Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 28.10.1976, Blaðsíða 10
JO.SJÐA — ÞJ<»VILJINN; Fimmtudagur 28. október 1976 Stuðningsmenn, vinir og velunnarar Ævimenntun og hlutverk safna Fjórði landsfundur Bókavarða- félags íslands var haldinn dagana 15:—17. október s.l. i Norræna hús- inu. Viðfangsefni landsfundarins varað þessu sinni ævimenntun og hlutverk bókasafna i þágu henn- ar. Framsöguerindi á fundinum voru fjögur og fluttu þau sviinn Gunnar Andersson, fulltrúi fyrir fullorðinsfræðslu i sænska menntamálaráðuneytinu. Var það yfirlitserindi um ævimenntun i Sviþjóð. Elfa Björk Gunnarsdóttir, bórgarbókavörður, ræddi um hlutverk bókasafna i þágu ævi- menntunar. Birna Bjarnadóttir, skólastjóri Bréfaskólans og Guðrún Halldórsdóttir skólastjóri Náms- flokka Reykjavikur, fluttu yfir- litserindi um bréfaskóla og náms- flokka hér á landi og hlutverk bókasafna i starfsemi þeirra. Erindi þessi gáfu góða heildar- sýn yfir fullorðinsfræðslu hérlendis og á Norðurlöndum. Að framsöguerindum loknum var þátttakendum skipt i um- ræðuhópa, þar sem ræddir voru möguleikar til endurmenntunar hér á landi og fyrirkomulag full- orðinsfræðslu i Sviþjóð. Einnig sameiginlegt markmið bókasafna og fullorðinsfræðslu og tengsli hinna ýmsu tegunda bókasafna við slikt fræðslustarf. Þátttaka i fundinum var mjög góð og urðu þvi umræður lifandi og kom þar margt fram. Hver umræðuhópur skilaði all- itarlegum niðurstöður, sem send- ar verða þátttakendum og jafnvel birtar siðar. Fundarmenn f jölluðu um frum- varp til laga um fulloröins- fræðslu, sem nú liggur fyrir Alþingi. Samþykktar voru tvær tillögur, sem lutu að þvi, að kosin var þriggja manna nefnd til að gera tillögur til breytinga á frum- varpinu, en var höfuðáhersla lögð á að iandsfundur Bókarvarða- félags Islands skoraði á Alþingi að samþykkja hið fyrsta lög um fullorðinsfræðslu. Hittumst á hátíöisdegi í nýjum heimkynnum Þjóðviljans að Síðumúla 6 á sunnudaginn kemur,31. október. Fögnum þannig 40 ára af mælinu í hópi vina og kunningja. Opið hús f rá 14.30-18.30. Kaffiveitingar, stutt ávörp, listamenn lita inn. Sjáumst á sunnudaginn. f\U' 19361976 Frá vinstri eru Erla Jónsdóttir, bæjarbókavörður, Elfa Björk Gunnarsdóttir, borgarbókavörður og sviinn Gunnar Andersson, full- trúi. ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON: | . HVÍMIJiIÐ BÁGEVDI Geðþekkur blaðamaður Þjóö- „Þvi fer lika fjarri”, en úr þvi Eg er ekki einn um þessa viijans kom til min fyrir var&: -.Þvi er lika fjarri”. Ég reynslu. Ég þekki mæta menn, nokkrum dögum og bað mig skrifaði: „Hann hefur aldrei sem eru farnir að kinoka sér við svara fáeinum spurningum i hvikað”,en úr þvi varð: „Hann að senda blaðinu linu, vilja ekki tilefni fertugsafmælis biaðsins. hefur aldrei kvikað”. Ég skrif- eiga það á hættu að orðfæri Af ýmsum ástæðum kaus ég að að»: „Erlend menningaráhrif, þeirra verði breytt i einskonar svara spurningum hans skrif- einkum og sér i lagi engilsax- vitnisburð um subbuskap, hroð- lega, og skyldi þá á það reynt i nesk, dynja á okkur án afiáts, virkni og hirðuleysi. Ég leyfi