Þjóðviljinn - 28.10.1976, Page 16
Fimmtudagur 28. oktöber 1976
Minna
flutt
inn af
Endurskoða „svörtu
skýrsluna”
Ekkert bendir til þess að ástandið
hafi batnað segja fiskifrœðingar
Sigfús Schopa, fiskifræðingur,
vinnur nú að þvi að endurskoða
„svörtu skýrsluna” svo nefndu,
með tilliti til nýrra upplýsinga
sem fyrir liggja um ástand
fiskistofna við landið. Að sögn
Jöns Jónssonar forstöðumanns
Hafrannsóknarstofnunarinnar
hefur ekkert það komiðfram við
þessa endurskoðun sem gefur
„græntljós” eins og hann orðaði
það, á að veiða meira hér við
land, en tekið var fram um
hámarksafla i „svörtu skýrsi-
unni”, en Jón tók fram að
endurskoðuninni væri ekki lok-
ið.
Aðspurður sagði Jón að
Hafrannsóknarstofunin myndi
bíða eftir niðurstöðum þessarar
endurskoðunar áður en hún léti
heyra í sér um þá ofveiði, sem
nú á sér stað á þorski á tslands-
miðum, f ár mun heildarbolfisk-
afiinn fara um 100 þúsund lest-
ir framyfir það mark sem
fiskifræðingar töldu óhætt i
„svörtu skýrslunni”.
Sigfús Schopka sagðist ekki
vita hvenær hann lyki þessari
endurskoðun, en hann sagðist
vera nokkuð langt kominn.
Hann staðfesti það sem Jón
sagði, að ekkert það væri að
finna i nýjustu tölum, sem benti
til þess að óhætt myndi að veiða
meira en sagði til um i „svörtu
skýrslunni”. — S.dór.
Hitaveituframkvæmdir á
gasolíu
Akureyri boðnar út í vetur
óOOmiljón króna
gjaldeyris-
sparnaður á
næsta ári
A föstudaginn var undirritaður
f Moskvu samningur um kaup á
brennsluolium og bensini.
Athyglisvert er að samið var um
kaup á 200.000 tonnum af gasoliu
en á siðasta ári var samið um
230.000 tonn og 1974 270.000 tonn.
Þessi 30.000 tonna minnkun frá i
fyrra sparar þjóðarbúinu um 600
miljónir kro'na i gjaldeyri.
Astæðurnar fyrir minnkandi
neyslu gasoliu eru fyrst og fremst
tvær. önnur er sú að hitaveitur
spretta upp viða um land. Nú
hefur td. verið lögð hitaveita i
Kdpavog, Garðabæ og Hafnar-
fjörð og á næsta ári kemur hita-
veita i Grindavik og á fleiri staði
á Suðurnesjum og siðar á Akur-
eyri, Siglufirði og viðar. Hin
ástæðan ersú að diselvélar eru nú
minna keyrðar til raforkufram-
leiðslu einkum með tilkomu
Lagafljótsvirkjunar á Austur-
landi og Mjólkárvirkjunar á Vest-
fjörðum.
Áfram veröur notuð gasolia á
flotanum og eins munu bilar eyða
Framhald á bls. 14.
Við gerum ráð fyrir að hita-
veituframkvæmdir veröi boðnar
út I vetur og framkvæmdir geti
hafist strax næsta sumar. Þessar
uppiýsingar gaf Valgarður Bald-
vinsson bæjarritari i samtali við
Þjóðviljann i gær.
Lausleg áætlun um kostnað við
hitaveituna hljóðar upp á hvorki
meira né minna en 2 1/2 miljarð
og er reiknað með að heimtauga-
gjöld og lántökur fjármagni
framkvæmdirnar. Bæjarsjóður
sjálfur mun að mjög litlu leyti
vera fær um að leggja fram fé en
Valgarður sagði að undirtektir
stjórnvalda um útvegun á lánum
hefðu verið það góðar aö ekki
væri ástæða til að ætla annað en
framkvæmdir gætu hafist með
fullumþunga á næsta ári.
Borunin á Laugalandi hefur
stöðvast algjörlega eftir að stóri
borinn var fluttur norður að
Kröflu við hörð mótmæli akur-
eyringa. Gert er ráð fyrir að Hita-
veita Akureyrar þurfi um 220-230
sekúndulítra aö vatni en með dæl-
ingu úr þeim tveirpur holum af
þremur sem heppnast hafa til
þessa má fá 150 sekúndulitra svo
að enginn ástæða er að óttast að
ekki fáistnægilegt vatn. Vatniö úr
þessum tveimur holum er mjög
heitt eða um 95 gr. C.
Félagsvísindadeild
brautskráir í fyrsta sinn
Sl. iaugardag fór fram afhending prófskirteina I Háskóla tslands. t
upphafi haustmisseris höfðu 68 stúdentar lokið prófum við Háskóla ts-
alnds. Meðal þeirra voru 17 nemendur sem luku prófi frá félagsvisinda-
deild H.t. Þettá eru fyrstu nemendurnir sem deildin brautskráir. A
myndinni sést Sigurjón Björnsson, deildarforseti, afhenda einum nem-
enda sinna skirteini um B.A. próf frá deildinni.
