þangað vegna vinnu 2 £5 ég vinn þar eða fer þangað vegna vinnu 6 U 51—60 ára 3 □ ég stunda nám þar 3 □ ég stunda nám þar 7 □ 61—70 ára 4 □ ég verzlaði þar 4 □ ég ætla að verzla 5 □ annað 5 □ annað 8 □ eldri en 70 ára ^ Kemur þú úr öðrum strætisvagni? S| já, leið nr. eða heiti: J.0 □ nei Vinsamlegast afhendið spjaldið við útgöngudyr — Beztu þakkir fyrir samstarfið. ÞRÓUNARSTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR ......... A'r 60006 Þannig á útfylltur könnunarseðill að lita út. Könnun á notkun strætisvagna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.