haustbliðu, hvort prófarka- sum góð, en miklu fleiri ill”, en i mér þvi vinsamlegast að ráð- iesarar þessa ágæta blaðs væru meðförum starfsmanna blaðs- leggja aðstandendum Þjóð- enn slegnir blindu, ef prófarkir »ns varð setningin svona: viljans að bæta úr þessu af þvi væru á annað borð lesnar. „Erlend menningaráhrif, sum ástandi, hvað sem það kostar. Þegar ég leit svo áðan á svör góð, en miklu fleiri ill”. Sé of miklum verkhraða um að' min prentuð, blöstu þegar við A undanförnum árum hafa kenna, þá ber að hægja á sér. mér ófáar viilur, sumar mein- stundum verið föluð af af mér Valdi stærð blaðsins vinnu- litlar sem kallað er, en aðrar greinarkorn i Þjóðviljann, sem brögöum af þessu tagi, þá ber þannig, aö ég tel mig knúinn til siðanhafabirztþar illa til reika, aðhafa það minna og vandaðra. að leiðrétta. margvislega brengluð og Fyrsta vetrardag 1976 Ég skrifaði meðal annars: krydduð málspjöllum. Olafur Jóhann Sigurðsson Próf við Háskóla íslands 1 upphafi haustmisseris hafa eftirtaldir 68 stúdentar lokið prófum við Háskóla Islands. Embættispróf i guðfræði: (5) Davið Baldursson Hjálmar Jónsson Pétur Þórarinsson Pjetur Þ. Maack Viðar Gunngeirsson Embættispróf í læknisfræði (1) Hallgrimur Þ. Magnússon Aðstoðarlyfjafræðingspróf: (4) Guðrún Hauksdóttir Hildigunnur Hliðar Margrét Gisladóttir Sigurður G. Gestsson Embættispróf i lögfræði: (1) Tryggvi Viggósson Kandiatspróf I viðskiptafræði: (16) Arni Erl. Stefánsson Bergþóra M. Bergþórsdóttir Björn Sveinsson Eggert Steingrimsson Uppgjörinu vegna J.Y.J. enn ólokið Þjóðviljinn hafði samband við Þóri Danielsson hjá Verkamannasambandi islands út af uppgjörinu við Jón V. Jónsson verktaka sem skuldar háar upp- hæðir i vinnulaunum og öðrum greiðslum vegna vinnu við járn- blendiverksmiðjuna á Grundar- tanga. Þórir sagði að litið væri hægt að segja um það mál nú en uppgjörið gengi hægt og bitandi. Þórir sagði að Jón verktaki hefði ekki verið tekinn til gjald- þrotaskipta eftir þvi sem hann vissi best en ýmsar eignir hans seldar upp i skuldir. Þá reiknaði hann með þvi að Járnblendi- verksmiðjan gerði upp eitthvað af skuldum hans vegna hækkaðs til- kostnaðar. Nú standa yfir samningar við Járnblendifélagið og er ætlunin að gera einn samning fyrir öll verkalýösfélögin sem hlut eiga að máli , þ.e.a.s. verkalýðsfélögin á Akranesi og i Hvalfirði og öll landssamböndin. —GFr 1 fyrradag fundu tollverðir smygivarning i m.s. Brúarfossi er skipið lá i Reykjavikurhöfn. Skipið var nýkomið frá Banda- rikjunum. 1 þvi fundust 134 flöskur af áfengi, aðallega vodka, og sex hundruð vindlingar. Varn- ingur þessi var falinn innan i landfestarrúllum og undir þröskuldum i ibúð skipverja. Eigendur reyndust vera 3 hásetar og bátsmaður á Brúarfossi. Friðrik Stefánsson Gunnar Hjörtur Hall Ingimar B. Valdimarsson Jakob Gunnarsson Kristinn Lund Magnús Jóhannesson Ólafur Orrason Páll Arnason Ragnar Onundarson Sigurður G. Ólafsson Stefán D. Franklin Þorvaldur K. Þorsteinsson Kandidatspróf i islensku: (1) Asgeir S. Björnsson Kandidatspróf i sagnfræði: (2) Helgi Skúli Kjartansson Jón E. Böðvarsson B.A.