Beðið eftir
bornum
frá Kröflu
Valgarður sagði að aöal-
verkefni bæjarins nú væri aö
undirbyggja götur og búa þær
undir varanlegt slitlag. Ætlunin
væri að reyna að láta gatnagerð
og lagningu hitaveitunnar fara
sem mest saman.
Þá sagðist Valgarður ekki vita
hversu mikinn sparnað þessi
hitaveita hefði i för með sér. Ekki
næstum þvi öll hús á Akureyri eru
með oliukyndingu heldur eru
mörg þeirra hituð með rafmagni.
i. Gert er ráð fyrir þvi að hitaveit-
unni verði lokið á fjórum árum.
Ekki er búið að taka ákvörðun um
hvort allir verði skikkaðir til að
taka hana en talið er lfklegt að
svo verði.
öngulstaðahreppur, en Lauga-
land er i honum, hefur óskað eftir
þvi að gerast eignaraðili að hita-
veitunni og Valgarður sagðist
ekki álita neitt til fyrirstöðu að
fleiri nágrannasveitarfélög æsktu
hins sama t.d. Hrafnagilshreppur
þó að ekki hefðu komið fram
formlegar beiðnir frá þeim enn-
þá.
—GFr
.Rannsóknir á skipakaupunum:
Bíðum eftir svari að
„Það er ekkert nýtt að frétta
af þessari rannsókn, við sendum
beiðni til erlendra aðila um
ákveðnar upplýsingar og biðum
eftir þeim og ég á von á þvi að
þeirra sé von alveg næstu
daga”, sagði Björn Tryggvason
aðstoðarseðlabankastjóri, er
við inntum hann frétta af rann-
sókn þeirri á kaupum á skipum
erlendis, sem Seðlabankinn er
að framkvæma, eftir að upp
komst um gjaldeyrismisferli i
sambandi við kaupin á skipinu
Grjótjötni.
utan
sagði Björn
Tryggvason
aðstoðar-
seðlabankastjóri
Björn sagði að Seðlabankinn
hefði tekið út i þessari rann-
sókn, skip af öllum gerðum, sem
keypt hefu verið til landsins og
látið rannsaka kaupin. Þetta
væri timafrekt starf, en hann
sagðist búast við að nú færi að
sjá fyrir endann á þvi.
Varðandi Grjótjötunsmálið
sagði Björn að þvi hefði verið
visað frá Sakadómi aftur til
Seðlabankans til frekari rann-
s$knar, henni væri nú lokið og
málið komið aftur til Sakadóms.
—S.dór
EBE-ríki deila um
dagskrá Haag-fundar
Bretar krefjast sameiginlegrar
útfœrslu og samninga við ísland
BRUSSEL 27/10 NTB — Komin er
upp deiia milii rikja Efnahags-
bandalags Evrópu um það, hvað
utanrikisráðherrafundur rikj-
anna i Haag á laugardaginn eigi
aö fjalla um. -Belgia vill að ein-
göngu verði á fundinum fjallað
um skýrsiu um nánara samband
EBE-rlkja, einskonar evrópskt
sambandsriki, sem forsætisráð-
herra Belgiu, Leo Tindemans,
hefur gert. Sagði talsmaður
belgiska utanrikisráðuneytisins i
dag að þar á bæ væri talinn timi
til kominn að taka ákvarðanir i
þessu máli.
önnur EBE-riki, og þá sérstak-
lega Bretland, telja miklu mikil-
vægara að komast að samkomu-
lagi um útfærslu fiskveiðilögsögu
EBE i 200 milur frá 1. janúar n.k.
og að hefja samningaumleitanir
við Island, Noreg og fleiri riki um
gagnkvæm fiskveiðiréttindi.
Breska stjórnin vill sem minnst
af Tindemans-skýrslunni vita og
telur mátulegast að láta hana
gleymast niður i skúffu, að sögn
fréttamanns NTB i Brussel.
Samkvæmt breskum heim-
ildum hafa austurevrópsk fiski-
skip farið að færa sig á miðin
kringum Bretland, eftir að is-
lensk fiskimið lokuðust þeim.
Sennilegt er að stjórnarnefnd
EBE leggi áherslu á að utanrikis-
ráðherrarnir ræði stefnu banda-
lagsins i fiskveiðimálum. Þar
stendur nú hnífurinn i kúnni að Ir-
land krefst 50 milna sérlögsögu.
Fulltrúi Danmerkur i stjórnar-
nefndinni, Finn Gundelach, er nú
staddur i Dublin þeirra erinda að
fá ira til að gefa eftir i þessu máli.
Afmœlisboð í nýja hásinu á sunnudaginn. — Sjá 10. síðu