Þjóðviljinn - 24.10.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. október 1976 Nokkrar bækur hins nýja íagnaöarerindis sjálfshyggjunnar. Elska skaltu sjálfan þig Bandaríkin eru eins og menn vita mikill mark- aður fyrir félagslegar og sálfræðilegar ráðlegging- ar í aðgengilegu formi. Og það getur verið ómaksins vert að hnusa af tilhneigingum sem fram koma í þeirri fram- leiðslu. Nú um stundir eru þar i landi afar vinsælar bækur sem kenndar eru við „jákvæðan hugsunargang”. Hér er ekki um að ræða ráðleggingakerfi eins og það sem Dale Carnegie bjó til um það, hvernig maður á að fara að þvi að vera góður og vin- sæll strákur meöal hinna bis- nessmannanna. („Hvernig afla skal vina og hafa áhrif á fólk”). Meginkenning þessara bóka er sú, að maðurinn skuli hugsa sem mest um sjálfan sig, þaul- rækta möguleika til persónu- legrar gæfu og nautnar, og þá einkum og sér i lagi með þvi að útiloka óþægilegar hugsanir, óþægileg utanaðkomandi áhrif. Að útiloka óþægindi Þessi kenning segir, að mður- inn sé af sjálfum sér hamingju- samur — það sé samfélagið (menningin, lögin, það sem aðr- ir ætlast til af einstaklingnum) sem geri hann ógæfu- saman.Höfundar bókanna, sál- fræðingar og hegðunarfræðing- ar af ýmsum skólum, ráðleggja mönnum, að þeir skuli ekki reyna að breyta samfélaginu, heldur hafa þá stjórn í sjálfum sér að samfélagið komi þeim sem minnst við. Æstu þig ekki, segir einn til dæmis, út af skattalöggjöfinni vegna þess að þú getur hvort sem er engu breytt. Aðalverkefni mannsins er að elska sjálfan sig, segir annar, þvi það skapar þér viröuleika og gerir þig ónæman fyrirsorgum, jafnvel dauða vin- ar eða ættingja. Þú getur ekki boriö ábyrgð á hamingu neins annars manns, segir sá þriðji svo þú skalt bara einbeita þér aö eigin tilfinningum og geðshrær- ingum. Nöfn bóka um þetta efni segja sina sögu: „Hvernig maður á að vera besti vinur sjálf sins” eftir Mildred Newman og Bernard Berkowitz. „Villusvið þin.” (Your erroneos zones) eftir Wayne W. Dyer. „Að skilja við mömmu og pabba” eftir Bob Hoffmann. „Þú ræður við þetta” eftir Bernard Poduska. Þægilegt afturhaldi Sumt af þessum hegðunar- boðskap hljómar alls ekki illa við fyrstu sýn. Leyfið mér áð vera i friði, ég læt ykkur i friði: vist eiga menn ekki að skipta sér af þvi, sem kemur þeim ekki við. Og i annan stað er ekkert við það að athuga, þótt reynt sé að útlista fyrir mönnum mögu- leika hvers og eins á þvi að byggja upp mótstöðukraft til að mæta ýmsum persónulegum erfiðleikum. Hitt er svo ljóst, að þessi sjálf- hverfa tiskuhugsun er fyrst og fremst afskaplega þægileg fyrir ihald og afturhald af öllum stærðum og gerðum. Beint og óbeint segir þessi boðskapur, að pólitiskir misyndismenn og fjármálabófar skuli fá að vera i friði — af þvi ekkert sé hægt að gera við veldi þeirra. Hann segir að menn skuli sætta sig við það dýpi sem er staðfesta milli rikra og snauðra, forréttinda- hópa og undirgefinna — vegna þess að ekkert sé hægt að gera: you can’t do anything about it, nitsjevo né podélaésj. Eymd og hungur i öðrum löndum? Þú sérð ekki svoleiðis fyrirbæri af þvi þú vilt ekki verða fyrir óþægindum. Maður hefur stjórn á tilfinningum sinum, segir áöurnefndur Dyer. Særingarþula Undir yfirskyni hamingjuleit- ar og hamingjusmiðar felst kaldranaleg og sjálfumglöö ein- angrunarviðleitni. Þröng ein- staklingshyggja sem er að sjálf- sögu óralangt frá ýmislegum félagshyggjustraumum siöari ára, hvort sem þeir hafa tekið mið af Marx eða kristnum dómi. Hjá sumum þeirra, sem gera of- angreindar bækur að metsölu- bókum, er kannski um að ræða vonbrigði þeirra sem halda, að úr þvi að þeim sjálfum tókst ekki að breyta heiminum meðan þau voru ung og róttæk i-skóla, þá sé heimurinn óbreytanlegur. Þessi tiskuhugsun er