Þjóðviljinn - 24.10.1976, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. október 1976 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 22 Ég vil ekki svindla jT a krökkum RÆTT VIÐ GUÐRÚNU HELGADÓTTUR RITHÖFUND Blómsturvellir viö Jófriöarstaftaveg 7. sögöu fjölskyldunni margvis- legum vandamálum. Tóta er mjög bráðger krakki og hún skilur ekki vel samhengið milli þess sem hún heyrir i skólanum, að við séum bókmenntaþjóð og hún er látin læra kvæði eftir skáld frá fyrri timum, en á hinn bóginn er það dálitið hlægilegt og asnalegt að eiga skáld fyrir pabba. Nú og margs konar önnur vandamál koma þarna inn í — ósköp hversdagsleg vandamál —en vandamál samt fyrir litinn krakka að fást við. Kompan: Ég hegg eftir þvi, að þú miðar bókina ekki bara við krakka, og skil ég það rétt, að þér finnst rangt að semja bækur um einangraðan barna- heim? Guörún: Höfundur sem skrif- ar fyrir krakka, skrifar jú auð- vitað þanhig, að hvert barn geti skilið það sem fram fer og vita- skuld er það þá miðað dálitið örðuvisi, en ef hann væri að skrifa skáldsögu íyrir fullorðna lesendur, en ég held að skáld- saga handa börnum eigi sér engin önnur lögmál. Það er ekki siður um persónusköpun að ræða og ég fæ ekki séð að hún eigi að vera neitt einfaldari i sniðum. Bókin getur verið flókin þó börn eigi að lesa hana. Ég vil ekki svindla á krökkum með þvi að einfalda alla hluti fyrir þau. Börn verða að horfast i augu við lifið eins og það er. Og af hverju að gefa þeim rangar hugmynd ir? Hér er ekki um æfintýrabó' að ræða. Þerra er raunsæ sag' Ég er ekki viss um að ég setji mig i neinar barnastellingar til að skila þessu. Það sem ég hef reynt er að gera persónurnar lifandi. Ef það hefur tekist er ég bara ánægð. Kompan: Er nokkur sérstak- ur sem þú myndir nefna til sem lærimeistara þinn? Nú — þó þú sért kannski enginn unglingur lengur, þá ertu samt ung sem höfundur. Þú ert eiginlega ný- byrjuð að skrifa. Guörún : Það er nú ósköp erf- itt — náttúrulega þegar maður fer að skrifa svona seint, þá er maður búinn að lesa ósköp mik- ið af bókum, og ég veit það ekki — auðvitað hefur maður orðið fyrir áhrifum af hinum og þess- um, en ég á nú ekki alveg gott með að taka þar einn út fyrir. öll höfum við verið meira og minna undir áhrifum frá Lax- ness og okkar bestu höfundum — en ég veit ekki, þetta er svo mikil mixtúra, Hins vegar segir þú að ég hafi farið seint að skrifa. Það er kannski gaman að geta þess hér, að ég skrifaði reyndar bók, þegar ég var þrettán ára, og myndskreytti hana. Þetta var mikið rit. Og svo mikið leyndarmál að ég held að ég hafi aldrei nokkurn tima sagt frá því. Með þetta fór ég til bókaútgáfunnar Lilju, sem ég af einhverjum ástæðum komst á snoðir um. Mig minnir að það hafi verið eitthvað i sambandi við barnablaðið Æskuna. Með útgáfuna hafði reyndar að gera núverandi biskup landsins, Sig- urbjörn Einarsson. Og ég man að ég tók mér far með Hafnar- fjarðarstrætó með þetta undir hendinni og afhenti það sira Sig- urbirni, en ég hef aldrei hvorki fyrr eða siðar hey rt meir um af- drif þess hugverks og þoröi aldrei að spyrja um það frekar. Ég neita þvi ekki að mér þætti gaman að