Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. október 1976 Endurskoöun sjóöakerfisins gagnlaus AAilli 80 og 90% útf lutningsverðmæta íslendinga eru sjávaraf- urðir. Við lif um því á sjón- um og því, sem úr honum fæst. Sú stétt, sem kemur með aflann að landi, sjó- mennirnir, eru því ákaf- lega þýðingarmikil enda er þeim sungið lof og prís á hátíðis- og tyllidögum, og þem er helgaður einn dag- ur á ári, sjómannadagur- inn. En hvernig skyldi vera búið að þeim svona hvunndags? Fá þeir ekki kúfinn af öllum aflanum, sem þeir koma með að landi eftir að hafa barist við veður og vinda á mið- unum, oft dögum saman? AAaður skyldi ætla, að svo væri og til þess að fá úr því skorið fórum við á stúfana og ræddum við nokkra menn úr þessari stétt. Sigurjón Hinriksson, 2. stýrimaður. „Berum skaöann þegar il la árar < en njót :um 6 M A góði j áram f 9 na Fiskveröiö hagstjórnartæki Við ræddum fyrst við Óskar Vigfússon, formann sjómanna- félags Hafnarfjarðar og starfs- mann félagsins þar og bárum málið undir hann. — „Þegar illa árar, aflabrestur verður eða önnur áföll skella yfir, eru það sjómennirnir, sem fá fyrstu höggin, en i góðærunum eru það ekki þeir, sem fá ágóðann heldureinhverjir aðrir. Þá er þak sett á fiskverðið, þannig að sjó- menn fá ekki það sem þeim ber. Ég fæ þvi ekki betur séð en rikis- valdið noti fiskverð sem hag- stjórnartæki.” Hann sagði, að nú væri þungt i sjómönnum um allt land. Mörg undanfarin ár hafi laun sjómanna farið hlutfallslega lækkandi, og það væri segin saga, að samn- ingar sem bornir væru undir félagsmenn í sjómannafélögun- um væru felldir. — Afskipti rikisvaldsins af kjörum sjómanna hafa mjög stuðlað að þessari þróun, og er þá skákað i skjóli þess, að við erum ekki á föstum launum eins og launþegar, heldur á hlutaskipta- kjörum, sagði óskar. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveður fiskverðið hverju sinni. í þvi á einn sjómaður sæti, annar frá útgerðarmönnum og tveir frá sölufyrirtækjum fiskiðnaðarins. Svo er einn oddamaður, sem á að vera hlutlaus, en hann er opinber embættismaður frá rikisvaldinu. — Þessi maður hefur i raun gifulega sterka stöðu.sagði Óskar, enda þótt hann eigi að heita hlut- laus aðili. Óskar Vigfússon Sitjum eftir meö sárt enniö — Sjóðakerfið er þó það, sem mestri ólgu hefur valdið meðal sjómanna á undanförnum árum hélt Óskar áfram. Það var endur- skoðað i febrúar i vetur og bund- um við miklar vonir við þá endur- skoðun. Sjómenn töldu vist, að nú yrði hlutur þeirra leiðréttur og skiptaprósentan myndi hækka um leið og sjóðum fækkaði. Sú varð hins vegar ekki raunin á. Við niðurfellingu sjóðanna hækkaði fiskverð og þá var skiptaprósent- an einfaldlega lækkuð sem þvi nam eða um 3-5%. Sjómenn sitja þvi eftir með sárt ennið. Þeir eru alveg i sama farinu og fyrir þessa breytingu á sjóðakerfinu. Eini munurinn er sá, að það sem út- gerðarmenn fengu af réttmætum hlut sjómanna gengnum sjóða- kerfið, fá þeir nú beint. Oskar sagði lika, að með þess- ari endurskoöun hefði ætlunin verið sú, að losna við ævintýra- mennina, sem „gera út á sjóð- ina”, eins og sagt er. — „Það virðist ekki hafa tekist, ságði hann, nú eru liðnir 7 mánuðir frá þvi að endurskoðunin tók gildi og samt er enn meiri eftirspurn eftir skipakaupum en framboð og það segir sina sögu”. Samtakamátturinn Hafa sjómenn hugsað sér einhverjar aðgerðir til að fá leið- réttingu sinna mála? — Það kemur trúlega i ljós á þingi Sjómannasambandsins, sem verður haldið i Lindarbæ dagana 22.-24. okt. nk. I sambandinu eru yfir 30 félög og þingfulltrúar verða um 60 talsins. Þar verður mörkuð stefnan i kjarabaráttu sjómanna og ég hef þá trú, að nú láti þeir ekki deigan siga. Rikisvaldið hefur sýnt svo klærnar nú á siðustu vikum, að þvi er til alls trúandi og sjómenn- irnir eru einmitt sú stétt, sem harðast er vegið að um þessar mundir og á ég þar við bráða- birgðalögin alræmdu. Drög þau að breytingum á vinnulöggjöfinni sýna lika hvert rikisstjórnin stefnir. Með þeim er i raun verið að taka af mönnum það eina vopn, sem dugar, verkfallsvopn- ið. Heldur þú, að sjómönnum tak- ist að framfylgja harðri stefnu i kjaramálum, sem hugsanlega verður mörkuð á þinginu? — Það er okkur hrein og bein lifsnauðsyn. Við getum margt ef samtakamættinum er beitt og ég vil eindregið hvetja sjómenn til að standa nú vörð um hagsmuni sina og láta félagsþroskann koma vel upp á yfirborðið. Harðari fyrir vestan Niðri á Granda var verið að búa Stjörnuna RE 3 á veiðar. Við tók- um þrjá skipverja á Stjörnunni tali og inntum þá eftir útlitinu i kjaramálum sjómanna. Sigurjón Hinriksson 2. vélstjóri, sagðist ekki vera nógu mikið inni i málunum hér fyrir sunnan. Hann væri frá tsafirði og þar væru menn miklu harðari af sér eins og reyndar alls staðar á Vestfjörðum. —Menn i landi hafa betri kjör en við, sagði hann. Það er ekki tekið nógu mikið tillit til vinnuað- stöðu okkar. Við verðum að vinna úti i öllum veðrum og erum oft að heiman vikum saman. Ekki vildi Sigurjón þó hætta á sjónum. — Ég vil enga aðra vinnu stunda, sagði hann, enda hef ég verið i þessu frá þvi um fermingu. 33% í okkar hlut Sigmundur Gunnarsson, háseti, sagðí að skiptahlutur þeirra á bátnum væri 33%. — Það er alltof litið, sagði hann. Við eigum að fá meira i okkar hlut. Ef við fengjum greitt timakaup eins og menn i landi fá, yrðum við fljótt rikir. Það verður að rétta hlut sjómanna verulega, þetta er jú undirstöðuatvinnu vegur þjóðarinnar, sagði Sigmundur. Ekki ævistarf Svavar Hjaltason, háseti sat uppi á vörubilspalli og rakti niður tó. Hann sagðist ekki hafa verið á sjónum nema 4 mánuði og ekki ætla að gera sjómannsstarfið að ævistarfi sinu. Hvers vegna ekki? — Þetta er ekki nógu vel borgað og erfið vinnuaðstaða, sagði hann. Þetta er sæmilegt, þegar mokfiskirí er, annars er það aumt. Þeir félagarnir voru allir sam- mála um, að til mála gæti komið, að sjómenn neyddust til að fara út i harðar aðgerðir til að rétta hlut sinn, og þeir vonuðust til að sjómenn stæðu betur saman hér eftir en hingað til. —hs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.