Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Rætt um frárennsli skolps í höfuðborgarhafið Hefur ekkert verið gert í 20 ár? Á borgarstjórnarfundi sibast- liðinn fimmtudag lagði Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaöur Al- þýðubandalagsins, fram eftirfar- andi spurningar og svaraði borg- arstjóri, Birgir isleifur Gunnars- son, þeim. Spurningar Sigurjóns voru svo- hljóðandi: ,,A árinu 1973 var unnin' á veg- um gatnamálastjóra ýtarleg greinargerð um holræsamál i Reykjavik, sem miðaði að þvi að draga úr mengun við strendur borgarlandsins og sameina hinar mörgu útrásir. Spurt er: 1. Hefur þessi áætlun verið rædd við þau nágrannasveitarfé- lög, sem málið varðar? 2. Er höfð hliðsjón af þessari á- ætlun við: a. Gatnagerð með ströndinni? b. Skipulag nýrra byggingar- svæða? c. Aætlanir um holræsafram- kvæmdir i nýju skipulagi? 3. Hvenær má vænta, að um- rædd áætlun verði tekin til af- greiðslu i borgarstjórn?” Borgarstjóri svaraði spurning- um Sigurjóns á eftirfarandi hátt. Undanskilið hér er þó álit eða stefnumörkun nefndar þeirrar, sem borgarstjóri greinir frá i svari sinu, en þá stefnumörkun las borgarstjóri einnig. „1. Reykjavikurborg hefur haft frumkvæði um að stofnuð hefur verið samstarfsnefnd til að fjalla um þetta mál og i henni eiga sæti fulltrúar nágrannasveitafélag- anna frá Hafnarfirði og upp i Mosfellssveit. A fundunum hefur náðst sam- staða um meðf. tillögu borgar- læknis og heilbrigðismálaráðs um stefnumörkun hvað snertir hrein- leika sjávar við strendur og voga vegna holræsaútrása á höfuð- borgarsvæðinu. Yfir standa rannsóknir sbr. 4. lið tillögunnar, og er niðurstaða að vænta i vetur. 2. Við gatnagerð með strönd- inni, skipulag nýrra byggingar- svæða og við áætlanir um hol- ræsaframkvæmdir i nýju skipu- lagi hefur ávallt verið höfð hlið- sjón af þessari áætlun. Sem dæmi má nefna: Við skipulagningu Eiðsgrandahverfis hefur verið gert ráð fyrir tengiræsi milli Eiðsgranda og Skerjafjarðar. Við lagningu Sætúns hefur verið gert ráð fyrir safnræsi utan við þá akbraut sem nú er gerð. I Sundahöfn hefur verið lagt hlutaaf aðalræsi og skipulagriingu hagað i samræmi við það. Við skipulagningu iðnaðar- hverfis neðan við Elliðavog hefur verið höfð hliðsjón af þvi að eftir er að leggja aðalholræsi yfir svæðið, og við áætlanir um holræsaframkvæmdir á svæðinu hefur verið miðað við væntanlegt aðalholræsi. Við skipulag bátahafnar i Elliðavogi og við fyllingar i vog- inum, hefur verið tekið tillit til þess aö leggja þarf aðalholræsi á þessu svæði. Mörg fleiri dæmi mætti nefna. 3. Þegar niðurstöður rann- sókna liggja fyrir verða þær lagð- ar fyrir viðkomandi sveitastjórn- Birgir tsleifur Gunnarsson ir sem taka ákvarðanir um frek- ari framgang málsins.” I áliti þvi eða stefnumörkun, sem að framan er frá sagt segir ma. að áður en skólpi sé hleypt til sjávar skuli hreinsa þaö i þar til gerðri hreinsistöð, að innan við 100 m fjarlægð frá strönd skuli coligerlafjöldi aldrei vera meiri en að jafnaði 1000 pr. 100 milli- litra á yfirborði sjávar, en þó minni en 100 i sömu f jarlægði frá strönd þar sem i nálægð eru bað- strendur eða matvælaiðnaður og að áður en endanleg staðsetning holræsa er ákveðin skuli fram- kvæma liffræðilega rannsókn á botnsvæði. Þá hefur samstarfsnefnd sú, er borgarstjóri greindi frá að sett hafi verið á laggirnar, undirbúið það að hafnar verði viðtækar rannsóknir og mun hafa samið Sigurjón Pétursson við aðilja um að taka þær að sér, Rannsókn hófst i júni 