Þjóðviljinn - 28.10.1976, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.10.1976, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1976 Umrœður um álver við Eyjafjörð Stjórnarþingmenn nyðra á móti verksmiðjunni Á fundi Sameinaös alþingis i fyrradag uröu all miklar umræö- ur um hugsanlega byggingu ál- vers viö Eyjafjörö. Tilefni um- ræönanna voru fyrirspurnir frá Ingvari Gisiasynium máliö. Fyrirspurnir Ingvars voru á þessa leiö: 1. Eru uppi ráöagerðir hjá rikis- stjórninni um ab auka stóriðju- rekstur erlendra aöila á Islandi? 2. Hefur verið gerö áætlun um að reisa álver viö Eyjafjörð? 3. Eru hafnar náttúrufræðilegar rannsóknir i sambandi við slika áætlun? Ef svo er, hver kostar á- ætlanirnar? 4. Hverjir eiga sæti i viðræöu- nefnd um orkufrekan iönaö? 5. 1 hvers umboði starfar nefnd- in, hvert er verksvið hennar, um- boðstimi og fjárráö? Ingvar Gislason kvaðst ekki viö það kannast, að viö upphaf núver- andi stjórnarsamstarfs hafi verið rætt um aö auka erlendan at- vinnurekstur á Islandi, og innan Framsóknarflokksins hafi engin ákvörðun veriö tekin I þá átt. Þessar fyrirspurnir væru hins vegar fram bornar vegna frétta að undanförnu um fyrirhugaða byggingu álvers viö Eyjafjörö og umræðna i bæjarstjórn Akureyr- ar fyrir stuttu um málið, en þar hafi verið talað um 100 þúsund tonna verksmiðju i eigu Norsk Hydro. 'S athugun er hvernig haga beri rannsóknum Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráöherra sagði að rikisstjórnin hefði áhuga fyrir þvi að auka og efla iðnað i landinu og að nýta I þvi sambandi innlendar orkulindir. Ráðherrann sagði að i mai 1969 hafi verið haldinn á Akureyri sameiginlegur fundur sveitarfé- laganna við Eyjafjörö og þar hafi veriðsamþykkt að skora á stjórn- völd að kanna til hlitar möguleik- ana á að reisa næstu álverk- smiðju við Eyjafjörð. Gunnar sagði, að viðræðunefnd um orkufrekan iðnað hafi sér- staklega bent Norsk Hydro á, að rétt væri að kanna Eyjafjörð, noröausturland og Austfirði, með tilliti til hugsanlegrar byggingar álverksmiðju. Niðurstaðan af könnunum norðmanna væri sú, að þeir teldu aðstæöur hagstæð- astar við Eyjafjörð. Það kom fram hjá Gunnari að fyrir ári siðan fól Viöræðunefnd um orkufrekan iðnaö, með sam- þykki iðnaðarráðuneytisins tveimur fulltrúum að gera ásamt fulltrúum frá Norsk Hydro, „ýmsar athuganir og afla upplýs- inga, sem nauðsynlegar eru, áður en afstaða verði tekin til þess, hvort hefja skuli samningavið- ræður”. Ráðherrann tók fram, að engar náttúrufræðilegar rannsóknir væru hafnar, en unnið væri að gerð tillagna um það hvernig haga bæri umhverfisrannsókn- um, bæði félagslegum og nátt- úrufræðilegum. Gunnar Thorodd- sen upplýsti, að í viðræðunefnd um orkufrekan iönað eiga sæti eftirtaldir menn: Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, for- maður nefndarinnar Ingi R. Helgason, hæstaréttarlögmaður, Ingólfur Jónsson, alþingismaður, Ragnar Ólafsson, hæstaréttarlög- maður, Sigþór Jóhannesson, ráö- gjafaverkfræðingur og Stein- grímur Hermannsson alþingis- maður. Starfsmaður nefndarinn- ar er Garðar Ingvarsson, hag- fræðingur. Samkvæmt erindis- bréfi frá 28. sept. 1971 skal nefnd- in vera „til ráðuneytis um viðræður við erlenda aðila, sem áhuga hafa á þátttöku i orkufrek- um ibnaöi ásamt islendingum. Nefndin annast viöræöur viö slfka aðila i