Þjóðviljinn - 28.10.1976, Síða 7
Fimmtudagur 28. október 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Virkjanir, Hrauneyjar-
foss og hlutur Alþingis
Það skortir ekki umræðuefni slikrar stórvirkjunar yrði ekki anna, þ.e. Landsvirkjui
Það skortir ekki umræðuefni
fyrir landsmenn um orkumál
þessi misseri, bæði einstakar
framkvæmdir og ekki siður um
aðgerðaleysi i þessum afar
mikilvæga málaflokki. Það er
þannig að verða á allra vitorði,
að eitthvað meira en litið sé
bogiö við skipulag og pólitiska
meðferð hægri stjórnarinnar i
orkumálum. Þar er engu likara
en vanti bæði stefnu og heildar-
sýn og kylfa ráði kasti um
þýðingarmiklar ákvarðanir og
röðun verkefna. Málefni Kröflu-
virkjunar og byggðalinu eru þar
skýr dæmi um handahófs-
ákvarðanir á árinu 1975, áður en
jörð tók að ganga i rykkjum
norður við Kröflu en viðbrögð
við þeim hamförum hafa verið
sama marki brennd.
A sama tima og tekin var
ákvörðum um að reisa við
Kröflu helmingi aflmeiri virkj-
un en markaður norðanlands
gæti tekið við á næstu 5 árum og
féfest i mannvirkjum var Aust-
firðingum heitið Bessastaðaár-
vikjun og framkvæmd við hana
á þessu ári. t reynd hefur þó
ekki einu sinni fengist fjármagn
til aö ljúka þar undirbúnings-
rannsóknum, og eru nú engin
ártöl lengur nefnd um byrjun
eöa lok framkvæmda við virkj-
unina. Er þó enginn landshluti
jafn illa settur með orku frá
vatnsaflsstöðvum og Austur-
land, þar sem tvöfalda þyrfti afl
frá þvi sem nú er fram til ársins
1980, einkum vegna rafhitunar.
Virkjun Blöndu með allt að
150 MW afli hefur verið á dag-
skrá og stjórnarfrumvarp lagt
fram á Alþingi sl. vor um heim-
ild til slikrar virkjunar. Þó er
þar ýmsum undirbúningi ólokið,
og jafnframt ljóst að virkjunin
skerðir verulega gróðurlendi á
afréttum, sem óliklegt er að
verði bætt á þann hátt sem áætl-
anir hafa komið fram um, þ.e.
með ræktun annars staðar á há-
lendinu.
t orkuspá Orkustofnunar fyrir
timabilið fram til 1990, en hún er
frá fyrri hluta þessa árs, er
áætluð aflþörf fyrir allt landið
talin nema um 25 MW/ári að
jafnaði á næsta áratug (1980-90)
og aukin orkuþörf frá 107-115
GWh/ ári. Samkvæmt þessu
nægði 150 MW virkjun i um 6 ár
til að mæta vaxandi þörfum al-
menns markaðar á öllu landinu,
og er hætt við að hagkvæmni
slikrar stórvirkjunar yrði ekki
sú sem útreikningar sýna, nema
fyrir liggi stór orkukaupandi,
þ.e. orkufrekur iðnaður, sem
tæki við verulegum hluta af
framleiðslu virkjunarinnar
fljótlega eftir aö hún kæmist i
gagnið. Ekki er óliklegt að
áþreifingar úm álver i Eyjafirði
nú að undanförnu tengist hug-
myndum um virkjun Blöndu.
Þvi er rétt að þingmenn hafi
bæði málin i huga, er heimildar-
frumvarp um Blönduvirkjun
kemur aftur til kasta Alþingis.
Þar er dæmigerð stóriðjuvirkj-
un á ferðinni ekki siður en við,
Sigöldu, og er ekki óeðlilegt aö
menn vilji fá að vita eitthvaö
um orkukaupandann og fyrir-
hugaðan iðnað, áður en virkj-
unarheimild verður veitt.
Nú vill svo til, að á norðvest-
urlandi er annar valkostur,
sem rannsakaður hefur verið
ámóta vel og Blanda, en þ.e. 32
MW virkjun i Jökulsá i Skaga-
firði við Villinganes. Þar er á
ferðinni hagkvæm meðalstór
virkjun, sem fullnægði aflaukn-
ingu á landinu öllu i meira en 1
ár, og orka fra henni kæmist
þannig fljótt i gagnið án stóriöju
i samtengdu kerfi, ef slik virkj-
un er tilbúin á réttum tima með
tilliti til markaðsþarfa. Gegnir
sama máli um ýmsa aðra
virkjunarkosti af svipaðri
stærð, sem nefndir hafa veriö,
m.a. Bessastaðaárvikjun.
