Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.10.1976, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. október 1976 þjóÐVILJINN — SIÐA 13 Þrjátlu manns fara meö hlutverk I sýningu Leikfélags Kópavogs á „Glötuöum snillingum”. Hér er leikhópurinn ásamt sviðsmönnum, leikstjóra, leiktjaldasmiöi og tónsmiöi. í mikið ráðist hjá Leikfélagi Kópavogs Frumsýna „Glataða snillinga” í kvöld Þrjátiu manns fara með hlutverk i sýningunni 1 kvöld frumsýnir Leikfélag Kópavogs leikritiö, sem gert er eftir skáldsögunni ,,De fortabte spilemælnd” eftir færeyska skáldið William Heinesen. Sagan kom út á islensku fyrir nokkrum árum undir nafninu „Slagur vind- hörpunnar”, Casper Koch geröi leikgerö sögunnar og fléttaöi inn i hana nokkur ljóö Heinesens. Þor- geir Þorgeirsson islenskaöi leik- gerðina og i þýöingu hans ber hún heitið „Glataöir snillingar”. Þessmá geta, að fyrir nokkrum árum flutti útvarpið framhalds- leikrit byggt á þessari sömu sögu Heinesens. Þorgeir Þorgeirsson þýddi einnig þá leikgerð og var hún flutt undir sama titli og sýn- ing L.K. nú. Stefan Baldursson setur „Glataða snillinnga’’ á svið i Kópavogiog Sigurjón Jóhannsson gerði leikmyndina. Gunnar Reyn- ir Sveinsson hefur samið tónlist fyrir sýninguna, og er hún mjög I ætt við hið dulmagnaða verk Heinesens. Þrjátiu manns fara með hlutverk i sýningunni. Leikfélag Akureyrar: Sýnir „Karlinn 1 kassanum Leikfélag Akureyrar frumsýndi Karlinn i kassanum eftir þá góðkunnu félaga Arnold og Bach i eærkvöldi i leikhúsinu á Akureyri. Karlinn i kassan um er dæmigerður skopleikur (farsi) frá „hinum glöðu árum ” á milli 1920 og 1930. Emil Thoroddssen þýddi leikinn og færöi til islenskra staðhátta. Eyvindur Erlendsson sviðsetti sýninguna og gerði leikmynd ásamt samstarfsmönnum hjá L.A. Leikarar eru: Marinó Þorsteinn — Pétur Mörland, Aðalsteinn Bergdal — Friðmund- ur Friðar Saga Jónsdóttir — Dollý, Július Oddsson — Klemenz Sigurveig Jónsdóttir — Maria, Gestur E. Jónasson — Búlli, Heimir Ingimarsson — Prófastur, Kristjana Jónsdóttir — Sólveig Kjartan Ólafsson — leikhús- vörður — Ingibjörg Aradóttir — Tóta, Þórir Steingrimsson — Balli, Árni Valur Viggósson — Boy, Magnhildur Gisladóttir — Anna. Gestur E. Jónasson og Július Oddsson i hlutverkum sinum i „Karlinn i kassanum”. ## 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund harnanna kl. 8.45: „Smalastúlkan og úlfaprinsin n ” spánskt ævintýri i þýðingu Magneu J. Matthiasdóttur. Sigrún Siguröardóttir les. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. óskalög sjúk- linga kl. 10.25: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar . Tónleikar. 13.40 Sumarauki á Spáni Jón- as Guðmundsson segir frá og ieikur spánska tónlist. 14.30 Einsöngur: Sylvia Sass syngur „Kafarann”, ballööu eftir Schubert viö texta eftir Schiller. Andreas Schiff leikur á pianó. 15.00 Evert Taube Sveinn Asgeirsson segir frá hinum fjölhæfa sænska listamanni og leikur lög eftir hann. (Aður útvarpað á siöustu páskum 18. april). 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög 17.30 A slóðum Ingólfs Arnar- sonar i Noregi Hallgrimur Jónasson rithöfundur flytur fjóröa og siöasta ferðaátt sinn. 19.00 Fréttir. Fréttaauki .Tii- kynningar. 