samráöi við iönaöarráðu- rteytið”. Umboðstimi nefndarinnar er ótilgreindur. Samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár eru nefndinni ætiaöar 10 miljónir króna. Frekari atvinnu- rekstur útlendinga á ekki að lcoma til greina, sagði Ingvar Ingvar Gislason þakkaði svör ráðherra. Hann kvaðst vilja láta i ljós ákveðna andstöðu gegn frek- ari samvinnu við erlenda aðila á þessu sviði. Þessi áform þyrfti að ræða miklu nánar, m.a. innan stjórnar flokkanna, áður en nokkrar ákvaröanir yrðu teknar. Það væri að sinum dómi óæski- legt að sækjast eftir stóriðju. Hér þyrfti að gera sér grein fyrir hvaða iðnaður þaö væri sem okk- ur hentaði. Frekari atvinnurekstur útiend- inga á isiandi á ekki að koma til greina, sagði Ingvar.Þingmaöur- inn taldi mjög litinn áhuga hjá fólki viö Eyjafjörð fyrir þvi að fá slíka sendingu, en mikil andstaða væri fyrir hendi nyrðra. Ingvar sagði, að Viðræðunefnd um orku- frekan iðnaö mætti hvorki veröa of umsvifamikil né of innilokuð. Æskilegt væri, að Alþingi fengi a.m.k. árlega skýrslu frá nefnd- inni. Hamingjuósk til Eyfirðinga Jónas Arnason tók næstur til máls. Hann kvaðst vilja óska Ey- firðingum til hamingju, og láta i ljós aðdáun sina á þvi, hvernig þeir hefðu brugðist við áformun- um um byggingu álvers við Eyja- fjörð. Þá kvaðst Jónas vilja spyrja i tilefni þess, að iðnaðar- ráðherra hefði i ræðu sinni sagt, að samningarnir um járnblendi- verksmiðju i Hvalfirði væru aö komast á lokastig, —■ hvenær þess mætti vænta, að nýir samningar um járnblendiverksmiöjuna yrðu lagöir fyrir Alþingi? Jónas rifjaði upp að i gildandi lögum væri þaö auðhringurinn Union Carbide, sem reiknað væri með sem eignaraöila að járn- blendiverksmiðjunni, og þvi þyrfti ný lög, ef semja ætti viö nýjan auðhring. Jónas Arnason kvaðst vilja vona ab alþingismenn bæru gæfu til að fella væntanlegt frumvarp um byggingu járnblendiverk- smiðju á Grundartanga I sam- vinnu við Norsk Hydro. — Aö minnsta kosti einn alþingismað- ur, sem á sinum tima studdi frumvarpiö um samvinnu við Union Carbide hafi reyndar nú þegar lýst þvi yfir, að sér hafi snúist hugur, og svo væri vonandi um fleiri. A sinum tima hafi þvi verið haldið fram, að sjálfsagt væri að semja við Union Carbide m.a. vegna þess, að starfsemi hans væri svo miklu hreinlegri en starfsemi Elkem Spigerverket, sem nú væri rætt við. Þingmaður- inn kvaðst vona, aö þeir sem nú lofuöu Elkem yröu álika sannspá- irog hinir, sem áöur lofuðu Union Carbide. „Minni /lœtla” Stefán Jónsson sagði, að þótt sveitarstjórnarmenn hafi fyrir 7-8 árum rætt um hugsanlega bygg- ingu álvers við Eyjafjörð, þá sé það staðreynd, að ekki hafi verið um þetta mál fjallað við fólkið i byggðum Eyjafjarðar. Þingmað- urinn kvaðst hafa rökstuddan grun um að málið væri i raun komið lengra á veg en iönaðar- ráðherra vildi vera láta. Verk- smiðjur af þessari gerð hafi reynst stórskaölegar umhverfi I Noregi, þótt búnar færu full- komnustu hreinsitækjum, sem völ er á. Þá sagði Stefán, að á sin- um tima hafi þvi verið haldiö fram, að Union Carbide byöi upp á svo miklu fullkomnari hreinsi- búnað en um væri að ræöa I Noregi, en nú virtist þetta gleymt. Á sinum tima hafi framkvæmd- ir til undirbúnings járnblendi- verksmiðju i Hvalfirði verið hafn- ar áður en neitt var búið að sam- þykkja um málið á Alþingi, og kvaðst