Ótviræður kostur við virkjan-
ir á NV-landi, Vestfjörðum og
Austfjörðum er að sjálfsögðu,
að þær liggja utan eldvirkni-
svæða, gagnstætt þvi sem er um
allar stærstu virkjanir landsins
til þessa.
Ef frá er talin Kröfluvirkjun,
er allt á huldu um aðgerðir nú-
verandi stjórnvalda i virkjunar-
málum utan Suðvesturlands, og
hið sama gildir um framtiðar-
skipan raforkumálanna al-
mennt. Hið helsta sem bitasætt
er og unnið er að með hangandi
hendi er samtenging á rafveitu-
svæðum landshlutanna, en
stefnumörkun um hana var tek-
in af iðnaðarráðherra vinstri
stjórnarinnar, Magnúsi Kjart-
anssyni, gegn hatrammri and-
stöðu, einkum frá Sjálfstæðis-
flokknum.
En ekki sitja allir með hendur
i skauti. Arið 1965 skóp viðreisn-
arstjórnin riki i riki orkumála-
anna, þ.e. Landsvirkjun sem
helmingafélag rikis og Reykja-
vikurborgar ogyfirtók hún m.a.
eignir Sogsvirkjunar og öll
vatnsréttindi á vatnasvæði
Þjórsár og siðar Tunguár. Raf-
orkumálaskrifstofunni var i
framhaldi af þvi deilt upp, og
Rafmagnsveitum rikisins eftir-
látin landsbyggðin ásamt raf-
magnsveitum sveitarfélaga
með þeim örðugu verkefnum er
þar biðu úrlausnar og eru enn
hvergi nærri leyst. A sama tima
fleytir Landsvirkjun rjómann af
hagstæðasta raforkumarkaði
landsins.
Meginhvatinn að stofnun
Landsvirkjunar voru áform
viðareisnarstjórnarinnar undir
forystu Sjálfstæðisflokksins um
stóriðju: álverið i Straumsvik I
tengslum við Búrfellsvirkjun,
og vilji til að hafa öll pólitisk tök
i sambandi við stóriðjuáformin
tryggilega i sinum höndum. Til
forystu fyrir Landsvirkjun völd-
ust Jóhannes Nordal, seðla-
bankastjóri, sem stjórnarfor-
maður og EirikurBriem sem
framkvæmdastj. og gegna þeir
störfum enn, auk þess sem Jó-
hannes er formaður Viðræðu-
nefndar um orkufrekan iðnað
(áður Stóriðjunefndar). I
höndum þess gáfaða atorku-
manns eru þannig samankomin
meiri völd en hjá nokkrum öðr-
um embættismannii landinu, og
eru þá einnig höfð i huga tengsl
hans sem seðlabankastjóra við
Alþjóðabankann og aðrar er-
lendar lánastofnanir.
Undir stjórn Jóhannesar Nor-
dals hefur Landsvirkjun vaxið
upp i stórveldi á sviði orkumála,
reist Búrfellsvirkjún (240 MW)
og Sigölduvirkjún (150 MW)
ásamt miðlunarvirkjun , báðar
beint og óbeint i tengslum við
orkufrekan iðnað. Jafnframt
hefur fyrirtækið á sinum vegum
mjög hæfa starfskrafta, sem
hanna virkjanir og gera um þær
áætlanir fra grunni og kosta þá
vinnu af eigin aflafé án þess að
leita um snefil til Alþingis gagn-
stætt þvi sem er um sjálfa Orku-
stofnun. Svo vel hefur Lands-
virkjun einnig tryggt sig gagn-
vart Alþingi, að þvi er virkjun
við Hrauneyjafoss varðar, að
heimildar til hennar var aflað
um leið og fyrir Sigölduvirkjun,
um sumarmál 1971. Var það eitt
af siðustu verkum þingliðs við-
reisnarstjórnarinnar, sem lagði
eftir Hjörleif
Guttormsson,
líffræöing
þar með ákvörðunarvald um
þessa stórvirkjun i hendur
iðnaðarráðherra, enda var þá
rikjandi sú stefna, að virkja
sem hraðast fyrir erlend stór-
iðjufyrirtæki.
