Þjóðviljinn - 24.10.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.10.1976, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. október 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 JÓN MÚLI ÁRNASON SKRIFAR Mittisólin og kúturinn Þjóöin hefur um árabil lifaö um efni fram” — sagöi for- sætisráöherra á miövikudags- fundi Varöar og félagar hans i máttarstólpastétt hertu þegar i staö mittisólarnar. Þeir ætla ekki aö slaka á meöan foringi þeirra réttir lir kútnum. Sú at- höfn hefur tafist lengur en ætlaö var fyrir rúmum tveimur árum, og hreint eins og kengurinn hafi heldur bognaö siöan háttvirt rikisstjórn tók aö fást viö hann. Engum er þetta betur ljóst en stjórn Sambands Fiskvinnslu- stööva. Þaö liöu ekki nema tveir sólarhringar frá Varöarkúts- ræöunni, — þá birtu mittisóla- kapparnir i Fiskvinnslustjórn- inni dagskipan á gullaldarmáli, og niöurstööur studdar kaldari rökum en viö eigum aö venjast. — „Stjórn Sambands Fisk- vinnslustöövanna telur óhjá- kvæmilegt aö vara viö málflutn- ingi sem einblinir (!) á krónu- töluhækkanir útfluttra sjávar- afuröa, en horfir fram hjá (!) kostnaöarhækkunum sem oröiö hafa innanlands” segir þar i upphafi, og skömmu siðar —” meöan sú hækkun gerir varla betur en að halda i kostnaöar- hækkanir innanlands, skortir fiskvinnsluna öll efni til aö slá upp veizlu.” Siöan koma átaka- anlegar frásagnir af „gengis- sigi islenzku krónunnar” (þrátt fyrir hatrama baráttu fisk- vinnslustöövanna á móti gengisfellingu fyrr og siöar) og niöurstaöan veröur sú, aö „út- flutningsverölag... sjávaraf- uröa muni aö þvi er taliö er hækka um 11,2 miljaröa króna i ár” — þaö er nú allt og sumt. Og til þess aö viö, sem höfum lifað um efni fram megum sem best skilja, hvilik vá er fyrir dyrum, ljúka hinir aðþrengdu útflytj- endur máli sinu á þessa leið: „Auk þess megi benda á, aö auknar tekjur megi aö nokkru leyti rekja til aukins útflutnings til Bandarikjanna og aukinnar framleiöslu þar, en þaö auki einnig allan tilkostnaö hlutfalls- lega meira.” Hafi þessi hagfræöi vafist fyr- ir okkur, sem lifum um efni fram meöan forsætisráöherra rembist viö aö rétta úr kútnum, þurfum viö ekki aö fyrirverða okkur vegna heimsku og fáfræöi I sælurúsnum, — þetta hendir á bestu bæjum. Morgunblaöið birti á miövikudag stórfrétt um 5 senta veröhækkun á fiskblokk- um I USA, og hagfræðingur Moggans spyr framkvæmda- stjóra Sölumiöstöövar Hraö- frystihúsanna hvort nýja verðiö komi fyrirtækjunum til góöa. — „Hann sagöi aö svo myndi ekki vera.” Að sjálfsögöu ekki, — þetta á hver maöur aö geta sagt sér sjálfur, — svona verðhækk- un eykur bara allan tilkostnað hlutfallslega meira, og tapiö veröur æ geigvænlegra. Og þvi lengri biö á, aö slegið veröi upp veislu. Almúgafólki i Bandalagi starfsmanna rikis og bæja væri hollara aö hafa þetta i huga, og hugsa minna um nýjustu út- reikninga misviturra hagfræö- inga sinna. Þó svo að kjararýrn- un nemi sem svarar 440 krónum af hverjum 1000 á tveimur árum (öfgamenn segja aö þessu hafi veriö stoliö af þeim) — hvaö er þaö á móts viö fórnirnar sem fiskvinnslupíslarvottarnir færa á Bandarik jamarkaöi? Chickenfeed, svara þeir rétti- lega i Coldwater og Iceland Products og spenna megin- gjaröir sinar I veröhækkana -á- föllunum. Forystumönnum BSRB væri sæmst að gjöra slikt hiö sama, þeim er ekki vandara um en forsætisráöherra sem sagöi i Varöarræöunni: „Þaö er ljóst, aö halda veröur meö hyggindum og hófsemd á kjara- málum þjóöarinnar næstu miss- eri,” — og stóö teinréttur um stund, — þrátt fyrir mittisól og kút, — frammi fyrir atvinnurek- enda-öreigunum, sliguöum af skattaáþján og taprekstri, sem stafar aöallega af sihækkandi verði á útflutningi. Launafólk, sem lifir um efni fram, má lika minna á „orö eins hæfasta hagfræðings þjóöarinn- ar”. (Morgunbl. leiöari á þriöjud.) „aö ekki væri um þaö að ræöa, aö vandi umfram- eyöslu þjóöarinnar og efnahags- lifs okkar yfirleitt væri ab baki. Þvert á móti — erfiöasti kaflinn á leiöinni út úr vandanum væri framundan.” Og ekki verður slegiö upp veislu I þeim ógöng- um, — ekki einu sinni smá-partii i stjórn fiskvinnslustöövanna. Nú aö nýloknu þingi BSRB viröist hinsvegar ljóst, aö of- stopamenn, sem lifa um efni fram, ætla aö halda áfram sukki og óhófi, og hafa þar aö auki i hótunum. Þetta fólk, sem hefur ekki verib rænt meiru en 40 til 60 prósentum af umsömdum kjör- um sinum siöustu tvö árin, ætlar aö beita verkfallsvopninu til aö ná aftur rétti sinum, ef önnur ráö duga ekki. Þaö er klárt mál, aö þarna hefur hófsemdar- og hyggindastefnan orðið að lúta I lægra haldi. Bjartsýnustu ó- hófsmenn þykjast jafnvel eygja þann dag, er rikisstjórnin hrökklist frá völdum, og viö taki önnur, sem hugsanlega kunni ráö til þess aö snúa tapi af aukn- um útflutningi og met-prisum á Amerikumarkaði upp i hagnaö. Hins vegar er útilokaö aöfor- sætisráðherra og rikisstjórn hans takist nokkurntima aö rétta úr kútnum, — þvi ráöa lög- mál þeim herrum æöri, bæöi efnahags- og siðferðileg. JMA. HUGSIÐ UM HEILSUNA! HOLLUSTUVÖRU R Mjöl — Baunir — Korn lífræn ræktun — Hollar vörur Kaupiö hollustuvörur á afsláttarverði ALLAR NÝLENDUVÖRUR MEÐ 10% LÆGRI ÁLAGNINGU ENNÞÁ getum við boðið slátur, 5 slátur í kassa L Kaupqaröur Smiðjuvegi 9, Kópavogi 90 herbergi öll með baðkeri eða steypibaði, síma, útvarpi og sjónvarpi ef óskað er. Athugið hina fjöl- breyttu þjónustu er Hótel Saga hefur að bjóða, svo sem hárgreiðslustofu, snyrtistofu, rakara- stofu, nudd og gufuböð. Viljum sérstaklega vekja athygli á 'ninni miklu verðlækkun á gistingu yfir vetrarmánuðina. ini©T€iL HAGATORG 1 REYKJAVÍK sími 20600 verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUN 5f HAFNARFIRÐI NÝH SÍMANÚMER 53332

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.