Þjóðviljinn - 12.12.1976, Blaðsíða 25
Sunnudagur 12. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 25
Sköpun
dýranna
Min skepna er farin aö hreyfa sig!
LEÐURBLAKAN
— Alllaf þarf hann að vera aö stela okkar hug-
myndum.
Músin vaknar til lifsins.
— Er hann aö hvila sig?
— Já, enda er hann aö búa til skriödýr.
í rósa-
garðinum
Svona spyrja ekki sveita-
píur
Hvernig eiga tvö naut saman i
vináttu- og ástarsambandi?
Tvær kaupstaöarpiur.
Heimilis-Timinn.
Ævintýraleg stofnun
Mörg höfuö á tollheimtunni.
Fyrirsögn i Morgunblaöi
Aumingja Gylfi
Albert Guðmundsson var
ómyrkur i máli og sagöi aö þetta
frumvarp Alþýöuflokksmanna
væri ómegnaöur kommúnismi.
Timinn.
Dramatísk hagfræði
Þó að Matthias Bjarnason
veröi hengdur fyrir þorskmorö
eöa hrakinn frá rábherradómi
fyrir að vera valdur að hinu
hryllilega slysi, þá breytir þaö
engu fyrir þorskinn meðan
efnahagssérfræöngar þjóöar-
innar sjá enga leiö til aö draga
fram efnahagslifið i 1-2 ár, aöra
en aö útrýma þorskinum.
Dagblaöiö.
Hinn óttalegi
leyndardómur
Seint og siðar meir hafa
bandarikjamenn komist aö
mjög eftirtektarverðu ráða-
bruggi leyniþjónustunnar. Þaö
átti að fá garöyrkjumann Hitl-
ers til aö sprauta kvenhormón-
anum ostrogen i þá ávexti og
grænmeti sem aö Hitler lagöi
sér til munns til að hann missti
svo yfirskeggið.
Bild
Fróðleikur fyrir tjallann
Breskt blaö reynir aö útskýra
fyrir lesendum sinum hvaö
tugakerfið sé, en þaö á i fram-
tibinni einnig aö gilda á Bret-
landi. Þaö segir meöal annars:
„Litri er nokkurn veginn það
sama og metri, en bara blaut-
ari”.
Daily Mirror.
ADOLF J.
PETERSEN:
VÍSNAMÁL
„TIL ÞÍN AUSTAN
BLÆRINN BER”
Visnamálum hefur borist gott
bréf frá Óskari Þórbarsyni frá
Haga. Meðfylgjandi visur nokk-
rar mjög athyglisverðar visur,
greinilega ortar viö þau tæki-
færi þegar viöhorfunum er lýst.
Eflaust hefur óskar verið á ferð
um Suðurnes þegar hann kvaö:
Fölna blóm og fer aö haust
fellur hrim á veginn
og hraunið grátt og gróöurlaust
Grindavikurmegin.
I versluninni kveður hann:
Varan léleg, verðiö hátt,
viösjált skraf viö fyrstu kynni:
Tauiö veröur varla blátt
veröi þaö þvegiö einu sinni.
Hvort hann er að ræöa um
sinn eða annara skáldskap, er
ekki fullljóst, en jafngilt fyrir
þvi þegar hann kveður:
Fellur saman orö og orö
i efnislausu kvæöi,
úr þvf ég á annað borö
einstig rfmsins þræöi.
Um jólin vill óskar vera
heima en ekki i suðurlöndum:
Heima er betra aö halda jól
þó hamist vindur sterkur
en þar sem brennir suöræn sól
sanda og eyöimerkur.
Þá vill Óskar heldur eiga
stund með Fjallkonunni:
Aráttan er söm viö sig,
sól og vindar kalla,
Engan langar eins og mig
upp til hárra fjalla.
Með þökk fyrir bréfið, Óskar,
kannski viö heyrum eitthvaö frá
þér seinna, þvi satt mun reynast
þegar fram liöa stundir, þaö
sem Þóhildur Sveinsdóttir frá
Hóli segir i þessari stöku:
Mundu aö efla andans sjóö
ef að treinast vökur.
Enn þá getur islensk þjóö
unað sér viö stökur.