Þeir sem sömdu viðaukann
við lög um iandsvirkjun á út-
mánuðum 1971 vissu hvað
klukkan sló, og nú er knúið á um
að ráðherann standi við sitt.
t ljósi þessa er rétt að rif ja hér
upp yfirlætislausa frétt, sem
birtist á útsiðu i Morgunblaðinu
á föstudaginn i siðustu viku (22.
okt. ) undir fyrirsögninni
„Hrauneyjarfossvirkjun: Taka
þarf ákvörðun um útboð strax.”
Greinarstúfurinn sem fylgir er
þannig:
„Samkvæmt upplýsingum
Jóhannesar Nordais, formanns
stjórnar Landsvirkjunar, er
Hrauneyjarfossvirkjun nú þeg-
ar tilbúin til útboðs, en ákvörð-
un um að auglýsa eftir tilboðum
hefur enn ekki verið tekin. Er
það ráðuneytið, sem slika
ákvörðun á aö taka. Jóhannes
sagöi að fyrir lægi beiðni um
virkjunarleyfi.
Jóhannes Nordal sagði að það
færi nú að verða mjög brýnt að
taka ákvörðun um útboð fram-
kvæmda við virkjunina, ef hún
ætti að verða tilbúin á þeim
tima, sem talið væri nauðsyn-
legt — i siöasta lagi 1981. Gert er
ráð fyrir að virkjunin verði i
upphafi 140 megawött, tvær 70
megawatta túrbinur, en siðan er
unntað stækka hana i 210mega-
wött. Yrði Hrauneyjarfossvirkj-
un þvi önnur stærsta virkjun
landsins, næst á eftir Búrfells-
virkjun, sem er um 240 mega-
wött.”
Eins og áður segir endist
25MW afl i eitt ár skv. orkuspá
allt timabiliö 1980-90 fyrir al-
mennan markaðá öliu landinu.
Fyrri áfangi Hrauneyjafoss-
virkjunar, sem kæmist i gagnið
i árslok 1981, nægði samtengdu
landskerfi þannig fram á haust
1986, og ef miðað væri við svæði
Landsvirkjunar og Vesturland
nægði virkjunin (140 MW) al-
mennum markaði i 10 ár eða
fram yfir 1990, og er þá likleg
rafhitun húsa i báðum tilfellum
meðtalin Hitt er svo ekki
ósennilegt, að áætlanir i skúff-
um Landsvirkjunar geri ráð
fyriraðorka frá Hrauneyjafossi
veiti yl á aflinn hjá málm-
bræðslum ekki siður en til al-
mennra þarfa, og væri ekki úr
vegi að þær áætlanir yrðu
kynntar fljótlega, fyrst stift er
sótt eftir virkjunarleyfi hjá
iðnaðarráðherra.
Smáfréttin i Morgunblaðinu
um fróma ósk Landsvirkjunar
að fá nú að halda áfram með
virkjun á Tungná á næsta þrepi
neðan viö Sigöldu, mætti verða
alþingismönnum nokkurt
ihugunarefni, ekki sist þeim
sem hafa hug á að sjá virkj-
unum dreift svolitið um landið
til að styrkja þar raforkukerfið,
auka öryggi og bæta úr misrétti
sem notendur rafmagns búa við
viða um land, jafnt almenning-
ur sem atvinnurekstur.
Þeir sem eitthvert tillit vilja
taka til náttúruhamfara mættu
og minnast þess, að jarðeldur er
til á íslandi, sem skilaði fyrir
nokkrum árþúsundum hrauni
frá einu sprungugosi við Hófs-
vað niður eftir Tungnár- og
Þjórsárfarvegi allt i sjó fram
um 130 kilómetra leið..
Þeir sem setja spurningar-
merki við stóriðju af þvi tagi,
sem nú er á dagskrá i Eyjafirði,
ættu einnig að hugsa sig um, þvi
að auðvelt mun að beina sjónum
Norsk Hydro suöur yfir heiöar.
Og þeir alþingismenn sem
kynnu að telja það óeðlilegt að
vera ekki spurðir ráða i sliku
stórmáli ættu aö hugsa sig um,
áður en þeir samþykkja kannski
öðru sinni heimild til stórvirkj-
unar langt fram i timann. Hvað
sem lagabókstaf liður, væri það
eðlileg krafa, aö ráöherra færði
slikt mál inn á vettvang Alþing-
is til skoðunar og ákvörðunar i
samhengi við stöðu orkumála
landsins i heild. Væntanlega
reynir svo einnig á, hvort þing-
menn skrifa upp á vixil stjórnar
Landsvirkjunar vegna fjár-
mögnunar til framkvæmda við
Hrauneyjarfoss.
