Þjóðviljinn - 12.12.1976, Page 3
Sunnudagur 12. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3
Dónablöö og
pípuhattar
Gunnar
Gunnarsson
skrifar
Stokkhólms-
bréf
Það byrjaði að snjóa hér i
fyrradag. Dagarnir hafa verið
fallegir eins og jólakort og núna
er skóvarpssnjór. Það er hvorki
hlýtt né kalt og endalausar stillur
alveg eins og i menningarlifinu
hér i Sviþjóð.
I fyrradag fór maður að vona
að meiri háttar mál væri i upp-
siglingu og reyndar litur út fyrir
að innan skamms verði allir sviar
sem ná máli komnir i hár saman.
Þetta skammdegismál sem nú er
að blossa upp hér, minnir soldið á
mál svipaðs eðlis frá Islandi. Það
var um árið þegar Kristján Al-
bertsson og Dagrún Kristjáns-
dóttir fóru krossförina gegn
danskri fræðslumynd sem sýnd
var i Hafnarbiói.
I fyrrakvöld var hanskanum
kastað hér i sjónvarpinu.
Sjónvarpsmenn fóru á stúfana,
eins og það heitir, tóku myndir af
rosalegum dónamannablöðum
sem seld eru hér á hverju horni
(og sjálfsagt á Islandi iika: Lek-
tyr heitir eitt) þar sem birtar eru
æðislegar klobbamyndir. Þar er
hver útvikkunardaman með rass-
inn á sér framan og aftan og
voðalegir limir eigi fjarri. Þessar
myndir voru sýndar i varpinu, og
voru sjónvarpsmennirnir ekki
siður heilagir en islenskir stettar-
bræður: „Vitiði!” sagði aðalmað-
urinn „áður en ég sýni þessar
hérna myndir, ætla ég að segja
ykkur hvernig MÉR varð við.
Mér varð alveg eins við og þegar
ég fyrst sá myndir úr fangabúð-
um nasista i styrjöldinni”. Og vér
ómerkilegir áhorfendur glenntum
þá fyrst um skjáinn. Hvað var
svona ljótt i blöðunum og maður
hafði ekki haft rænu á að kaupa
þau! Svo komu myndirnar. Þetta
venjulega. Ekkert sérstakt.
Sjónvarpsmenirnir höfðu með
sér i sjónvarpssalnum hóp af
fólki. Tvö voru blaðamenn sem
sögðu að dónamannamyndirnar
væru prentaðar til að Bonniers
sem á Lektyr, gæti grætt meira.
Það væri helvitið hann Bonniers
sem léti fólk halda aö það vildi
skoða þessi ógnarlega útglenntu
skuð. En þessi tvö voru ein á báti.
Aðrir þátttakendur i þessum
þætti voru kirkjuhænsni úr
stjórnmálaflokkunum, voðalegar
kerlingar sem voru í framan eins
og Kfuk-kennslukonan min i
gamladaga þegar hún hitti mig
standandi við hvalskaufann þeg-
ar ég vann i Hvalstöðinni. Svo
settu allir upp heilagsandasvip
og sögðu: Hvað gerir lögreglan
eins og þeir vissu ekki að það er
prentfrelsi i landinu. En þetta er
þó ekkert miðið viö það sem á eft-
ir kemur, sagði þá sá sænski
Sjónvarps-Eiður og varð dular-
fullur i framan. Siðan birti hann
kvikmynd af manni sem keypti
sér gleðikonu.
A eftir fylgdu viðtöl við gleði-
kvendin, sum varla fimmtán ára,
og spurt: Hvað ætlarðu að gera
við peningana? Og eyru sjón-
varpsgesta sveifluðust af eft-
irvæntingu, allir bjuggust við að
glyðran færi að skæla og segðist
ætla að kaupa heroín handa sér og
kærastanum, þegar sú stutta
svaraði edrú: Ég ætla að kaupa
mér hest. Ég er að spara.
Blöðin hér hafa hent þetta mál
á milli sin i gær og dag og sýnist
sitt hverjum. Gáfaðri blöðin
hlæja, segja að það sé ljóst að
kynferðiskreppu manna verði
einhvern veginn aö leysa. Ihalds-
blöðin rifa sig oni rass, segja að
nú verði lögreglan að koma til
Lögreglan? spyr þá Dagens
Nyheter ( sem Bonniers gefur út
eins og klobbablöðin) hún er öll á
Læfsjóiniðri i bæ, þeir fá ókéyþis
inn.