1975 á Skerjafirði og lauk i april sl. og úrvinnslu i mai og er búist við að lokaskýrsla um Skerjaf jarðar- svæðið liggi fyrir i vetur. Kostnaður við þessar rann- sóknir er orðinn 5,4 miljónir króna og greiðir Rvik rúmlega 70% af honum. Sigurjón Pétursson (G) minnti borgarfuiltrúa á það, að fyrir 20 árum siðan hefðu svipaðar hug- myndir þeim, sem borgarstjóri hefði kynnt, verið á lofti og þá komnar á svipað stig og þær virt- ust komnar á nú, og sýndi þetta betur en allt annað framkvæmda- hraðann hjá borginni. Varpaði Sigurjón siðan nokkr- um spurningum fyrir borgar- stjóra og lagði siðan áherslu á, að Framhald á bls. 14. VERNDUM BÖRN GEGN BRUNASLYSUM Eldhúsið, spennandi en hættulegt. Asta litla er fjörmikil og dug- leg stúlka, tveggja ára siöan i vor. Eins og börnum á hennar aldri er tamt er hún i óða önn að uppgötva heiminn. En það er ekki nóg að skoða með aug- unum, alla hluti þarf að snerta og velta fram og aftur. Hún kann lika orðið margar leið- ir til að komast áfram. Það er auðvelt að draga út skúffur eða færa til stóla, og þá er auð- velt að komast upp á borðin. Ahuginn er mikill, en kappi fylgir aðeins forsjá tveggja ára barns, sem ekki sér alltaf fyrir orsök og afleiðingar. Dag einn, þegar mamma hennar var að nella uppá kaffi, kom Asta auga á skrtinn hlut á eldhúsborðinu, sem hún þurfti fyrir alla muni að rannsaka nánar. 1 þvi, er hún reyndi að vega sig upp á eldhúsborðið, rak hún olnbogann i kaffikönnuna og trektin, sem sat illa á könn- unni, valt, og sjóðandi kaffið skvettist yfir Astu litlu. Hún hefur nú legið langar og þján- ingarfullar vikur á sjúkrahúsi, með ljótan annan stigs bruna á herðum og handleggjum. Þetta er sorgarsaga, en þvi miður ekkert einsdæmi. 198 börn 5ára og yngri brenndust illa á heimil- um sinum s.l. ár. Þar af voru 54 börn jafngömul Astu og 49 þeirra ári yngri. 11 börn á fyrsta ári urðu einnig fyrir brunaslysum. Sum brenndust af sömu or- sökum og Asta litla, önnur höfðu hvolft yfir sig heitum matar- pottum af eldavél, sum náð i BYRGJUM BRUNNINN Landssamband íslenskra barnaverndar- félaga snúruna úr hraðsuðukatlinum og dregið yfir sig sjóðandi vatn- iö, og nokkur hreinlega kveikt i sér með eldspitum eða á annan hátt komist i óvarinn eld. Fyrirbyggjum slysin. Börn hafa gaman af að fylgj- ast með i eldhúsinu og sjá hvað kraumar Ipottunum eða steikist i bakaraofninum. Snúið pottum þannig, að sköft og höldur visi að veggnum, svo ekki sé eins auðvelt að ná i pottana. Best væri að setja hlif framan við hellurnar. Maturinn, sem settur er á borðið, er venjulega nógu heitur til að barn geti brennst illa viðaðfá hann yfir sig. Setjiö þvi aldrei heitan mat á borðiö þar sem barnið getur náð til. Litil börn, ættu að hafa eigin stól með borðplötu fyrir sig. Takir þú barn I fangið við matborðið, hafðu i huga að litlar hendur eru fljótar að gripa i sjóðandi kaffi- bolla. Eldfæri ættu auðvitað aldrei að liggja þar sem börn ná til. Strax við tveggja ára aldur getur barn kveikt á eldspitu. Barnið sér fullorðna kveikja I sígarettu eða kerti, ljósið lokkar og freistar. Reynið að kenna barninu, að eldur er hættulegur, lofið þvi að finna, að hann er heitur. Rafmagnssnúrur þurfa ekki að vera langar til þess að þær þjóni sinum tilgangi. Styttið snúrurnar og færið heldur raf- magnstækið til meðan þaö er i notkun. Allt of oft eru raf- magnssnúrur hangandi ofan af borðum I seilingarhæð barns. Sérstök aðgát skal höfð við straujárn, börn brennast oft af þeim. Hægt er að fá