Þess . utan mætti svo breyta
skipulaginu þannig aö Lands-
virkjun risi undir nafni og hið
dugmikla starfslið hennar fái
viðari vettvang til að spreyta
sig á en aðalgosbeltið sunnan
jökla.
Eiga sósíalistar að styðja
smákapítalista gegn stór-
kapítalistum?
Samkvæmt hefö undanfarinna
áratuga munu flestir vinstri
sósialistar svara ofangreindri
spurningu tvimælalaust jákvætt.
Aðalóvinurinn er einokunarauö-
valdið (mjög oft erlent) og i
baráttunni við það er rétt aö gera
bandalag viö smáauövaldið (sem
þar að auki er oft „þjóðlegt).
En i rauninni er spurningin sem
slik (og þvi einnig svar við henni)
byggð á röngum forsendum. Með
ákveðinni rangtúlkun á
kenningum Marx er gert ráð fyrir
að stööugir árekstrar hljóti að
vera milli smákapitalista og stór-
kapitalista. En kenning Marx um
-vaxandi einokun kapitalismans
og minnkandi hlutfallslega
þýðingu smáfyrirtækja i fram-
leiðslu þýðir engan veginn að ein-
stakir smákapitalistar séu and-
Olof Palme, leiðtogi sósial-
demókrata. Flokkur hans hefur
stöðugt haldið áfram að boða
aukna framleiðslu og hagvöxt.
snúnir stórkapitalinu eða að stór-
kapitalistar séu andsnúnir
smákapitali.
Þvert á móti: Eftir þvi sem
framleiðslueiningarnar verða
Gösta Bohman, leiðtogi sænska
ihaldsflokksins, sem fær drjúga
styrki frá stórfyrirtækjum.
Gísli Gunnarsson, frétta-
*' 'j ritari Þjóðviljans í Lundi
stærri og stórkapitaliö þannig
öflugra, vex þörfin fyrir vissar
tegundir smáfyrirtækja sem
þjóna stórkapitalinu. Þörfin er að
nokkru leyti tæknileg en þó fyrst
og fremst félagsleg. Hún er
tæknileg að þvi leyti að stöðugt
flóknara efnahagskerfi kallar á
stöðugt aukna þjónustu. Hún er
félagsleg einkum á tvennan hátt :
1. A stórum vinnustöðum getur
reynst erfitt aö halda aga á
starfsfólkinu. Lausnin er oft sú að
bjóða út hluta verksins til
smáfyrirtækja.
2. Stórkapitalið þarf að tryggja
stjórnmálastöðu sina. Vaxandi
einokun á framleiðslutækjunum
leiðir til að stöðugt færri eigendur
taka þátt I atvinnulifinu. 1 þessu -
fólst sú innri mótsetning kapital-
ismans sem Karl Marx benti á.
Eðlileg og frjáls þróun kapital-
ismans minnkaði stöðugt gildi
einkaeignarinnar og leiddi að
endingu til hruns kapitalismans.
Til að hindra félagslega
einangrun sina og endanlegt fall
reynir þvi stórkapitalið að halda
gangandi nógu stórum fjölda
smákapitalista. Þetta er þó
breytilegt frá landi til lands og fer
mikið eftir styrk verkalýös-
hreyfingarinnar. Þvi sterkari
sem verkalýðshreyfingin er,
þeim mun meir er taiað um
„hættuna og einokun i atvinnu-
lifinu.”
t flestum Evrópulöndum i dag
er velgengni smáfyrirtækja
fyrsta atriðið á stefnuskrá hægri
flokka. t Sviþjóð er þetta mjög
áberandi. Jafnvel ihalds-
flokkurinn, sem þiggur drjúga
styrki frá stórfyrirtækjum,
ásakar sósialdemókfrata fyrir að
leyfa stórfyrirtækum að kaupa
smáfyrirtæki. Kurt Nicholas, for-
stjóri ASEA, eins stærsta fyrir-
tækis Sviþjóðar, sem m.a. byggir
velgengni sina á hruni ótal
smáfyrirtækja, talar fjálglega
um nauösyn þess að hjálpa smá-
fyrirtækjum til að vernda
lýðræðið! Per Ahlmark, formað-
Framhald á bls. 14.