Stefán Jónsson vilja vara við þvi að slikum vinnubrögðum væri beitt. Stefán kvaðst ekki hafa átt þess kost, að sjá skýrsluna frá Norsk Hydro um valkosti varðandi stað- setningu nýrrar álverksmiðju, en hann kvaðst hafa heyrt að þar væri tekið fram að hætturnar væru „minni” við Eyjafjörð en t.d. á Reyðarfirði eða Húsavik!! Steingrimur Hermannsson sagði að Viöræöunefnd um orku- frekan iönað væri ekki umsvifa- mikil. Allt hennar starf væri i nánu samráði viö iðnaðarráöu- neytið. Ekki væri hægt að neita algerlega uppbyggingu orkufreks iðnaðar, þá yrði rafmagnið svo dýrt til annarra nota. Varðandi álver við Eyjafjörð hafi verið gerður úlfaldi úr mýflugu Akveðnum mönnum hafiaðeins verið falið aö athuga i hverju rannsóknir þyrftu að vera fólgn- ar, ef til kæmi, og hvað slikar rannsóknir myndu kosta. Norsk Hydro hafi látiö gera þjóðfélags- lega rannsókn á Norður- og Aust- urlandi vegna málsins. Sjálfir ættum við eftir að gera slika rannsókn. Stefán Jónsson kvaðst teija, að það ætti ekki aö vera auðhringur- inn Norsk Hydro, sem stæöi fyrir þjóðfélagslegum rannsóknum hér á landi, og með fullri virðingu Steingrimur Gunnar Hermannsson Thoroddsen Ingvar Stefán Gislason Jónsson Stefán Jónas Valgeirsson Arnason fyrir Viðræöunefnd um orkufrek- an iðnað, þá sagðist Stefán telja heppilegra, að þessi áform kæmu hið fyrsta til kasta Alþingis áður en nefndin væri búin að vera „alltof lengi með puttana i mál- inu”. Deilt væri um það, hvort við ættum aðnýta orkuna til aö fram- leiða verðmæti úr landsins gæö- um til hagsbóta fyrir fólkið i land- inu, eða hvort nota ætti orkuna úr islenskum orkulindum í þágu er- lendra auðhringa. Steingrimur Hermannsson bauð Stefáni Jónssyni að sjá skýrsluna frá Norsk Hydro, og sagði, að allir sem á annað borö hefðu beðið sig, hefðu átt þess kost að sjá þessa skýrslu. Nýtt frumvarp um járnblendi. Heimamenn með neitunarvald Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, kvaðst vilja taka fram vegna fyrirspurnar Jónasar Arna- sonar, að ætlun rikisstjórnarinn- ar væri að leggja fyrir Alþingi nýtt frumvarp vegna járnblendi- verksmiðjunnar í Hvalfirði, þeg- ar samningum við Elkem væri lokið, en þeir samningar væru nú á lokastigi. Ekkert hafi enn verið ákveðið um byggingu álvers við Eyja- fjörð.Máliðséá algeru frumstigi, aðeins sé verið að fjalla um það, hvernig haga skuli rannsóknum, ef til kemur. Fullt samráð verður haft við heimamenn, sagði Gunn- ar, og ég mun ekki mæla með bygginguverksmiðjunnar, nema samþykki þeirra komi til. Stefán Valgeirssonsagði aö hér vatnaði stefnu i þvi hvernig viö ætluðum að byggja upp okkar at- vinnulif Ýtarleg könnun verði að fara fram, áður en nokkuð verði ákveðið um álver við Eyjafjörð. Ekkert mæli gegn þvi að rann- sóknir fari fram, en persónulega kvaðst þingmaðurinn enga trú á þvi hafa að til framkvæmda kæmi. Nú væri þannig ástatt við Eyjaf jörð, að nær alls staðar væri skortur á vinnuafli. Við ættum að færa iðnaðinn til fólksins en ekki fólkið til iðnaðarins, og með slikt grundvallarsjónarmið i huga, þá virtist 100 þús. tonna álverk- smiðja nokkuð stór i sniðum. Jóhann Hafstein tók fram að hann hefði áður flutt tillögu um það, að Viöræðunefnd um orku- frekan iönað gæfi Alþingi reglu- lega skýrslu um störf sin, og þess væri enn þörf. ný þingmál Jónas vill fresta rjúpna