19.35 20.00 óperettutónlist: Þættir úr „Orfeusi i undirheimum” eftir Jacques Offenbach. Einsöngvarar, kór og hljómsveit Sadler’ s Wells leikhússins i Lundúnum flytja, Alexander Faris stjórnar. 20.50 Vetur I vændum Bessi Jóhannsdóttirstjórnar þætti með viðtölum við menn um félagsstörf i tómstundum. 21.30 Rolf Scheebieg! og félagar leika létt lög, 21.40 Summerhillskólinn Margrét Margeirsdóttir les úr bók eftir breska upp eldisfræðinginn A.'S.Neill. 22.00 Fréttir # S0<t)[fDV7SiCP|p 17.00 íþróttir. Umsjónarmaöur Bjarni Felixson 18.40 Maria i ballettskólanum Kvikmynd, sem tekin var I ballettskóla Þjóðleikhúss- ins. Aður sýnt i Stundinni okkar 9. febrúar 1969. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Maður til taks. Breksur gamanmyndaflokkur. A heimleið Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Kokkhátiðin 1976. Mynd frá hljómleikum i Laugar- dalshöll 1. september siöastliöinn. Þar skemmtu hljómsveitirnar Celcius, Eik, Fresh, Kabarett og Paradis, Stjórn upptöku Rúnar Gunnarsson. 22.10 Bclvedcre gerisl barnfóstra. Bandrisk gamanmynd frá árinu 1947. Aðalhlutverk Ciifton Webb, Maureen O’Hara og Robert Young. Þetta er fyrsta myndin i flokki mynda, sem gerðar voru um þúsund- þjalasmiöinn Beivedere. Ung hjón, sem eiga þrjá óstýriláta syni, auglýsa eft- ir barnfóstru, og meöal umsækjenda er Belvedere. Þýðandi Stefán Jökulsson. 23.30 Dagskrárlok. Lausar stöður Staða læknis við heilsugæslustöð i Bolungarvik og staða læknis við heilsu- gæslustöð i Borgarnesi eru lausar til um- sóknar. Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg ingamálaráðuneytinu fyrir 10. nóvember 1976. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 12. október 1976. Utboð Tilboð óskast i eftirfarandi bifreiðar og vinnuvélar fyrir Vélamiðstöð Reykja- vikurborgar. 1. Volkswagen D.C. með 5 manna húsi og palli árg. 1970. 2. Volkswagen D.C. meö 5 manna húsi og palli árg. 1970. 3. Götusópur Ford/Johnston árg. 1970. 4. Dráttarvél Massey Ferguson árg. 1963. 5. Dráttarvél Massey Ferguson árg. 1965. 6. 2 stk. Loftþjöppur f. dráttarvélar 125 c.f. 7. 1 stk. Sláttuþyrla P.Z. Ofangreindar bifreiðar og vinnuvélar verða til sýnis i porti Vélamiðstöðvar að Skúlatúni 1, mánudaginn 18. og þriðjudag inn 19. október. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, miðvikudaginn 20. október 1976, kl. 14.00 e.h. INNKAIR'ASTOFNUN REYK)AVÍKURBO«GAF. Fríkirkjuveoi 3 — Sími 25800 Hef opnað lækningastofu i Domus Medica. Viðtalsbeiðni veitt móttaka i sima 15730. Guðni Á. Sigurðsson, læknir. Sérgrein: Lyflækningar — hormóna- og efnaskiptasjúkdómar. Símavarsla — Afgreiðsla Við óskum að ráða vanan starfskraft til simavörslu og afgreiðslustarfa. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfs- manna. Umsóknir sendist skrifstofu okkar að Lindargötu 46 fyrir 25. þ.m. Fasteignamat rikisins. Nótur í miklu úrvali NÓTUR OG SKÓLAR f. gitar, fiðlu, lág- fiðlu, selló, kontra-bassa, pianó, orgel, harmoniku, óbó, fagott, klarinett, horn, trompet, básúnu, flautu, túbu og jazz- trommer. Nótur Albúm eftir gömlu meist- arana i miklu úrvali. Mjög hagstætt verð. tErlend timarit, Hverfisgata 50 v/Vatns- L stig 2 hæð s. 28035. ............................

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.