/
Þaö var i Visnamalum þriöja
október s.l. sem birtust visur
eftir vestur islendinginn Björn
Jónsson i Swan River. Ég lét
þess þá getið að sennilega mætti
eiga von á fleiru frá Birni. Af
eftirfarandi visu má álykta að
hann eigi von á yndi meö
austanblænum, eöa heimþráin
segi til sin.
Þegar byrinn mæöu mér
megnar styr og vandann,
einatt spyr ég eftir þér
elskan fyrir handan.
Visnamál senda Birni bestu
kveöjur með þessari visu:
Heimþrá vakin handan er
hafsins bláu linu.
Til þín austan blærinn ber
bros frá yndi þinu.
öldur óróleikans, lægir Björn
með þvi aö raula i rökkrinu:
Ef lifið fátt vill ljá til þægöar
og létta á þrautakifinu,
yrki ég mér til hugarhægðar
húm megin i lifinu.
Af bréfi Björns M. má ráöa að
hann ferðast mikið þar vestur
frá, en þá kemur manni i hug
visa Ingþórs Sigurbjörnssonar:
Hvar sem þú um loft og lönd
leggur þina vegi,
gæfan þér I haldi hönd
hinsta fram aö degi.
Ingþór Sigurbjörnsson er mik
ill áhugamaöur um bindindi og
vinnur mikiö aö þeim málum.
Eitt sinn hóf hann visu þannig:
Vinið eyöir viti og þrótti,
villir margan góöan dreng.
Undirritaður sem hlustaöi á
bætti við:
Þar af leiðir lifsins flótti
lýstur egg að hjartastreng.
AJP.
Ingþór hóf aðra visu:
Njótum geisla glaöra stunda
göngum djarft I sólar átt.
seinni hlutinn kom þannig:
Há skal stefna huga og munda
herðum dug og viljans mátt.
AJP
En Ingþór þarf ekki að láta
einn eöa neinn botna fyrir sig
þaö getur hann sjálfur en kýs
samvinnuna, og kveöur:
Þaö er gott á góöri stund
gleðjast meðal vina,
taka i heita mjúka mund,
milda samvistina.
Það hefur kannski verið i góöu
skammdegi eins og nú er sem
Ingþór gerði þessa visu:
Þegar okkar byggöa ból
blessaö hefur vetur.
Vonum þó aö vor og sól
vermi okkur betur.
Ekki eru allir á einu máli um
bindindið.Þorsteinn Magnússon
frá Gilhaga i Skagafirði kvaö i
kunningjahóp:
Vekjum hlátur, vekjum
villast látum trega,
brögöum kátir brennivfn
bara mátulega.
grin,
A ferðalagi kvaö Andrés Val-
berg frá Mælifelli:
Ólund heröir átökin,
okkar skeröist rómur,
af þvi ferðafleygurinn
fer aö veröa tómur.
Haraldur Hjálmarsson frá
Hofi á Höföaströnd kvað viö
skál:
Af tilhlökkun titrar minn
barmur
ég trúi aö sálinni hlýni,
er hátt lyftir hægri armur
heilflösku af brennivini.
Þorbergur Þorsteinsson frá
Gilhaga blótaöi Bakkus sem
margir aörir aö sagt var. Hann
kvað:
Vföa liggur vegur minn,
vfs er lagakraftur,
saklaus var ég settur inn
sekur fór ég aftur.
Mér er Ijúft aö lifa I synd,
Ijósan ber þess vottinn,
þú skalt dæma þina mynd
þó meö samúö, drottinn.
Faðir Þorbergs var Þorsteinn
Magnússon frá Gilhaga, hér á
boröinu liggur blaö meö þessum
visum eftir hann:
Fyrir gig mér eyddist afl,
oft nam ráöi skeika.
■ Nú er ævi tapað tafl,—
tregöast ég aö leika.
Anda napurt oft ég finn
auðnu tapast vegur,
asnaskapur allur minn
er svo hrapailegur.
Hann kom að lind, fékk sér að
drekka og sá mynd sina um leiö
I lindinni:
Af þér drakk ég, lækjarlind
langan teig meö þökkum,
en þú drógst upp dapra mynd,
djúp og slétt af bökkum.