veiðunum Jónas Arnason, alþm. hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fuglaveiðar og fuglafriðun. Breytingin felur það i sér, að rjúpnaveiðitimi verði færður aft- ur um einn mánuö, þannig að i stað þess að hefjast 15. okt. og enda 22. des. byrji hann 15. nóv. og renni út 22. jan. 1 greinargerð með tillögunni segir: Það segja menn sem fylgjast vel með fuglaveiðum að rjúpna- ungar hafi fæstir náö fullum vexti þegar á þá hefst skothrið lögum samkvæmt hinn 15. október ár hvert. Flm. frv.hefur sannfærst um að þetta sé svo. Hann heyrir lika á hverju hausti dæmi þess aö ungahópar, sem skriða úr eggjum i nánd við sveitabæi og verða fyr- ir bragðið hændir að mannfólki, eru enn ekki flognir til fjalla þeg- ar veiöitiminn hefst, i birtingu hinn 15. október kemur maður með byssu og útrýmir þeim i einni svipan. Hér er því lagt til að rjúpna- skyttum verði uppálagt að hafa hemil á sér einum mánuði lengur en hingað til, rjúpnaveiöin hefjist ekki fyrr en 15. nóvember, en standi svo til 22. janúar i staðinn fyrir 22. desember, eins og kveðiö er á um i núgildandi lögum. Flm. vill ekki ganga lengra en þetta — i þetta sinn. Hitt virðist honum augljóst, að bráðlega verði taliö óhjákvæmilegt aö al- friöa rjúpuna. Skotfæri verða æ fullkomnari — lika möguleikar manna til að komast á rjúpna- slóðir. Spurt um málefni Styrktarsjóðs vangefinna A Alþingi hefur verið lögð fram fyrirspurn til félagsmála- ráöherra frá Helga Seljan um Styrktarsjóð vangefinna. Fyrirspurnin er á þessa leiö: Hver eru áform félags- málaráðuneytisins um framtiðarskipan Styrktarsjiðs vangefinna: a. varðandi fjáröflun til sjóösins, b. yfirstjórn hans með hugsanlegri aðild lands- samtakanna Þroskahjálpar, c. verkefni sem sjóðnum yrðu falin i tengslum við hugsanlega eflingu hans? Óskað skýrslu frá heilbrigðis- ráðherra Magnús Kjartansson og nlu aörir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu heilbrigðis- ráöherra um framkvæmd laga um heilbrigðisþjónustu frá 27. april 1973. Þessi beiðni er borin fram samkvæmt 31. grein þingskapa. í greinargerð með þessari beiðni um skýrslu segir svo: Lög um heilbrigðisþjónustu frá 27. april 1973 voru mjög merk heildarlöggjöf um skipulag þeirra mála um land allt. Til þess að framkvæma löggjöfina þarf markviss vinnubrögö sem taki mið af margra ára framtíöarþróun. Þvi segir svo i 35. gr. laganna: „Ráðherra lætur gera áætlun um heilbrigðisstofnanir samkvæmt 16. og 26. gr. Gera skal áætlun til 10 ára i senn og endurskoða hana á tveggja ára fresti. Leita skal umsagnar landlæknis um áætlunina. Þau umdæmi, þar sem erfitt er að halda uppi heilsugæziu, skulu hafa forgang um byggingu heilsugæslustöðva. Framkvæmdaáætlun byggð á heildaráætlun skal árlega lögð fyrir Alþingi við gerð fjárlaga,” Flutningsmönnum þessarar beiðni er ekki kunnugt um að núverandi heilbrigðisráðherra hafi látið vinna neitt að áætlun þeirri sem þarna er mælt fyrir um, og framkvæmdaáætlun hefur ekki verið lögð fyrir Alþingi. Háskalegar tafir hafa orðið á byggingu geðdeildar við Landsspitalann I Reykjavik og fleiri brýnum verkefnum og stjórn ráöherra fremur virst mótast af geðþótta en heildar- yfirliti. Þvi er óskað skýrslu ráðherra um þennan málaflokk, sem ævinlega þarf að vera eitt helsta verkefni stjórnvalda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.