plastlok á inn- stungur i raftækjaverslunum, sem eru þannig útbúin, að börn ná þeim ekki út. Allt of oft verða slys, vegna þess að börn pota mjóum hlut inn i innstungurnar og fá I sig straum. Slik slys hafa leitt til dauöa. Ræðið við barnið um hætturnar. Munið, þegar um er að ræða barn sem ekki skilur ennþá allt sem við það er sagt, að röddin, tónninn, og það hvernig við tök- um I barnið, hefur afgerandi þýðingu. Hrætt barn skilur illa það, sem við það er sagt. Talið . rólega við barnið um hætturnar, útskýrið hvers vegna það má ekki leika sér aö þessum hlut, og fáið þvi annnað leikfang. Út- skýringar og reynsla siast smám saman inn i barnið, og það fer að skilja hvað má og hvað ekki. Fyrstu viðbrögð við bruna. Ef barnið þitt verður fyrir brunaslysi, komdu þvi eins fljótt og auðið er undir læknishendur Leiðbeiningarnar hér á eftir eiga þvi aðeins við þangað til barnið kemst undir læknis- hendur. Bruni á hörundi og holdi manns stafar oftast af heitu vatni, eldi, gufu, bráðnum málmi, sterkri sýru, lút o.fl. Ahrifin eru ávallt næstum hin sömu, nema hvað holdið breytir lit. Bruna má skipta I þrjú stig, eftir þvi hve djúpur hann er: EINKENNI BRUNA: 1. stig. Hörundið verður rautt. Ekkert sár myndast, en sam- fara roöanum er sviði og þroti. 2. stig. Blöðrur koma á hörund- ið, fylltar glærum vessa. 3. stig. Hörund og hold kol- brennur. Djúp sár myndast, og hið skorpna hörund verður ýmist brúnleitt eða svart. Vatnsmeðferð við brunasæar. Við minni háttarbruna á hör- undi má láta hinn brennda lik- amshluta undir væga vatns- bunu, dýfa honum I vatnsilát eða hreinan læk. Sé ekki vatn við höndina, má til bráðabirgða nota mjólk, gosdrykk, sjó eða snjó. Athugið, að framangreind ráð eru aðeins til bráðabirgða, þviað framhald á kælingu brun- ans á að fara fram i hreinu, hálfköldu vatni (eða ekkikaldara en svo, að það rétt haldi sviðanum i skefjum). Hættið ekki kæiingu fyrr en sviðinn er horfinn fyrir fullt og allt. Ef föt hylja brenndan likamshluta, er best að kæla allt strax, en kíippa svo flikurnar frá, þegar þær eru orðnar kald- ar. Athugið.að kalt eða hálfkalt vatn er einungis notað, þegar um takmarkað, litið brunasvæði er að ræða, en volgt vatn, ef um útbreiddan bruna er að ræða. Hentugt er að láta sjúkling með slikan bruna I kerlaug með volgu vatni. Ef notað væri kalt vatn i kerlaugina, gæti sjúk- lingurinn hlotið kuldalost eða ofkælingu. Ef ekki er unnt að koma við kælingu I kerlaug, vatnsbunu eða iláti, geta bakstrar komið aðsvipuðugagni,og skulu notuð mjúk hrein, ólituð stykki, laus- lega undin úr köldu eða volgu vatni, eftir þvi sem við á. Um höfuð og háls hentar þessi að- ferð vel. Ef hrollur er i sjúklingnum, má gefa honum heita mjólk eða súpu (ekki kaffi, áfengi eða örv- andilyf). Einnig skal að honum hlúð með hlýjum klæðnaði, nema brennda staðnum, sem helzt skal vera án umbúða eða fata. Notið ekki nein smyrsl. sprengið ekki blöðrur. Snertið ekki brenndu svæðin. Við bruna á hörundi skemmist oftast fjöldi háræða, er missa þanþol sitt, og vökvi siast út. Til bráðabirgða er reynt að mæta vökvatapi likamans með þvi að gefa sjúklingnum salt vatn að drekka, ef hann hefur rænu (1 teskeið af salti i litra af vatni og ein teskeið af bökunarsóda ef til er). Venjulegt drykkjarvatn eða mjólk koma að gagni, en salt- vatn er betra. Við meiriháttar bruna er sjúklingi hætt við losti. Kæling brunans og drykkjar- gjöfin eru liðir i að vinna gegn losti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.