eiga þetta ritverk i dag. Ég er þvi miður alveg búin að gleyma um hvað það var, en i þvi lá mikil vinna. Kompan: Nú ert þú elst af tiu systkinum. Hvernig bar það að, að þú fékkst að fara i menr.ta- skóla? Mér hefur sýnst það al- gengara aö yngstu krakkarnir komist i skóla. Guörún: Það hjálpaðist nátt- úrulega ýmislegt að. Mamma og pabbi eru óskólagengin, en þau eru bæði ágætlega greindar manneskjur, og á minu heimili var ekki fjandskapur gegn menntuðu fólki eins og maður heyrir stundum núna. Þegar ég var krakki settust allir niður, þegar t.d. Sigurður Nordal eða Pálmi Hannesson ellegar ein- hver slikur talaði i útvarpið. Maður lærði að minnsta kosti að meta þekkingu. Það voru engar bgpkur til en ég vissi að þekking og bækur var eitthvað sem var afskaplega æskilegt og skipti máli. Nú og siðar var ég svo heppin, að þegar ég kom i Flensborg, þá voru þar slikir ágætis kennarar. Þá var skólastjóri Benedikt Tómasson, sem siðar varð skólayfirlæknir og islensku- kennari doktor Bjarni Aðal- bjarnarson. Þessir menn hlúðu að mér og áttu ómælhán’þáVt i þvi að ég fór i langskólanám, sem hreint ekkert stóð til frek- ar. Auðvitað ætlaði ég fyrst og fremst að fara að vinna eins fljótt og ég gæti til að fá pen- inga. Eg segi stundum, aö það sé einn hlutur i eigu minni, sem ég mundi hlaupa inn i brennandi hús eftir, þegar ég væri búin að sækja krakkana mina, það er bók sem doktor Bjarni gaf mér þegar ég var búin að ljúka landsprófi. Orðasafn Sigfúsar Blöndals i tveim bindum, bók- inni var skipt, og hann lét binda hana sérstaklega, — mikill dýr- gripur. Og þetta gaf hann mér. Ég kunni tæplega að meta þá, hvað hann var að gefa mér, en það sýnir hve hann bar mig fyrir prjósti. Kompan: Gaf hann þér þessa bók persónulega, eða lét hann skólann gera það? Guðrún: Nei, nei. Hann kom með þetta i brúnum pappir heim til min og það var afskaplega vandræðalegt og hefur á- byggilega verið hálfskoplegt at- vik, þegar þessi einræni og dul- arfuL; maður kom þarna og af- henti þetta svona stelpukorni sem raunverulega varla vissi hvaða bók þetta var. Ég hef oft hugsað um það siðan, að það mátti ekki á milli sjá hvort okk- ar var aumara ég eða doktor Bjarni þvi hann var afskaplega feiminn og lokaður. Móðir min var hálfvandræðaleg lika. Ég varð vör við að hann fylgd- ist með þvi hvernig mér gekk i menntaskólanum. Hann dó lið- lega fertugur þegar ég var i fimmta bekk. Mér þótti ákaf- lega vænt um þennan mann, sem ég þekkti ekki nokkurn skapaðan hlut, þvi við töluðum tæplega saman persónulegt orð — held ég — við vorum aldrei dús. Hann þéraði alla sina nem- endur. Fyrir mér er þetta dæmi um hvað kennari getur haft mikil áhrif á lifshlaup nemenda sinna. Ég á honum mikið að þakka, og mér finnst að ég eigi eftir að skrifa góða bók fyrir hann. í kcnnslustund i St. Jósefsskóla í Hafnarfiröi. Systir Celestína aö kenna landafræöi. Guörún situr Ouörún, 9 ára, og Hanna Eliasdóttir, fremst til hægri. Hún er nieö langar fléttur. Stelpan sem situr hjá henniheitir Katrin Egilsdóttir. jafnaldra hennar úr næsta húsi eru aö selja merki fyrir slysavarnarfélagiö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.