lika kreppueinkenni — þegar marg- ur vandi steöjar að hinum fjöl- mennu miðstéttarhópum, sem svo mjög setja svip sinn á um- ræðu og fjölmiðla á Vesturlönd- um — þá gripa þeir til bjartsýni- sprautu. Ekki dóps i þessu til- viki, heldur særingaformúlu er á að sanna að allt sé i lagi þratt fyrirallt. Þetta minnirá það, aö á kreppuárunum um 1930 var uppi hreyfing meðal kaupsýslu- manna og annarra þeim skyldra i Danmörku: þeir hengdu merki i barminn sem á stóð: Her gár det godt! Hægrisveif la? Það verður sjálfsagt um það rætt einnig, að ofangreind og vinsæl boðberun sjálfshyggju sé partur af hægrisveiflu sem fer yfir heiminn. Menn nefna ósigur sænskra sósialdemókrata i kosningum, erfiðleika vestur- þýskra krata, lágt gengi ýmissa hópa langt til vinstri i pólitik. 1 annan stað siðvæðingu i Banda- rikjunum sem vill brenna klámi (og ýmsu öðru I leiðinni eins og gengur), vill að forsetinn stjórni eftir Bibliunni. Uppgang hálf- fasiskra samtaka þar i landi, gauragang I ihaldssömum for- eldrum sem heimta likamlegar refsingar aftur innleiddar i skóla. Andóf gegn kvennréttind- um. Og svo mætti áfram telja. Þegar á heildina er litið sýnist hæpið að tala um meiriháttar hægrisveiflu i samfélögum, jafnvel þótt nokkur prósent óvissra miðjuatkvæða færist af hógværum sósialdemókratisk- um flokkum yfir á andstæðinga þeirra. Hitt væri nær sanni að lita svo á,að i þeim fyrirbærum sem að ofan voru rakin og mörgum öðrum, komi fram sá ótti, sú óvissa sem gripur um sig meðal hinna fjölmennu milli- stéttarhópa, hvenær sem þeir finna fyrir efnahagslegum erfiðleikum eða samfélagsleg- um hræringum. í vinstrisveiflu siðasta áratugs tókst, þrátt fyrir mörg vonbrigði að koma á ýmislegum umbótum viða: einkum var þetta fólgið i þvi að styrkja raunverulega mögu- leika minnihlutahópa, barna úr láglaunafjölskyidum, kvenna, til náms og starfa. Þar með var lifsgæðaforskot og sjálfsálit ýmissa millistéttarhópa komið á hættusvæði og þeir snúast til gagnsóknar. Og þá er haft hátt um þroska persónuleikans eða fornar kristnar dyggðir eöa bar- áttu gegn hvimleiöu klámi. En i raun er skorin upp herör gegn óæskilegum hugmyndum, áleitnum spurningum, jafnrétti, mannlegri samstöðu. Arni Bergmann Smásögur í skáldsögugerfi Fyrir nokkru siðan kom út skáldsaga eftir Guðmund Danielssonog ber sú heitið Bróðir minn Húni.Þetta er nokkurs kon- ar þroskasaga þessa Húna frá bernsku til tvitugs. Húni heitir fullu nafni Húnbogi Bergsson og sagan gerist i islenskri sveit á fyrri hluta þessarar aldar. Það er látið heita svo aö sagan sé ekki fullgerð fyrr en eftir lát Húnboga, sem hverfur af sjónar- sviðinu i blóma lifsins sakir vél- ráða ismeygilegs kvendjöfuls, Eyju Brims. Húnbogi þessi hafði gengið með rithöfund i maganum og lætur eftir sig ófrágengið handrit af æfisögu sem Sigurður bróðir hans gefur siðan út með viðaukum og innskotum eftir sjálfan sig. 1 þessum innskotum, sem eru skáletruð til að þau rugl- ist ekki saman við bók Húnboga, lætur höfundurinn þennan hugs- aöa sögumann erfiða við það siðu eftir siðu að skýra gang sögunn- ar. Hann verður einnig manna fyrstur til að benda á að I verki Húnboga eru sumir kaflar hálf- kláraðir, litið samhengi sums staðar og upplýsingar stundum ónógar. Með hliðsjón af þessu mætti ef til vill telja það sérstakt klókindabragð Guðmundar að hafa innbyggðan gagnrýnanda sem þennan i verki sinu, en að minu mati er þó hængur á. Athugasemdir Sigurðar Sigurður þessi bætir upplýsing- um við sögu Húnboga eins og áöur var getið, skýrir skrif hans, getur sér til um atriði i ævi hans sem hann hefur ekki sagt frá og hvor- ugur veit og segir sjálfur frá ýmsu i leiðinni. Þvi er ekki að leyna að þessi frásagnaraðferð sem hér hefur verið lýst, er i sjálfri sér stór- skemmtileg. Með þvi að