Að þessu máli slepptu virðist
fátt vera á seyði hér nema þetta
venjulega: Verkföll hja Volvo og
Saab-Scania og lika hjá Saab
bráðum. Volvostjórinn, Gyllen-
hammer kom i blöðin i gær fok-
vondur út i rikisstjórnina, sagði
að annað hvort væri hér ihalds-
stjórn eða ekki, og hann heimtaði
bann við launahækkunum þannig
að verkalýðurinn skammaðist sin
og héldi áfram að vinna: „Menn
verða að skilja”, sagði volvoséf-
inn, „að það er ekki endalaust
hægt að hækka launin og stytta
vinnutimann”, og rikisstjórnin
þagði. Þessi stjórn þegir annars
ansi mikið og ekki nema von, hún
er nýbyrjuð. Ráðherrarnir eru
óskaplega nervösir þegar þeir
koma i sjónvarpið, virka alveg
eins og Einar Agústsson, en hann
Jón frá
Ljárskógum
PLÚPP
fer til íslands
James
Dickey
leikið vió
danáM
LJÖÐ JÓNS
FRÁ LJÁRSKÓGUM
Skáldið sem bæði orti sig og söng sig inn i hjörtu íslend-
inga, þó að æviár hans yrðu ekki mörg. Steinþór Gests-
son, einn af félögum Jóns i MA-kvartettinum, hefur gert
þetta úrval.
PLÚPP FER TIL
ÍSLANDS
eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráð-
skemmtilegt ævintýri í máli og myndum um sænska
huldusveininn Plúpp og það sem hann kynnist á
Islandi.
LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN
eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuð og
raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magn-
aða baráttu um lif og dauða bæði við menn og
máttarvöld.
fer eflaustaf þeim, óvaninn. Eftir
fjörutiu — fimmtiu ár verða þeir
orðnir stálslegnir, ihaldskarlarn-
ir.
Stjórnin her hlýtur að sitja
lengi. Hún á visan stuðning æsku-
lýðsins i landinu. Þegar gamla
kratastjórnin lækkaði kosninga-
aldurinn niður i átján ár, þá þökk-
uðu börnin fyrir sig og kusu ihald-
ið. Börnin i Sviþjóð eru góð og
prúð núorðið, hafa engan áhuga á
pólitik, eru stuttklippt og ganga i
vönduðum lagerfötum frá Ahlens
og NK og ætla hvorki að byrja að
reykja né drekka fyrr en löngu
seinna.
Hér i Sviþjóð er bfennivinið
hrikalega dýrt. Ég held aö það sé
næstum þvi eins dýrt og heima.
Þess vegna hafði ég lengi hlakkað
til 1. des. að islenski sendiherrann
byði löndum hér heim til aö fá i
staupinu. En auðvitaö var það
ekki hægt. Guðmundi I. likaði svo
illa við landana þegar þeir heim-
sóttu hann siðast, að hann ætlar
að drekka 1. des. brennivinið einn
og sjálfur núna. Við fáum ekkert,
verður ekki einu sinni boðið i
kaffi. Það hefði Villi frá Brekku
þó gert.
Svona er nú gestrisnin orðin hjá
islensku borgarastéttinni, hugs-
aði ég og vonbrigði min voru sár,
þegar spurðist um boðleysið 1.
des. Mig hafði svo lengi langað aö
sjá Guðmund 1, athuga hvort
hann er eins ilangur og af er látið
og svo hefði ég viljað spyrja hann
um starfið. Er ekki flott aö vera
sendiherra? Er ekki gaman að fá
að hafa pipuhatt? Hvernig kanntu
við mannæturnar, þessa svörtu
sem hafa sendiráð hér i sama
húsi? Eiga þeir lika pipuhatt?
Það er annars makalaust meö
sendiherra, hvað þeir eru spennt-
ir fyrir pipuhöttum. Um daginn
skýrði Aftonbladet frá þvi, að
sendiherra svia i Madrid sem ég
man ekki hvaö heitir, væri i
fjandans kreppu. Þessi virðulegi
sendiherra, sem hefur verið
sendiherra frá þvi hann var barn
um 1930 ,kvartaöi vonskulega i
bréfi til utanrikisráðuneytisins að
volvoinn sem ráðuneytið skaffar
honum, sé ekki nógu rúmgóður
innan. „Það er ekki hægt að setj-
ast inn i bilinn með pipuhatt”,
sagði sendiherrann hneykslaður.
Raðuneytið lagði til að hann léti
lækka aftursæti bilsins. „Það er
öldungis ófullnægjandi ráðstöf-
un”, hreytti sendiherrann þá út
úr sér og fólst i raddblænum:
Hvenær á ég að fá almennilegan
bil sem hægt er að aka i um
göturnar með pipuhatt á höfðinu?
Og kannski hefur hann bætt við á
dulmáli’. Hvers vegna fæ ég ekki
að hafa flottan Mercedes Bens
eins og Guðmundur I? Aldrei þarf
hann að taka af sér pipuhattinn
þegar hann fer i kokteil. Samt er
hann svona stór.
Gunnar Gunnarsson.
cí
Alinenna Bókatelauiö
Austurstræti 1S. Bolholti 6
simi 19707 simi 32620
SÍMI
ÞJÓÐVILJANS
ER 81333