-próf i heimspekideild: 12) Arni Sigurjónsson Helga ólafsdóttir Helgi Bernódusson Ingibjörg Jóhannessen Jóhanna Hálfdánsdóttir Jóhannes örn Oliversson Kristin Sigurlina Árnadóttir Magnús Sigmundur Magnússon Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir Sigrún Magnúsdóttir Una Þór Steinþórsdóttir Þuriður Baxter. Rafmagnsverkfræði, lokapróf: (1) Ragnar Þ. Ragnarsson B.S.-próf i liffræði: (4) Marta Konráðsdóttir Ragnheiður E. Bjarnadóttir Sighvatur S. Arnason Valgerður Jakobsdóttir B.S.-próf i jarðfræði: (2) Magnús Ölafsson Niels Óskarsson B.S.-próf i landafræði: (2) Margrét Sigþórsdóttir Ragnar S. Þorsteinsson B.A.-próf i félagsvisindadeild: (17) Askell örn Kárason Asþór Ragnarsson Einar Birgir Kristjánsson Friðrik Jónsson Georgia M. Kristmundsdóttir Gestur Guðmundsson Gunnar Gunnarsson Hildur Einarsdóttir Jóhann Bjarni Loftsson Konráð Ásgrimsson Patrik O’Brian Holt Sigriður Pétursdóttir Sigurgisli Skúlason Smári Geirsson Wilhelm Norðfjörð Þorsteinn Gunnarsson Ævar Árnason. Þjóðsaga gefur út: „Arið 1975” — stórviðburðir liðandi stundar i myndum og máli Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur nú sent á markaðinn bókina „Arið 1975 — stórviðburöir liðandi stundar i myndum og máli með islenskum sérkafla”. Drei fing bókarinnar til áskrifenda er hafin fyrir nokkru. Ótgáfa árbókarinn- ar hófst árið 19f5 og hefur hún þvi komið út I 11 ár, en i 10 ár með sérstökum kafla um Islenska viðburði. Sex siöustu árgangana er enn unnt að fá hjá útgáfunni, þar sem viðbótarupplag hefur verið prentað af nokkrum eldri árgöngum. Þjóðsaga gefur Arbókina út i samvinnu við Weltrundschau- Verlag A.G. i Sviss og er hún prentuð þar i landi hjá fyrir- tækinu Offset-Buchhdruck AB, en setning og filmuvinna islensku út- gáfunnar hjá Prentstofu G. Bene- diktssonar, Reykjavik. Arbókin 1975 er 320 bls. að stærð i stóru broti. Myndirnar skipta hundruðum og að venju eru fjöl- margar þeirra i litum. Sérstakur kafli er um iþróttir, þar á meðal eru nokkrar islenskar iþrótta- myndir. 1 islenska sérkaflanum ber að þessu sinni langmest á myndum úr landhelgisdeilunni vegna útfærslunnar i 200 milur og þorskastriðinu við breta, svo og frá kvennafrideginum. Arbókinni fylgir að venju nafnaskrá, staða- og atburðaskrá og skrá yfir ljós- myndara islenska sérskaflans. Erlendu stórviðburðirnir eru þungamiðja bókarinnar en Þjóðsaga telur Islenska kaflann auka mjög á giidi hennar fyrir islendinga. Arbækurnar eru ómetanlegar fyrir sérhvert heimili og til að gera sem flestum kleift að eignast þær býður Þjóð- saga þeim, sem þess óska, að njóta afborgunarkjara, hvort sem er á einstökum bókum eða safni þeirra. Aðsetur Þjóðsögu er nú að Þingholtsstræti 27. simi 1-35-10. Forstjóri Þjóðsögu er Hafsteinn Guðmundsson og annaðist hann umbrot islenska kaflans. Gisli Ólafsson, ritstjóri, annaðist rit- stjórn erlenda kafla islensku út- gáfunnar en Islenska sérkaflann hefur Björn Jóhannsson, frétta- stjóri, tekið saman. Þessir 3 menn hafa annast útgáfu Arbókarinnar frá upphafi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.