hafa yfirsýn yfir tvær persónur i verk- inu, allt að innstu hugrenningum þeirra, og geta komið samhliða á framfæri tvennskonar túlkun á þvi fólki og þeim afstæðum sem verkið annars fjallar um, ætti verk slikt að hafa alla möguleika til skýrrar framsetningar á við- sýnum lifsskilningi en á þvi þykir mér misbrestur i þessu verki. Kvenfólkið Einn helsti örlagavaldur sög- unnar er kvenmaðurinn Eyja Brims, kona Knúts Brims, há- skólakennara i sálarfræðum. Þessi kona er, eins og margt kvenfólk i bókum Guðmundar, svo vergjörn að jaðrar við ofboð. Hún er reyndar ekki eina konan i þessari sögu sem svo er ástatt um. Anna frá Mýri, stúlka um fermingu, er svo aðþrengd hvað þetta snertir að hún þarf ekki annað en heyra Húnboga syngja og spila á harmonikku úti i fjósi til að missa stjórn á sér. Þegar Húni spilar svo fyrir hana sálm- inn: ,,Ég lifi og veit ei hvað löng er min bið. Ég lifi uns herrann mig kallar” (119) magnast fýsnir hennar og áleitni svo að um þver- bak keyrir. Eyja Brims er þó betra dæmi en Anna vegna þess hve fyrirferðarmikil hún er i sög- unni. Eyja ræðst sem kennari þeirra bræðra á heimili þeirra Holta- holtum. Húnbogi er þá ekki kom- inn á fermingaraldur og Siguröur nokkru yngri. Hvaö sem þvi liöur kemur Eyja þeim báðum uppi til sin, Húna að staðaldri og Sigurði einu sinni til prufu. Annað er ekki ýkja frásagnarvert við Eyju og dvöl hennar I Holtaholtum nema ef vera skyldi að Knútur Brims, sá ágæti sálfræðingur, kemur i heimsókn og verður fyrir hörðum ásóknum hinnar kynþyrstu unn- ustu sinnar. Hann bjargar lifi sinu með þvi að vera stöðugt i heyvinnu og segist gera það sér til heilsubótar en Sigurð Bergsson grunar margt þegar fram liða stundir: Eftir á held ég þó að hann hafi aðallega flúið út á engjarnar undan atlotum Eyju Brims. Lambið á það til að ganga of nærri móður sinni þegar hún fer að geldast, þá leyfir hún þvi ekki að sjúga sig nema stutta stund i senn.. (108) Guðmundur Danielsson Það þarf varla að fjölyröa um það viðhorf til kynjanna sem fram kemur i slikum og þvilikum athugasemdum. Þó kastar fyrst tólfunum þegar þarerkomið sögu að Húnbogi hefur flust til þeirra Knúts og Eyju, horfið þaðan spor- laust og Sigurður er sestur við að skýra gang mála. Húnbogi er horfinn, Eyja hefur stolið hug- verki hans og ætlar siðan af djöfullegri lævisi að nota Sigurð til að koma þvi á prent undir sinu nafni, en hann er ekki fæddur i gær: Einhvers konar sálræn lömun hlaut að vera undanfari þess að geta gefið annarri manneskju höfundarréttinn að hugverki á borð við þetta. Eyja Brims hlaut að hafa lamað afltaug- arnar i eðli hans: metnaðinn og baráttuviljann. Það virtist henni hafa tekist, en bók gat hún áreiðanlega ekki skrifað. (16) Eyja brjálast þegar Sigurður sér i gegnum hana og i brjálæðis- kastinu þegar hún er uppvis að svikum sinum og mennirnir frá Kleppi komnir aö sækja hana er hanni lýst svo: Ég sá hana gegnum hálfopnar dyrnar, hún var i baðsloppi sem slaksaðist frá henni, en i litlu eða engu innanundir. Það rann tiðablóð niðrum naktar hnésbætur hennarog kálfa, hún virtist ekki taka eftir þvi (17- 18) Að lokum mætti svo láta niður- stöðu Sigurðar Bergssonar um þessa helstu kvenpersónu bókar- innar fljóta með: Satt að segja veit ég enn ekki hvers háttar manneskja hún var. Liklega þó einhvers konar blóðsuga, með hömlulausa kröfu til algleymis i imynd- uðum einkaheimi, þar sem mótsagnakenndar óskir hennar og tilfinningar höfðu — að hennar skilningi — lagagildi. Þetta dettur mér i hug. (18) Saga Húna er að miklu leyti sett saman úr ýmsum smásögum sem Guð- mundur hefur látið frá sér fara á löngum ritferli. Þetta hefur það i för með sér að saga Húnboga er ósköp sundurlaus eins og þessar Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.